Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Menning_____________________________________ íslensk myndsýn stofnuð: Stór alþjóðleg Ijósmynda- hátíð á næsta ári I síðustu viku var gengið frá stofn- un verkefnis með aðild margra aðila, meðal annars ríkisstjómar íslands og Reykjavíkurborgar, sem hefur hlotið nafnið íslensk myndsýn og er hlutverk þessa víðtæka samvinnu- verkefnis aö kynna ímynd íslands út á við sem land einstakrar og óspUltrar náttúru. Það em Skyggna Myndverk hf. og Aflvaki Reykjavík- ur sem hafa unnið að undirbúningi þessa verkefnis. Til að ná settu marki mun stofnunin standa fyrir alþjóð- legri Ijósmyndahátíö annað hvert ár, í fyrsta sinn 1995. Einnig verður sér- stök dagskrá í ár í tengslum við 50 ára afmæli lýðveldisins. Liður í undirbúningi ljósmyndahá- tíðarinnar sem áætluö er á næsta ári er að átta heimsfrægum ljósmyndur- um, þar af tveimur fréttaljósmynd- urum, verður boðið til íslands í sum- ar og þeim veitt fyrsta flokks aðstaða til að ljósmynda landiö í tvær til þijár vikur. Þetta er gert í þeim tilgangi að fá afnotarétt af völdum myndum, sem þá verða teknar, við kynningu og markaðssetningu á ljósmyndahá- tíðinni 1995. Ljósmyndahátíðin sjálf er ætluð áhugaljósmyndurum hvaöanæva úr heiminum og er ætlunin að þeir komi saman í þeim tilgangi að taka mynd- ir af íslenskri náttúru og fræðast um áhugamál sitt. Boðið verður upp á skipulagðar ferðir um landið þar sem þátttakendum verður leiðbeint bæði efnislega og tæknilega af þekktum ljósmyndurum, auk þess sem haldn- ar verða ljósmyndasýningar og fyrir- lestrar. Undirbúningur og fram- kvæmd veröur með þeim hætti að höfðað verður til erlendra áhugaljós- myndara með kynningum í erlend- um fagtímaritum og með farandsýn- ingu. Ljósmyndahátíðin er mjög viða- mikil og felst eins og áður segir í mörgum námskeiðum og lýkur meö ljósmyndasýningum í Reykjavík, bæði innlendum og erlendum, þar sem áhersla er lögð á umhverflsmál og náttúruljósmyndun. Þá verður í samstarfi við erlenda styrktaraðila stofnað til verðlauna fyrir framúr- skarandi ljósmyndaverkefni sem höfðar til náttúruverndar og verður lögð áhersla á að verðlaun þessi hljóti virðingarsess á meðal áhuga- manna á þessu sviði. Hugmyndin að ljósmyndahátíðinni er mótuð eftir erlendri fyrirmynd. Margar borgir í Evrópu og Banda- ríkjunum hafa haldið slíkar hátíðir og fjöldi áhugaljósmyndara hefur notfært sér þau tækifæri sem þar gefast til að fá leiðsögn þekktra ljós- myndara, hlýða á fyrirlestra og sjá fjöldann allan af góðum ljósmynda- sýningum. Sumar þessar hátíðir eru í dag viðburðir í alþjóðlegri ljós- myndun og fá þær jafnan mikla umfjöllun um heim allan og er það von aðstandenda hátíðarinnar á ís- landi að hún eigi eftir að skapa sér alþjóðlegan sess. -HK Blóðbrullaup, frægasta leikrit Federico Garcia Lorca, sýnt á Smíðaverkstæðinu: Byggt á örlagaríkum atburðum sem áttu sér stað í Andalúsíu Steinunn Olína Þorsteinsdóttir og Baltasar Kormákur eru fremst á rnyndinni i hlutverkum sinum. DV-mynd BG í Blóðbrullaupi dansa leikararnir flamencodans við undirleik Péturs Jónassonar gítarleikara. Höfðu leikararnir fengið sérstaka tilsögn hjá spænsku dansmeyjunni Gabrielu Gutarra sem kom hingað i október. Blóðbrullaup, eða Bodas de sangre eins og það heitir á frummáhnu, er frægasta leikrit Federico Garcia Lorca og er það fyrsta leikritið í þrí- leik Lorca um Andalúsíu en hin tvö eru Yerma og Hús Bemhörðu Alba. í þessu mikla verki spinnur Lorca mikinn örlagavef út frá fyrirferðar- lítxUi blaðafregn af hörmulegum at- burðum sem áttu sér staö nokkrum árum áður í htlu þorpi í Andalúsíu. Curro nokkur Montes fannst myrtur úti í skógi nóttina eftir aö hann flúði með fyrrverandi unnustu sinni, Franciscu Canades, þegar gefa átti hana öðrum manni. Eftir þennan harmleik yrti brúðguminn tilvon- andi aldrei á brúði sína og hún bjó ein og fordæmd í þorpinu Níjar fram á elliár. Francisca Canades lést í hárri ehi 1987 og var þess sérstaklega getið í líkræðunni að tími væri kom- inn til að fyrirgefa konunni sem var fyrirmynd hinnar ungu brúðar í leik- riti Lorca. Blóðbruhaup var frumsýnt í Madrid fyrir sextíu árum og hlaut mikið lof og miklar vinsældir þrátt fyrir óvenjulegt form. ÖU þijú leik- ritin 1 þríleik Lorca hafa verið sýnd í