Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Fréttir Togarakaup íslendinga til úthafsveiða: „Gullæði" eða sjálfsögð sjáKsbjargarviðleitni? Úthal, nýtt (yrirtæki sem er í eigu Tanga hl. á Vopnalirði og Hraðlrysti- stöðvar Þórshalnar, helur keypt tvo ísiisktogara lyrir samtals 21 milljón króna. Myndin er a( togaranum Cape Fox sem er systurskip togaranna. „Það er yfirlýst og menn liggja ekkert á því að þessi skipakaup leiða til þess að ásókn okkar í Smuguna mun aukast mjög og and- staðan við þá stefnu okkar að stunda þar veiðar mun aukast að sama skapi. Nóg er hún þó fyrir, t.d. í Noregi og Rússlandi, og þetta mun veikja stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum gífurlega. Mér finnst því að menn ættu að skoða þetta dæmi til enda áður en lengra er haldið og láta ekki væntingar um stundargróða verða skynsem- inni yfirsterkari. Við höfum engan hag af því aö bæta sjóræningjaveið- um undir hentifána viö veiðar okk- ar í Smugunni," segir útgerðar- maður á Norðurlandi um skipa- kaup sem íslenskir útgerðarmenn hafa nú hafið í Kanada og munu leiða til stóraukinnar veiða ís- lenskra skipa í Smugunni. Rök þeirra, sem taka þátt í því þessa dagana að kaupa gamla tog- ara erlendis sem nota á til úthafs- veiða, erp þau helst að þeir segjast vera að bregðast við kvótaskerð- ingu og aflasamdrætti og við verð- um við þær aðstæður að hasla okk- ur völl viö úthafsveiðar. Þeir segja einnig að þótt fullyrt sé að nóg sé til af togurum í landinu til úthafs- veiða þá séu þeir ekki nýttir til slíkra veiða og þeir fáist ekki keypt- ir fyrir það verð sem í boði er er- lendis um þessar mundir, t.d. í Kanada. „Langflestar fiskveiði- þjóðir leggja sífellt meiri áherslu á úthafsveiðar og hvers vegna ættum við ekki að gera það einnig. Mér finnst það þröngsýni, sem lýsi reyndar minnimáttarkennd, að láta alla aöra hagnast á úthafsveið- um en stunda þær ekki sjálfir," segir einn þeirra útgeröarmanna sem er í skipakaupum í Kanada þessa dagana. Ekki okkur til framdráttar Landssamband íslenskra útvegs,- manna hefur ekki ályktað um þetta mál en Kristján Ragnarsson, for- maður og framkvæmdastjóri sam- takanna, hefur á þessu ákveðna skoðun. „Við höfum viljað stuðla að því að stofnar utan 200 mílna séu verndaðir og þess vegna beri að semja um vernd slíkra stofna. Það tókst okkur ekki gagnvart Norð- mönnum sem tóku okkur vægast sagt fálega í þeim einu viöræðum sem fram hafa farið um veiðar okk- ar í Smugunni. Þess vegna ætlum við okkur að stunda þar veiðar áfram. En þaö þýðir ekki það að við eigum að flytja hálfan kana- díska flotann í íslenska eigu til að hefja einhveija stórkostlega við- bótarútgerð á þessu svæði. Ég vil líka vekja athygli á því að þetta er áhættusöm útgerð og menn hafa komið úr Smugunni með öngulinn í rassinum. Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Það er líka fráleitt að stækka flota okkar með þessum hætti, hvort sem menn eru að tala um að skrá þessi skip á íslandi, eins og sóst er eför, eða þau veröa gerð út undir hentífána og skráð þar sem þau hlíta hvorki lögum né reglum nokkurs manns. Mér finnst það ekki málstað íslendinga til fram- dráttar í fiskvemdunarsjónarmið- um að fara að gera skip út undir hentifánum," segir Krisfján. Margir ætla að græða Þeir sem em andvígir þessum togarakaupum hafa einnig áhyggj- ur af því að það gerist sem oft hef- ur gerst áður hér á landi þegar ein- hver telur sig fá góðá hugmynd að allt of margir komi í kjölfarið og ætli