Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 15 Nýja björgunar- þyrlu strax Rysjótt veðurfar að undanförnu hefur enn minnt okkur íslendinga á að sambúðin við óblíð náttúruöíl er óaðskiljanlegur hluti af búsetu okkar í landinu. Þeir sem nýta auð- Undir lands og sjávar, annast rekst- ur samgangna eða þurfa af öðrum ástæðum að ferðast og starfa á sjó, landi eða í lofti, eru af skiljanlegum ástæðum í mestu návígi við höfuð- skepnumar. Hjá því verður sjálfsagt aldrei komist að ýmsum störfum fylgi meiri áhætta en öðrum, hvað sem allri tækni líður. Þetta á við um sjómennskuna eins og dæmin sanna og hefur þó skipakostur landsmanna, tæknibúnaður og að- búnaður allur tekið stórstígum framförum á undanförnum árum og áratugum. Slysavarnir Viðhrögð stjórnvalda og annarra aðila, sem láta sig varða slys og óhöpp hvers konar, era í aðalatrið- um tvíþætt. Það eru annars vegar fyrirbyggjandi aðgeröir, slysavam- ir og fræðsla af ýmsum toga og hins vegar viðbúnaður til að mæta þeim tilvikum, slysum og óhöppum sem eftir sem áður hendir og aldrei verður með öllu hægt að koma í veg fyrir. Ef frammistaða okkar íslendinga KjaUarinn Steingrímur J. Sigfússon þingmaður fyrir Alþýðubandalagið er skoðuð í þessu ljósi verður að segjast eins og er að við fáum í mörgum greinum heldur slaka ein- kunn. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr fórnfúsu og ómetanlegu framlagi einstaklinga og samtaka hér á landi til slysavarna gegnum tíðina, heldur sem hvatning til að gera betur. Tölulegar staðreyndir tala því miður sínu máli. Við þurf- um aö gera stórátak til að draga úr tíðni slysa á mörgum sviðum. Má sem dæmi taka slys á ungbörn- um í heimahúsum og slys á ungu fólki í umferðinni. Nýja björgunarþyrlu strax Ein er þó sú vanræksla í þessum efnum sem er sýnu verst og óþol- andi. Fyrir liggur ótvíræður vilji Alþingis og fyrirvaralaus sam- þykkt um að kaupa skuli nýja og öfluga björgunarþyrlu til landsins. Ríkisstjórnin hefur hins vegar dregiö lappirnar og þvælst fyrir í málinu, mánuðum og misserum saman, skipað nefnd á nefnd ofan, ítrekað lofað efndum, en síðan aldrei staðið við neitt. Það er með öllu óþarft að rökstyðja nauðsyn þess að við ís- lendingar höfum yfir að ráða björg- unarþyrlu af fullkomnustu gerð, nægjanlega stórri, með afísingar- búnaði og flugdrægni til að ráða við aðstæður umhverfis landið og á miðunum. Frekar þyfti þær tvær en eina. Þjóð sem lifir á sjávarút- vegi, sækir fastar en líklega nokkur önnur á einhver erfiðustu mið heims, má ekkert til spara að auka öryggi sjómanna sinna. Margt hef- ur verið og er vel gert hér á landi hvaö slysavarnir snertir, en aum- ingjaskapurinn í þyrlumálinu er á góðri leið með að verða þjóðar- skömm. Nú er mál að linni. Steingrímur J. Sigfússon „Það er með öllu óþarft að rökstyðja nauðsyn þess að við íslendingar höfum yfir að ráða björgunarþyrlu af fullkomnustu gerð.... Frekar þyrfti tvær en eina.“ „Margt hefur verið og er vel gert hér á landi hvað slysavarnir snertir, en aum- ingjaskapurinn 1 þyrlumálinu er á góðri leið með að verða þjóðarskömm.“ Meðog Kaup á „útsölutogurum" til veiða á úthöfunum ekki „Ég tel mjög nauðsynlegt að íslending- ar hasli sér völl í úthafs- veiöum. það hafa aðrar þjóðir gert undanfarna Jóhann A. Jónsson, áratugiogþað framkvæmdastjóri er tími til Hraðfrystistöðvar kominn að Þórshafnar. við aukum tekjur okkar með út- hafsveiðum í auknum mæli. Rökin fyrir því að viö eigum næg skip til þessara veiða eiga hugsanlega við sumstaðar en þau eiga ekki við s.s. á Vopnafirði og á Þórshöfn. Viö eigum ekki nein aukaskip til aö setja á þessar veiðar. Þess vegna hljótum við að leita þess hvar við fáum skíp á sem bestu verði miðað við gæði þeirra. Ég efa það aö þeir menn sem segjast eiga næg skip hér á landi vilji selja okkur skipin sín á því verði sem við greiðum í Kanada. Þeir sem eiga „umfram- skip“ hér á landi hafa hins vegar ekki nýtt sér þessi skip sín til úthafsveiða. Ég hef ekki trú á að viö fáum margar sildar í samningum viö Norðmenn nema við getum sótt okkur réit til þeirra samninga )>vi Norðraenn eru að ræða það að auka mjög síldveiðar sínar. Norð- menn virðast raega gera þaö sem þeim dettur í hug t.d. með þvi að ríkisstyrkja skipasmíðaiðnað og sjávarútveg sinn. Viö eigum því ekki að vera fyrirfram hræddir við samninga við þessa menn.