Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Afmæli Þórhildur B. Jóhannesdóttir ÞórMdur Björg Jóhannesdóttir, Hátúni 2b, Reykjavík, er níutíu og fimmáraídag. Fjölskylda ÞórMdur Björg er fædd á Vík- ingavatni í Kelduhverfi og ólst upp í Krossdal í sömu sveit. Hún var bústýra foður síns eftir lát móður sinnar, 1919-1926, og vann á Krist- nesspítala 1926-1932. ÞórMdur giftist 12.12.1932 Ás- mundi Eiríkssyni, f. 2.11.1899, d. 12.11.1975, forstöðumanni Hvíta- sunnusafnaðarins. Foreldrar hans voru Eiríkur Ásmundsson, b. á Reykjarhóh í Fljótum, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir. SystkiniÞórMdar: Guðrún Þórný, f. 20.8.1896, d. 15.2.1935, gift Kristjáni Eggertssyni, kennara í Grímsey; Þórarinn, f. 29.10.1905, d. 16.7.1970, b. í Krossdal í Keldu- hverfi, kvæntur Ingveldi Guðnýju Þórarinsdóttur frá Kflakoti. Sonur þeirra var Þórarinn, prestur í Þór- oddsstaðarprestakalh, síðar skóla- stjóriíSkúlagarði. Foreldrar ÞórMdar voru Jóhann- es Sæmundsson, frá NarfastaðaseU í Reykjadal, og kona hans, Sigríður Þórarinsdóttir frá Víkingavatni. Ætt Föðurbræður ÞórMdar voru Friðrik, faðir Sæmundar, fram- kvæmdastjóra Stéttarsambands bænda, Kristjáns framkvæmda- stjóra Ultímu, Jóhanns, fram- kvæmdastjóra í Reykjavík, og Barða, fyrrv. framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins: og Torfi, langafi Höskuldar Þráinsson- ar prófessors. Jóhannes var sonur Sæmundar, b. í NarfastaðseU, Jóns- sonar, b. á Höskuldsstöðum, bróður Þorkels, langafa Kristjönu, móður Karls Strand læknis. Ánnar bróðir Jóns var Jóhannes, faðir Kristínar, móður prentaranna Jóhannesar, formanns Kristniboðsfélags karla, og Páls Sigurössonar, föður Sigurð- ar, prests í HaUgrímsprestakalU í Reykjavík. Dóttir Kristínar var Anna, móðir Salome alþingismanns og Sigurðar Þorkelssonar ríkisfé- Mðis. Þriðji bróðir Jóns var Sæ- mundur, afi Valdimars Ásmunds- sonar ritstjóra, afa Bríetar Héðins- dóttur leikstjóra. Jón var sonur Torfa, b. í Holtakoti, Jónssonar, b. á Kálfborgará, Álfa-Þorsteinssonar. Móöir Jóhannesar var Þórný Jóns- dóttir, b. á FjöUum, Gottskálksson- ar, b. á Fjöllum, Magnússonar, ætt- föður Gottskálksættarinnar, föður Magnúsar, afa Benedikts Sveins- sonar alþingisforseta, föður Bjarna forsætisráðherra. Móðir Þómýjar var Ólöf Hrólfsdóttir, b. á Hafralæk, Runóifssonar, b. í Kflakoti, Pálsson- ar, b. á Víkingavatni, Arngrímsson- ar, af ætt Hrófunga. Móðursystkini ÞórMdar voru Bjöm, faðir Þórarins, skólameistara á Akureyri, Jónína, móðir Björns Kristjánssonar kaupfélagsstjóra, og Ólöf, kona Benedikts Kristjánsson- ar, prófasts á Grenjaðarstað. Sigríð- ur var dóttir Þórarins, b. á Víkinga- vatni, bróður Ólafar, konu Magnús- ar Gottskálkssonar. Þórarinn var sonur Björns, b. á Víkingavatni, bróður Þórarins, afa Jóns Sveins- sonar, Nonna, og