að græða á hugmyndinni líka. Þetta muni leiða til þess að á meðan skip fáist erlendis á útsöluverði verði þessi skip keypt hvert af öðm, þau skráð erlendis og send til veiða, t.d. í Smugunni. Það þýði um leiö stóraukna sókn íslenskra skipa þangað og slíkt gæti komið okkur í koll síðar, t.d. ef semja þarf viö Norðmenn um veiðar á loðnu og jafnvel síld. Þeir segja einnig að ef við þyrftum að auka veiðar okkar í Smugunni þá sé skortur á skipum til þess ekki vandamál. Það er ekki bara hér við land sem menn hafa mátt horfa upp á hrun fiskistofna. Þetta hefur gerst víða og afleiðingarnar em m.a. að víða hefur togumm verið lagt í miklum mæli og þeir settir á söluskrá. Þessi skip em mjög misjöfn aö gæðum, sum þeirra em sögð vera „ryðkláf- ar“, önnur eru orðin mjög gömul og þarfnast kostnaðarsamra við- gerða en í þessum skipaflota em einnig skip sem eru í mjög góðu ástandi og hafa verið mikiö end- umýjuð. Sem dæmi um úrvalið má nefna að tahð er aö í heiminum í dag séu á söluskrá hátt í 400 togar- ar. Útsöluverð Og verðið er ekki til að fæla menn frá. Fréttir af því að Siglfirðingur hf. á Siglufirði hafi verið að kaupa 81 metra langt frystiskip, mjög full- komið og vel búið skip, fyrir aðeins 70-80 milljónir króna, hljóta að vekja athygli og ýta við einhveij- um, enda er þetta verð t.d. lægra en aflaverðmæti úr bestu veiðiferð- um sem íslensk frystiskip hafa far- ið í. Þá hafa fréttir um að nýtt fyrir- tæki, sem er í eigu Tanga hf. á Vopnafirði og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, hafi keypt tvo ísfisk- togara fyrir 21 milljón króna sam- tals ekki vakið minni athygli. Það er í fullri alvöru rætt um það að á næstunni muni íslenskir aðil- ar kaupa 10-15 skip í Kanada og fleiri skip gætu bæst við sem keypt væru annars staðar. Skipin fá ekki skráningu hér á landi og munu því sigla undir fánum annarra þjóða, e.t.v með erlendum áhöfnum. Og menn hggja ekkert á þeirri ætlun sinni að stefnan sé fyrst og fremst sett á Smuguveiðar, í hinni einu og sönnu Smugu, þótt einnig megi finna aðrar „smugur" til að veiða í. Gullæði? Og þama er komið að því atriði sem andstæðingar þessara togara- kaupa setja fyrst og fremst fyrir sig. Þeir segja að nóg sé nú andstað- an við Smuguveiðar íslenskra skipa í Noregi og Rússlandi og víð- ar þótt þetta bætist ekki viö. Því verði aldrei tekið með þögninni aö 30-40 íslenskir togarar, auk e.t.v. einhverra netabáta, muni stunda veiðar í Smugunni þegar kemur fram á vor og bestí veiðitíminn rennur upp þar. Við hljótum að koma til með að gjalda þess að fara þangað með „sjóræningjaskip" sem sigh undir „hentifánum" annarra þjóöa. Það sé því augljóst að „guh- æði“ einstakra útgerðarmanna geti skaðaö okkur mjög. Þegar málið er skoðað og rætt við hagsmunaaðila fer ekki á milli mála að menn eru upjög á öndverðum meiði og þeir verða sennilega aldrei sammála um hvort þetta sé æskheg þróun í íslenskum sjávarútvegi. í dag mælir Dagfari_ . _____ Sparnaður hjá ríkinu Einkavæðingaráform sfjórnvalda hafa gengið misjafnlega. Bæði er að starfsmenn ríkisfyrirtækja hafa brugðist illa viö og eru á móti því að vera einkavæddir og svo hitt að mörg ríkisfyrirtækj anna eru ekki beinhnis söluhæf. Það hefur sem sagt komið í Ijós að það eru engir kaupendur að stofnunum og fyrir- tækjum á vegum ríkisins vegna þess að þaö er ekkert upp úr því að hafa að kaupa ríkisstofnanir með taprekstri. Opinberir starfs- menn hafa löngum komist upp með það að leita í ríkiskassann þegar