Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Fréttir Dótturfyrirtæki Mjólkursamsölunnar: Brauðgerðin spáir í eignir Sveins bakara - með vilyrði stærstu kröfuhafa 1 þrotabú S veins Samkvæmt heimildum DV hefur Brauðgerö Mjólkursamsölunnar í Reykjavik, eða Samsölubakarí hf., áhuga á eignum þrotabúsins, þ.e. nokkra af útsölustöðum Sveins bak- ara og höfuöstöðvamar í Mjódd. Þetta var borið undir skiptastjóra þrotabúsins, Andra Árnason lög- mann, og staðfesti hann í samtali við DV að forráðamenn Brauðgerðar- innar heíðu lagt fram hugmyndir að tilboði. Skömmu áður en Sveinn varð gjaldþrota tóku tvö hlutafélög í eigu vina og vandamanna hans yfir rekst- urinn fyrir 100 milljónir en að sögn Andra hefur stærsti kröfuhatinn, Iðnlánasjóður, sem er jafnframt stærsti veðhafi, ekki samþykkt þessa yfirtöku. Andri sagði að tilboð Brauðgerðarinnar væri svipað en heimildir DV herma að það sé lægra en 100 milljónir. Jafnframt hefur DV heimildir fyrir því að áhugi Brauðgerðar MS sé með vilyrði stærstu kröfuhafa Sveins bakara en tveir þeir stærstu eru Iðn- lánasjóður og íslandsbanki. Iðnlána- sjóður er með veð í fasteignum Sveins bakara í Mjódd, vélum, tækj- um og nokkrum útsölustaðanna. Um þetta ságði Andri að á meðan veðhaf- ar væru ekki búnir að samþykkja kaupsamning hlutafélaganna á eign- um Sveins gætu aðrir aðilar gert til- boð í eignimar. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Sveins, er hins vegar á allt annarri skoðun. Hann telur kaupsamninginn frágenginn og fær ekki séð aö Brauð- gerðin nái að slá hann út með tilboði sínu. „Búið er að ganga frá samningi með afsölum og öllu. Ef gera á tilboð þarf skiptastjóri að óska eftir riftun samningsins, það er ekki hægt að selja sömu eignimar tvisvar. Það er ekkert sem bendir til annars en að núverandi rekstraraðilar séu færir um aö reka fyrirtækið áfram,“ sagði Tryggvi. Skiptafundur í þrotabúi Sveins bakara fer fram 17. janúar nk. en frestur til að lýsa kröfum í búið rann út 4. janúar sl. Samkvæmt bráöa- birgðauppgjöri vom heildarkröfur í búið í kringum 190 milljónir króna og var stórum hluta þeirra lýst. Jóhann Magnússson hjá Stuðh hf. hefur verið rekstrarráðgjafi Brauð- gerðarinnar. í samtah við DV stað- festi hann áhuga fyrirtækisins á eignum þrotabús Sveins hakara en sagði máhð á viðkvæmu stigi og vhdi ekkitjásigfrekarumþað. -bjb Sigurður Sigurðarson og Karl Skírnisson, á tilraunastöð Háskólans á Keldum, halda hér á kjömmum og gónum (kópshausum). Kjammarnir og gónurnar eru rannsóknargögn í drápi fjölda kópa í Skjaldabjarnarvík á seinasta ári. DV-mynd Brynjar Gauti Kópadrápið í Skjaldabjamarvík: Gónurnar rannsakaðar Um helgina verða gónur (kóps- hausar) og kópskjálkar rannsakaðir í tílraunarstöðinni á Keldum. Gón- umar og kjálkarnir eru sönnunar- gögn í rannsókn sem fer fram vegna dráps á um 40 útselskópum í Skjalda- bjamarvík á Ströndum í október síð- asthðnum. Það er sýslumaðurinn á Hólmavík sem fer fram á rannsóknina og voru í því skyni sendar til Reykjavíkur fjórar gónur og um 40 kjálkar, sem lögreglan á ísafirði lagði hald á. Lög- reglan lagði hald á kjálkana eftir tveir menn, sem voru yfirheyrðir vegna drápanna, neituðu að hafa átt hlut að þeim. Karl Skímisson dýrafræðingur og Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, munu um helgina bera sam- an kjálkana og gónurnar í þeim th- gangi að skera úr um hvort kjálkam- ir séu úr hausunum sem fundust í Skjaldabjamarvík. Á grundvelh þeirra samaburðarathugana verður tekin ákvörðun um hvort nauösyn- legt er að gera vefjarannsókn eða DNA-rannsókn á pörunum. Sú rann- sókn, sem er flókin og tímafrek, mun gefa óvéfengjanlega niðurstöðu. -PP Fékk sprengju- brotísig 31 árs maður hggur á Landspítala eftir að tívolíhomba sprakk í skot- hólk með þeim afieiðingum að hólk- urinn tættist. Við það þeyttust brot úr hólkinum í manninn sem vann við flugeldasýningu í Keflavík. Maðurinn hlaut mikið svöðusár og opið beinbrot á fæti og gekkst hann undir aðgerð í fyrrinótt. Auk þess fékk hann sprengjubrot í auga en í gær töldu læknar hann ekki þurfa að gangast undir aðgerð vegna þess. Þá hlaut maðurinn