langafa Árna Óla. Annar bróðir Bjöms var Grímur, langafi Sveins Víkings prests og Sveins Þórarinssonar Ustmálara. Bjöm var sonur Þórarins, b. á Vík- ingavatni, Pálssonar, bróður Run- ólfs. Móðir Þórarins Bjömssonar, var Guðleif Þórarinsdóttir, b. í Lóni, Guðmundssonar, bróður Guðmund- ar, föður Sveins á Hallbjamarstöð- Þórhildur Björg Jóhannesdóttir. um, afa Kristjáns FjaUaskálds. Móð- ir Þórarins var Ingunn Pálsdóttir, systirRunólfs. Ragnheiður Sverrisdóttir Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og fræðslufufltrúi á fræðslu- og þjón- ustudeild kirkjunnar, Laugames- vegi 94, Reykjavík, varð fertug í gær. Starfsferill Ragnheiður er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Tjömina 1974 og var við nám á lýðháskóla í Dan- mörku á haustmisseri sama ár. Ragnheiður var í djáknanámi við Samarithemmet í Uppsölum í Svi- þjóð 1979-80 og í uppeldisfræði við sama háskóla á haustmisseri 1980. Hún lauk BA-prófi í guðfræði og sagnfræði frá Háskóla íslands 1981. Ragnheiður var vígð djákni í dóm- kirkjunni í Uppsölum 1981. Ragnheiður var við kennslustörf á Löngumýri í Skagafirði og Réttar- holtsskóla 1975-76. Hún var djákni við söfnuðinn í Gottsunda í Uppsöl- um 1981-86 og við Fella- og Hóla- kirkju í Reykjavík 1986-90. Ragn- heiður var framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) 1988-91 og hefur verið fræðslufiflltrúi á fræðslu- og þjón- ustudeild kirkjunnar frá þeim tíma. Ragnheiður hefur starfað með KFUK, Kristilegu skólasamtökun- um og íslendingafélaginu í Uppsöl- um. Hún hefur setið í nefndum á vegum kirkjunnar í Uppsölum og á íslandi. Ragnheiður hefur sinnt norrænu kirkjulegu æskulýðsstarfi, setið í stjóm ÆSKR og þá er Líknar- þjónusta kirkjunnar henni hjartans mál. Hún hefur skrifað í blöð og tímarit og haldið erindi víða. Ragnheiður bjó í Reykholti í Borg- arfirði 1977-78 og í Uppsölum í Sví- þjóð 1978-86 en hefur annars verið búsettíReykjavík. Fjölskylda Ragnheiðurgiftist29.2.1976Hjalta Hugasyni, f. 4.2.1952, dósent í kirkjusögu við Háskóla íslands. Foreldrar hans: Hugi Kristinsson og Rósa Hjaltadóttir. Þau eru búsett á Akureyri. Börn Ragnheiðar og Hjalta: Hug- rún Ragnheiðar, f. 7.11.1976, nemi í Fjölbrautaskólanum Ármúla; Markús Ragnheiðar, f. 8.5.1982. Systkini Ragnheiðar: Kristín, f. 31.3.1952, kennari í Reykjavík, maki Gunnar Bjarnason trésmiður, þau eiga eitt barn; Þorsteinn, f. 11.12. 