Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 / 13 DV Sértilboð og afsláttur: Bónus Tilboðin gilda frá fimmtudegi til laugardags. Þar fæst SS-pylsu- parti á 798 kr. kg (tómatsósa/10 pylsubrauð/sinnep), Frón súkku- laðismellur á 79 kr„ 15 stk. Góu brjóstsykur á 129 kr. og Goða hrossasaltkjöt á 219 kr. kg, einnig 2 sælkerabökur á 189 kr., 6 Opal (blandað) á 99 kr. og MS gróf og fín bakarabrauð á 95 kr. Bónus minnir á 5% afslátt af öllum vigt- uðum ostum. Hag- kaup Tilboðin gilda aðeins í dag, ný koma á morgun. Þar fást óhreins- uð svið á 179 kr. kg, Goða hangi- læri (soðið) á 1.199 kr. kg, rófur á 59 kr. kg, Ömmu flatkökur á 29 kr. pk. og SS-lifrarpylsa (soðin) á 449 kr. kg. Kjöt og fiskur Tilboðin gilda frá fimmtudegi til sunnudags. Þar fæst svína- hnakki, heill og í sneiðum, á 598 kr. kg, svínaherðablöð á 490 kr. kg og svínasíða á 394 kr. kg, einn- ig Súper appelsínusafi, 1 1, á 75 kr., sveppir, 290 g dós á 54 kr. og 400 g tómatar í dós á 34 kr. Ffi-A Tilboðin gilda frá fimmtudegi til miðvikudags. Verðið miðast viö staðgreiðslu. Þar fæst Terrys All Gold konfekt, 227 g, á 294 kr., nýmjólk og léttmjólk á 60 kr., undanrenna á 59 kr. og 36 salem- isrúllur á 746 kr., einnig Aro tissue, 100 stk., á 83 kr. og Moce- ana instantkaffi, 100 g, á 162 kr. Fjarðar- kaup Tilboðin gilda frá miðvikudegi til föstudags. Þar fæst Pring Góa, 20 stk., á 498 kr„ Lándubitar á 135 kr„ Karies tannkrem, 100 ml, á 165 kr„ Maamd snakk, 250 g, á 198 kr. og slög á 98 kr. kg. Einnig fást lambalæri á 598 kr. kg, súpukjöt á 398 kr„ plómur á 169 kr. kg, appelsínur á 65 kr. kg og Ryvita hrökkbrauð á 49 kr. pk. Garða- kaup Tilboðin gilda frá fimmtudegi til laugardags. Þar fæst nauta- snitsel á 999 kr. kg, stór þorra- bakki á 980 kr. kg, svínahnakki á 615 kr. kg og tómatar (canary) á 99 kr. kg, einnig agiirkur á 119 kr. kg, Better value uppþvottalög- ur, 11, á 99 kr. og Maxwell house oldjava,500g,á289kr. -ingo Neytendur Mest seldu amerísku dýnurnar HUSGAGNAVERSLUN Langholtsvegi 111, sími 680 690. Veruleg hækkun á bifreiða- gjöldum Nú hafa ílestir fengið glaöning- inn frá Tollstjóraemhættinu inn um lúguna i formi gluggaumslags með rukkun ura bifreiðagjöld. Margir hafa haft samband og kvartað yfir þeirri hækkun sem þar kemur fram en algengt er að hún sé í kringum 30%. „Ilækkunin tók gildi þann 1. janúar og miðar áætlunin að því að ná 450 milljónum króna meira inn í ríkissjóðinn á þessu ári,“ sagði Rúnar Hannesson, hag- fræöingur í fjármálaráðuneyt- inu, í samtali við DV. Sem dæmi nefndi hann Dai- hatsu Charade sem vegur 800 kíló. Áöur voru gjöldin af þeirri bifreið 3.464 krónur á hálfs árs fresti en eru nú 4.496 kr„ hafa s.s. hækkað um 29,3%. Gjöld af stærri bílar, eins og Mercedes Benz 280E, sem vegur 1.560 kg, hækka úr 8.007 kr. fyrir hálft árið í 10.805 kr„ eöa um 34,9%. Bifreiðagjöldin eru reiknuð á hvert kíló sem bílinn vegur og kostar kilóið nú 5,62 kr. en kost- aði áður 4,33 kr. Ef bílinn fer yfir eitt þúsund kiló reiknast hvert umfram kíló á 9,27 kr. en áður á 6,50 kr. Þannig var 50% áiag á hvert kíió umfram þúsund áður en er nú 65%. Hámarksgjald er þó 18.136 kr. (bílar 2.350 kg og þyngri) og fær enginn hærri reikning en það. Nokkrar sárabætur felast e.t.v. í því að gjöldin af stærri og þyngri bílum hækka raeira en af litlu bfiunum og er þannig aöeins komið til móts við þá sem ekki hafa efni á dýrum böum. Að- spuröur af hvetju fólk væri að fá reikningana um miöjan mánuð- inn þegar gjalddaginn er 1. janúar sagði Rúnar að vegna breytinga hjá Ríkisbókhaldi heföi dregist að senda þá út. Nú eruð þið vænt- anlega einhvers vísari og tilbúin að taka á móti næsta reikningi sem verður nákvætnlega jafnhár og kemur ínn um lúguna þann l.júli. -ingo Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum ekki búnir að tapa stríð- inu og þessi barátta er rétt að byrja. Við