Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
Veikindin hafa
þroskað mig mikið
- segir Signý Sæmundsdóttir söngkona sem gengist hefur undir nýmaígræðslu
Sungið i Töfraflautunni kvöldið áður en haldið er út til Gautaborgar í
ígræðslu. Með Signýju á myndinni eru Elin Ósk Óskarsdóttir og Alina Dubik.
Fyrstu einsöngstónleikarnir eftir að komið var heim. Með Signýju á mynd-
inni eru Elisabet Þórisdóttir, forstöðumaður Gerðubergs, og Sigrún Hjálm-
týsdóttir söngkona.
„Veikindin þroskuðu mig mjög mikið
á stuttum tíma og ég er að vissu leyti
þakklát fyrir að hafa gengið í gegnum
þessa reynslu, þó svo hún hafl verið
hörð,“ segir söngkonan Signý Sæ-
mundsdóttir sem varð fyrir því áfalli
fyrir rúmum þremur árum, þá rúm-
lega þrítug aö aldri, að bæði nýru
hennar bOuðu mjög óvænt svo hún
þurfti að gangast undir eríiðar
skurðaðgerðir þar sem grætt var í
hana nýra. Ekki bara eina aðgerð,
heldur tvær, því að líkami Signýjar
hafnaði nýra sem móðir hennar gaf
henni svo að í dag gengur hún með
líffæri ókunnrar, látinnar mann-
eskju í líkama sínum.
Nú, rúmum tveimur árum eftir að
seinna líffærið var grætt í Signýju
og veikindin eru nær alveg yfirstað-
in, féllst Signý á að koma í viðtal og
kvöld eitt nú fyrir skömmu sátum
við heima hjá henni og ræddum um
lífið og tilveruna, líffæraflutninga og
að sjálfsögðu sönginn sem er hennar
hjartans mál, enda Signý í hópi
fremstu söngvara landsins.
Mikill söngur
í fjölskyldunni
Signý er fædd í Reykjavík, næst-
yngst fjögurra systra. „Eg ólst upp í
Rangárvallasýslunni fyrstu árin en
þangaö á ég ættir að rekja. Við bjugg-
um að Akurhóli sem er alveg við
Gunnarsholt á Rangárvöllum. Þegar
ég var 7 ára fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur og þar ólst ég upp frá
þeim tíma.
Ég var 18 ára gömul þegar ég byij-
aði að læra söng, en hafði þá verið
að læra á fiðlu nokkuð lengi. Söngur-
inn tók strax yfirhöndina," segir
Signý. Og hún á ekki langt að sækja
mikinn söngáhuga því í kringum sig
segir hún alltaf hafa verið söngelskt
og söngglatt fólk, bæði í móður- og
fóðurætt. „Þegar fólk kemur saman
, er mikið sungið," segir Signý. Hún
lærði hjá Elísabetu Erlingsdóttur við
Tónlistarskólann í Kópavogi en eftir
stuttan stans hjá Söngskólanum í
Reykjavík fluttist hún út til Vínar-
borgar til frekara söngnáms.
Við nám og störf í Vín
„Það var yndislegt aö búa í Vín -
hún er mjög falleg borg og þar er
mikið um að vera hvað varðar allar
listir. Það eimir mikið eftir af gamla
tímanum, keisaraveldinu sem leið
undir lok laust fyrir 1920. Þarna eru
ýmsar hefðir í heiðri haldnar frá
þessum tíma og sagan í hverju horni
- sögulegar götur og hús.
Þarna var ég við nám og störf í sex
ár. Ég vann með náminu við að
syngja í kirkjum og viðar og fór í
ferðalög með óperuhóp sem ég söng
með. Veturinn 1988 bauðst mér að
syngja í Ævintýri Hoffmanns sem
sett var upp hér heima í Þjóðleikhús-
inu og kom til að vinna við það vetur-
inn ’88-’89. Þetta var verkefni sem
unnið var í samstarfi Þjóðleikhúss-
ins og íslensku óperunnar. Það var
gott aö koma heim og taka þátt í
þessu verki sem var mjög vel heppn-
að og skemmtilegt. í framhaldi af
þessu buðust mér ýmis söngstörf hér
heima, sem ég þáði, en ég átti ýmis-
legt ógert ytra og hélt aftur til Vínar
síðsumars árið 1989.
Ég vildi láta reyna á kunnáttu mína
við það sem ég var búin að læra og
koma mér áfram,” segir Signý. Þarna
dvaldi hún í nokkra mánuði í viðbót
en ferðaöist auk þess mikið með
óperuhópnum sínum. „Við fórum
meðal annars til Japans þar sem sett
var upp Brúökaup Fígarós, auk þess
sem viö héldum fjölda tónleika víða
um landið enda vorum viö þarna í
hálfan annan mánuð. Það var gaman
að komast til þessa lands í gegnum
starfið. Japanir gera mjög miklar
kröfur til tónlistar og eru góðir hlust-
endur. Við fengum auk þess tækifæri
til að kynnast japönskum siðum og
venjum í gegnum fjölskyldur sem við
dvöldum meðal annars hjá. Siðir
þeirra eru svo gerólíkir okkar - þeir
sofa á dýnum á gólfinu, matast sitj-
andi á gólfinu og matarvenjur þeirra
eru mjög sérstakar - mikið er lagt
upp úr litríkum mat, alls konar
skreytingum og því að skera út ýmiss
konar mynstur í grænmetið og mat-
inn til að gera hann gimilegri," segir
Signý.
