Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Viðskipti Þorskur á fiskm. Kr/kg pr Mi Fi Fö Má .Þr. Hlutabrvísit. VIB Bensín 92 okt. Þr Mi Fi Fö Má Gengi pundsins Kauph. í London Lækkun í London Slægður þorskur seldist á rúm- ar 100 krónur kílóið að meðaltali á fiskmörkuðum í gær eftir að meðalverðið fór í 90 krónur á mánudaginn. Hlutabréfavisitala VÍB hefur verið að hækka á ný. Á einni viku hefur talan hækkað um 1,8% og nálgast 600 stigin. Frá því á fimmtudag hefur haldist sama verð á 92 oktana bensíni í Rotterdam. Tonnið hef- ur verið selt á tæpa 135 dollara. Gengi pundsins gagnvart ís- lensku krónunni hefur verið stöðugt undanfarna viku, lægst 109,29 krónur en hæst 109,78 krónur. Vísitala 100 helstu hlutabréfa í kauphöllinni í London náði sögu- legu hámarki sl. fóstudag en lækkaði í gær um rúmt 1 prósent. -bjb Gosdrykkir Seltzer á íslandi: Þrjár milljónir dósa til S-Afríku - kallar á aukinn starfskraft Eigendur Seltzer-fyrirtækisins í Bretlandi, Mark Peters og Rubert Marks, sem reka gosdrykkjafram- leiðslu á fslandi, undirrituðu í síð- ustu viku samning við aðila í S- Afríku um framleiðslu og sölu á 3 milljónum dósa af Seltzer-drykkjum á þessu ári. Samningurinn, sem gild- ir til 1. janúar 1995, er upp á tugi milljóna króna og hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir rekstur verk- smiðjunnar á íslandi. Framleiða þarf um 250 þúsund dósir á mánuði upp 1 samninginn og að sögn Harðar Baldvinssonar framleiðslustjóra kalla þessi viðskipti á aukinn starfs- kraft í verksmiðjunni í Þverholtinu. Um 250 þúsund dósir á mánuði er nær helmingur af framleiðslu fyrir- tækisins um þessar mundir. Nú þeg- ar er búið að senda 400 þúsund dósir til Suður-Afríku af þessum 3 milljóna dósa samningi. „Þessi tími hefur ekki verið góður í sölu gosdrykkia í nálægum löndum. Samningurinn kemur sér gríðarlega vel fyrir okkur því að við getum nýtt vélamar vel á annars dauðum tíma. Það er búið að fjárfesta í nýjum fram- leiðslutækjum til þess að mæta auknum verkefnum og þau tæki era á leiðinni til landsins. Þessi samning- ur við Suður-Afríku hefur verið lengi í undirbúningi og viðkomandi aðili Eigendur Seltzer Drinks Ltd., Mark Peters og Rubert Marks. I síðustu viku gerðu þeir samning um sölu á 3 milljónum dósa af Seltzer-gosdrykknum sem framleiddur er á íslandi. DV-mynd Brynjar Gauti hefur keypt af okkur einn og einn gám. Svo núna í upphafi árs gengu hlutirnir upp,“ sagði Hörður í sam- tali við DV. Eigendur Seltzer eru í viðræðum við fleiri aðila í suðlægum löndum en Hörður vildi ekki gefa upp hvaða lönd það væru. „Ég get að minnsta kosti sagt að það er á heitari stað en á íslandi," sagði Hörður. Sala á Seltzer til Englands og ann- arra Evrópulanda eykst til muna í sumar en þá verður útflutningur til S-Afríku í lágmarki. Hörður sagði þetta koma sér virkilega vel fyrir verksmiðjuna. -bjb Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts: Greiðslustöðvun í 3 vikur - verkefnastaðanerbærileg Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi; Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi hefur fengið greiðslu- stöðvun til þriggja vikna. Að sögn Haralds L. Haraldssonar fram- kvæmdastjóra verður tíminn notað- ur til þess að móta tillögur til end- urfjármögnunar á fyrirtækinu sem er mjög skuldsett. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi orðið að sjá á bak rúmlega 50 milljóna króna verkefni við Svan RE í síðustu viku er verkefnastaða þess bærileg á næstu vikum. Meðal annars er fyrir- tækið með samning um flæðilínu fyr- ir Arnes og annað verk fyrir Meit- ilinn, auk þess sem tilboð og viðræð- ur um nokkur verk standa yfir. Þó svo greiðslustöðvun hafi fengist sagði Haraldur engar breytingar fyr- irhugaðar á mannahaldi fyrirtækis- ins, umfram það sem gert hefur ver- ið. Vísitölur hlutabréfa hækka Þrátt fyrir litil viðskipti með hluta- bréf hafa hlutabréfavísitölur hækk- að að undanfomu. Hér er átt við hlutabréfavísitölu VÍB og Landsvísi- tölu hlutabréfa hjá Landsbréfum. Þetta er miðað við stöðuna eftir við- skipti sl. mánudags. Vísitala VÍB hefur hækkað um 1,7% á einni viku og hjá Landsbréfum um 1%. Gengi helstu hlutabréfa á mark- aðnum hefur haldist svipað undan- fama viku. Helst er að gengi Eim- skipsbréfanna fór úr 3,90 i 4,05 og Skeljungsbréfin lækkuðu úr 4,45 í 4,25. Sem fyrr er miðað við stöðuna eftir viðskipti mánudagsins. -bjb Verðbréf og vísitölur ov aðurafum- hverfisátaki Niðurstöður úr umhverfisátaki fímm íslenskra framleiðslufyrir- tækja voru kynntar á ráðstefnu sl. fóstudag á vegum Iðntækni- stofnunar. Fyrirtækin sem tóku þátt í þessu átaki voru VíölfeU, Plastos, Lýsi, Frigg og íslenskur skinnaiönaður. Ein meghmiðurstaða átaksins er að það skilar efnahagslegum ávinmngi fyrir fyrirtækín þar sem milljónir króna sparast í rekstri. Sem dæmi telur Vífilfell sig geta sparað 3 milljónir króna ef tekið yrði til hendinni í um- hverfismálum meö breyttum verklagsreglum í 23 liðum. Híá öðrum íyrirtækjum leiddi um- hverfisátakið til svipaðs spamað- ar miðað við aðgeröir þeirra í umhverfismálum. BréfíHBfyrir 18 milljónir Sguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Seld voru hlutabréf fyrir rúm- lega 18 miUjónir króna í Haraldi Böðvarssyni hf. á siðustu dögum nýUöins árs. Um var að ræða eig- in bréf fyrirtækisins að upphæð 7 milljónir króna að nafnvirði á genginu 2,5. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri IIB hf„ sagði í sam- tali við DV að þessi líftega sala hefði komið stjórnendum fyrir- tækisins skemmtilega á óvart. Að sögn Haralds voru það einkum einstakhngar og fyrirtæki á Akranesi sem keyptu bréfin. Lánskjaravisi- tala lækkar Seðlabankimi hefur reiknaö út lánskjaravísitölu fyrir febrúar 1994. Vísitalan er 3340 og hefur lækkað um 0,09% frá því i janúar en hún hefur verið 3343 stig. Umreiknuð til árshækkunar hef- ur breytingin verið 1,1% tekkun síðasta mánuð, 0,8% lækkun síð- ustu 3 mánuði, 2% hækkun síð- ustu 6 mánuði og 2,4% hækkun síðustu 12 mánuði. Deyfðámark- aði hlutabréfa Enn ríkir deyfð á hlutabréfa- markaðnum. I síðustu viku, frá mánudegi tU föstudags, námu viðskipti með hlutabréf um 5 miRjónum króna. Þar af voru við- skipti með hlutabréf Jarðborana fyrir um 1,5 milijómr króna og sömuleiðis í Skeljungi. Búist er við áframhaldandi deyfð á hlutabréfamarkaði eða þar til undir lok febrúar næst- komandi þegar aðalfundir fyrir- tækja fara aö hetjast og afkomu- tölur verða birtar. Spennaríkirí áliðnaðinum Forsvarsmenn álversins i Straurasvík og aðrir álframleið- endur í heiminum bíða speimtir eftir svari helstu álframleiðslu- ríkja heims: um hvað framleiða eigi mikið í ár. Einkum er beöið eftir svari Rússa en löndin hafa frest til föstudagsins að svara. Álverið í Straumsvík tapaði 1 milljarði króna á síðasta ári og er stefnt að því aö minnka hall- ann um helming á þessu áfi. Til þess þarf heimsmarkaðsverð á áli að hækka um allt að 5%. Fari svo að álframleiöendur dragi ekki úr framleiðslu er því spáð að staö- greiösluverð áls lækki úr 1190 dollurum tonniö mður i 1130 doll- ara. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.