einnig líths hátt- ar höfuðáverka. Eins og fyrr sagði hggur maðurinn á Landspítalanum en hann var á gjörgæsludehdþartilímorgun. -pp Blökkumaður í kjöri Amal Qase skilaði inn framboði vegna prófkjörs sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor rétt fyrir klukkan 17 í gær þegar framboðsfresturinn rann út. Amal er fyrsti blökkumaöurinn sem gefur kost á sér í kosningum á íslandi. Með henni á myndinni er sonur hennar, Skúli Skúlason. DV-mynd BG Stuttarfréttir dv Sicpúnsáttvið Ingibjörgu Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltnii I'Yamsóknarflokksins, lýsti því yfir á Bylgjunni aö hún gæti vel sætt sig við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgar- stjóraefni sameiginlegs framboðs minnihlutaflokkanna í Reykjavík í borgarstjómarkosningunum í vor. Sprenginguppiýst Tveir menn um tvítugt viður- keimdu við yfirheyrslu í gær að hafa sprengt upp tvhyft timbur- hús á Akranesi i fyrrakvöld með dínamiti sem ekki var Ijóst í gær- kvöld hvernig þeir komust yfir. Lítiðkeyptaf hlutabréfum Eftir lífleg viðskipti með lhuta- bréf í árslok 1993, eða fyrir 308 mihjónir, fóru fjárfestar rólega af stað í ársbyrjun 1994. Aöeins voru keypt hlutabréf fyrir rúmar 2 mihjónir króna þessa fyrstu vikuársins. Hannes Hafstein, sendiherra íslands í Brussel og aðalsamn- hagamaður i EES-viðræðunum, segir íslensk stjórnvöld hafa ótví- ræöan rétt til að ieggja vörugjald á innfluttar vörur. Þetta kom frarn á Bylgjunni. Trillukarlar mótmæla Aðalfundur Nökkva, félags smábátaeigenda í Neskaupstað, mótmælir harðlega framkomn- um tihögum um veiðifyrirkomu- lag krókabáta og skorar á stjóm- völd að hætta nú þegar „enda- lausri atlögu að smábátasjó- mönnum". Samkvæmt könnun Sambands islenskra tryggingafélaga eru að- eins um 54% heimha i landinu með vátryggingar sem taka th húseignarinnar sjálfrar, s.s. hús- eigenda- og fasteignatryggingar. Til samanburðar er svipað hlut- fall á Norðurlöndum um 90%. Dreifingarfyrirtækin Ágæti og Graenmeti, sem bæöi eru í eigu grænmetisframleiðenda, voru sameinuð í eitt fyrirtæki um ára- mótin. Markmiðið er að samein- að fyrirtæki geti betur mætt er- lendri samkeppni vegna samn- inga eins og GATT og EES. Haraldurætíarímál Haraldur Haraldsson í Andra sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hatm segist ra.a. ætla að leita réttar síns fyrir dómstólum th að óghda „þá stjómarathöfn sem fram fór í skjóh myrkurs aö kvöldi 29. desember sL“ eins og hann orðar það og á við sölu rik- isins á SR-mjöli. -bjb Borgarstjómarkosningamar: Katrín gefur ekki kost á sér Katrín Fjeldsted borgarfuhtrúi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér th endurkjörs í borgarstjóm vegna óánægju með þær undirtektir sem thlögur hennar hafa fengið í borgar- stjómarflokknum, hvemig staöið var að borgarstjóraskiptunum fyrir tveimur árum og það sem hún kahar „ „rússneska kosningu" ákveðinna manna í ákveöin sæti“. Katrín úti- lokar ekki framboð th Alþingis. Þegar framboðsfrestur Sjálfstæðis- flokksins vegna borgarstjómarkosn- inganna í vor rann út í gær höfðu 24 skhað inn framboði. Þeir em: Anna K. Jónsdóttir lyfjafræðingur, Amal Qase nemi, Hhmar Guðlaugs- son múrari, Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, Ámi Sigfússon framkvæmdastjóri, Einar G. Guðjónsson verslunarmað- ur, Sveinn Andri Sveinsson lögmað- ur, Sigríður Sigurðardóttir fóstra, Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri, Guðrún Zoéga verkfræðingur, Sigur- jón Á. Fjeldsted skólasfjóri, Axel Ei- ríksson úrsmíðameistari, Haraldur Blöndal hrl., Páh Gíslason læknir, Þorleifur Hinrik Fjeldsted sölumað- ur, Ólafur F. Magnússon læknir, Björgólfur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, Vhhjálmur Þ. Vh- hjálmsson lögfræðingur, Markús Örn Antonsson borgarstjóri, Helga Jóhannsdóttir húsmóðir, Þorbergur Aðalsteinsson landshðsþjálfari, Gunnar Jóhann Birgisson lögmaður, Katrín Gunnarsdóttir og Jóna Gróa Sigurðardóttirhúsfreyja. -GHS Katrín Fjeldsted læknir lýsir því yfir i gær að hún gefi ekki kost á sér til endurkjörs í borgarstjórn. DV-mynd BG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.