Þjóðleikhúsinu. Blóðbruhaup var jafnframt fyrsta leikritið efhr Lorca sem sýnt var á íslensku leiksviði, var það árið 1959 í Þjóðleikhúsinu. Það er Þórunn Siguröardóttir sem leikstýrir verkinu sem sýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og er frumsýning annað kvöld. í helstu hlutverkum eru Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, Bríet Héðins- dóttir, Edda Amljótsdóttir, Ragn- heiður Steindórsdóttir og Rúrik Har- aldsson. -HK Verð metsölubóka skorið niður í nýjum bókaklúbbi Vaka-HelgafeU gekkst fyrir könn- un meðal landsmanna þar sem spurt var hvemig bækur þeir vUdu lesa. Niðurstaðan varð sú að yfirgnæfandi meirihluti þeirra vhdi helst nýjar metsölubækur erlendra höfunda sem ekki hefðu áður komið út á ís- lensku, innbundnar en ódýrar. Þegar þessi vUji lá fyrir var hafist handa hjá Vöku-Helgafelh að leita leiöa til að koma tíl móts við óskim- ar. Það varð niðurstaðan að stofna bókaklúbbinn Nýjar metsölubækur þar sem eingöngu yrði boðið upp á bækur af þessu tagi. Með hagstæðum samningum, nýjum leiðum og að- haldi hefur forlagið nú samið um ís- lenskan útgáfurétt bóka eftir marga helstu metsöluhöfunda heims og hafa þegar komið út fyrstu þijár bækumar; Á valdi vitna eftir WiU- iam J. Coughlin, Austan við sól eftir Barböm Bickmore og Dóttir foringj- ans eftir Nelson DeMUle. Meðal annarra höfunda sem gefnar verða út bækur eftir í þessum nýja bókaklúbbi era John Grisham, Jean M. Auel, Robert James Walker, Mary Higgins Clark, Ken FoUet, Belva Plain, WUbur Smith og Patricia Wright, aUt frægir metsöluhöfundar. " -HK Edda Jónsdóttir. Edda hlaut verðlaunfyrir vatnslitamyndir Á síðasta ári fór á miUi Norður- landa farandsýningin Norrænar vatnsUtamyndir og lauk hún göngu sinni í Kaupmannahöfn. í tengslum viö sýninguna var ákveðið að veita ein verðlaun og eru þau kennd við breska fyrir- tækið Winson & Newton sem framleiðir oUu- og vatnsUti Nú hefur verið tilkynnt aö þessi verðlaun muni faUa í hlut Eddu Jónsdóttur og hlýtur hún 10.000 kr. sænskar. Mun verölaunaaf- hendingin fara fram í listasafn- inu í Malmö í febrúarbyijun. í greinargerð dómnefndar segir meðal annars að vatnsUtamyndir Eddu séu kraftmiklar en samt viðkvæmar og gefa dæmi um hvemig þróa má vatnsUtatækn- ina. Hinar stóra myndir hennar geta bæði verið þéttar og dimmar en um leið er yfir þeim sérkenni- leg og flöktandi birta... Vínartónleikarnir vinsælir Vinsælustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands era án efa hinir árlegu Vínartónleikar. í þetta skiptið vora auglýstir tvennir tónleikar. Fljótt kom í ljós að það nægði ekki enda er nú uppselt á tónleikana. Hefur verið bætt viö einum tónleikum á laugardaginn. Þaö er góðkunn- ingi okkar íslendinga, Peter Guth, sem stjómar hljómsveit- inni á tónleikunum og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng. Á síðasta áratug hefur Peter Guth verið vinsælastur aUra þeirra sem stjóma Vínartónleikum og er hann jafnan með fiðluna í ann- arri hendi. Á efnisskránni eru verk eftir Ziehrer, Siecnynski, Lehár og Johann Strauss yngri. Úthlutunarað væntaúrKvik- myndasjóði Eins og sagt var frá hér í blað- inu í síðustu viku urðu tafir á úthlutun styrkja úr Kvikmynda- sjóði, meðal annars vegna þess að ekki hafði verið ráðinn nýr formaður stjómar Kvikmynda- sjóðs. Nú hefur verið skipuö ný stjórn og er formaöur hennar Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður. Það er þvl ekkert að van- búnaði fyrir úthlutunaraefnd að ganga frá sínum málum en í ár verða liklega um það bfl 50 millj- ónir til úthlutunar í styrki en 132 umsóknir liggja fyrir og er sýnt aö margir verða útundan. Gnægta- brunnurinn Á Sólon ísiandus fer fram dag- skrá í kvöld og annað kvöld und- ir nafhinu Gnægtabrunnurinn. Eru verkin á þessari dagskrár á einhvem hátt hugsuð í tengslum við sjónvarpsdagskrá. Meðal þátttakenda era nokkrir nemar á lokaári í fjöltæknideild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands en hér á landi er stödd Steina Vas- ulka sem er sjálfsagt eini íslend- ingurinn sem hefur þaö að aðal- starfi aö vinna viö skjálist. Býr hún og starfar í Nýju-Mexíkó. Kennir hún i nokkrar vikur slýálist við fjöltæknideildina. Dagskráin á Sólon Islandus hefst kl. 20.30 bæði kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.