Úárveitingamar eru þrotnar og til hvers þá aö reka fyrirtækin eða stofnanirnar með hagnaði og af- gangi þegar stóri bróðir er jafnan tíltækur til aö greiða það sem upp á vantar? Stofnanir sem ekki skUa hagnaði og em á framfæri ríkisins eru ekki líklegar tíl að ganga út og þess vegna sitja ráðherrarnir uppi með skrifstofur, stofnanir og fyrirtæki á vegum hins opinbera sem engin leið er að hafa neitt upp úr og ganga þess vegna ekki út. Á sama tíma er ráðherrum uppá- lagt að spara og draga saman seglin og fækka stofnunum og selja aUt lauslegt tíl að draga úr fjárlagahah- anum. Er nema von að blessaðir mennimir fómi höndum! Auðvitað hefur líka verið á dag- skrá að leggja niöur stofnanir sem reknar eru í opinbera kerfinu án þess að nokkur vití raunverulega tU hvers þær em. Það hefur líka gengið Ula, enda banna landslög aö opinberir starfsmenn séu lagðir niður og meðan ekki er hægt að leggja starfsmennina niður er erfitt að leggja stofnanimar niður. AUt þetta vefst fyrir ríkisstjóm- inni og ráðherramir hafa satt að segja gefist upp á spamaðinum og fjármálaráðherra verður aö sætta sig við hallann og hefur ekki önnur vígi tíl að flýja í en þau að gera spár um mikinn halla og hæla sér svo af því að halhnn verði minni en hans eigin spá sagði til um. En svo fæddist fótur. Össur Skarphéðinsson tók sæti í ríkis- stjórninni á haustmánuðum og hef- ur nýjar spamaðarráðstafanir í farteskinu. Hann hefur nú fundið nýja aðferð til að fækka í opinbera geiranum, bæði fyrirtækjum og starfskrafti. Aðferðin er þessi: Ráðherrann ákveður að flytja ríkisfyrirtæki út á land. Sam- kvæmt þessari patentlausn hefur hann ákveðið að flytja skrifstofu veiðimálastjóra norður á Akureyri. Hjá stofnuninni vinna sjö til átta manns og mun það Uggja fýrir að enginn starfsmaður stofnunarinn- ar hefur samþykkt að fara noröur. Ekki fæst annað starfsUð af þeirri einfóldu ástæöu að ekki finnst sér- menntaö fólk tíl að taka við þessum störfum. Þar með mun stofnunin leggjast niður og ráðherrann hefur náð fram því ætlunarverki sínu aö fækka hjá ríkinu. Stofnunin logn- ast út af og Uðurinn fellur niður. Bingó! Þetta er auðvitað stórsnjöU hug- mynd hjá ráðherranum. Fleiri ráð- herrar geta að sjálfsögðu farið að dæmi hans. Aðalatriðið er að ráð- herrar kanni rækUega hvort starfs- menn hjá viðkomandi stofnun hafi nokkur tök á því að flytja út á landsbyggðina. Ef ekki, þá er um að gera að flýta sér aö taka ákvörð- un um flutning og standa fast á henni. Flytja strax og engar vifi- lengjur. Þannig fer stofnunin en ekki starfsmennimir og ef ekki em starfsmenn þá er stofnunin vanhæf tíl að starfa og þá Uggur beinast við að loka stofnuninni. Undirstöðuatriðið er sem sagt að tryggja það fyrirfram að starfsfólk- ið neití að flytja. Þá skal flutt. Stað- setning stofnunarinnar ræðst af þessu úrsUtaatriði. Ef það leikur minnsti vafi á um aö einhver starfsmanna ljái máls á því að flytja skal samstundis hætt við flutning- inn. Þá ber hann ekki árangur. Mistökin hjá starfsmönnum Veiði- málastofnunar vom einmitt þau að þeir neituðu aö flytja. Ef þeir hefðu samþykkt aö flytja hefði aldrei ver- ið flutt þvi þá hefði flutningurinn ekki skUað tUætluðum árangri. Með öðrum orðum: flutning á rík- isstofnun verður að skipuleggja með það í huga að starfsmennimir vilji ekki flytja til þess staðar sem ráðherramir hafa fundið út að starfsmenn vUji ekki flytja til. Þannig gekk dæmið upp hjá Öss- uri. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.