Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Snúður og Snælda Það er kraftur í starfsemi leik- félagsins Snúður og Snælda sem Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stendur að. Nú er verið að sýna þriðja leikritið, Margt býr í þokunni, sem þetta áhugaleikfélag hefur tekið til sýninga en áður hafa þau sýnt Fugl í búri eftir systumar Iðunni og Kristínu Steinsdætur og Sól- setur eftir Sólveigu Traustadótt- ur. Nú leita þau til útlendra höf- unda, Williams Dinner og Will- iams Morum. Þýðandi verksins Leikhús er Ásgerður Ingimarsdóttir, leik- stjóri Bjami Ingvarsson og lýs- ingu annast Kári Gíslason. Sýn- ingar eru á miðvikudögum og laugardöginn kl. 16.00 og sunnu- dögum kl. 20.30. Tekið skal fram að sýningar em fyrir allan al- menning en ekki bara fyrir eldri borgara. Margt býr í þokunni er saka- málagamanleikur í þremur þátt- um. Leikritið fjallar um þijár konur sem setjast að í yfirgeöiu húsi og telja þaö vera í lagi. Það fer á annan veg en þær reikna með og ekki era þær búnar að vera þar lengi þegar óvæntir at- burðir taka að gerast. Orðið bridge úr rússnesku Bridge (myndað úr biritch, úr- eltu rússnesku orði sem m.a. get- ur þýtt „sá sem segir“ eða „sagn- hafi“) er talið upprunnið í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vitað er að hliðstæð spil vora stunduð þar upp úr 1870. Einnig er tahð mögulegt að spilið hafi orðið til á Indlandi. Blessuð veröldin Nútíma bridge Auction bridge (eldri útgáfa þar sem sá sem á hæstu sögnina ræð- ur trompi) kom fram um 1902 en var útrýmt af núverandi formi spilsins, contract bridge, sem Bandaríkjamaðurinn Harold Sterlin VanderbOt fann upp er hann var á ferð um Karíbahafið í farþegaskipinu S.S. Finland árið 1925. Áskorendakeppni Þessi nýja útgáfa breiddist út um heim aUan eftír áskorenda- keppnina milli Bandaríkjamanna og Breta þar sem leiddu saman hesta sína Ely Culbertson (1891- 1955) og Walter Thomas Moore (1887-1938) í Almack’s Club í Lundúnum í september 1930. Leikin vora 200 spil og Banda- ríkjamenn sigraðu með 4845 stig- um. Færð á vegum Fært er um vegi á Suðvesturlandi. Á Vesturlandi er verið moka Heydal, Kerlingarskarð og Fróðárheiði. Ófært er fyrir Gilsfjörð. Á Vestflörð- um era allar heiðar ófærar. Steing- ímsfjarðarheiði og Hólmavíkurvegur Umferðin era ófær. Brattabrekka er ófær en fært er um Holtavörðuheiði. Á Norð- urlandi er beðið átekta vegna veðurs með mokstur á Siglufjarðarvegi, Öxnadalsheiði, Ólafsfjarðarvegi og Víkurskarði. Mývatns- og Möðra- dalsöræfi era ófær. Verið er að moka í nágrenni Húsavíkur og austur það- an með ströndinni. Á Austfjörðum er verið að moka Fjarðarheiði en beðið átekta með mokstur á Odds- skarði. ^ s , __ 5r““’ „Okkur hefur gengið rajög vel að undanförnu og haft nóg aö gera," segir Sigríður Guðnadótt- ir, söngkona hfjómsveitarinnar Rask, sem stofnuð var nýlega. Sigríður segir að þau haldi sig að rnestu við efni frá erlendum tón- Jistarmönnum, svo sem David Bowie, Janis Joplin, RoUing Stones, Bítlunum og Uriah Heap, „þessu gamla enska rokki", eins og hún kallar það. Þau eru farin að huga að plötugerð með vorinu ■ og hafa safnað saman eigin efni. Með Sigríði eru í hljómsveitinni Bergsteinn Björgólfsson, Bjöm Sigurðsson, Bergþór Morthens og Pétur Örn Guðmundsson. ■ Osk, BúÖardal á Vesturlandi - Björg, Hellissam Stykkishólmi ;KI$kkur, Grundarfirði Eliiöi, synpanvert Snæfellsnes og Mýrar Heiöar, Varmalandi C\ 0k’ 1—1 Reykholti iorgarnesi Kjölur, KjalarndSi - - 'mmm -m -w ''W *té| ryrsta Darn xiiiiqii / ■■ , . - 0.