erum mjög ánægðir með þann fiölda viðskiptavina sem við höfum fengið hér og menn veröa að gæta þess að við erum að ráðast inn í vígi sem KEA hefur nær einokað í 100 ár. Það eru neytendurmr sem eru sigur- vegarar," segir Sigurður Gunnars- son, verslunarstjóri Bónuss á Akur- eyri, um verðstríðið mikla sem geis- að hefur milh Bónuss og KEA- NETTÓ á Akureyri frá því í haust. Menn deila ekki um að KEA- NETTÓ hafi sigrað í fyrstu lotu þess stríðs, þar sé meiri verslun þessa dagana, og Sigurður segir það í sjálfu sér ekki koma á óvart. Róm hafi ekki verið byggð á einum degi. „Fyrsta mánuðinn sem við vorum hér kom mjög margt fólk til okkar og margir í og með til að skoða og forvitnast. Við fengum einmg mikið af utanbæj- arfólki áður en færðin spilltist. Ég er hms vegar sannfærður um að þótt NETTÓ hafi af einhverjum ástæðum fleiri viðskiptavim einmitt núna þá eigum við eftir að njóta þess í aukn- um mæh að vera með lægsta vörú- veröið á Akureyri," segir Sigurður. Bónusi að þakka Hann segir að Akureyringar eigi eftir að átta sig á því að þeir geti ein- ungis þakkað Bónusi fyrir það að lægsta vöruverð á Akureyri sé nú 10-15% lægra en það var áður. „Verð- ið lækkaöi þegar Bónusverslun var opnuð á Akureyri og það eru engir aðrir en við sem munum sjá til þess að halda verðmu mðri því við erum komnir til að vera.“ Það vakti nokkra athygh á dögun- um að tölur um mjólkurkaup Bónuss „láku út“ frá Mjólkursamlagi KEA og einnig tölur um mjólkurkaup Hagkaups. Sigurður Gunnarsson segir að Bónus versh ekki mikið við KEA, ef mjólkin er undanskihn, og það sé mjög óeðlilegt að slíkar tölur leki út. „Það er þó verið að bjóða því heim með því fyrirkomulagi sem er við lýði og ég hef bent á að það er óeðhlegt að sama yfirsfióm sé yfir mjólkursamlaginu og matvöruversl- ununum sem við erum að keppa við. Þarna koma fram hagsmunaárekstr- ar því samkeppnisaðili okkar getur séð öh okkar viðskipti við mjólkur- samlagið, það er sama fiármálastjóm þama og KEA er með einkasölu á mjólk hér í bænum,“ segir Sigurður. Verðið lægra en í upphafi Um það hvort vömverð í Bónusi hafi ekki hækkað eitthvað frá því opnað var segir hann svo ekki vera. „Verðið er. ekki hærra en það var í upphafi og reyndar lægra vegna lækkunar virðisaukaskattsins. Það segir m.a. i textanum. komu hins vegar nokkrar vikur þeg- ar samkeppnin fór úr böndunum, verðið fór niður úr öhu valdi og ástandið var mjög óraunverulegt. En samkeppnin er enn fyrir hendi og við fylgjumst vel með verði hvor hjá öðrum,“ segir Sigurður. Ekki sigurvegari „Ég lít ekki á okkur sem sigurveg- ara því verslunarrekslur er lang- tímamarkmið og það er engu stríði lokið," segir Júlíus Guðmundsson, verslunarsfióri KEA-NETTÓ. „Ég held að ein af ástæðum þess að okkur vegnar betur í dag sé sú að fólk lítur á KEA sem fyrirtæki í sinni heimabyggð, ekki síst með til- hti tfi þess atvinnuástands og þeirrar ^óvissu sem við búum við í dag. Fyrst og fremst er skýringin þó sú að við höfum haldið okkar striki í þessari haráttu sem er engan veginn lokið og stefnan er að bjóða áfram lægsta vöruverðið á Akureyri. En undrun- areftfið í öhu þessu er hvað Bónus treystir sér tfi að bjóða miklu lægra vöruverð hér á Akureyri en í Reykja- vík,“ segir Júhus. KEA-NETTÓ stendur betur í verðstríðinu á Akureyri: Það eru neyt- endumir sem em sigurvegarar - segir verslunarstjóri Bónuss Ábending um sumarfargjöld frá Ratvís London á sértilboði frá 1. febrúar! 2 nætur á Hotel Mount Royal frá kr. 26.300,- * 2 nætur á Hotel Clifton Ford frá kr. 27.500,- * Verð á mann, tveir saman í herbergi. Flugvsk. ekki innifalinn (kr. 1.310,-) * Nú er rétti tíminn til að tryggja sér sæti í sumarleyfið á hagstæða verðinu hjá Ratvís Hafið samband fljótt! m \MS Travel Ferðaskrifstofa í Hamraborg Kópavogi sími 641522 - fax 641707.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.