Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
Viðskjpti
Ýsanað
hækkaáný
Eftir sjómannaverkfallið er
slægð ýsa að hækka í verði á ný.
í verkfallinu var slægð ýsa seld á
háu verði, lækkaði nokkuð á
mörkuðunum sl. mánudag en
kílóið var að meðaltali selt á 154
krónur í gær.
Á einni viku hefur húsbréfa-
vísitala VÍB hækkað um 1,5%, úr
174,66 stigum í 177,20 stig, eftir
viðskiptin í gær.
í vikubyrjun hækkaði 95 oktana
bensín í Rotterdam úr 135 dollur-
um tonnið í 139 dollara en lækk-
aði síðan í 137 dollara á þriðjudag.
Gengi þýska marksins virtist
vera á niðurleiö þar til í gær að
það hækkaði, var skráð í gær á
41,94 krónur.
Vísitala helstu hlutabréfa í
kauphöllinni í Frankfurt hækk-
aði eftir viðskipti gærdagsins en
hafðiáðurfariðlækkandi. -bjb
Skýrsla Verslunarráðs um llfeyrissjóðina:
Andar köldu í
garð sjóðanna
- segir framkvæmdastjóri Sambands almennra lifeyrissjóða
Fjörugar umræður urðu á morg-
unfundi Verslunarráðs íslands í gær
um skýrslu ráðsins um stöðu lífeyr-
issjóöanna 1 landinu. Skýrslan dreg-
ur upp nokkuð dökka mynd af stöðu
sjóðanna en jafnframt er bent á leið-
ir til úrbóta. Vilhjálmur Egilsson
mælti fyrir skýrslunni en Ásmundur
Stefánsson, sem átti sæti í nefnd sem
vann skýrsluna, gerði grein fyrir
sínu séráliti. Ásmundur er í stuttu
máli á öndveröum meiði við aðra
skýrsluhöfunda og telur lífeyris-
sjóðakerfið í jafnvægi ef opinberu
sjóðirnir eru undanskildir.
Skýrslan hefur vakið nokkra at-
hygli og ef marka má viðbrögð fund-
armanna mætir meginniöurstaða
hennar, sem DV greindi frá í gær,
nokkurri andstöðu innan verkalýðs-
hreyfingarinnEU- og hjá forsvars-
mönnum nokkurra lífeyrissjóða.
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Sambands almennra lífeyris-
sjóða, SAL, sagði í samtali við DV að
sér fyndist anda nokkuð köldu í garð
lífeyrissjóða í skýrslvmni af meiri-
hluta höfunda hennar.
„Það er til umhugsunar að fulltrú-
ar allra verðbréfafyrirtækjanna eru
aðilar að skýrslunni og senda býsna
kaldar kveðjur miðað við að þeir
hafa til þessa átt góð samskipti við
lífeyrissjóðina," segir Hrafn en hann
telur þó eitthvaö jákvætt við skýrsl-
una, þ.e. um skattlagningu lífeyris.
„Ég get fyllilega tekið undir það með
skýrsluhöfundum að það eigi bara
að skattleggja einu sinni en ekki
tvisvar eins og nú er gert. Það á bara
að skattleggja lífeyrinn en ekki iö-
gjöldin líka.“
Hrafn segir aö meginvandamál líf-
eyriskeríisins í dag séu opinberu
sjóðimir, þar sé mikill framtíðar-
vandi á ferð. „En almennir sjóðir lifa
við gjörbreytt umhverfi síðan fyrir 5
árum. Sjóðirnir hafa búið viö mjög
góða raunávöxtun og endurskoðað
ákvæði um örorkulifeyri og makalíf-
eyri,“ segir Hrafn.
Ein meginniðurstaða skýrslunnar
er að afnema beri skylduaðild að líf-
eyrissjóðum er og vitnað í álitsgerð
lögfræðings þar sem lögmæti skyldu-
aðildar er stórlega dregið í efa.
Skýrsluhöfundar vilja að launþegar
geti valið um lífeyrissjóði. Um þetta
sagði Hrafn að sér væri ekki kunn-
ugt um umræðu sem þessa neins
staðar í Evrópu. „Ég hreinlega aug-
lýsi eftir slíku ef svo er, ég get ekki
séð það í mínum gögnum.“
-bjb
Samgönguráðuneytið, Flugleiðir
og Framleiðnisjóöur landbúnaðarins
hafa tekið höndum saman um sér-
stakt kynningarátak erlendis á öllum
því sem íslenskt er. Eitt hundrað
milljónum króna verður varið til
átaksins og markmiðið er að það skili
viðskiptum í ferðaþjónustu að jafn-
virði 1 milljarði króna.
Átakið felst einkum í auglýsingum
í erlendum tímaritum á tilteknum
markaðssvæðum. Þeim er meðal
annars ætlað að vekja athygli á
möguleikum til útivistar, ævintýra-
ferða, hestamennsku o.s.frv. Mest
verður auglýst í Þýskalandi, Bret-
landi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og
Frakklandi. Flugleiðir leggja 50 millj-
ónir til átaksins, samgönguráðuneyt-
ið 40 milljónir og Framleiðnisjóður
10 milljónir.
