Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Heimur tækifæranna Blikksmiðirá Akureyri höfðu lítið að gera í skipasmíð- um, sem eru deyjandi atvinnugrein þar sem annars stað- ar. Þeir gátu fundið sér verkefni við smíði kælitækja í nýju fyrirtæki og gátu því sagt upp, áður en þeim væri sagt upp í hinu hefðbundna stórfyrirtæki á staðnum. Rannsóknir í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa leitt í ljós, að ný atvinnutækifæri verða ekki til í stórum og grónum fyrirtækjum, allra sízt í hefðbundnum atvinnu- greinum. Heildaraukning tækifæra hefur árum saman aðeins komið fram í nýlegum og litlum fyrirtækjum. í fréttum Qölmiðla í vetur hefur nánast daglega verið sagt frá tækifærum, sem fólk hefur notað sér. Eitt lítið dæmi eru ígulkerin, sem enginn hafði atvinnu af fyrir ári, en um 200 manns nú. í gær var sagt frá fyrstu skref- um útflutnings á spónaparketi af Suðurnesjum. Eitt efnahagslögmál segir, að fyrirtæki rísi og stirðni. Annað segir, að atvinnugreinar rísi og stirðni. Þeim þjóð- um vegnar bezt, sem eru fljótastar að átta sig á bylgju- hreyfingunni og koma sér fyrir, þar sem bylgjan er að byrja að rísa. Þær eru fyrstar að grípa tækifærin. Hefðbundinn landbúnaður er löngu stirðnuð grein, sem ekki getur keppt við erlenda stóriðju í landbúnaði. Hefðbundnar fiskveiðar eru háðar takmarkaðri auðlind, sem rambar á barmi hruns af völdum ofveiði. Þess vegna verða íslendingar sífellt að leita að nýjum tækifærum. Stundum er unnt að framlengja líf gamaíla atvinnu- greina og gamalla fyrirtækja. Finnum tókst fyrir mörgum árum að framlengja skipasmíðar, sem hrundu annars staðar í Evrópu. Þeir sérhæfðu sig í olíuborpöllum og ísbijótum og höfðu góðar tekjur af því um árabil. Stuðningur við gamlar atvinnugreinar og gömul fyrir- tæki skilar þjóðfélaginu ekki nýjum atvinnutækifærum. Þetta er ekki fullyrðing, heldur lögmál, sem fyrir löngu hefur verið staðfest með rannsóknum. Stuðningur við skipasmíði mun hvorki hjálpa þeim né þjóðinni. Ef ríkisvaldið hefur aflögu peninga til eflingar atvinnu í landinu, á það að nota þá til að efla leit að nýjum tæki- færum og til að mennta fólk á nýjum sviðum. Á báðum þessum sviðum hefur til dæmis verið unnið af skynsemi í Háskóla íslands. í slíkri iðju er framtíðin fólgin. Dýrt og tilgangslaust er að hlaupa upp til handa og fóta, þegar illa gengur í fyrirtækjum, í atvinnugreinum, í landshlutum. I bezta falh er verðmætum kastað á glæ og í versta faUi er auðlindum útrýmt með ofveiði kvóta- aukningar, svo sem sumir Vestfirðingar heimta nú. Atvinnuleysið stafar af, að þeir, sem hafa með manna- hald að gera, búast við rekstrarerfiðleikum, þegar aflinn fer að dragast saman um mitt þetta ár. Með því að und- irbúa kreppuna eru þeir um leið að magna hana. Minnk- andi viðskipti leiða til samdráttar og gjaldþrota. Hvarvetna sést nagandi svartsýni, sem framleiðir kreppu. Svartsýnin stafar af, að fólk einblínir um of á fyrirsjáanlega erfiðleika í hefðbundnum fiskveiðum, en lítur ekki eins mikið á hafsjó tækifæra, sem er allt í kríng- um okkur og bíður eftir stórhug og réttum veiðarfærum. Að svo miklu leyti sem við erum stirðnuð og hug- myndasnauð, mun okkur yegna illa sem þjóð í framtíð- inni, en hins vegar vegna vel, að svo miklu leyti sem við erum sveigjanleg og hugmyndarík, áhugasöm um upp- finningar og nýjungar, óhrædd við hið ókunna. Ef við vildum gera svo vel að hætta að gæla við og vemda fortíðina og fara að sinna framtíðinni af auknu afli, verður gott að lifa hér á landi á næstu árum. Jónas Kristjánsson Bygging hjúkrunarheimilanna Skjóls og siðan Eirar í Grafarvogi, meö samtals 220 vistrými, eru mikilvægir áfangar. - Hjúkrunarheimilið Eir, Grafarvogi. Hugleiðingar um málefni aldraðra: Gerum betur Á hverju ári standa hundruð ein- staklinga frammi fyrir því að þurfa að láta af störfum fyrir aldurs sak- ir. Undirbúningur og aðlögun að þeim tímamótum er afar misjafnt hjá þeim fjölda einstaklinga Sem ganga í gegnum þessa lífsreynslu á hvequ ári. Víða eriendis hefur aldraö fólk, sem hætt er störfum á hinum opin- bera og almenna vinnumarkaði vegna aldurstakmarks, stofnað með sér félög og boðið fram þjón- ustu sína á ýmsum sviðum þar sem menntun og lífsreynsla þess getur komið að gagni. Pétur H. Ólafsson, sem þekktur er af störfum sínum í þágu aldraðra 1 Reykjavík, hefursett fram ýmsar tillögur sem miða að því að gefa eldri borgurum