Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 32
X J\
• :
X I
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rltstjórn - Auglýsingar - Áskri ft - Dreifing: Simi 632700
i
i
i
MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994.
Þórarinn
ogJónjafnir
í 3. sæti
Gylfi Kristjánsson. DV, Akureyri:
Jón Kr. Sólnes og Þórarinn B. Jóns-
son eru jafnir í 3. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri. Það var
niðurstaða endurtalningar atkvæða
úr prófkjöri flokksins í gærkvöldi að
báðir hefðu fengið 351 atkvæði. Jón
Kr. Sólnes fór fram á endurtalning-
una en eftir fyrri talningu var Þórar-
inn í 3. sæti með einu atkvæði meira
en Jón. Þá var mjótt á munun hvað
varðaði 2. sætið en það hreppti Björn
Jósef Amviðarson með 8 atkvæðum
fleiri en Þórarinn. Við endurtalning-
una í gærkvöldi styrktist staða
Björns Jósefs í þessu sæti enn.
Haraldur Sveinbjömsson, formað-
ur kjörstjómar Sjálfstæðisflokksins
á Akureyri, sagði í gærkvöldi að
kjömefnd myndi hitta Þórarin og
Jón Kr. í dag og ræða þá stöðu sem
upp er komin. Jón var upphaflega í
3. sæti á hsta flokksins fyrir síðustu
kosningar en hafði sætaskipti við
Birnu Sigurbjörnsdóttur og fór í 4.
sætið. Þeirri spumingu hvort Jón
haldi sætinu á jöfnum atkvæðum nú
vildi Haraldur Sveinbjömsson ekki
svara, sagðist ræða þessi mál fyrst
við frambjóðendurna í dag.
Samheijadeilan:
Samningahljóð
í deiluaðilum
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Talið er líklegt að samningar náist
í dag í deilu Sjómannafélags Eyja-
fjarðar og útgerðarfélagsins Sam-
herja hf. á Akureyri.
Forsvarsmenn deiluaðila hittust í
gær og eftir að hafa snætt saman sjó-
frystan fisk þokaðist vel áfram í við-
ræðum þeirra. Deilan snýst' um
, skiptakjör vegna svokallaðra „tvíl-
embingsveiða" og eftir fundinn í gær
vom báðir deiluaðila bjartsýnir á að
samningar væru skammt undan.
Flateyri:
Annarfundurídag
LOKI
Þeir klikka ekki allaballarnir!
Stjornvold hljota
aðlýsa
skoðun á málinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Mér finnst þetta allt nýög sér-
kennilegt svo vægt sé til oröa tekið
því ég hélt að öllum væri ljóst þeg-
ar við fórum að veiða í Smugunni
að það værí vegna bess að við höfð-
um ekki verkefni fyrir skipin okkar
á heimamiðum og værum því að
notfæra okkur veiðirétt sem við
eigura iitan 200 mílna á þessu
svæði. Ég óttast mjög aö menn séu
aö fara ofiari í þessu máli," segir
Krisiján ; Ragnarsson, formaður
lrindssambands íslenskra útvegs-
manna, um skipakaup útgerðar-
manna: í Kanada og fyrirhugaðar
veiðar þeirra með þessum skipum
undir „hentifánum" í Smugunni.
Kristján segir að það sé stórmál
hvaö þetta varðar hvað ríkisstjóm-
in sé tilbúin að gera til að reyna
að spoma viö þessari þróun.
„Það er aiveg ijóst að það er ekki
hægt að koma í veg fyrir að menn
kaupi þarna skip og fari norður í
:; Smugu til veiða. Aðaiatriöið er
hvað ísiensk stjórnvöld eru tilbúin
að gera t.d. varðandi aðgang þess-
ara skipa að ísienskum höfnum.
Færeyingar hafa bannað skipum
frá Dóminíska lýðveidinu í eigu
Færeyinga að koma í hafnir i Fær-
éyjum og það eru einhver siik við-
brögö sem íslensk stjórnvöld hijóta
að velta fyrir sér ef þróunin ætlar
að verða sú sem helst virðist stefna
í,“ segir Kristján.
