Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 Fréttir Sjálfstæðisflokkiiriim á Seltjámamesi: Litlausir kandídatar og dauf leg barátta - fyrirfram borðleggjandi hverjir hljóta efstu sætin Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnamesi fer fram á laugar- daginn og má búast við að sjálf- stæöismenn fylki liði í Sjálfstæðis- húsið við Austurströnd. Prófkjörs- baráttan á Nesinu hefur farið ró- lega fram og þótt lítt spennandi það Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir sem af er enda fyrirfram vitað hverjir hljóta efstu sætin. Próf- kjörsbaráttan hefur farið fram gegnum síma þar sem óformlegt samkomulag hefur tekist með frambjóðendum um að halda aug- lýsinga- og kynningarkostnaði í lágmarki. Frést hefiu: að Hildur Jónsdóttir ferðamálafulltrúi hyggi á útgáfu einblöðungs til að dreifa um bæinn og er því hugsanlegt að það hleypi lífi í baráttuna síðustu dagana fyrir prófkjörið. Búist er við að Sigurgeir Sigurðs- son bæjarstjóri haldi efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eins og undanfama áratugi og að Ema Nielsen verði endurkjörin í annað sæti. Ásgeir S. Ásgeirsson kaup- maður gefur ekki kost á sér til end- urkjörs en hann er búinn að vera í bæjarstjóm í tólf ár og er þriðja sætið því laust. Bæjarfulltrúarnir Petrea I. Jónsdóttir og Guðmundur Jón Helgason sækjast eftir kjöri í 2.-4. sæti og Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri, fulltrúi óánægjuaflanna innan Sjálfstæðis- flokksins, er talinn öruggur í þriðja Sigurgeir Sigurðsson hefur leitt flokkinn á Seltjarnarnesi í 30 ár. sætið. Fullvíst þykir að Jón Hákon vilji nýjan mann með sér inn í bæjarstjóm og þykja þar helst koma til greina Jens Pétur Hjalte- sted rekstrarhagfræðingur og Hild- ur Jónsdóttir ferðamálafulltrúi. Þreyttir á einræðinu Bæjarfulltrúamir Ema og Petrea komu nýjar inn í bæjarstjóm fyrir fjórum ámm og em taldar eiga langt pólitískt líf fyrir höndum tak- ist þeim að tryggja sér fylgi í próf- Jón Hákon Magnússon fram- kvæmdastjóri, fulltrúi óánægju- aflanna innan flokksins. kjöri á laugardag. Guðmundur Jón kom hins vegar inn í bæjarstjóm á miðju kjörtímabih og þykir því ótryggur í sessi þó hann hafi staðið sig vel. Sú hætta er vissulega fyrir hendi að nýjum manni takist að bola Guðmundi Jóni neðar á list- ann. Á Seltjamamesi er útbreidd sú skoðun að prófkjörsbarátta sjálf- stæðismanna hafi verið með af- brigðum daufleg þó að geysileg átök hafi átt sér stað innan Sjálf- stæðisflokksins í fyrra. Margir sjálfstæöismenn í bænum eru þreyttir á einræðisstjóm Sigur- geirs Sigurðssonar enda hefur hann leitt flokkinn í 30 ár. Þá þykir frambjóðendahópurinn jafn og Ut- laus þó að Jón Hákon skeri sig nokkuð úr hópnum og málefna- breiddin lítil: umhverfismál, skóla- og öldrunarmál. Hafnar samkomulagi Nokkra undrun hefur vakið að Jón Hákon Magnússon fer ekki út í beinan slag við Sigurgeir Sigurðs- son bæjarstjóra með því að stefna að kjöri í fyrsta sæti Ustans. Skýr- ingin á þessu kann að vera sú að þegar deilurnar stóðu sem hæst innan Sjálfstæðisfiokksins var tal- að um klofning innan flokksins og hugsanlegt sérframboð. Ekkert varð af sérframboði enda leystist skipulagsdeilan á