Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1994, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Sviðsljós Árið 1993: Brúðkaup og skiln- aðir fræga fólksins Á árinu 1993 gerðust margir skemmtilegir atburðir í heiminum ekki síður en leiðinlegir. Hjónabönd urðu ófá eins og gerist og gengur en sennilega eru nokkur brúðkaup frægari en önnur. Má þar nefna brúðkaup Juliu Roberts, 26 ára, og Lyle Lovetts, 35 ára. Flestum þótti sveitasöngvarinn Lyle heldur ófríð- ur fyrir hina fogru Juliu og var gjarnan talað um Fríðu ogdýrið í því sambandi. Annað hjónaband þótti heldur merkilegt og þá sérstaklega á Norð- Norðmönnum fannst söngfuglinn sinn, Sissy Kyrkjebö, krækja sér í of gamlan mann. urlöndum. Það var þegar söng- drottning Norðmanna, Sissy Kyrkjebö, 24 ára, gekk að eiga danska grínleikarann Eddie Skoller sem er 48 ára. Norðmönnum þótti Eddie reyndar fullgamall fyrir hina ungu og fallegu söngkonu. Frægar kvikmyndastjörnur gengu í það heilaga á árinu og má þar nefna Geenu Davis sem giftist Renny Harl- in, Kim Basinger sem giftist Alec Baldwin og Michelle Pfeiffer sem giftist David Kelly. Hjá kóngafólkinu var einnig boðið til brúðkaups, sonur Margrétar prinsessu, David Linley greifi, gekk að eiga Serenu Stanhope. Þá gekk Raine Spencer, ekkja eftir foður Dí- önu prinsessu, í hjónaband með franska greifanum Jean Francois de Chambrun. Einhveijir urðu einnig til að skilja á árinu. Frægasti skilnaðurinn var sennilega þegar leikarahjónin Loni Anderson og Burt Reynolds skildu. Glenn Ford, 76 ára, var einnig yfir sig ástfanginn á árinu og var glaður mjög þegar hann gekk í hjónaband með hinni 33ja ára hjúkrunarkonu Jeanne Baus. Þau skildu hins vegar eftir 49 daga hjónaband þegar í ljós kom að hún hafði gifst honum pen- inganna vegna. Og leikkonan Jenny Seagrove, sem sló í gegn sem Emma Hart, hætti við kærasta sinn, Micha- el Winner, eftir sex ára samband. Þau höfðu reyndar aldrei búið saman heldur höfðu ávallt sitt hvora íbúð- ina. Frægasfi skilnaður ársins var þegar Loni Anderson og Burt Reynolds skildu. Hjúkrunarkonan Jeanne Baus, 33ja ára, giftist Glenn Ford, sem er 76 ára, vegna peninganna en svikin komust upp. Frægasta brúðkaup ársins 1993 var þegar Julia Roberts og Lyle Lovett gengu í það heilaga, aðallega vegna þess hversu brúðguminn þótti Ijótur. Leikkonan Michelle Pfeiffer náði í David Kelly biómyndaframleiöanda. Kim Basinger náði i Alec Baldwin sem er fjórum árum yngri en hún. Sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar Englandsdrottningar, kvæntist á árinu 1993 Serenu Stan- hope. Ólyginn ... að söngvarinn Elton John ætlaði að kvænast á nýjan lefk eftir að hafa skllið við Renötu árið 1988. Sagt er að Elton langi tit að eignast erfingja og hafi fundið barni sínu móður, Milly Carlucci. ... að Carlo Ponti hefði fengið hjartaáfall er eldur logaði allt í kringum hús hans og Sophiu Loren í Kaliforníu. Sophia er sögð hafa áhyggjur af heilsu eig- inmannsins. ... að söngstjarnan Julio Igles- ias ætti þá ósk heitasta að verða faðir á ný. Hann á reyndar unga unnustu að nafni Miranda og vill eiga með henni barn áður en hann verður afi. ... að Horst Tappert, best þekkt- ur sem Derrick, hefði verið gerð- ur að heiðursborgara í Noregi. Hann er sem kunnugt er kvæntur norskri konu og dvelja þau oft í heimalandi hennar. ... að tveir synir Anthonys Quinn, Danny og Lorenzo, væru að skilja við eiginkonur sinar. Hina vegar virðist allt vera fallið i Ijúfa löð hjá leikaranum og eig- inkonu hans, Lolöndu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.