Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Fréttir Feitipottur gleymdist á eldavélarhellu: Milljónatjón er Skútinn brann - íannaðsinnárúmuári Ómar Garðarsson, DV, Vestmeyjum; Milljónatjón var vajö i Vest- mannaeyjum í gær þégar eldur kom upp í veitingastaðnum Skút- anum. Talið er víst að eldurinn hafi kviknað út frá feitipotti sem gleymdist á eldavélarhellu skamma stund. Eldurinn kom upp á neðstu hæð hússins, sem er þrílyft. Þar urðu miklar skemmdir af völdum eldsins en á efri hæðum urðu skemmdir vegna reyks. Húsið var mann- laust. Það var klukkan 4 síðdegis að tilkynnt var um eld í Skútanum. Mikill eldur var á neðstu hæðinni og hiti og reykur á öðrum hæðum þegar slökkvilið kom á staðinn. Greiðlega gekk hins vegar að slökkva eldinn. Þó er ljóst að allir innviðir og húsgögn á neðstu hæö er sem næst ónýtt og sama má segja um tæki í eldhúsi. Á efri hæðum urðu skemmdir af völd- um reyks. Veitingastaðurinn Skútinn skemmdist í eldsvoða rétt fyrir jóhn 1992. Hann var opnaður eftir endurbyggingu í júní síðastliðið sumar og brann nú í annað sinn eins og fyrr greinir. Talið er víst að eldurinn í Skútanum hafi kviknað út frá feitipotti sem gleymdist á eldavélarhellu skamma stund. DV-mynd Ómar Garðarsson Leitað var á þessum báti lögreglunnar og tveimur öðrum, auk þyrlu. DV-mynd S - flugeldivarskotiðaflandi Mikil leit fór fram út af Örfirisey og á simdunum fyrir utan Reykjavík í gærkvöld. Flugtuminn í Reykjavík tilkynnti að sést hefði neyðarblys á lofti klukkan 19.50 í gærkvöld og fór þyrla Landhelgisgæslunnar, varð- skip, tveir bátar frá Slysavamafélag- inu og einn bátur frá lögreglu til leit- ar. Auk þess leitaði fjöldi manna úr landi. Leitin var blásin af á níunda tíman- um en þá var tahð ljóst að einhver heföi skotiö flugeldi af landi. Klukk- an 21.30 tilkynnti svo maður, sem hafði séð viðbúnaðinn, að hann hefði séð flugeldi skotið frá landi í Örfiris- ey rétt fyrir klukkan 20. Umtalsverður kostnaður fylgir leit sem þessari og er mönnum bent á aö hafa þaö í huga áður en þeir skjóta flugeldum sem þessum á loft. -pp Bráðabirgðalögin til 1. umræðu á Alþingi: Kalla hefði átt þingið saman sögðu þingmenn stjómar og stjómarandstöðu Það virtist samdóma áht þeirra þingmanna sem til máls tóku við 1. umræðu um bráðabirgðalögin, sem ríkisstjómin setti á sjómannaverk- fahið á dögunum, aö kalla hefði átt saman þing en ekki setja bráða- birgðalög. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráöherra mælti fyrir frumvarpi til staðfestingar á bráðabirgöalögunum. Hann sagði að þegar bráðabirgðalög- in vom sett hefðu öh sund í sjó- mannadeilunni verið lokuð. Því hafi ekki verið um annað að ræöa en setja lögin. Hann rakti dehuna og aðdrag- anda lagasetningarinnar. Loks sagði ráðherra að beðið væri eftir formlegu svari hagsmunaaðila við tihögum þríhöfðanefndarinnar tíl lausnar þeim deUumálum sem hæst bar í sjó- mannaverkfahinu. Það vakti athygh að stjómarþing- mennimir Einar K. Guðfinnsson og Petrína Baldursdóttir töldu að kaUa hefði átt þingiö saman. Jóhannes Geir Sigurgeirsson benti á að það tæki aðeins fáeinar klukku- stundir að kaha þingið saman. Því væri engin afsökun til fyrir því að gera það ekki í stað þess að setja bráðabirgðalög. Jóhann Ársælsson benti á að þegar þingfundi var frestað fyrir jól stóð til samkvæmt starfsáætlun Alþingis að það kæmi aftur saman 17. janúar. En þá hafi aht í einu verið ákveðið að kalla þing ekki saman fyrr en 24. janúar og fresta þingfundi með þeim hætti að hægt væri að setja bráða- birgðalög á sjómannaverkfalhð sem þá hafði verið boðað L janúar. „Var það kannski aUtaf ætlunin að leysa sjómannadeUuna með bráða- birgðalögum?" spurði Jóhann. -S.dór Kaupþing með námskeið 