-bjb
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Halldór Blöndal samgönguráð-
herra halda hér á merki kynningarátaksins á íslenskri ferðaþjónustu. Verja
á 100 milljónum króna til átaksins. DV-mynd BG
Olía að hækka í verði
Samkvæmt viðskiptum með olíu
og bensín á Rotterdam-markaði sl.
þriðjudag er olíuverð að hækka
nokkuð á meðan bensínverð breytist
lítiö sem ekkert.
Á einni viku hefur svartolía hækk-
að um 4 dollara tonnið og hráolíu-
tunnan er komin yfir 14 dollara. Gas-
olía hefur sömuleiðis hækkað þótt
verðþróun hennar sé ekki sýnd á
meðfylgjandi grafi.
Gullúnsan virðist aftur vera á upp-
leið og loksins hafa borist upplýs-
ingar um verð annarra vörutegunda
á erlendum mörkuðum. Frá því fyrir
jól hefur verð á hveiti í Chicago og
bómull í London hækkað verulega
en þó nokkur lækkun orðið á sykri
í London. Þá hefur kaffiverð lækkað
lítillega í London.
-bjb
390
370(J/V •
360 V ;
OJU
0 N D J
260
250
■ m~£ES3m
O N
70 60
50 40
OU 20 10
O N D J
i' :■'■•
; ■ ; 200
O N p J
D J
DV
Botninumnáðí
vaxtamálum
Landsbankinn varð í gær síð-
astur tíl að tilkynna vaxtabreyt-
ingar sem taka eiga gOdi á morg-
un. Nafnvextír Landsbankans á
almennum skuldabréfum lækka
um 2 prósentustíg, fara úr 9,5% í
7,5%, vixilvextir lækka úr 9,5% í
8,25%, yfirdráttarlán lækka úr
14,75% í 13,75% og nafiivextir af-
urðalána í íslenskum krónum
lækka úr 9,5% í 7,75%.
Hins vegar hækkar Landsbank-
inn raunvexti almennra skulda-
bréfa um 0,2 prósentustig. Þá
lækka innlánsvextir bankans um
allt að 0,75 stig. Engar breytingar
verða geröar á þjónustugjöldum
Landsbankans. Brynjólfur
Helgason aðstoðarbankastjóri
sagði við DV að miðað við núver-
andi aðstæður á markaði væri
botninum náð í vaxtamálum,
jaínt á út- og innlánum.
Verslunarráðið
telurÁTVRekki
standastEES
Verslunarráð íslands hefur
sent erindi til Eftírlitsstofnunar
EFTA þar sem stórlega er dregið
í efa að einokun Áfengis- og tó-
baksverslunar ríkisins á sölu
áfengis standist EES-samning-
inn. Vitnar Verslunarráðið til
samkomulags Svia og Finna við
framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins, EB, um að sam-
kvæmt EES-samningnum sé ein-
okun á framleiðslu og sölu áfeng-
is óheimil.
Villijálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri ráðsins, sagði i
samtali við DV að þessu máli yrði
fylgt eftir af fullri hörku. „Það
liggur alveg fyrir aö Eftírlits-
stofiiun EFTA getur ekki annað
en gert athugasemdir við starf-
semi ÁTVR hér á landi. Starfsem-
in samræmist alls ekki EES-
samningnum, það er klárt mál,“
sagði Vilhjálmur.
Samvinnavið
erlentfyrirtæki
umframleiðslu
á spónparketi
Ákveðiö hefur verið aö heija
útfiutning á spónparketi frá Is-
landi til Evrópulanda í samstarfi
viö dótturfyrirtæki þýska stór-
fyrirtækisins Glunz. Samið hefur
verið við trésmiðjuna Víkurás í
Keflavík um framleiðslu á park-
ettnu. Að auki hefur verið samiö
viö Húsasmiðjuna um einkasölu
hér á landi. Ef vel tekst til gæti
þetta verkefni tryggt allt að 40
mönnum atvinnu i Keflavík.
Nýstofnað fyrirtæki, Isimex hf.,
hefur komið þessum samningum
á og er parketiö framleitt á þess
vegum. Svipað spónparket var
áöur framleitt hjá Tré-X í Kefla-
vík. Parketiö hefur núna verið
þróaö og aðlagað þörfum og kröf-
um markaðarins í Evrópu,
Fyrirtæki
íumhverfisátaki
Fyrirtækin Vífilfell, Plastos,
Lýsi, Frigg og íslenskur skinna-
iðnaöur hafa tekið þátt i sérstöku
átaki Iðntæknistofnunar í um-
hverfismálum sem hefur gengið
undir nafninu _ „Hreinni fram-
leiðsluferlar". Árangur átaksins
veröur kynntur á sérstakri ráð-
stefnu sem fram fer á Hótel Sögu
eftir hádegi á morgun, föstudag.
Markmið átaksins var að ná
fram spamaði með því að ná tök-
um á umhverfismálum fyrirtækj-
anna. Reynslan hefur nefnilega
sýnt að með hertum reglugerðum
í umhverfismálum hefur rekstr-
arkostnaður margra fyrirtækj-
annaaukistverulega. -bjb