kost á að gera verð- mæti úr vinnu sinni og skapa þeim jafnframt nauðsynlegar aðstæður til að kynna og selja þann vaming sem þeir framleiða. Hér er um mikilvægt málefni að ræða og sjálfsagt að fulltrúar sam- taka eldri borgara og borgaryfir- valda taki þetta mál til umfjöllunar á sameiginlegum véttvangi. Félags- og þjónustu- miðstöðvar Árið 1974 var fyrsta félagsmið- stöð aldraðra opnuð á Norðurbrún 1 í Reykjavík. Síðan hafa verið opn- aðar tólf félagsmiðstöðvar og þjón- ustusel víðsvegar í borginni. Þess- ar þjónustumiðstöðvar gegna veigamiklu hlutverki í margs kon- ar þjónustu fyrir aldraðra og er óhætt aö fullyrða að starfsemi þessara stöðva hefur valdið straumhvörfum í allri þjónustu og félags- og tómstundastarfi fyrir aldraða á síðustu árum. Samhliða starfi borgarinnar á þessum vettvangi sinna fjölmörg félagasamtök og stofnanir marg- vislegri félagsstarfsemi í þágu aldr- aðra. Kirkjustarf aldraðra í heimilanna Skjóls og síðan Eirar í Grafarvogi, með samtals 220 vist- rými, eru mikilvægir áfangar. Þrátt fyrir byggingu þessara tveggja glæsilegu hjúkrunarheim- ila og hugsanlega fiölgunar hjúkr- unarrýma fyrir aldraða í tengslum við áukna samvinnu Borgarspítala og Landakots er ljóst að enn frek- ara átak verður að gera í þeim til- gangi aö fiölga hjúkrunarplássum. Nú er unnið að undirbúningi bygg- ingar hjúkrunarheimilis í Suður- Mjódd og stefnt að því að fram- kvæmdir hefiist á næsta ári. Samstarfsnefhd félags aldraðra í Reykjavík undir forystu Gyðu Jó- hannsdóttur hefúr sótt mn lóð til að byggja umönnunarheimili fyrir aldraða með 50 rúmum. Samstarfs- nefndin leggur áherslu á að markmiðið með byggingu umönn- — „Reykjavíkurborg hefur reynt eftir megni að veita þeim félagasamtökum stuðning sem starfa í þágu aldraðra og veitir árlega töluverða Qárhagslega styrki í því sambandi.“ Kjallariim Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Reykjavík er mjög fiölbreytt og ennfremur hafa mörg kvenfélög, verkalýðsfélög og stofnanir þar sem aldraðir dvelja, m.a. Hrafnista, sinnt þessum þætti. Reykjavíkur- borg hefur reynt eftir megni að veita þeini félagasamtökum stuðn- ing sem starfa í þágu aldraðra og veitir árlega töluverða fiárhagslega styrki í því sambandi. Hjúkrunarheimili Eitt mikilvægasta viðfangsefnið nú er bygging hjúkrunarheimila fyrir aldraðra. Töluvert hefur áunnist á þessu sviði á undanfórn- um árum. Bygging hjúkrunar- unarheimilis sé að eldra fólk fái fleiri valkosti í öldrunarþjónustu. Gott samstarf félagasamtaka, rík- is og sveitarfélaga um öfluga upp- byggingu, rekstrarfyrirkomulag og breyttar áherslur í þessum mála- flokki er afar þýðingarmikiö. Það er ósk mín, að samstarf þessara aðila verði málefninu til styrktar og í þágu þeirra einstaklinga, sem þurfa nauðsynlega á þessari þjón- ustu að halda. Ég trúi því, aö við getum gert betur í málefnum aldr- aðra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Skodanir aimarra Skorður til lækkunar útlánsvaxta „Veruleg lánsfiárþörf hins opinbera hefur leitt til harðrar samkeppni um fiármagnið milli ríkis- sjóös, bankastofnana og annarra aðila á fiármagns- markaði. Viðbrögð bankanna hafa verið þau að bjóða góða ávöxtun á verðtryggðum innlánsreikningum. Þetta hefur enn fremur leitt til þess að svigrúmi þeirra til lækkunar útlánsvaxta hafa verið settar skorður." Ólafur K. Ólafs viðskiptafr. í Vísbendingu 13. jan. Viðvarandi atvinnuleysi „Það mun ekki draga úr atvinnuleysi fyrr en ný uppsveifla verður í atvinnulífinu. Og jafnvel þegar að því kemur má búast við, að fyrirtækin fari sér hægt í mannaráðningum, eftir þá reynslu, sem þau hafa gengiö í gegnum á undanfomum fimm árum. Þess vegna verðum við horfast í augu við, að ririkið atvinnuleysi veröur hér ríkjandi í nokkur misseri enn og jafnvel allmörg misseri." Ur forystugrein Mbl. 19. janúar. Sterkt aðhald í Reykjavík „Það er grundvallaratriði í öllum lýöræðisþjóðfé- lögum að þegnarnir geti valið milli skýrra valkosta. í öðru lagi er mikilvægt að meirihluti sjálfstæðis- manna í Reykjavík fái sterkt aðhald. Ámm saman hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík getað tekið ákvarð- anir með einræðislegum hætti, án þess svo mikið sem að veita andstöðunni athygli. Slíkir sfiómunarhættir era að sjálfsögðu af hinu illa, bæði fyrir borgarbúa og þá sem sfióma borginni.“ Úr forystugrein Alþbl. 19. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.