ÍÁ ' •Í'v ^ & ■L já* ,h A ' . fi fS£ II f Rrl 11 íiS Hann opnaoi augun íynr Jjos* iæddlst 2. januar siöastliömn kl. 7 ~, - myndarann, þcssilithdrcngur sem 7.36. Við fæðingu vó hann 2.624 \.;4£ f* V, ' W grömm og mældist 51 sentímetri. RAm HarrQinc Foreldrar hans eru Hulda G. Páls- uayouu) dóttir og Ármann Kr Ólafsson og er betta fvrsta harn heirra . ■ " fn ‘ ■ 1 Króginn er kominn í heiminn. Króg- inn Króginn er alírsk bíómynd sem Háskólabíó frumsýndi í gær. Hér er veitt innsýn í daglegt líf írskrar fjölskyldu í Dyflinni sem býr í verkamannahverfi borgarinnar. Fjölskyldufaðirinn er Dessie Cur- ley sem heldur að hann hafi und- irtökin en í raun er það eiginkon- an, Kay, sem heldur utan um allt og þar með talin bömin sex og Bíóíkvöld karlinn. Craig er elstur og er væntanlegur frá Líbanon þar sem hann starfaöi í friðargæsluhöi Sameinuðu þjóðanna. Næstelst er hin tvítuga Sharon sem er kassadama í stórmarkaði. Yngri-- eru Sonny, Lisa, Darren og Kim- berly sem er 11 ára. Sharon varp- ar sprengju inn á heimilið þegar hún tilkynnir að hún sé ólétt og faðirinn sé spænskur sjóari. Eng- inn vill trúa sögunni um faöernið og fjölskyldan og nágrannarnir byrja að geta sér til um hver eigi krógann. Þessi óvænta barnsfæð- ing raglar öllu heimilislífinu hjá Curley-fjölskyldunni sem er þó ýmsu vön. Nýjar myndir "" Háskólabíó: Króginn Stjörnubíó: Herra Jones Laugarásbíó: Hinn eini sanni Bíóhölhn: Njósnaramir Bíóborgin: Fullkominn heimur Saga-bíó: Skyttumar 3 Regnboginn: Kryddlegin hjörtu Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 24. 26. janúar 1994 kl. 9.15 Elning Kaup Sala Tollgengi Dollar 73,010 73,210 71,780 Pund 109,210 109,510 108,020 Kan. dollar 55,570 55,790 54.0&U Dönsk kr. 10,7560 10,7940 10,8065 Norsk kr. 9,7240 9,7590 9,7270 Sænskkr. 9,1550 9,1870 8,6440 Fi. mark 13,0260 13,0780 12,5770 Fra. franki 12,3100 12,3530 12,3910 Belg.franki 2,0187 2,0267 2,0264 Sviss. franki 49,6800 49,8300 49,7000 Holl. gyllini 37,2900 37,4200 37,6900 Þýskt mark 41,7700 41.8900 42,1900 it. líra 0,04298 0,04316 0,0427: Aust. sch. 5,9410 5,9640 6,0030 Port. escudo 0,4172 0,4188 0,4147 Spá. peseti 0,5178 0,5198 0,5134 Jap. yen 0,66150 0,66350 0,6450( irsktpund 104,880 105,300 102,770 SDR 100,38000 100,78000 99,3700! ECU 81,2600 81,5500 81,6100 Sfmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 gosefnið, 7 galla, 8 amboð, 10 svif, 11 fiskur, 12 negri, 15 bundumj 17 annríki, 18 arga, 19 spjót, 20 varg. Lóðrétt: 1 kássa, 2 tröll, 3 mynni, 4 lítill, 5 unga, 6 rykkoms, 9 kvikmynd, 13 skoði, 14 vitleysa, 15 lagin, 16 dygg. Lausn á siðustu krossgátu: Lárétt: 1 skref, 6 ló, 8 veil, 9 rás, 10 ör, 11 stíga, 12 stakan, 14 skipun, 16 án, 17 látni, 19 ris, 20 lind. Lóðrétt: 1 svög, 2 kerskni, 3 ristils, 4 elta, 5 frí, 6 lágan, 7 ósanni, 13 kuti, 14 sár, 15 pál, 18 nn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.