Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Dagur í lífl Friðriks Erlingssonar skrifara: Kraftaverk dagsins Miðsvetrarmorgnamir mála sig hægt og örugglega upp á stofuglugg- ana hér á Görðum við Ægisíðu. Það er eitt allsheijar Utaspil himins og hafs í kyrru frosti; einstaka fugl rennir sér yfir myndflötinn og á raf- magnsstaumum, sem stendur í tún- inu fyrir neðan húsið hefur fálki ver- ið að tylla sér niöur af og til síðustu daga. Á þessum morgnum finn ég ekki fyrir borginni sem breiðir úr sér fyrir aftan mig. Þangað til fiugvél í aðflugi rennir sér niður að hafíletin- um fyrir framan gluggana, inn í mitt miðsvetrarmálverkið frá hægri og síðan aftur út úr mynd til vinstri þar sem flugvöllurinn tekur við. Ég er nýkominn frá Hótel Búöum þar sem ég var yfir jól og áramót. Á gamlárs- dag og nýársdag var standandi veisla meö gleði söng og spih Súkkat- manna og síðan dans við þjóðlög frá ýmsum löndum fram undir rauða morgun, úrvals matur borinn á borö bæði kvöldin, áttréttað á nýárskvöld, þjónustuUð stjanaði við mann og upplifunin var líkt og aö vera staddur á heilsuhæli fyrir aðalsfólk í upphafi aldarinnar þar sem maður þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að vera til, aðeins njóta og segja já takk. Hópur góðra gesta upplifði ógleym- anleg áramót, einstaka náttúrufeg- urð í faUegasta vetrarveðri sem til er, þegar eyrun verða stökk eins og tekex í frostinu og á nýársdag hafði Bárður gamli dustað rykið af jöklin- um og sýndi hann stoltur gestum og_ gangandi; ofurhvítan við bláan frost- himin. Um áramótin lærði ég Uka að yrkja fimmskeytlu. Unnið fyrir Imbakassann Þaö er sérkennilegt að vera kominn aftur í bæinn og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, sjá daginn rísa úr svörtu fyrir utan gluggann og taka til við dagleg ritstörf og hand- ritsgerð eins og ekkert hafi í skorist. Enginn dagur er í rauninni aiveg eins, það er engin rútina, en fyrri part vikunnar hitti ég þá Gysbræður klukkan tíu að morgni og við horfum saman á fréttir síðustu daga og leit- um aö hlálegum tíðindum sem eru nothæf sem fóður í Imbakassann; skemmtiþátt Gysbræðra á Stöð 2. Um tvöleytið er fundi lokið og ég held heim á leið með buIUð úr okkur á diktafóni og punkta á blaði. Þá tekur við hin notalega gönguferð dagsins niður Laugaveg. Suma daga er eins og maður sé í erlendri borg; maður þekkir ekki sálu, týnir sér í íjöldan- um og gleymir stund og stað í hinu „alþjóðlega andrúmslofti miðbæjar- ins“ þar sem „iðandi stórborgarlífið streymir hjá“ eins og verslunarmenn komust svo skemmtiiega að orði fyr- ir jólin. Þá vantar ekki hugmynda- flugið, kaupmennina. Þegar ég nálg- ast kaffihúsaklasann hægi ég ferðina og íhuga hvar sé nú best að sötra cappuchino; er það hjá nafna og dýr- inu, er það kannski Mokka? Jafnvel ég tek strikið inn í næstu bókabúð og sekk mér niður í bókaskoðun, skrái hjá mér í huganum hvaða bæk- ur ég þarf nú að fara að kaupa en áður en ég veit af hrekk ég upp úr leiðslunni og er þá kominn aftur út á götima með, fullan Máls og menn- ingar eöa Eymundssonar poka af bókum og er þá orðinn vel kaffiþyrst- ur. Oftar en ekki fer ég á Hornið í Hafnarstræti þar sem cappucino kaffið er betra en víðast hvar annars staðar. Aöra daga er eins og flestallir vinir og kunningjar hafi sammælst um að verða á vegi mínum og það tekur stundum nokkra klukkutíma að komast niður Bankastrætið og niður á pósthús að glugga í pósthólf- ið en það er ein af spennustundum dagsins. Spennandi pósthólf Aö eiga pósthólf er á viö að spila í lottóinu eða jafnvel ennþá meira spennandi. Og það er ein öruggasta afsökunin fyrir því að vafra um miðbæinn. Oft getur verið eitthvað svo spennandi í pósthólfinu að ég neyðist til að drífa mig inn á næsta kaffihús, fá mér annan og glugga í spennandi póst. Þegar þessu daglega Laugavegs- og miöbæjarrölti lýkur, eftir hinar „ólgandi sveiflur í alþjóð- legu iðukasti miðborgarinnar", stíg ég upp í fimmuna sem siglir með mig inn í kyrrðina við Ægisíðu, sest við tölvuna og reyni að taka ekki eftir músinni sem er að læðast undan ofn- inum. Sambúð okkar byggist frekar á gagnkvæmri virðingu en ótta þó ég efist ekki um að nýju flókaskómir mínir skjóti henni stundum skelk í bringu þegar ég þramma um stofurn- ar. Hún er kyrrlát og prúð og skyn- söm í meira lagi því hún lítur ekki við eiturpokanum sem meindýraeyð- irinn vildi pranga inn á hana. Og hver á erfitt með að skilja það? Um hádegisbilið á fimmtudegi skila ég af mér handriti fyrir næsta Imba- kassa og hef þá fjóra daga til að sinna öörum ritstörfum. Um daginn var ég titlaður rithöfundur. Ég er mótfall- inn þeim tith. Ég hef vahð mér starfs- heitið skrifari sem er mun nákvæm- ara og í raun réttara því ég er ekki eingöngu höfundur rita heldur einn- ig handrita, kvikmynda- og sjón- varps-, hvers endanleg útkoma er sjónræn eingöngu. Þó er ég ekki heldur eingöngu handritshöfundur því einnig er ég höfundur rita. Og í stað þess að burðast með titla tvo tek ég mér aðeins einn, eins og skáldið sagði. Það er líka alltof fint að vera rithöfundur. Það er eitthvað svo end- anlegt og maður hefur ekkert að stefna að. Þaö er mun betra að vera bara skrifari, þá getur maður ahtaf unnið sig upp. Siöla dags hefur miðs- vetrarmálverkið í glugganum tekið á sig annan blæ. Sjórinn er glóandi gullhvítur með köldum bláum strengjum út frá Lönguskeijum og fólblá skýin eru guhbrydduð blúndu- verk á bleikum himnakjól, skreytt álftum í oddaflugi. Það er auðvelt að gleyma sér við að horfa á svona kraftaverk og aht í einu er ég kominn niður göngustíginn fyrir neðan hús- ið; kappklæddur í frostinu, í síðbrók, ullarsokkum og öllum þeim herút- búnaði sem kuldinn krefst. Hugur- inn vinnur vel í kyrrðinni og þegar ég geng aftur heim að Görðum tindra stjömur innan seihngar og norður- ljósin þyrlast í sortanum. Finnur þú fímm breytingar? 239 Hvernig gekk ferðalagið ykkar til Monte Carlo. Nafn: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyghsgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 239 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð þrítugustu og sjöundu get- raun reyndust vera: 1. Jóna Guðjónsdóttir, Skipholti 45,105 Reykjavík. 2. Páll Þórðarson, Melhaga 5,107 Reykjavík. Vinningamir verða sendir heim. Heimilisfang:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.