Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 5 v_______________________________________________Fréttir Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Isafirði: Hnífjöfn barátta en dauf - nýir, ungir menn taka við stjóminni Guðrún Helga Sigurðardóttir Prófkjör Sjálfstæðisfiokksins á ísafirði fer fram um næstu helgi. Ovenju- margir frambjóðendur eru í kjöri, eða alls sautján. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á ísafirði fer fram helgina 29. og 30. janúar og eru óvenjumargir fram- bjóðendur í kjöri, eða alls 17. Tveir af fimm aðal- og varabæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gefa kost á sér tií endurkjörs að þessu sinni, auk þess sem einn bæjarfulltrúi af klofn- ingslistanum úr Sjálfstæðisflokkn- um frá því í kosningunum fyrir fjór- um árum tekur þátt í prófkjörinu. Bæjarfulltrúamir eru: Kristján Kristjánsson og Pétur H.R. Sigurðs- son auk þess sem í-listakonan Kol- brún Halldórsdóttir gefur einnig kost á sér. Talið er að núverandi bæjarfulltrú- ar hafi góða möguleika á endurkjöri enda hafa þeir allir staðið sig vel i bæjarstjórn. Búist er við að baráttan um fyrsta sætið verði hnífjöfn þó að Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir nái að öllum líkindum flestum at- kvæðum í það sæti. Aðrir sem koma sterklega til greina í efstu sætin eru Halldór Jónsson framkvæmdastjóri, Kristján Kristjánsson bæjarfulltrúi og Pétur H.R. Sigurðsson mjólkur- bússtjóri í sömu röð og þeir eru tald- ir upp hér auk Kolbrúnar Halldórs- dóttur. Þá er líklegt að Ragnheiður Hákonardóttir húsmóðir, Örn Torfa- son verslunarmaður, Jóhann Ólafs- son forstöðumaður og Signý Rósantsdóttir húsmóðir hljóti einnig nokkurt fylgi. Aörir frambjóðendur eru: Elísabet Einarsdóttir húsmóðir, Bjamdís Friðriksdóttir málari, Einar Axels- son yfirlæknir, Björgvin Björgvins- son, formaður ungra sjálfstæðis- manna á ísafirði, Sævar Gestsson, formaður Sjómannafélagsins, Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfull- trúi, Marzellíus Sveinbjömsson smiður og Finnbogi Rútur Jóhannes- son atvinnuráðgjafi. Óánægjan kraumar Segja má að Sjálfstæðisfiokkurinn á ísafirði gangi sameinaður til próf- kjörs og vorkosninga að þessu sinni Fréttaljós enda allar líkur á því að flokksmenn haldi saman þó að óánægjan kraumi enn undir niðri. Mikil endurnýjun hefur verið meðal forystumanna flokksins frá því fyrir fjórum ámm, auk þess sem allt bendir til þess að nýir og ferskir menn taki við í aukn- um mæli. Þannig er Þorsteinn Jó- hannesson yfirlæknir tiltölulega ný- kominn í gamla bæinn sinn úr námi erlendis og hefur því lítið sem ekkert haft af gömlu sárindunum að segja, auk þess sem Halldór Jónsson fram- kvæmdastjóri þykir geta sameinað Sjálfstæðisflokkinn og listana tvo gegnum ættartengsl sín. Prófkjörsbaráttan á ísafirði hefur farið rólega af stað og lítil umræða verið um bæjarmálin og stefnumál frambjóðenda þó að aldrei hafi jafn- margir frambjóðendur verið í kjöri. Svo virðist sem engin sérstök stefnu- mál séu sett á oddinn í prófkjörinu enda hefur það í sjálfu sér ekki tíök- ast fyrir vestan. Þó má segja að Hall- dór Jónsson sé ótvíræður fulltrúi atvinnulífsins. Þá er talið víst að Þorsteinn Jóhannesson vilji beita sér í heilbrigðismálunum. Treysta á ættartengslin Frambjóðendur halda ekki sameig- inlegan kynningarfund eins og gerist víða um land og útgáfu dreifibréfa eða kynningarbæklinga er ekki til að dreifa á vegum einstakra fram- bjóðenda. Sjálfstæðisflokkurinn á ísafirði fyrirhugar hins vegar að gefa út blað þar sem frambjóðendur verða. kynntir. Að öðru leyti treysta fram- bjóðendur ættartengslum sínum og uppruna og því að þeir séu nógu þekktir fyrir störf sín í bænum. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal frambjóðenda með reglu full- trúaráðs Sjálfstæðisfélagsins á ísaflrði um að frambjóðendur þurfi helming atkvæða í ákveðið sæti til að hljóta bindandi kosningu en í prófkjörinu geta kjósendur aðeins merkt við fimm frambjóðendur. Frambjóðendurnir benda á að allir sækist þeir eftir bindandi kosningu og með því að leyfa aðeins að merkja við flmm frambjóðendur séu harla litlar líkur á því að nokkur frambjóð- andi nái takmarki sínu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á ísafirði fer fram á laugardag og sunnudag og veröur kosið í Sjálf- stæöishúsinu í bænum. Prófkjörið ey opið öllum, flokksbundnum jafnt sem óflokksbundnum, en óflokks- bundnir kjósendur verða að undir- rita stuðningsyfirlýsingu við flokk- inn áður en þeir greiða atkvæði í prófkjörinu. NOTAÐIR BÍLAR Úrval notaðra bíla Hyundai Excel 1500, ’88, sjálfsk., Lada station 1500, '91, 5 g., hvít- Lada Samara 1500, ’92, 5 g., 4 Hyundai Pony 1300, ’92, 5 g, 3 d., Renault Clio RT 1400, ’91, 5 g., 5 5d., hvitur, ek. 76.000. V. 420.000. ur, ek. 40.000. V. 380.000. d., grænn, ek. 32.000. V. 550.000. rauður, ek. 30.000. V. 670.000. d., svartur, ek. 34.000. V. 730.000. Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar. Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga 10-14. LADA w~W 13 Volvo 240 GL 2300, ’87, 5 g., 4 d., rauður, ek. 91.000. V. 680.000. VW Jetta 1600, ’88, 5 g., 4 d., grænn, ek. 92.000. V. 590.000. Toyota Corolia, ’91, sjálfsk., 5 g., rauður, ek. 46.000. V. 860.000. Toyota Corolla liftback 1300, ’89, 5 g., 5 d., rauður, ek. 77.000. V. 680.000. Hyundai Pony GLSi 1500, '92, 5 g., 5 d., blár, ek. 48.000. V. 810.000. Lada sport ’91, 5 g., rauður, el 19.000. V. 580.000. Daihatsu Feroza EFI, ’90, 5 g, grár, ek. 40.000. V. 1.090.000. Mazda 626 GLX 2000, ’89, sjálfsk., 4 d., rauður, ek. 61.000. V. 880.000. MMC Galant 2000, '87, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 70.000. V. 580.000. Daihatsu Charade SG 1300, ’91, 5 g, 4 d„ rauður, ek. 50.000. V. 690.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.