Eftir 7 ára dvöl erlendis, þar sem
hún náði að ferðast mjög víða um
heiminn, ákvað hún að nóg væri
komið í bili af fjarvistum frá ættingj-
um og vinum á íslandi og flutti heim
rétt fyrir jólin 1989. Strax upp úr ára-
mótunum fór hún á fullt í vinnu,
meðal annars í verkefni með Sinfó-
níuhljómsveit íslands. En nokkrum
mánuöum seinna dundi reiðarslagiö
yfir.
Nýrun ónýt
„Um vorið fór ég að finna fyrir
ýmiss konar óþægindum. Þetta voru
beinverkir og alls konar ómöguleg-
heit sem komu og fóru en ágerðust
sífellt. Mig óraði ekki fyrir því aö
neitt væri að. Ég hafði til þessa verið
mjög heilsuhraust og aldrei orðiö
misdægurt. Ég hugsaði því sem svo
að þetta væri bara einhver aumingja-
skapur og reyndi allt hvað ég gat til
að hrista þetta af mér. Læknirinn lét
mig hafa tilvísun á sjúkraþjálfara en
ég sinnti þvi lítið og var að vinna við
ferðamennsku um sumarið, en
sumrin eru rólegur timi í söngnum,”
segir Signý. Um haustið höfðu óþæg-
indin ágerst svo að hún leitaði aftur
til heimilislæknisins sem meðal ann-
ars tók úr henni blóðprufu.
„Þegar niðurstöðumar úr
blóðprufunni komu hringdi læknir-
inn í mig og tilkynnti mér að ég yrði
að leggjast inn á spítala á stundinni.
Ég var lögð inn með hraði og var svo
heppin að það var nýrnasérfræðing-
ur á bráðavaktinni, Magnús Böð-
varsson, sem hefur verið læknirinn
minn síðan. Blóðprufurnar höfðu
sýnt að svonefnt kreatínmagn í blóð-
inu væri orðið tífalt hærra en hjá
heilbrigðri manneskju. Enda voru
niðurstöðumar sem læknirinn færði
mér að aflokinni skoðun ekki uppör-
vandi: ég var með bráða nýrnabilun
í báðum nýrum. Starfsemi þeirra var
samtals innan við 9% af því sem eðli-
legt er, sem þýddi að þau önnuðu
engan veginn starfseminni. Ekkert
gæti orðið til bjargar nema
ígræðsla.”
Nú fór í hönd tími þar sem leitað
var að heppilegum nýmagjafa innan
fjölskyldu Signýjar meðan beðið var
eftir plássi á Sahlgrenska sjúkrahús-
inu í Gautaborg í Sviþjóð, en þar eru
slíkar aðgerðar framkvæmdar. Svo
heppilega vill til að hver manneskja
er fædd með tvö nýru og flestum
nægir annað. Því er oft byrjað að leita
eftir nýmagjafa innan fiölskyldu
þess sjúka og stundum finnst þar
heppilegur gefandi, en margt þarf að
passa saman bæði blóð- og vefia-
flokkar en auk þess verður nýrna-
gjafinn aö vera fullkomlega heil-
brigöur og tilbúinn til gjafarinnar því
slíkar aðgeröir em mjög erfiðar fyrir
þann sem gefur. En hvað er það sem
veldur þessum sjúkdómi?
Sýking í æsku
líkleg orsök
„Jú, þetta er mjög lúmskur sjúk-
dómur - gerist oftast mjög hægt og
hefur eflaust gert það hjá mér líka.
Það er tahð að hjá mér stafi þetta af
sýkingu sem ég hef fengið sem ung-
bam. Það er auðvitað búið að spekúl-
era mjög mikið í þessu í fiölskyld-
unni. Mamma segir að ég hafi fengið
mjög slæma flensu þegar ég var á
fyrsta árinu, orðið mjög veik en kom-
ist alveg yfir það. Þá er möguleiki á
mm \
V/SA CE) Samkort
KORTHAFAR
fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd
með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er
að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er
gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur!
Smáauglýsingadeild DV er opin:
Vírka daga ki. 9.00-22.00
Laugardaga kt. 9.00-16.00
Sunnudaga kl. 18.00-22.00
Athugið:
Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast
fyrir kl. 17.00 á föstudag.
SMÁAUGLÝSINGAR
SIMI 63 27 00