Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Útlönd AustUmkisforseti fómar eiginkonu og viðhaldi fyrir embætti sitt: Astarmálin tryggja f ádæma vinsældir - forsetinn setti „ár flölskyldunnar“ á vegum SÞ með ræðu í gærkvöldi „Niðurstaðan varð að forsetinn segir skilið við konu sína og slítur sambandinu við ástkonuna," sagði talsmaður Thomasar Klestils Aust- urríkisforseta þegar hann tilkynnti að lausn væri fundin á frægum ástar- málum forsetans. Klestil býr nú einn og ætlar aö sinna embættisverkum og opinber- um athöfnum einn í framtíðinni. Hann kom fram í gærkvöldi við upp- haf „árs fjölskyldunnar" á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það þótti mörgum kaldhæðnislegt en fyrir- gefst eins og annað því Klestil býr við fádæma vinsældir meðal landa sinna og hefur aldrei verið vinsælli en einmitt nú. í ræðu sinni sagði Klestil að hann vissi hvílíka gleði flekklaust og heil- brigt íjölskyldulíf veitti mönnum. Engum stökk bros meðan hann tal- aði en brúnin á sendimanni páfa- garðs var þung. Klestil er kaþólskur eins og flestir landar hans. Ný skoðanakönnun sýnir að 79% landsmanna myndu styðja hann í forsetakjöri nú og 82% sögðu að hann ætti ekki að segja af sér þrátt fyrir augljóst hjúskaparbrot. Klestil vissi Astkonan Margot og eiginkonan Edith. Símamynd Reuter þetta og vísaði alltaf á bug öllum kröfum um afsögn. Hjákonan Margot LöfEler hefur beðið um að fá stöðu í útlöndum á vegum utanríkisþjónustu landsins. Hún var í utanríkisráðuneytinu áður en hún réðst til að aðstoða forsetann. Hún er 39 ára gömul. Eiginkonan Edith er að sögn sátt við þessi málalok. Hún greindi opin- berlega frá ástarmálum manns síns fyrr í mánuðinum um leið og hún flutti að heiman. Ritzau Björkereins _ m_rn jr ^_ „Björk lítur út eins og tíu ára gömul geimvera," sagði i kynn- ingu sænska sjónvarpsins á heimildar- mynd íslenska Sjónvarpsins um Björk Guð- mundsdóttur og Sykurmolana. Myndin var sýnd nú í vikunni á rás 1. Ekki ber að líta á kynninguna sem óvirðingu við söngkonuna því um hana var farið fögrum orðum og sagt aö rödd hennar og tónlist hlyti að ln-ífa hvern þann sem heyröi. Soltnirsvanir stöðvabílaog heimta mat Glorsoltnir svanir í enska bæn- um Berwick-on-Tweed hafa tekið upp á þvi að stöðva bíla og ráðast á vegfarendur til að heimta af þeim mat, allt vegna þess að reglugerö Evrópubandalagsins hefur svipt þá lífsvíðurværi sínu. í nærri 50 ár hafa tvö hundruð svanir haft vetursetu í bænum og lifað á maltúrgangi sem brugg- hús bæjarins lét frá sér í ána Tweed. En nú hefur mengunar- reglugerð EB tekiö fyrir það. „Þeir yfirgefa vatnið og berja að dyrum hjá okkur með sterkum goggum sínum,“ sagði kona nokkur í bænum. fi Fuglavinir vona aö hægt verði að finna nýja fæðuuppsprettu fyrir svanina fyrir varptímann. Stjórnarformað* urSvíþjóðar Svíar scgja að Jacob Wallcn- berg, efnileg- asti afkomandi þessarar frægu ættar, sé á góðri leiö með að verða „stjómarfor- maöur Sviþjóðar". Hann er nú valdamestur sinna ættmenna og þar með einn valdamesti maður í Sviþjóð með ítök í flestum slærri fyrirtækjuro og fjármálastofnun- um Iandsins. Norski sjóherinn missti í gær eitt af betri herskipum sínum þegar freigátan Ósló sökk eftir strand á skerinu Mar- steini skammt frá Björgvin. Freigátan var dregin á flot en sökk skömmu síðar. Til stendur á lyfta henni af hafs- botni enda ófært að hafa flak á grunnu vatni mitt í fjölfarinni siglingaleið. Simamynd Scanfoto Skemmdarverkamenn Sea Shepherd ófundnir: Lögreglan