1955, vélstjóri í Reykjavík, maki Magnea Einarsdóttir kennari, þau eiga þijú börn; Ólafur, f. 27.3.1965, námsmaöur í Kaupmannahöfn, maki Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir sjúkraþjálfari. Ragnheiður Sverrisdóttir. Foreldrar Ragnheiðar: Sverrir J. Axelsson, f. 25.10.1927, vélstjóri í Reykjavík, og Ása D. Þorsteinsdótt- ir, f. 29.6.1927, starfsmaður í mötu- neyti. Andlát Þóra Einarsdóttir Þóra Einarsdóttir prestsfrú, er dvaldi á dvalarheimflinu Skjóh síð- ustu æviárin, lést 9. j anúar sl. Hún var jarðsungin frá Hallgrímskirkju á þriðjudaginn var. Starfsferill Þóra fæddist á Bfldudal 12.9.1901 en ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Að loknu barnaskóla- prófi stundaði hún nám við ungl- ingaskóla Ásgríms Magnússonar og lauk þaðan prófi, auk þess sem hún stundaði námskeið í matreiðslu. Þá var hún við afgreiðslustörf í Braunsverslun um nokkurra ára skeið. Eftir að Þóra giftist var hún prestsfrú, fyrst á Djúpavogi og síðan á Norðfirði, þá í Saskatchewan í Kanada í sex ár en lengst af í Reykja- vík. Hún helgaði þá starfskrafta sína uppeldi harnanna og gestkvæmu menningarheimfli þeirra hjóna þar sem embættisverk eiginmannsins fóru að verulegu leyti fram innan veggja heimflisins. Þóra starfaði mikið að málefnum Hallgrímskirkju og var formaður Kvenfélags Hallgrímskirkju í rúm tuttugu ár. Hún var gerð að heiðurs- félaga kvenfélagsins 1977. Fjölskylda Þóra giftist 17.7.1928 dr. Jakobi Jónssyni, f. 20.1.1904, d. 17.6.1989, rithöfundi og lengst af sóknarpresti í Hallgrímskirkju, en hann hefði orðið níræður í dag. Dr. Jakob var sonur Jóns Finns- sonar, prests á Djúpavogi, og konu hans, Sigríðar Hansdóttur Beck húsfreyju. Böm Þóm og dr. Jakobs em Guð- rún Sigríður, f. 5.7.1929, hjúkmnar- fræðingur og írönskufræðingur, búsett í Kaupmannahöfn, gift Hans Walter Rothenborg lækni og eiga þau þrjú böm, Jakob, Jórunni og Jens; Svava, f. 410.1930, rithöfund- ur og fyrrv. alþingismaður í Reykja- vík, gift dr. Jóni Hnefli Aðalsteins- syni, prófessor í þjóðháttafræðum við HI, og eiga þau einn son, Jakob S.; Jökull, f. 14.9.1933, d. 25.4.1978, rithöfundur í Reykjavík, var fyrst kvæntur Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanni og era börn þeirra þijú, Elísabet Kristin, Illugi og Hrafn, en seinni kona Jökuls var Ása Beck, búsett í Svíþjóð, og er sonur þeirra Magnús Haukur, auk þess sem dótt- ir Jökuls frá því fyrir hjónabönd og Áslaugar Sigurgrímsdóttur er Unn- ur Þóra; dr. Þór, f. 5.10.1936, veður- fræðingur og deildarstjóri hafís- rannsókna við Veðurstofu íslands, kvæntur Jóhönnu Jóhannesdóttur rannsóknatækni og eiga þau tvö böm, Þóm og Véstein Atla; Jón Ein- ar, f. 16.12.1937, lögmaður, búsettur í Garðabæ, kvæntur Gudrun Jak- obsson og eiga þau þijú böm, Þór, Bryndísi Evu og Birgittu. Langömmuböm Þóru era nú fjórt- ántalsins. Systkini Þóm sem upp komust vom ÓlafíaEinarsdóttir, f. 1897, húsmóðir í Reykjavík; Guðjón Ein- arsson, f. 1906, skrifstofumaður í Reykjavík; Benjamín Franklín Ein- arsson, f. 1912, fiflltrúi hjá ríkisfé- hirði. Foreldrar Þóm vom Einar Ólafs- son, f. 1869, d. 1952, steinsmiður í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Jónasdóttir, f. 1866, d. 1951, húsmóð- *r. Ætt