Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Fréttir Umboðsmaður Alþingis liðsinnir bónda 1 Rauðasandshreppi: Landgræðslunni gert að skila gróðurlendi - Haildór Blöndal hunsaði fyrri úrskurð landbúnaðarráðuneytisins „Deilan hefur staöið um nytjar af landi sem ég á. Ég hef borið á landið og slegið það og þaöan hef ég fengið allt að helminginn af heyfengnum. Án þessa væri ekki hægt að búa á jörðinni. Ég veit ekki hvert næsta skrefið verður en reikna með að þessu sé lokið enda komst umboðs- maður að þeirri niðurstöðu að það eigi að skila mér landinu," segir Þór- ir Stefánsson, bóndi á Hvalskeri í Rauðasandshreppi í Vestur-Barða- strandarsýslu. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þórir hafi rétt til að nýta þann hluta jarðar sinnar sem samkvæmt samkomulagi við Landgræðsluna frá 1947 er innan landgræðslugirðingar. Deilur hafa staðið milli Þóris og Sveins Runólfs- sonar landgræöslustjóra um máliö frá árinu 1977. í tíð síðustu ríkisstjómar komst landbúnaðarráðherra að þeirri nið- urstöðu að uppsetning landgræðslu- girðingar hafi upphaflega verið framkvæmd að ósk Landgræöslunn- ar en ekki að beiðni landeiganda. Samkomulag aðila um uppgræðslu á landareigninni hafi ekki verið bind- andi fyrir ábúendur. Svavar Gestsson, þá staðgengill Steingríms J. Sigfússonar í landbún- aðaráðuneytinu, felldi úrskurðinn. Samkvæmt honum var gert ráð fyrir að ráðuneytið hefði milligöngu um að landsvæðinu yrði skilað. Ekki tókst að hrinda úrskurði land- búnaðarráðuneytisins í framkvæmd fyrir ríkisstjómaskiptin 1991 og að ósk landgræðslustjóra hætti Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra við að skila landinu. Málinu var þá skotið til umboðsmanns Alþingis sem nú hefur komist aö þeirri niðurstöðu að úrskurður fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra skuli gilda. -kaa Asta Bima flugfreyja, Fanndis Fjóla og móðir hennar, Sigrún Sigmarsdóttir, á Vestmannaeyjaflugvelli í gær. Fann- dfs Fjóla var hrædd við aö fara aftur um borð í vélina eins og sjá má. DV-mynd Ómar Bjargaði lifi lítillar stúlku: Hef aldrei f yrr lent í slíku - segirÁstaBimaHauksdóttirflugfreyja Óraar Garðaissan, DV, Vestmaimaeyjum: Lítill vafi er á að Ásta Bima Hauks- dóttir, flugfreyja hjá Flugleiðum, bjargaði lífi þriggja ára stúlku þegar flugvél félagsins var í aðflugi að Vest- mannaeyjaflugvelli í fyrradag, eins og skýrt var frá í DV í gær. Tildrögin vom þau að brjóstsykur stóð fastur í koki stúlkunnar og hafði móðir hennar reynt árangurslaust að ná honum upp þegar flugfreyjan sá hvað verða vildi. „Ég var á móti því að Fanndís Fjóla fengi brjóstsykursmolann en þaö er erfitt að segja nei við þriggja ára bam þegar allir aðrir fá mola,“ sagði Sigrún Sigmarsdóttir móðir hennar í samtali við DV. „Allt í einu hrökk molinn ofan í hana og stóð í henni. Ég reif hana úr beltinu, lagði hana á hné mér og bankaði á bakiö á henni. Það bar engan árangur og þá stóð ég upp og reyndi að þrýsta molanum upp með því að taka þéttingsfast um magann á henni. Þegar það bar heldur ekki árangur leist mér ekkert oröiö á blik- una. Ég kallaði til hinna farþeganna en enginn sinnti því. Það var ekki fyrr en ungur strákur stóð upp. Hann reif Fanndísi Fjólu úr fanginu á mér en það hafði ekkert að segja. Ég var orðin verulega hrædd enda var stelp- an orðin máttlaus í höndunum á okkur. í því kom flugfreyjan og spurði hvort stæði í henni. Ég játaði því og án þess að hika óð hún með finguma ofan í kok á stelpunni. Ég held aö ég hafi sjaldan orðið eins feg- in og þegar flugfreyjan sagðist hafa náð molanum,“ sagði Sigrún. Fanndís Fjóla var fljót að jafna sig en fyrst á eftir ældi hún lítils háttar blóði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigrún lendir í svipuðu um borö 1 flugvélum Flugleiða. „Fyrir rúmlega ári hrökk bijóst- sykur ofan í son minn en það var ekki eins alvarlegt og nú. Þá skrifaði ég félaginu og mótmælti því að far- þegum væri boðið upp á brjóstsykur um borð í flugvélunum. í svarbréfi frá Flugleiðum var ég beðin afsökun- ar með ósk um að næsta flugferð yrði ánægjulegri," sagði Sigrún og þetta átti eftir að gerast í annað skipti þannig að atvikið á þriðjudaginn er það þriðja sem Sigrún lendir í með böm sín um borð í vélum. í gærkvöldi var Ásta Bima flug- freyja í vél til Eyja og þá notaði Fanndís Fjóla tækifærið og færði henni blóm sem þakklætisvott fyrir björgunina. Ásta Bima gerði lítið úr atvikinu. Sagðist hún reyndar