Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 30
42
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
Fréttir
82 sveitarfélög standa sig illa eða mjög illa við endurmat á fasteignum:
Ástandið áberandi verst
í strjálbýlli byggðarlögum
staðan 1 öllum stærstu bæjarfélögunum telst góð - nema í Reykjavík
82 sveitarfélög í landinu teljast
standa sig illa eða mjög illa hvað
varðar að senda upplýsingar til Fast-
eignamats ríkisins vegna endurmats
á fasteignum í viðkomandi hreppum
og bæjarfélögum. Nærri öll þessi
sveitaifélög eru í strjálbýli. Innan við
helmingur af öllum íbúðarhúsum og
fasteignum í þessum sveitarfélögum
hefur verið endurmetinn frá því árið
1976. i sumum tilfellum hafa frum-
möt aldrei borist - þetta þýðir að fast-
eignagjöld hafa aldrei verið greidd
af byggingum sem árum saman hafa
verið í notkun.
í 18 af þessum 82 sveitarfélðgum
hafa innan viö 20 prósent fasteigna,
íbúðarhúsa og útihúsa, verið endur-
metnar frá því árið 1976. Þetta hefur
viðgengjst í mörg ár þrátt fyrir að
bréf hafi verið send þess efnis til
sveitarstjóma um að úrbóta sé þörf.
Samkvæmt lögum bera sveitar-
stjómir ábyrgð á því að upplýsingar
berist til Fasteignamats ríkisins.
34 sveitarfélög teljast standa sig
sæmilega i endurmatsmálum. Þar
hafa 50-80 prósent fasteigna verið
endurmetin frá árinu 1976. Þar á
meðal er Reykjavík en þar hafa um
70 prósent fasteigna verið endurmet-
in á þessum tæpum tveimur áratug-
um. Eins og fram hefur komið í DV
segir borgarstjórinn í Reykjavík að
Fasteignamat ríkisins hafi ítrekað
verið beðið um úrbætur í þessum
efnum en forstjóri Fasteignamatsins
segir að skortur sé á mannafla í þess-
um efnum.
Þau sveitarfélög og bæir sem teljast
standa sig vel í endurmatsmálum eru
85. Þar er endurmatshlutfallið á bil-
inu frá 80-100 prósent. í þeim hópi
eru allir helstu þéttbýlisstaðir lands-
ins, nema Reykjavík, eins og fram
kemur að framan. í hópnum eru
einnig fjölmörg strjálbýl sveitarfé-
lög.
Þau fjögur sveitarfélög sem þykja
standa sig best í endurmatsmálum
eru Vestmannaeyjar, Hveragerði,
Vestur-Landeyjar og Vestur-Eyja-
fjallahreppur. Þar er hlutfallið um
eða yfir 99 prósent. Fljótsdalshrepp-
ur og Austur-Eyjafjallahreppur
standa sig hins vegar verst með inn-
an við 7 prósenta hlutfall. -ótt
EG-húsin í Bolungarvík:
Engin tilboð bor-
isten margar
fyrirspurnir
Sigurjón J. SigurÖBSori, DV, ísafiröi;
Sparisjóður Bolungarvikur
auglýsti nýlega húsnæði það sem
hýsti Einar Guöfinnsson hf., og
Verslun E. Guðfínnssonar hf. í
Bolungarvík til sölu eða leigu.
Húsnæðið er í eigu sparisjóðsins
og Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur.
Brunabótamatsverð þess er á 3ja
hundraö milij. króna.
Aö sögn Sólbergs Jónssonar
sparisjóðsstjóra hafa borist
margar fýrirspumir um kaup og
leigu en ekkert formlegt tilboð
hefur emi borist. Tilboðsfrestur
rennur út 21.janúar.
„Um er að ræða þijár bygging-
ar, Vitastíg 1, Vitastíg 3 og hús
við Aðalstræti. Við gerum ráð
fyrir að selja eða leigja húsnæðið
í þrennu lagi en jafnvel kemur til
greina að ræða um smærri ein-
ingar,“ sagöi Sólberg.
Upplýsingastreymi til Fasteignamats ríkisins:
Frammistaða sveitarfélaga við endurmat fasteigna
g slæmt [_I 0-20%
Slæmt [~~1 20-50%
Sæmilegt \^\ 50-80%
Gott | | 80-100%
73 prósenta aukning innbrota frá 1991:
Nokkrir tugir manna virkastir
- afnám „afsláttarkerfisins“ gæti fækkað innbrotum um helming
Innbrotum hefur fjölgaö um 73 pró-
sent á milli áranna 1991 og 1993 á
starfssvæði RLR. Þá hafa um 160 inn-
brot veriö tilkynnt til RLR það sem
af er þessu ári sem er um helmings
aukning miðað við sama tíma í fyrra.
Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu-
þjónn hjá RLR, segir að það séu
nokkrir tugir manna sem komi ítrek-
að við sögu hjá embættinu vegna
aðildar að innbrotum og eigi því sök
á stórum hluta innbrotanna. Ýmist
sé þarna um einstaklinga að ræða
sem séu að fjármagna ýmiss konar
fíkniefna- og áfengisneyslu. Selji þeir
þá þýfið til vina og kunningja eða
skiptí á því og efnum. Þess séu jafn-
vel dæmi að það sé selt úr landi.
Hann segir að misjafnt sé hvemig
gangi að upplýsa innbrQtin en sum
árin takist að upplýsa allt að helming
þeirra.
Ómar Smári Armannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni
í Reykjavík, segir aö knýja þurfi á
um skilvirkari úrvinnslu mála hjá
ákæruvaldinu.
„Afgreiðsla dómsvaldsins á málum
er komin í gott lag og það er ákveð-
inn skilningur þar á því að beita þeim
úrræðum sem minna menn á afleið-
flldrei fleiri innbrót
0 !/ '91 '92 '93
DV
ingar gerða sinna. Ef ákæruvaldið þarf viðurlagakerfið að vera í stakk
bregst við með aukinni skilvirkni þá búið að gera slíkt hið sama. Það kann
að kosta eitthvað en ég held að hinn
almenni borgari, sem á rétt á vemd
og öryggi, eigi einnig rétt á því að
kerfið sinni þessum málum. Það
sama á við um fómarlömbin. Þau
eiga rétt á að afbrotamenn kynnist
aíleiðingum gerða sinna. Að þeir búi
ekki við þetta afsláttarkerfi sem þeir
búa við í dag og geti safnað upp af-
brotum áður en ákært er í þeim. Það
er oft svo í dag að þeir eru að afplána
refsingu svo löngu eftir að þeir
fremja afbrotíð að þeir muna ekki
hvað þeir gerðu nákvæmlega af sér.
Þá beinist refsingin gegn kerfinu en
ekki þeim sjálfum," segir Ómar
Smári.
Hann segir að ef þetta kemst í gott
lag þá sé jafnvel hægt að fækka inn-
brotum um allt að helming. „Þetta
er sá málaflokkur sem hvað mest
aukning hefur orðið í á undanförn-
um ámm á meöan aðrir málaflokkar
hafa staðið í stað eða dregist saman.
Það er nauðsynlegt að sinna þessum
. þætti. Við höfum reynt að vekja at-
hygh á þessu frá árinu 1991 en talað
fyrir daufum eyrum. Svo virðist sem
leysa þurfi kerfishnúta," segir Ómar
Smári.
-PP