farsælan hátt að því er virðist. Meö því að stefna að þriðja sætinu vill Jón Hákon þann- ig sýna fram á samstöðuna innan flokksins. Þá hefur sú kenning komið fram að Sigurgeir og Jón Hákon hafi náð sáttum og sam- komulagi um að bæjarstjórinn segi af sér á miðju kjörtímabiU og eftír- láti Jóni Hákoni bæjarstjórastól- inn. Þessu hafnar Sigurgeir Sigurðs- son bæjarstjóri algjörlega og hefur staðfest í samtaU við DV að hann ætii að vera í bæjarstjórn út næsta kjörtímabil ef heUsa og aðrar að- stæður leyfa þó að sú skoðun sé útbreidd á Seltjamarnesi að Sigur- geir hafi gefið í skyn að hann muni hætta á miðju kjörtímabiU. Aldurs- ins vegna getur hann hæglega setið út næsta kjörtímabU eða lengur. Akureyri: Lifandi kettl- ingumfleygtí ruslagáminn Gyifi Knstjánsson, DV, Akureyri: Einhver óþokki á Akureyri hef- ur fundið þá leið auðveldasta tU að losna við tvo kettiinga úr um- sjá sinni að kasta þeim í ruslagám sera staðsettur er ofarlega í bæn- um, skammt frá Lundi. Annar kettUngurinn var dauður og hinn var svæfður eada iUa farinn af vistinni í gámnum. „Það kom maður þama að gánmum í dag mcð jólatré sem hann var að losa sig við og mað- urinn heyrði kattarmjálm í gámnum," segir Svanberg Þórð- arson, meindýraeyðh- á Akur- eyri, Maðurinn hafði samband við Svanberg og hans menn sem fóru á vettvang og fundu þeir í gámnum tvo kettlinga, ekki eldri en svo að þeir eru rétt farnir að sjá. Annar kettíinganna hafði greinilega króknaö úr kulda og hinn var orðinn illa farinn og varð að svæfa hann. Svanberg segir að gámurinn sem um ræðir sé opinn að ofan en svo hár að útilokað sé að kettl- ingamir hafi komist í gárainn á annan hátt en af manna völdum. „Þetta staöfestir það sem við höf- um hait grun um að menn losa sig bara við dýrin á þennan hátt eða fara bara með þau niður að sjó og sleppa þeim þar,“ segir Svanberg. Brenndist á feiti á McDonald’s 33 ára starfsmaður veitinga- staðarins McÐonald’s liggur á Landspítalanum með 1. og2. stígs brunasár eftir að hafa fengið feiti úr djúpsteikingarpotti yfir sig aðfaranótt þriðjudagsins. Verið var að skipta um olíu í pottinum • þegar slysið varð. Að sögn starfsmannastjóra Mcdonald’s virðast rétt viðbrögö hafa komið í veg fyrir að bruna- sár starfsmannsins yrðu verri en raunbarvitni. -Ótt í dag mælir Dagfari Togarar á útsöluprís íslendingar deyja ekki ráðalausir. Nú em þeir að kaupa gamla ryðkl- áfa frá Kanada, tíu stykki takk, og borga tíu milljónir per skip! Það hefur verið haft á orði að ís- lendingar geri út alltof mörg skip á takmarkaðan afla. Það eigi að fækka skiprnn og hagræða í útgerð- inni til að hver fiskur sem á land er dreginn sé með sem minnstum kostnaði. Útgerðarmenn gera ekki mikið með svona tal. Þeir bæta við flotann. Þá hefur ekki síður verið í um- ræðunni alvarlegt ástand á fiskim- iðunum og minnkandi fiskstofnar og fiskveiðikvótar og menn vora jafnvel að tala um að verkfallið um daginn hefði verið ágætt vegna þess að þá veiddu menn ekki á meðan. Það blasir nefnilega við að kvótinn verði búinn á miðju ári og skipin liggi við bryggju og landfestar. Öll þessi dýra og stóra skip með ný- móðins græjum og gufuböðum í káetum verði verkefnalaus. Útgerðarmenn hafa ekki