Einar var sonur Ólafs, smiðs og þurrabúðarmanns í Haugshúsum á Þóra Einarsdóttir. Álftanesi, Guðmundssonar frá Þor- kötlustöðum í Grindavík. Móðir Ól- afs var Sigríður, dóttir Guðmundar, b. í Krýsuvík, Bjamasonar, og Dag- bjartar Tjörvadóttuf, b. á Fjarðar- homi í Helgafellssveit, Oddssonar, b. á Fjarðarhomi, Runólfssonar. Móðir Odds var Katrín Jónsdóttir, sýslumanns á Sólheimum, bróður Árna Magnússonar handritasafn- ara. Guðrún, móðir Þóm, var dóttir Jónasar, b. á Görðum í Landsveit, bróður Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirssonar rithöfundar og dag- skrárgerðarmanns. Jónas var sonur Jóns, b. í Mörk á Landi, bróður Áma, langafa Júhusar Sólnes pró- fessors, og langafa Sigurðar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Jón var sonur Finnboga, b. á Reynifefli á Rangár- völlum, Þorgilssonar, ættföður Reynifellsættarinnar, Þorgilssonar. Til hamingju með afmæliö 20. janúar ------------------------ Matthildur Guðmundsdóttir. Avn ÞórarinnogMatthilduremað q °_________________ heiman. Jóhanna Bjömsdóttir, ^ Páknarsaon, Ytra-Pjalli, Aðaldal. Bolstaöarhhð 48, Reykjavik Jóhanna Aðaisteinsdóttir, Víðilundi I8e, Akureyri. Aðalbjörg Júl- íusdóttir, Vesturbergi78, Reykjavík. Aðalbjörgtekurá mótigestumí Sóknarsalnum, Skipholti 50a, Reykjavik, laugar- daginn 22.1. nk., kl. 16-19. Kona Helga er Erla Guðnadóttir frá Vestmannaeyjum. Helgi og Erla eru að heiman. Anna Hildiþórsdóitir, Hvassaleiti 16, Reykjavík. Hermann Sigfússon, Barðstúni 3, Akureyri. Sigurður Kristinn Ármannsson, Goðheimum 17, Reykjavík. Jóhanna H. Bergland, Álfheimum 32, Reykjavík. GunnarK. Björnsson efna- verkfræðingur, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi. KonaGunnarser LovisaH. Björns- sonhúsmóðir. Gunnar og Lovísa eru erlendis. Jón Guðjónsson, Miðbraut 18, SeltjarnamesL Hreinn Fri- mannsson, yfirverkfræðíng- urHitaveitu Reykjavikur, Selbraut 13, Sel- tjam'amesi. Annie Sigurðardóttir, Akurbraut2, Njarðvík. Sigrún Halldórsdóttir, Vesturströnd 15, Seltjarnarnesi. Kristín R. Trampe, Hrannarbyggð 18, Ólafsfirði. Hrólfur Þ. Hraundal, Blómsturvöllum 26, Neskaupstað. 40ára Þrúður Guðrún Óskarsdóttir, Miklubraut 62, Reykjavík. Edvard Gisli Oliversson, Álftamýri 40, Reykjavik. ÞórarinnA. Magnússontoll- fulltrúi, Háaleitisbraut 40, Bjarki Jónsson, Kirkjuvegi 15, Ölafsfirði. Friðrik Marinó Sigurðsson, Sörlaskjóh 30, Reykjavík. Jón Davíð Olgeirsson, Brekkustíg 19, Njarðvik. Gunnbj örn Marinósson, Skógarási 5, Reykjavík. Hulldóra Konráðsdóttir, ViðiMð 38, Reykjavík. :: Sigrid Foss, Stekkjarhvammi 68, Hafnarfirði. Björg Ólafsdóttir, Búiandi 2, Djúpavogshreppi. Baldur Aadnegard, KonaÞórarins er Gunnhildur Gunnlaugsdóttir, Álftaraýri 36, Reykjavik. Benedikt Kristjánsson, Þverá, Öxarfjaröarhreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.