aldrei fyrr hafa lent í slíku. „En í þjálfun flugfreyja er okkur kennt að bregö- ast svona viö og hún kom að notum í þessu tilfelli," sagöi Ásta Bima. Stuttarfréttir Veiðistjórinorður Umhverfisráðherra hefur ákveðið að flytja embætti veiði- stjóra norður á Akureyri og sam- eina það Náttúrufræðistofnun- inni. Fíögur störf fylgja embætt- inu. Fleiri bókanir Góðar horfur em í ferðaþjón- ustu þetta árið. Um þessar mund- ir em 15-20% fleiri bókanir með Flugleiðum til íslands í sumar en á sama tíma í fyrra. Kærulausir íslendingar Hlutfallslega fleíri börn slasast hér á landi en í nágrannaríkjun- um. Á síöasta ári vom skráð 22 þúsund slys á bömum. Þetta kom fram á Stöö 2 en þar er í gangi átakiö Vöm fyrir böm. Heimsmeistaramót Heimsmeistaramót í dorgveiði gegnum ís fer kannski fram á ís- landi árið 1996. Samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins kemur Ólafs- fjarðarvatn líklega til greina sem mótsstaður. Bráðabirgðalög i-j____-i loraæma Miðstjóm BHMR fordæmir setningu bráðabirgðalaga ríkis- stjórnar íslands vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna og telur þau vega að grundvallar- réttindum launamanna í lýðræð- isríki. Vextúr ríkisvixla lækka Útboö fór fram í gær á ríkisvíxl- um. Vextir þeirra lækkuðu enn en þó ekki mikiö. Vextir 3 mánaða víxla lækkuðu úr 5,29 í 5,23%. Tilboöum var tekiö í samtals 1,7 milljaröa króna Atlantaleigiraröbum Flugfélagið Atlanta í Mos- fellsbæ hefur gert nýjan samning viö Saudi Arabian Airlines og leigir aröbum fiórar breiöþotur næsta sumar. Morgunblaöið greinir frá þessu. Rafhlöður ánþungmáfama Rafhlöður sem ekki innihalrfa kvikasilfur og kadmium seljast meira núna hér á landi þrátt fýr- ir að þungmálmar sóu aö mestu horfnir úr rafhlööum. Morgun- blaðið skýrir frá þessu. •hjb Meintmis- notkuná starfsaðstöðu á ríkisfjölmiðli Útvarpsráð hefur til umfiöllun- ar erindi frá rekstraraðilum veit- ingahússins Kaffi listar vegna meintra hagsmunatengsla dag- skrárgerðarraanna i uraflöllun rásar 2 um brottrekstur og kjör fyrrum starfemanns veitinga- hússins. Framkvæmdastjóri Rík- isútvarpsins, Elva Björk Gunn- arsdóttir, segir málið sem stend- ur vera í skoöun hjá sér. Umræddur starfsmaður er mágur Lisu Pálsdóttur, dagskrár- gerðarmanns RÚV, en samstarfe- kona hennar, Anna Kristine Magnúsdóttir, sá um að fialla um málið í síðustu viku. Eigendur Kaffi iistar halda því fram að Lísa hafi haft milligöngu um ráðningu mágs síns og með því m.a. hafi veriö um misnotkun á starfsaö- stöðu á ríkisfiölmiðli að ræða 1 tengslum við umfiöllun rásar 2. -Ótt Húsbruninn: Likiegtaðraf- magnséorsök eldsins Þótt rannsóknarlögreglan vinni enn að rannsókn brunans í gær þegar Skólavörðustígur 33 brann þykir líklegast að eldur hafi kvíknað út frá rafmagni. Húsið, sem er mikið skemmt, ef ekki ónýtt, var í endurbyggingu og haföi hluti af raflögnum þess ver- ið endumýjaður. Húsið er í eigu Péturs Einars- sonar, fyrrverandi flugmála- stjóra. Ekki haföi náðst í Pétur í gær til að láta hann vita af brun- anum en hann er staddur erlend- is. Harrn hefur undanfarin tvö ár unnið að sérverkefhum fyrir samgönguráðuneytiö. Meöal verkefna hans var endurskoðun laga um loftferðir og loftíara og endurskoöun laga um sfiórn flug- mála. Þessi vinna var langt kom- in og hluti hennar á lokastigi. Halldór Kristjánsson hjá sam- gönguráöuneytinu sagði í gær ekki Ijóst hvort gögn Péturs um þessi mál heföu eyðilagst í brun- anum en ef svo væri væri um stórtjónaðræða. -pp húsnæðifyrir Ráðningar- stofuna Borgarráð hefur samþykkt að kaupa 700 fermetra skrifstofu- húsnæði undir skrifstofur Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar í nýbyggingu Kiwanishreyfingar- innar við ISngjateig n í Reykja- vík. Skrifstofuhúsnæðiö kostar 46 milljónir króna og verður af- hent tilbúið undir tréverk með fullfrágenginni sameign og lóð 15. mars. Gert er ráð fyrirað heildar- kostnaðurinn verði um 70 milfi- ónir króna. Um þessar mundir er unnið að endurskipulagningu á starfsemi Ráðningai’stofu Reykjavíkur- borgar. Eggert Jónsson borgar- hagfræðingur segir aö fyrirhugað sé að breyta nafni Ráöningarstof- unnar í Vinnumiðlun Reykjavík- ur. Þannig veröi lögð meiri áhersia á vinnumiölun auk þess sem náms- og vinnuráðgjöf verði aukin. Fyrirhugað er aö Vinnu- miðlunin sjái í framtíðinni um ráðningu skólafólks til sumar- starfa og aö Vinnuskólinn fái inni ínýjahúsnæðinu. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.