Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 20
32
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
Iþróttir unglinga
Borðtenmsstjömur í æfinga- og keppnisferð:
Guðmundur 09 Ingólf ur
heimsækja Dani og Svía
Hinir ungu A-landsliösmenn ís-
lands í borðtennis, Ingólfur Ingólfs-
son, 16 ára, og Guðmundur E.
Stephensen, 11 ára, og Kjartan
Briem, 23 ára, halda út í dag og
keppa á mjög sterku alþjóðlegu
borðtennismóti í Svíþjóð dagana
21.-24. janúar, jafnframt því að æfa
með sterkasta félagsliði Svíþjóðar.
í Danmörku munu þeir svo æfa
með danska landsliðinu.
Það verður fróðlegt aö fylgjast
Ingólfur Ingólfsson er í 2. sæti á
lista yfir stigahæstu borðtennis-
leikara hér á landi.
- ásamt íslandsmeistaranum, Kjartani Briem
með árangri íþróttamannanna í
þessum undirbúningi fyrir þau
verkefni sem landslið Islands í
borðtennis mun taka þátt í á næst-
komandi mánuðum.
Kjartan Briem er einn fremsti
borðtennisleikari landsins um
þessar mundir. Hann er við nám í
Umsjón
Halldór Halldórsson
Danmörku og leikur þar borðtenn-
is með góðum árangri. Hann er
núverandi íslandsmeistari í meist-
araflokki karla í einhðaleik og
tvenndarleik og á fjölmarga lands-
leiki að baki fyrir íslands hönd.
Ingólfur Ingólfsson er A-lands-
liðsmaður í borðtennis. Hann er
íslandsmeistari í unghngaflokki
14-16 ára og er nú næst punkta-
hæsti íslendingurinn í borðtenn-
is.
Guðmundur E. Stephensen er
A-landsliðsmaður í borðtennis.
Hann er fjórfaldur íslandsmeistari
í unghngaílokkunum. Hann varð
fyrstur íslendinga til þess að sigra
í alþjóðlegu borðtennismóti í júh á
síðasta ári. Hann er í dag punkta- Guðmundur Stephensen, 11 ára, hefur vakið mikla athygli, innanlands sem utan, fyrir glæsilega frammistöðu
hæsti íslendingurinn í borðtennis í borðtennis að undanförnu. Hann er leikmaður með A-landsliði íslands. Guðmundur er stigahæsti borðtenn-
í meistaraflokki karla. isleikarinn á íslandi í dag.
Undanúrslitin 1 bikarkeppni 2. flokks kvenna í handknattleik:
KR-ingar sigruðu Víkinga
- og leika úrslitaleikinn gegn Haukum
KR-stúlkurnar í 2. flokki sigruðu
Víking í undanúrshtcdeik bikar-
keppni HSÍ, 20-17, eftir skemmtileg-
an og spennandi leik í Víkinni. Stað-
an var 10-9 fyrir KR í hálfleik.
Elísabet og Guðrún
skoruðu grimmt
Leikur hðanna var oft mjög vel spil-
aður, varnirnar traustar og sóknar-
leikurinn líflegur. Það var þó svolítið
erfitt fyrir Víkingsstúlkumar að
halda í við KR vegna þess að aðeins
ein stórskytta er í liðinu, Ehsabet
Sveinsdóttir, sem skoraöi 10 mörk.
Markahæst KR-inga varð Guðrún
Sívertsen, með 9 mörk. Já, það er
óhætt að segja að báðar þessar stelp-
ur hafi verið í miklum markaham.
Brynja Steinsen, KR, fékk það erfiða
hlutverk aö taka Elísabetu úr umferð
og þá fór fyrst að haha undan fæti
hjá Víkingum.
Mörk KR: Guðrún Sívertsen 9, Ág-
ústa Björnsdóttir 6, Sigríður Kristj-
ánsdóttir 2, Edda Kristinsdóttir 2 og
DV-mynd Hson
Guðrún Sívertsen, KR, brýst í gegn og skorar eitt af sínum níu mörkum gegn Víkingi.
Karfa:
Baldurvarí
hópi bestu
í frétt af Landsbankamóti Hauka
í körfu datt út naftj Baldurs f Val
; yftr sfjömuHð 9. flokks. Baldur var:
kjörinn besti vamarleikmaður
flokksins. Drengurinn er beðhm
velviröingar á þessum mistökum.
-Hson
Brynja Steinsen 1 mark.
Mörk Víkinga: Elísabet Sveinsdótt-
ir 10, Þóra Valsdóttir 2, Kristín Guð-
mundsdóttir 2, Steinunn Þorsteins-
dóttir, Ama Ámadóttir og Hjördís
Benediktsdóttir 1 mark.
Mæta Haukum í úrslitum
KR-stelpumar mæta Haukum í úr-
shtaleiknum en Haukastúlkumar
sigruðu ÍBV, 15-12, í hinum undan-
úrslitaleiknum. Úrshtaleikurinn hef-
ur ekki enn verið settur á.
-Hson
Elisabet Sveinsdóttir, Víkingi, skor-
aði 10 mörk í leiknum gegn KR.