“ Laun bankastjór- anna eru eðlileg Viðskiptaráðherra hefur svipt hulunni af því sem allir vissu, að bankastjórar ríkisbankanna eru með tuttuguföld laun byrjanda á Dagsbrúnartaxta eða tæpar milljón krónur á mánuði. Steingrímur plataður Steingrímur Hermannsson spurði fyrir nokkrum misserum í útvarpi hvað menn hefðu að gera við um og yfir 700 þúsund krónur í mánaðarlaun. Slík laun væru bara hreinasta della. Sjálfur situr Steingrímur í bankaráði Lands- bankans og flokksbróðir hans Guðni Ágústsson hefur verið for- maður bankaráðs Búnaðarbank- ans undanfarin ár en það eru bankaráðin sem semja um kaup og kjör við bankastjórana. Hér hefur Steingrímur sem sagt veriö platað- ur enn einu sinni og nú til að láta menn hafa kaup sem þeir hafa ekk- ert við að gera. Þ.e.a.s. ef Stein- grímur getur séð út þarfir hvers mannsbarns og það er rétt hjá hon- um að enginn hafi not fyrir meira en 700 þúsund á mánuði. En í raun eru tvær þekktar leiðir til þess að ná sér í svo há laun. í vist hjá ríkisfyrirtæki Fyrri leiðin er að ráða sig í vist KjaUariim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi hjá opinberri stofnun eins og Landshanka og Búnaðarbanka þar sem stjómendur greiða svimandi há laun út af sparibókum almenn- ings eða úr vösum skattgreiðenda, nema hvort tveggja sé, en eins og menn muna runnu nokkrir millj- arðar af skattfé í Landsbankann á dögunum vegna örlætis stjórnenda bankans við útlán á liönum árum. Það skiptir bankaráðsmenn þess- ara banka nefnilega engu máli hvort bankarnir eru reknir með tapi eða hagnaði. Þeir fá sín laun og laxveiðiferðir hvað sem afkomu bankanna líður. Á aðalfundum þeirra eru heldur engir fúllyndir hluthafar sem krefjast skýringa á lélegri afkomu og heimta bætta stjórn. Þetta eru einfaldlega ríkis- fyrirtæki og þegar þær forsendur eru haföar í huga má í raun segja að ástandið, þar með talin laun þankastjóranna, sé eðlilegt. Ekki er við öðru að búast. Þúsund bílar bónaðir Seinni leiðin er að finna nógu margt fólk sem er tilbúið til að greiða þér fyrir eitthvert viðvik af fúsum og frjálsum vilja. Til dæmis þúsund manns í mánuði sem borga þér þúsund krónur hver fyrir að bóna bílinn sinn eöa hundrað manns sem borga þér tíuþúsund krónur hver fyrir að mála bfiskúr eða leggja litla stétt. Ekki veit ég hvort Steingrímur Hermannsson vill setja hámark á fjölda viðskipta- vina þjónustuaðila til að koma í veg fyrir að þeir hagnist um of og til að vama því að fólk fái góða þjón- ustu á góðu verði en hitt þykir mér augljóst að hann ætti að snúa sér að því með stjórnarflokkunum að selja Landsbankann og Búnaðar- bankann svo hann og flokksbræö- ur hans verði ekki plataðir oftar á þeim bæjunum. Glúmur Jón Björnsson „Á aðalfundum þeirra eru heldur engir fúllyndir hluthafar sem krefjast skýr- inga á lélegri afkomu og heimta bætta stjórn. Þetta eru einfaldlega ríkisfyrir- tæki.. „Ég óttast að menn fari offari í þess- um málum og það geti haft slæm áhrif ef íslendingar ætla að fara að skrá skip einhvers Þorsteinn Vilhelms- son, sklpstjóri og staðar eriend- einn elgenda Sam- isístórumstíl herjaht.áAkureyrl. og stunda svo veiðar í Smugunni. Mönnum er þetta hins vegar frjálst, það eru engin lög sem banna þetta. Það er hins vegar spuraing hvaöa áhrif þetta getur iiaft á samniuga okkar við Norð- menn, t.d. varðandi loðnuna og e.t.v. síld síðar meir. Menn eru að velta fyrir sér hvað getur gerst ef það eru 100 togarar tii sölu í Kanada og þeir kosta ekki nema 10 miUjónir krónur hver. Hvað verða margir til þess að fara af stað? Svo er þaö að nóg er til af skipum hér innan- lands og það verða nógu margir til þess að fara S Smuguna þegar kvótinn verður búinn í vor, bæði togarar og netabátar. Það er ltka hugsanlegt að stór- aukin veiði okkar t.d. í Smugunni geti komiö okkur í koii, því það eru líka „smugur“ hér viö land. Hvað gerist t.d. ef Norömenn eöa aðrar þjóðir vílja ekki viður- kenna Kolbeinsey sem viðmíðun- arpunkt fyrir landhelgi okkar, gildir þá ekki það sama og þegar við viijum ekki viöurkenna yfir- ráðarétt þeirra yfir svæöinu við SvalbaröaogBjarnarey? -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.