Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Spumingin Hver er eftirlætis- skemmtistaðurinn þinn? Ásdís Hreinsdóttir: Uppáhalds- skemmtistaðurinn minn er Hótel ís- land. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir: Hótel ísland. Karl Jóhann Brune: Það er Ingólfs- café. Guðmundur Guðjónsson: Skólinn á daginn og Glaumbar á kvöldin. Brynja Baldursdóttir: Það eru Glaumbar og Hressó. Björn Ragnarsson og Hólmfríður Bjarnadóttir: Skemmtistaðurinn þar sem bara einn kemst fyrir. Lesendur Sjómannadeil an óleysta Jón Böðvarsson skrifar: Ekki hef ég tabst í aðdáendahópi núsitjandi ríkisstjórnar en rétt og óhjákvæmilegt sýnist mér verið hafa sú ákvörðun að setja bráðabirgðalög í deilu sjómanna við útvegsmenn. Rangt hefði verið að kalla saman þing því að málþófshaukar hefðu taf- ið þingstörf svo að enn fleiri veiði- dagar hefðu tapast. Sennilegt má telja að flestir „fulltrúar þjóðarinn- ar“ á Alþingi hefðu að löngum um- ræðum loknum greitt atkvæði eftir afstöðu til ríkisstjómarinnar þótt Halldór Ásgrímsson og hugsanlega fleiri hefðu látið skynsemd ráða í atkvæðagreiðslu eftir langa greinar- gerð um hvað hefði átt að gera. Margir, sem utan við átök stóðu, líta á samningamenn beggja samn- ingsaðila sem ofstopamenn vegna þess að þeir vildu í engu hvika frá lökum málstað. Útgerðarmenn verja óbreytt kvótakerfi og sjómenn halda fast í hlutaskiptakerfi kaupgjalds. Sjálfsagt væri að kvótahafar - sem vera þyrftu útgerðarmenn, fisk- vinnslufyrirtæki og sveitarfélög - greiddu auölindaskatt og að sjómenn væm launamenn á líkum grunni og fólk sem fiskvinnslu stundar. - Liðin er sú tíð að sjómennska sé líkamleg átakavinna í líkum mæli og áður var þótt enn sé hún áhættumikil. Allt launakerfi í lándinu er úrelt. Því þarf að gjörbylta - og því miöur hljóta laun almennt að lækka. Fréttir frá Færeyjum og Finnlandi eru skýr vísbending en flestir loka augum þegar athygli beinist að hagsmunum þeirra. Uggvænlegra er þó að menn virðast ekki hugleiða hvers vegna lífskjör á Vesturlöndum hljóta að rýma tilfinnanlega á næstunni vegna ríkjandi viðskiptastefnu í Bréfritari telur sjálfsagt aö kvótahafar - sem væru útgerðarmenn, fisk- vinnslufyrirtæki og sveitarfélög - greiddu auðlindaskatt og að sjómenn væru launamenn á borð við fiskvinnslufólk. heiminum. Afnám verndartolla og verslunar- hafta bætir markaðsstöðu láglauna- þjóða á kostnað iðnríkja. Svonefnd þriðjaheimsríki og fyrrum austan- tjaldsþjóðir munu láta æ meira að sér kveða. Mun þó ýmsum þykja nóg um. Líti menn á framvindu í iðnaði undanfama áratugi eða einskorði athugun við áliðnað síðustu misseri ættu þeir að sjá hvers er að vænta í öðrum atvinnugreinum sem tengjast alþjóðaviðskiptum. Misskipting launatekna H.P.L. skrifar: Líklega má rekja kúvendingu í flokkafylgi, sem nýleg skoðanakönn- un DV lýsir í væntanlegum borgar- stjómarkosningum, til óhóflegrar misskiptingar launatekna sem hér viðgengst. Það em gömul sannindi og ný að fólk kýs gegnum budduna. Og líði fólki ekki sæmilega vel í lífs- kjarabaráttunni og sjái ekki fram á breytingu til batnaðar ef illa hefur árað, hika menn ekki við að söðla um í kjörklefanum. Til þess em líka kannski kosningar meira eða minna? Þaö sem er að gerast í þessu landi á síðustu misserum er þó svo frá- brugðið því sem áöur hefur gerst að upp úr hlaut aö sjóða. Hér á ég við þá hrikalegu misskiptingu launa sem landsmenn mega búa viö. Alltaf hef- ur veriö allmikill munur á launum hinna lægst launuðu og þeirra hæst launuðu á íslandi. Það hefur þó ekki ekki gerst áður að sá munur geti orðið allt að fimmtánfaldur! Þegar svo er komið verður uppreisn í ein- hverju formi. Við erum heppin þjóð aö vera ekki fjölmennari eða vopn- vædd, líkt og er um flestar aðrar. Væri svo myndi hér örla á blóöugri uppreisn. Það er a.m.k. mitt álit. Kampavín - „konungur léttvína“ Uros Ivan Ivanovic skrifar: Kampavín, oft nefnt „konungur léttvína" er mikið notað víða um lönd í hvers konar móttökum, brúðkaup- um og hverju öðru sem fagna skal í góðra vina hópi. Hér áður fyrr var það aðallega vel efnað fólk er drakk kampavin. í dag er það nánast á allra vörum við góö tæltifæri. Kampavín kom fyrst á markað í lok 17. aldar. Það var blindur prestur, Dom Pérignon, frá Hautvillers hér- aði í Frakklandi sem fyrstin- bland- aði ungum vínbeijum saman við margar tegundir aðrar, en gerði sér enga grein fyrir því að þetta myndi leiða til þess að víniö yrði síðar „kon- ungur vína“. - Dýrasta kampavínið í dag, Dom Pérignon, er framleitt af Hringið í síma 63 27 00 milli kl. 14og 16-eða skrífið Nafn ok simanr. vcrdur aö íylgja bréfum Þúsundir manna vinna við vinupp- skeruna ár hvert. Enn hefur engin tækni leyst hendurnar af hólmi við berjatínsluna. fyrirtækinu Moet Chandon. í góðri vínbeijauppskeru eitthvert árið er framleitt vin og því er tappað á flöskur og þær geymdar í mörg ár í neðanjarðar vínkjöllurum. Áætlað er að um 620 milljónir flaskna séu geymdar í jörðu niðri í þessum kjöll- urum. Við uppskeruna vinna um 15 þúsund manns og það fólk tekur um 40% hennar sjálft til eigin nota. Af- gangurinn er seldur til um 60 fyrir- tækja. Þau helstu eru: Mercier, Ve- uve Clicquot, Mumm Heidsieck o.fl. í kampavin eru fyrst og fremst notuð ung, hvít og rauð vínber, en þau hvítu gefa alveg sérstaklega gott og mjúkt bragð. Víninu er tappað á flöskurnar, og þeim síðan snúið við og geymdar á hvolfi. Dom Pérignin fann upp réttan tappa á flöskurnar, sem leysti þann vanda að ekki spýtt- ist úr flöskunni vegna þrýstingsins. Annað slagið þarf svo að snúa flösk- unum við með snöggri ákveðinni hreyfmgu á hveijum degi í nokkrar vikur til að losna við vínbeijakristal- inn er safnast við tappann. Þetta er einungis gert af mönnum sem hafa sérhæft sig í þessu verki. í Frakk- landi er drukkið mest af kampavíni í heiminum, að meðaltali 24 glös á mann á ári, að því áætlað er. Þar á eftir er neyslan mest á Ítalíu og þá í Belgíu, meö 12 glös á mann. - Geymsla kampavíns er best við ca. 6-8 gráður. Ogvidkvörtuni! Eysteinn hríngdi: _ Það er hreint ótrúlegt hve við íslendingar getum kvartað. Ekki þarf nema lítiis háttar rúðurslag í kjörum og viö ærumst. Og við æpum og skrækjum á nýja upp- sveiflu og kreflum stjórnmála- menn um bætt kjör, meiri afla og skattalækkun. Á sama tímahorf- um við upp á alvöruhörmungar, jafnvel í sömu álfu. Og í ríkasta landinu, Bandaríkjunum, dynja yfir náttúruhamfarir með stuttu millibili. Allt þetta fólk býr við hörmungar. Ekki við. Hér er ekki nokkurs konar neyð sem ekki er viðráðanleg. Hræddust hót* Ólafur skrifar: Hvaö sem mönnum finnst um aðgerðir ríkisstjómarinnar og Davíð Oddsson í torystuhlutverki hennar þá má viöurkenna að hann hefur um margt farið aðrar leiðir i stefnumörkun en fyrir- rennarar hans. Það hefur t.d. enginn stjórnmálamaður hér, hvað þá ráðherra, lagt til æðstu manna peningastofnana hér eins og Davíð hefur nýlega gert. Auö- vitað hræddust bankastjórarnir hótanir Davíðs um brottrekstur, hvað svo sem lögin segja um vald hans til þeirrar gjörðar. Nýbúaáfram- boðslistann Hulldóru Jónsdóttir hringdi: Mér finnst ekki nema eölilegt að einhveijir fulltrúar nýbúa hér á landi veröi á framboðslistum hér í borginni þar sem þeir eru flölmennastir, Nú er einn slikur frambjóðandi á lista sjálfstæðis- manna. Ég bara vona að hinn væntanlegi framboðslisti núver- andi minnihluta i borgarstjórn skarti a.m.k. einu, jafnvel tveim- ur nöfnum íslenskra nýbúa, og skáki þar með sjálfstæðismönn- um. Það værí heiður að því að hafa þarna einn eða fleirí Víet- nama. Ég trúi ekki öðru en þetta verði samþykkt, svo sjálfsagt sem það er að bjóða nýbúum þátttöku á listanum. Næturflug ádömubindi Katrin skrifar: Mér blöskrar smekkurinn í auglýsingum á dömubindum. Þessar sjónvarpsauglýsingar eru ekki orðnar annað en aðhláturs- efni ailra sem á horfa. Þvílíka samsuðu af vitleysu og orða- gjálfri er óvíða að finna, og eru þó sumar auglýsingarnar ekki upp á marga fiska hvað varðar bein skilaboð og markaðsgildi. Okkur konum er lítill greiði gerð- ur meö auglýsingu á vængjuðu dömubindunum. Svona auglýs- ing getur (ég endurtek: getur) haft áhrif í prentmiðli en ekki í sjónvarpi. Þar hljómar hún sem grín af lélegustu tegund. Kaffikaup áUCafé S.H. Einarsson skrifar: LA Café heítir staður við Laugaveg. Ég stundaði þennan stað töluvert fyrir einu og hálfu ári og eitthvað var eigandinn ekki hress með rnínar drykkjuvenjur, að kaupa alitaf kaffi. Um næst- liðna helgi kom ég þangað til aö fá mér kaffi og spjalla við kunn- ingja sem þar koma oft. Er ég hafði dvaliö nokkra stund kom eigandinn til mín og sagöist ekki óska eftir nærveru minni þvi að ekkert kæmi út úr víðskiptum minura, þetta væri vinveitinga- staður, ekki kaffihús, og biðröð veitingagesta. Ég fór burt En mér finnst að eigandinn ætti að breyta nafninu; í LA Bar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.