áhyggj- ur af slíkum minni háttar vanda- málum. Nú er um að gera að stækka flotann til að fleiri skip nái þeim fáu uggum sem enn synda um í hafinu og hvað er þá skynsam- legra heldur en að kaupa hræbil- lega togara? Ef togari fæst fyrir tíu milljónir stykkið þá er um að gera að kaupa og kaupa strax. Þetta kostar ekki meira en sem nemur fjögurra herbergja blokkaríbúð og hvað er það á milli vina? Útgerðarmenn standa fastir á því að þorskurinn sé þeirra, jafnvel þótt ekkert sé eftír af honum á miðunum. Undir þeim kringum- stæðum er endumýjun togaraflot- ans aðkallandi verkefni. Kenningin er sem sagt sú að gott sé aö eiga togara þótt enginn sé fiskurinn enda eru togaramir orðnir ódýrari heldur en veiðin og fiskurinn og svo er aldrei að vita nema menn fái styrki út á kvóta- lausa togara. Þá má heldur ekki gleyma því að nýir togarar í landinu geta bætt úr atvinnuleysinu. Það þarf að munstra mannskap til að sigia tog- urunum um höfin blá og svo er hægt að heija á Norðmenn og senda þessa togara á Svalbarða eða í Smuguna og hvað gerir það til þótt norska strandgæslan skjóti nokkra togara í kaf þegar hver tog- ari kostar ekki nema tíu milljónir? Farið hefur fé betra sagði banka- sljórinn og blikkaði ekki einu sinni auga. Tíu milljónir fyrir togara era ekki einu sinni jafnvirði árslauna hjá bankastjóranum og býttar engu þótt svona útgerð fari á hausinn eða týni skipi. íslenskir útgerðarmenn hafa fjárfest í dýram skipum síðasta áratuginn. Svo dýrum að það hefur ekki tekist að fiska upp í afborgan- ir af skuldunum og kostnaðinn af úthaldinu og þessi skip hafa ekki fengið kvóta sem dugar og þá hafa menn þurft að kaupa nýja kvóta og láta sjómennina borga kvóta- kaupin og allt endaði þetta í illind- um og verkfóllum eins og enn er í fersku minni þjóðarinnar. Úr þessu verður nú bætt þegar endumýjun flotans mun eiga sér stað í kanadískum útsölutogurum og þannig ætla hagsýnir útgerðar- menn að bregðast við vandanum og þá gerir það ekkert til þótt togaram- ir sigh kvótalausir og sjómenn fái fullan hlut, því aflinn verður enginn og þar af leiðandi verður tapið ekk- ert og allir græða á útgerðinni. Það er mikil framsýni og stórhug- ur sem einkennir þessi nýjustu tog- arakaup. Sjávarútvegurinn lætur ekki deigan síga þótt illa ári. Og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Eftir þvi sem fiskunum fækkar ætla þeir að fjölga skipun- um. Greinilegt er að í stað þess að draga saman og spara í útgerðinni ætla útgerðarmenn þessara nýju skipa að senda eitt skip á hvern fisk sem eftír er í sjónum. Þetta er nokkurs konar maður á mann að- ferð sem tíðkast í handbolta þegar gripið er til örvæntingarfullra til- rauna til að jafna leikinn. Enda hafa íslendingar náð góðum ár- angri í handbolta! Utgerðin er aö reyna að jafna leikinn í viðureigninni við þorsk- ana sem hafa týnt tölunni og eru sennilega álíka margir og skipin sem gera út á þorskveiðar. Því fleiri togarar því meiri möguleikar á að ná síðasta þorskinum. Allt lofar þetta góðu og leysir eflaust deilurnar um kvótakerfið, því þegar síðasti þorskurinn hefur verið veiddur er enginn kvóti eftir til að rífast um! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.