Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
Stuttax fréttir Útlönd DV
Kenmai Drotin
Utanríkisráðherra Rúraeníu
sakar Úkraínu um að brjóta á
rúmenska þjóðarbrotinu.
Árásiríundlrbúningi
Mexikóher segir aö fleiri árásir
uppreisnarbænda sóu yfirvof-
andi.
Enginn árangur
Alya Izet-
begovic Bosn-
íuforseti sagði
að enginn mik-
ilvægur árang-
ur hefði náöst á
friðarfundin-
um í Genfí gær
og hélt hann til
Brussel til að ræða viö NATO.
Samiðumtengsl
Serbía ogKróatía sömdu um aö
taka upp eölileg samskípti milli
ríkjanna.
Bosníu>þjóðarbrotin lika
Serbar og Króatar í Bosníu
sömdu líka eins og móðurlðndin.
Hóta fjöldasjáHsmorði
Hópur 250 indíána í Brasilíu
hefur hótað sjálfsmorði verði þeir
fluttir burt af plantekru.
BestíHouston
Barbara Bush saknar Washing-
ton ekki en er ánægð í Houston.
VeistaðKraftsjúk
Kraftsjúk Úkraínuforseti sætir
árásum þingmanna fyrir samn-
ing um kjamavopn og fleira.
Leiötogi hægrisinna í S-Afríku
sagði að hvítir þyrftu kannski að
beita ofbeldi til að fá heimaland.
Ný stjórn Jeltsíns i dag
Boris Jeltsín
RúSslandsfor-
seti mun vænt-
anlega til-
kynnanýjarik-
isstjórn sína í
dag en óvíst er
hvort Fjodorov
fjármálaráð- 1
herra verður áfram um borð,
Bætiðmannréttindi
Utanríkisráðherra Bretlands
hefur hvatt Tyrtó til að bæta
ástand mannréttindamála.
Godal í stað Holsts
Bjöm Tore Godal viðskiptaráð-
herra veröur næsti utanríkisráð-
herra Noregs.
Sviastjórn spáðfalli
Sjö af hveijum tíu kjósendum í
Svíþjóð spá stjóminni falli í kosn-
ingunum í haust.
IRA-leiðtogi i útvarpi
Adams, leiðtogi pólitísks arms
IRA, kom fram í írsku útvarpi
eftir 20 ára bann.
Rehnmeðforustu
Elísabet
Rehn, varnar-
málaráðhen-a
Irinnlands,
sigrar auðveld-
lega í síðari |
umferðforseta-
kosninganna ij
næsta mánuöi '
ef marka raá nýjustu kannanir
sem sýna 56 prósenta fylgi
Álvíðræðuráfram
Helstu álframleiðendur ræða
áfram oflramboö á mörkuðum.
Nýnasistiiðrast
Þýskur nýnasisti hefur beðið
fjölskyldur tyrkneskra kvenna og
barna, sem hann drap, afsökun-
ar.
Reuter, NTB, Ritzau
Bill Clinton kominn 1 röð vinsælustu Bandaríkjaforseta eftir ár í embætti
Fólk fyrirgefur bæði
svindl og kvennafar
- saksóknari skipaður 1 Whitewater-hneykslinu en forsetinn lýsir sakleysi sínu
Bill Clinton er nú kominn í röð
vinsælustu Bandaríkjaforseta á síð-
ari tímum. Álit almennings í Banda-
ríkjunum á forseta sínum var kann-
að í gær og kom í ljós að aðeins Ge-
orge Bush hefur náð meiri vinsæld-
um. Þaö var eftir sigursæla herfor á
hendur írökum í deilunni um Kúveit.
Vinsældir Clintons nú eru öðru
fremur raktar til Evrópuferðarinnar
á dögunum. Þar þótti hann sanna
hæfni sína til að sinna utanrítósmál-
um. Nú telja 53% aðspurðra að Clin-
ton standi sig vel í utanrítósmálum
en áður höíðu fáir álit á honum á
þeim vettvangi.
Könnunin leiddi einnig í ljós að
umtöluð hneyksllsmál, sem forset-
inn hefur flækst í á síðustu vikum,
hafa óveruleg áhrif á vinsældir hans.
Fólk virðist fyrirgefa honum víxl-
sporin.
Clinton hefur t.d. ektó getað borið
af sér sögur um ævintýralegt
kvennafar á rítósstjóraárunum í
Arkansas. Fyrrum lífverðir hans
hafa sagt frá sambandi Clintons við
margar konur á þeim tíma. Hann
hefur færst undan að svara spurn-
ingum um einkalíf sitt og hjónaband.
Þá er búið að stópa saksóknara til
að rannsaka svokallað Whitewater-
hneyksh. I starfið valdist repúblik-
aninn Robert Fiske. Málið snýst um
jarðabrask í Arkansas og hugsanleg-
ar greiðslur í kosningasjóð gegn því
að halda hlífiskildi yflr svindlara.
