Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 39 Meiming Djass Ársæll Másson Gamalkunnir húsgangar - Tríó Sigurðar Flosasonar 1 Djúpinu Síðastliöið sunnudagskvöld voru djasstónleikar í Djúpinu. Tríó Sigurðar Flosasonar flutti þar ýmis gull- korn úr Bókinni. Með althorni Sigurðar að þessu sinni hljómuðu gítar Eðvarðs Lárussonar og kontrabassi Þórðar Högnasonar. Þessi hljóðfæraskipan er ekki það algengasta í djassi en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hún heyrist hérlendis (Stefán S. Stefánsson, Ómar Einarsson og Gunnar Hrafnsson). Trommuleysið gerir talsvert öðruvísi og kannski meiri kröfur til hrynhljóð- færanna og fjarvera píanósins breytir stöðu gítarsins innan hljómsveitarinnar - hann ber meiri ábyrgð á hljómaganginum en verður um leið frjálsari (reyndar lét Jim Hall einhvern tíma hafa eftir sér að í tveggjá manna hljómsveit hans og Rons Carters fyndist honum hann þurfa að spila meira innan hljómanna en ella, en ég er ekki viss um að hann hafi endilega gert það). Það er skemmst frá því að segja að þeir félagar spil- uðu frábærlega vel. Sigurður blés á stundum þann loftmesta altsaxófón sem ég man eftir að hafa heyrt og gaman var að heyra vel í kontrabassa Þórðar í sóló- unum án þess að sjá hann hér um bil rífa strengina • úr bassanum. Eðvarð er skemmtilegur gítarleikari og stíll hans nýtur sín mjög vel í svona spilamennsku, nútímalegur og léttblúsaður og minnir tiðindamann að nokkru á úlfinn sænska, Vakeníus. Dagskrá kvöldsins var eins og áður segir gamalkunn- ir húsgangar. Það kom mér kannski einna helst á óvart að suðuramerískur hrynur heyrðist ekki allt kvöldið þótt ég saknaði hans ekki beint. Af einstökum lögum vil ég nefna Alone Together sem var reyndar annað lagið á dagskránni og þaö eina sem mér fannst ekki „swinga" fyrst í stað en bæði Sigurður og Eðvarð áttu stórgóð sóló í því. í Lover Man fannst mér svo hljómsveitin rísa hæst, þar fóru þeir félagar allir á kostum, ekki hvað síst Þórður sem gat nú beitt óspart styrkbreytingum án þess að detta út. Áheyrendur voru allt of fáir þetta kvöld og er þar sjálfsagt um að kenna slælegum auglýsingum. Ég held raunar að margir djassgeggjarar hafi ekki síður gaman af því að heyra okkar bestu menn spila sígild djasslög en nýtt efni því þá eru bæði áheyrendur og spilarar á heimaslóðum. Ég þakka hljómsveitinni fyrir ánægju- lega kvöldstund. Sigurður Flosason. Lék með Þórði Högnasyni og Eðvarð Lárussyni. " Ljóðasöngur í óperanni Tónleikar voru í íslensku óperunni í gærkvöldi. Þar söng HrafnMldur Guðmundsdóttir, mezzósópran, og Guðríður Sigurðardóttir lék á píanó. í einu laganna lék Ármann Helgason með á klarínett. Á efmsskránm voru sönglög og aríur eftir Robert Schumann, Enrique Granados, Erik Satie, Reynaldo Hahn, Charles Gounod og Wolfgang Amadeus Mozart. Auk þess voru nokkur íslensk þjóðlög í útsetningum Ferdinands Rauters og Sveinbjöms Sveinbjörnssonar. íslensku þjóðlögin voru fyrst. Það var gaman að heyra Mnar klassísku útsetMngar Rauters og Svein- bjöms sem voru fastur liður í tónlistaruppeldi þjóðar- innar fyrir nokkrum áratugum. Nú hefur Madonna og co tekið við Mutverki þeirra og eru það ill skipti og öllum til mikils tjóns. Frauenliebe und Leben eftir Schumann er einfóld og skýr tónlist en hefur satt að segja ekki neina sérstaka lögun eða Ut sem ástæða er til að dvelja við. Svo virðist sem langlífi þessara laga stafi af einhverju öðm en listrænu ágæti þeirra. Píanó- eftirspilið í lokin er þó laglega gert. Lögin eftir Grana- dos em í Mnum kunna spánska þjóðlagastíl, prýöilega fram sett og í fallegum búMngi. Þá var gaman að heyra lag eftir Satie. Þar vantar ekM persónuleg sérkenM. Vals Hahns jaöraði við að vera fullvenjulegur og jafn- vel væminn. Undir lokin var tekist á við kunnar ópera- aríur eftir Gounod og Mozart, þar á meðal Parto, parto úr La clemenza di Tito, sem reyMr mjög á hæfrn söngv- arans. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Þetta var fjölbreytt efMsskrá sem reyndi á ýmsar hliðar söngvarans. Hafnhildur komst vel frá því öllu. Hún söng hrernt og skýrt og rödd hennar Mjómaði mjög fallega yfir allt tónsviðið. Túlkunm var smekkleg en ekki sérlega átakamikil. Píanóleikur Guðríðar var Mjómfagur og skýr. Sma má segja um framlag Ár- manns Helgasonar í Part, parto sem lýsti mikill tón- elsku. Útboð PÓSTUR OG SÍMI Póstur og sími óskar eftir tilboðum í jarðsíma- strengi. Um er að ræða 5 til 500 lína plasteinangraða koparstrengi. Heildarlengd strengjanna er 350 km. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu Fjarskipta- sviðs, Landssímahúsinu við Austurvöll. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir fimmtudaginn 24. febrúar 1994 kl. 11.00. fFÉLAGSMÁLASTÖFNUN REYKJAVÍKURBORGAR DROPLAUGARSTAÐIR - SNORRABRAUT 58 - SÍMI 25811 PROPLAUGARSTAÐIR heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Hjúkrunarfræðinga vantar á næturvaktir á hjúkrunar- deild Droplaugarstaða. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 kl. 13-16 alla daga. PRÓFKJÖR SJÁLFSDEÐISMANNA 5.- sæi Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar Vatnagörðum 28 88 30 44 • 88 30 45 Opið 13-22. Allir velkomnir!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.