1 London: Fulltrúar 20 lífeyrissjóða læra allt um fjárfestingar í dag hefst þriggja daga námskeið í London á vegum verðbréfafyrir- tækisins Kaupþings í samvinnu við þarlent fyrirtæki. Námseftúð er fjár- festingar í verðbréfum erlendis og meðal þátttakenda em fuhtrúar um 20 lífeyrissjóða á íslandi. „Þetta námskeið er haldið í tilefni breyttra laga um fjárfestingar .inn- lendra fiárfesta erlendis sem tóku gUdi um áramótin. Fyrir lifeyrissjóði og aðra fjárfesta kann þetta að verða mikU breyting. Nú hafa þeir meiri möguleika á að fjárfesta en áður. Hér geta menn kynnt sér af eigin raun hvemig þetta fer fram. Fjárfesting erlendis getur verið flókin í fram- kvæmd,“ sagði Guðmundur Hauks- son, framkvæmdastjóri Kaupþings, í samtah við DV frá London í gær. Guðmundur sagði að góð þátttaka lífeyrissjóða á námskeiðinu sýndi að forsvarsmenn þeirra sýndu erlend- um fjárfestingum greinUegan áhuga. „Menn em vel með á nótunum og átta sig á því að það er ábyrgðar- hluti að reka sjóðvörslu, hvort sem það er lífeyrissjóður eða verðbréfa- sjóður. Fylgjast þarf vel með þeim möguleikum sem bjóðast á hveijum tíma og læra að vinna úr þeim. Út á það gengur þetta,“ sagöi Guðmund- ur. -bjb Stuttarfréttir dv Ríkið og stofnanir þess töpuðu um 15 mUljöröum í gjaldþrotum árin 1990 til 1992. Afskrifaðar kröfur rUússjóðs nárau um 6,5 núUjörðum. Bankar og flárfest- ingalánasjóðir afskrhuðu um 9 miUjarða, þar af Landsbankinn um 2,6 milflarða og Byggðastofn- un um 1,5 milljarða. Borgarráð hefur ákveöið að styrkja knattspymufélagið Val um 42 mUljónir á næstu 4 árum. Peningamir fara í frágang á fé- lagsheimUi og iþróttahúsi. í Rang- árapótek tefst um mánuð vegna vanhæfni nefndarmanna sem eiga aö fjaha um hæfni umsækj- enda. RUV greindi frá þessu. ÞorsteinntilNoregs Þorsteinn Pálsson fer tU Noregs í byrjun febrúar. Þar ræöir hann við Gro Harlem Brundland for- sætisráðherra og Jan Henry Ols- en sjávarútvegsráðherra. Tilfærslur eru framundan í ut- anríkisráöuneytinu. Róbcrt Trausti Árnason verður ráöu- neytisstjóri og Þorsteinn lngólfs- son fastafulltrúi hjá NATO. Sendiherraskipti leiða til að Sverrir Gunnlaugsson fer til Par- ísar, Gunnar Gunnarsson fer til Moskyu ög Öláfúr EgUsson fertil Kaupmannahafnar. Benedikt Ás- geirsson veröur skrifstofustjóri VamannáladeUdar og Ingvi S. Ingvason ílyst heim. Akranesið skemmdist Flutningaskipið Akranes skemmdist talsvert viö bryggju í Harðangursfirði þegar ofsaveður gekk yfir Vestur-Noreg á sunnu- daginn. Samkvæmt RÖV sakaði skipverja ekki. Deilur stjómarhða um pasta, smjörlíki og súkkulaðUiex komu í veg fyrir aðhægt væri að leggja fram fraravarp tmt breytingar á búvörulögum á Alþingi í gær. Markmið rUússtjórnarhmar er að takmarka innflutning á land- búnaðarvörum. ’r Dómsmálai'áðuneytið undirbýr útgáfu nýrra vegabréfa. Sam- kvæmt Mbi. verða nýju vegabréf- in öU gefin út í Reykjavik og munu innUialda rafrænar upp- lýsingar um eigandann. Minnalagtíjðlin Greiðslukortaeigendum verður gert að greiða 5,4 miUjarða skuld um mánaðamótin. Að meöaltah þarf hver og einn korthafi að borga um 60 þúsund krónur. Skv. Stöð tvö er , jólareikningurinn11 í ár lægri en undanfarin ár. Vextirániðurleið Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkar nú hratt og er búist við að vextir á markaði fari niður fyrir 5% á næstunni. Sjónvarpið greindi frá þessu. Bráðabkgðalög bönnuð? Kvennalistinn vill afnema heimild ríkisstjórna til aö setja bráðabirgðalög. Frumvarp þessa efnis hefur verið lagt fram á Al- Hættvlðgolfvöll Bæjarstjórn Kópavogs hefur hætt við gerð 9 holna golfvallar í Fossvogsdal. Þess í staö verður svæðið skipulagt sem abnennt útivistarsvæði. -1rna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.