leitar að eiganda Volvos á sænskum númerum Sænska lögreglan tekur nú þátt í rannsókninni á skemmdarverkum hvalavinasamtakanna Sea Shepherd á norska hvalveiðibátnum Senet að- faranótt mánudagsins. Volvo bifreið með sænskum skráningamúmerum sást margoft á hafnarsvæðinu í Fredrikstad síðdegis á mánudag og vill lögreglan yfirheyra eiganda hennar. Lögregluþjónninn Folkvard Bleka, sem stjórnar rannsókn málsins, segir að það geti skipt sköpum að menn sáu til bílsins-. „íbúar á svæðinu segja aö það sé mjög óvenjulegt að sjá bíla með sænskum númemm viö Slevikkilen- bryggju og þar sem þessi Volvo sást nokkrum sinnum næstu klukku- stundir eftir skemmdarverkið viljum við náttúrlega yfirheyra eigandann," sagði Bleka. Hann vonast til að heyra frá sænsku lögreglunni í dag. Útsendarar Sea Shepherd reyndu að sökkva Senet með því að skera í sundur vatnsinntaksslöngur í vélar- rúmi bátsins en slökkviliðinu í Fredrikstad tókst að koma í veg fyrir að hann sykki. Paul Watson, leiðtogi Sea Shep- herd, og sambýliskona hans, Lisa Distefano, segja samtök sín þau einu sem eitthvaö verður ágengt í barátt- unni gegn hvalveiðum. Þau eru viss um að Norðmenn muni tapa stríðinu. „Menn óttast okkur, hvalveiði- menn hata okkur. Grænfriðungar og aðrir umhverfisvemdarhópar hafa ekkert bein í nefinu," sagði Lisa Di- stefano í samtali í Los Angeles. Sigurd Gmndvig, skipverji á Senet, segir að hann og Arvid Enghaugen skipstjóri hafi oft fengið ábendingar um það á undanförnum mánuðum að sænskir félagar í Sea Shepherd hygðu á aðgerðir. Skemmdir á bátn- um uröu minni en tahð var í fyrstu. NTB Stuttar fréttir AlfirámótiöHiim Allar þtjár höfuðfylkingarnar í Bosníu börðust i gær af hörku víðs vegar um landið. Thorvald Stoltenberg, sáttasemjari Bosníudeil- unni, ræðir eft- ir helgina við iramkvæmda- sijóra SÞ um hugsanlegar aðgerðir til að stöðva átökin í Bosniu. Utanrikisráðherra Breta verður með í ráðum. Kanadamennheim? Kanadíska þingið ræðir heim- kvaðningu gæsluliða frá Bosniu. Forseti Bosniu hefur beðið for- seta Indónesíu um gæsluliða. Landamæri ákveðin Leiðtogar Króata og Slóvena hafa komið sér saman um endan- leg landamæri ríkjanna. FriðuríLesotho Vopnahlé er nú í gildi eftir harða bardaga í Lesotho. Kéttlætifyririndiána Forseti Mexikó heitir indiánum meira réttlæti i framtíöinni. Friður fyrst Stjóm Alsír segir að friður sé skilyrði fyrir lýðræði í landinu. Fjármálaráðherra hættur Fjodorov, íjármálaráð- herra Rúss- lands, sagði af sér í inorgun eftir langvar- andi deilur við harölínumeim i ríkisstjóm- irtni og óánægju með stefnuna. Halda i peningana Bandarikjastjórn hótar að hætta stuðningi við Rússa. Skammar Kanana Utanríkisráðherra Póllands segir að Bandaríkjastjórn setji' Rússum of ströng skilyrði. Japanir og Bandaríkjamenn eru enn ósáttir um viðskiptamál. Norðmenn fluttu meira út í fyrra en nokkru sinni áður. Bankastjóriábeinið Norskir þingmenn vilja reka seölabankastjórann. Einn grænlensku ílokkanna krefst þess að grænlenska verði töluð á öllum vinnustöðum. Clinton Bandaríkjafor- seti hélt stefnu- ræðu ársins í gær og hvatti Iandsmenn í löngu máli til að styðja sig í að umskapa bandarískt þjóðlíf, berjast gegn glæpuin og bæta heilsugæslu. Saksóknari í Whitewatermál- inu er kominn til Arkansas. Sjónvarpið í Jórdaníu sýndi i gær Hussein konung á fundi með gyðingum. Það er nýmæli. Meiriaðstoð Auka á aðstoö við fórnarlömb jai'ðskjálftans í Los Angeles. Reuter, NTB og Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.