Chnton segist hafa tapað tugum
þúsunda dala á jarðakaupunum og
heldur því statt og stöðugt fram að
hann hafl ekkert rangt gert. Margir
hallast þó að því að rítósstjórinn
Clinton hafi misstigið sig í Whitewat-
er-málinu en það virðist lítil sem
engin áhrif hafa á vinsældir hans
sem forseta.
Reuter
Bill Clinton.
Það er ekki tekið út með sældinni að berjast við elda í fimbulkuldanum sem hefur haldið stórum hluta Bandaríkjanna
( heljargreipum sinum undanfarna daga, eins og þessi slökkviliðsmaður í Chicago mátti reyna, kominn í geysi-
mikla klakabrynju eftir átökin. Simamynd Reuter
Bandaríkin:
Sjötíu látn-
ir í f imbul-
kuldanum
Níutíu og eins árs gömul pólsk
kona í Chicago, Victoria Moryn að
nafni, sem fannst frosin við gólfið í
kjallara húss síns fyrr í vikunni, er
nú á batavegi þótt hún sé mikið kal-
in, að sögn lækna hennar.
Lögregla fann Victoriu á hnjánum
í kjallaranum, í eins konar bæna-
stellingu, og var hún fóst á hnjám
og fótum í um þriggja sentímetra
þykku íslagi. Úti var frostið 24 stig.
Ektó hafa þó allir verið jafn heppn-
ir því allt að sjötíu manns hafa látist
af völdum flmbulkuldans sem hefur
læst krumlum sínum um rúmlega
fjórðung Bandaríkjanna undanfama
daga, allt frá miðvesturríkjunum til
Atlantshafsstrandarinnar. Rúmlega
75 milljónir manna hafa fengið að
kenna á biti kuldabola.
Opinberam skrifstofum var lokað
víða á kuldasvæðunum, sömuleiðis
bæði fyrirtækjum og skólum, raf-
magn fór af, truflanir urðu á flug-
samgöngum, ökuferðin í vinnuna
varð oft að hinni mestu svaðilfór og
yfirvöld í Washington D.C., New
Jersey og Pennsylvaniu lýstu yfir
neyðarástandi.
Alrítósstjómin í Washington sendi
360 þúsund starfsmenn heim í gær
til að koma til móts við óskir raf-
magnsveitunnar um að spara orkuna
■ og er ektó búist við að þeir snúi aftur
til vinnu fyrr en á mánudag. Frostið
í Washington fór niður í 20 stig í
gærmorgun en fyrra kuldamet var
16 stiga frost.
Mesti kuldinn mældist þó í
Darrtown í Ohio og International
Falls í Minnesota, 40 stiga frost.
Reuter
Heili Leníns var bæði lítill og lélegur
Rússneskir vísindamenn hafa nú
upplýst að ekkert var mertólegt við
heila Sovétleiötogans Vladimírs
Illtsj Lenin. Heili hans var meira
að segja freraur lítfl] og þar fund-
ust engin merki um sérlega þrosk-
aðar málstöðvar en Lenín var róm-
aður fyrir ræðúsniUd sína.
Heili Leníns viröist því ektó
merkUegri en í hverjum öðrum
meðaljóni að öðru leyti en því aö
yfirborð hægra heilahvels var
stærra en í meðallagi. Það dugar
þó ekki til að
skýra ótvíræöa
leiðatogaliæfi-
leikaíoöur Sov-
étríkjanna.
í sjötíu ár, eða
aUt frá andláti
Leníns, hafa
vísindamenn í
Moskvu haft heila hans til athug-
unar í von um að finna þar skýr-
ingu á því af hverju hann en ekki
einhver annar varð mesti bylting-
arleiðtogi allra tima.
Nú í vikunni var niðurstðan loks-
ins kynnt og hún komst fyrir í einni
setningu: „Það var ekkert merki-
legt við heila Leníns."
Heili Leníns vó aöeins 1,34 tóló.
TU samanburðar neíha rússnesku
vísindamennirnir að það er aðeins
tveir þriðju af þyngd heila rithöf-
undarins og gáfumannsins Ivans
Turgenjev.
Þá þóttu málstöðvar í heUa
skáldsins Vladimírs Majakovskí
mun efnilegri en hjá Lenin. Maj-
akovskí var orölagður málrófs-
maður. Aðdáendur leiðtogans
verða því að sætta sig við að það
voru ekki einstakar gráar sellur
sem gerðu þeirra mann að meira
en meöalmarmi.
HeUi Stalíns hefur einnig verið
rannsakaöur í leit að óvenjulegum
hæfileikum. Þar reyndist meðal-
mennskan ein rUcjandi og ektó einu
sinni að flnna minnsta vott um ill-
mennsku. Reutcr