Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 27
 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 39 Menning Fréttir Verk Finnboga á Kjarvalsstöðum. „Fljótt á litið eru þetta bara ósköp venjulegar skólplagnir en þegar nánar er að gáð kemur í Ijós að um eins konar hljóðfæri er að ræða." DV-mynd BG Frumstætt seiðmagn - Finnbogi Pétursson á Kjarvalsstöðum Finnbogi Pétursson hefur á síðustu árum notiö sérstöðu á innlendum myndlistarvettvangi vegna þess hvernig hann hefur tvinnað saman myndhst og tónlist og jafnframt hstina og tæknina. í inngangi skrár sýningar Finnboga er nú hefur ver- ið opnuð á Kjarvalsstöðum, fjallar Halldór Björn Runólfsson um sam- þáttun hstgreina frá fornu fari og finnur samsvörun með hst Finn- boga hjá þrakverska skáldinu og hljóðfæraleikaranum Orfeifi og rekur samþáttunarhugmyndir hstamanna á borð við Shelley, Rimbaud, Kandinsky, Skrjabín, Wagner og Nam June Paik. Þar er í flestum tilvikum um að ræða hug- myndir um að htir eigi sér sam- svarandi tón og öfugt. Finnbogi hefur strangt til tekið ekki fjallað um slíka samsvörun í hst sinni. Að mínu mati má allt eins tengja listiðkun hans við það uppgjör við módernismann sem átti sér stað fyrir u.þ.b. áratug en á rætur m.a. í dadaismanum og hugmyndabst- inni. Bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum komu fram á sjónarsviöið vídeó- og gerningahstamenn sem byggðu að töluverðu leyti verk sín á tæknilegri þekkingu. Örtölvu- byltingin fyrir rúmum áratug átti þarna að sjálfsögðu nokkurn þátt, en einnig svonefhd „iðnaðarmenn- ing" er spratt upp úr borgaralegri firringu pönksins. Viðleitnin var ekki einungis sú að tvinna saman hstina og tæknina að hætti Leon- ardos, heldur einnig að senda skýr skilaboð til ómannlegs samfélags sem studdi listir og memúngu á meðan það sópaði kjarnaúrgangi undir mottuna. Bandaríski gern- ingalistamaðurinn Mark Pauline bjó þannig til vélmenni sem hann lét ráðast hvert á annað á víggirtu svæði. Eins konar hljóðfæri Finnbogi Pétursson hefur að sönnu ekki verið ýkja herskár í sinni hst, en sagt er aö allar tækni- framfarir byggjst í raun á því hvort þær nýtist í hernaði. AUt um það hafa sum verka Finnboga verið býsna ágeng, s.s. rör er hann lét sveiflast í vegg fyrrum frystiklefa í hinu nýstofnaða Listasafhi Akur- eyrar á opnunarsýningu þess. Önn- ur eftiiroinnileg verk Finnboga frá Myndlist Ólafur J. Engilbertsson síðustu árum, s.s. „Hringur" - verk sýnt í Nýhstasafnmu 1991 er sam- anstóð af sínustóni úr hátalara sem gáraði vatn og gerði skuggamynd - og „Pendúlar", sýnt í Listasafni ís- lands sl. sumar á sýningunni Bo- realis, er samanstóð af hátölurum sem festir voru á endann á járnrör- um og sveifluðust yfir hljóðnemum á gólfi - vekja fremur dulúð og hafa til að bera óskilgreint frum- stætt seiðmagn sem maður tengir ahs ekki tækni þó svo að vírar og tengingar séu áberandi og stór þáttur í úthtinu. Hið sama má segja um það verk sem Finnbogi hefur nú sett upp á 25 metra löngum vegg miðsalarins á Kjarvalsstöðum. Fljótt á htið eru þetta bara ósköp venjulegar skólplagnir, en þegar nánar er að gáð kemur í ljós að hér er um eins konar hljóðfæri að ræða. Finnbogi hefur hér raðað upp sjö mislöngum plaströrum sem eru rofin á mismunandi stöðum. Samkvæmt sýningarskrá varpa tveir forritar út átta púlsum tengd- um i hátalara aftast í hverju röri, en stuttbylgjuskah útvarpssendis er látinn mynda hljóðin sem kýld eru með áslætti gegnum rörin. Hér hefur Finnboga enn einu sinni tek- ist að virkja umhverfið á útsjónar- saman hátt. Efniviðurinn er hvers- dagsleg iðnaðarframleiðsla líkt og áður, en útkoman er seiðmagnað verk, knúið dularfuUum krafti. Slæm vhla slæddist inn í fyrirsögn greinar minnar um Geoffrey Hendricks. Rétt er fyrirsögnin þannig: „Lífsgaldur Hendricks". Reyklaust f rystihús Helgi Jónsson, DV, Óla&fiiði: Hraðfrystihús Ólafsfjarðar varð reyklaust um áraœótin og mun það vera fyrsta frystihúsið á landinu sem verður algjórlega reyklaust. Ákvörðun um að reykja ekki innan veggja fyrirtækisins var tekin fyrr í vetur og var nokkur aðdragandi að því, m.a. var Halldóra Bjarna- • dóttir frá Krabbameinsfélaginu fengin 111 að halda námskeið. Karl Guðmundsson, fram- kvæmdasrjóri HÓ, segir það stefnu fyrirtækisins að breyta ímynd þess - hér sé um fyrirtæki í matvælaiön- aði að ræða og það samræmist ekki starfsetninni að starfsfóödð reyki á vttmustað. Launagreiðendur - Launþegar Staðgreiðsla af Uvinnindvim Kostnaður vegna ferða til og frá vinnustao IÁHU EKKI 0F MIKINN HRAflA A VALDA ÞÉR SKADA! (IST Kostnað launþega við ferðir til og frá vinnustað ber að telja til persónulegra útgjalda. Greiði vinnuveitandi þennan kostnað að öllu leýti eða að hluta skal telja þau persónulegu útgjöld sem þannig sparast launþega til staðgreiðsluskyldra tékna hans. Greiði vinnuveitandi kostnað vegna ferða launamarnnstil og frá vinnustað ber að standa skil á staðgreiðslu af þeim greiðslum. Ókeypis flutning til og frá vinnustað ber að meta til staðgreiðsluskyldra hlunninda. Á svæðum þar sem almenningsvagnar ganga skal miða hina skattskyldu fjárhæð við vagn- fargjöldin á hverjum tíma (á Stór-Reykjavíkursvæði skal miða við kostnaðarverð mánaðarkorta). RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.