- En er ekki nauðsynlegt að gera
mönnum þaö ijóst áður en þéir ráð-
ast í fjárfestingar í Kanada ef
stjórnvöld ætla að beita sér gegn
þessum veiðum?
„Jú, og þess vegna er ég að vekja
móls á þessu. Stjómvöld hljóta að
verða að lýsa einhverri skoðun á
máli eins og þessu. Það vitlausasta
er að gera það ekki fyrr en hlutim-
ír hafa átt sér stað,“ segir Kristján
Ragnarsson.
- sjá nánar á bls. 4
Sjómenn á línubátnum Gylli frá
Flateyri sátu á samningafundi með
fulltrúum útgerðarinnar í gær vegna
þeirrar ákvörðunar fiskkaupenda
að lækka fiskverðið um 20 prósent.
Svo virtist sem samkomulag hefði
tekist og vom sjómennimir boðaðir
I róður í nótt. Tveir þeirra mættu
ekki og var ekki róið. Skipstjórinn
^kenndi um slæmu veðri. En annar
samningafundur hafði verið boðaður
og hófst hann klukkán 10 í morgun.
-S.dór/RT
Veðriöámorgun:
Frost
6-12 stig
Á morgun verður norðlæg átt,
víðast allhvöss eða hvöss en sums
staðar stormur austan til. Stór-
hríð norðaustanlands, éljagangur
eða snjókoma norðvestan til en
um landið sunnanvert léttir til.
Frost verður á bilinu 6-12 stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
Alþingi:
i
Alvarlegar P
ásakanir
Það hvessti heldur betur á Alþingi
í umræðum um bráðabirgöalögin
undir miðnætti í gær. Stjómarand-
staðan bað um að umræðunni yrði
frestað þar til forsætisráðherra gæti
mætt á fund Alþingis. Þessu neitaði
sitjandi forseti, Gunnlaugur Stefáns-
son. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti
ákvörðun hans sem gerræði og að
ekki væri hægt að una svona vinnu-
brögðum. Þessu næst gekk hann á
dyr. Þá bað enginn stjórnarandstæð-
ingur um orðið og lauk 1. umræðu
með því að Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra sagði nokkur orð.
Það sem olli aðaldeilunni í gær var
að forsætisráðherra mun hafa fullyrt
við forseta íslands að kannað hefði
verið að meirihluti væri á Alþingi
fyrir bráðabirgðalögunum.
í umræðunum í gær kom fram að
aðeins hafði verið rætt við tvo þing-
menn Sjálfstæðisflokksins auk ráð-
herranna. Stjómarandstaðan vildi
að forsætisráðherra, sem er erlendis,
gerði grein fyrir þessu máh áður en
umræðunni yrði haldið áfram en því
var neitað.
Uppákoman í gærkvöldi verður
rædd sérstaklega á fundum stjómar-
andstöðunnar í dag. -S .dór
Alþýðubandalagið:
„Framboð
gegn friði“
Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins hefur ákveðið að halda
fund í kjördæmisráðinu 2. febrúar til
að ákveða hvort haldið verður forval
eða hvort handraðað verður í sæti
Alþýðubandalagsins á Usta minni-
hlutans í Reykjavík.
Árni Þór Sigurðsson, Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík, lýsti því
yfir í gær að hann gæfi kost á sér á
sameiginlega listann. Arthur Mort-
hens hjá Birtingu segist telja að
framboð Áma Þórs sé „framboð gegn
friði“. -GHS
Sýrumálið:
Játa innflutning
á 1000 skömmtum
Ökumaður pallbifreiðar, sem ók á Ijósastaur á Vesturlandsvegi á móts við Bifreiðaskoðun íslands, gekkst undir
aðgerð á Landspítalanum í nótt. Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum
og var hann fluttur á slysadeild ásamt barni sem var í bílnum. Barnið reyndist hafa sloppið ómeitt en maðurinn
slasaðist ekki alvarlega. pp/DV-mynd Sveinn
Tveir rúmlega tvítugir menn, sem
fyrir nokkm voru úrskurðaðir í
gæsluvarðhald vegna innflutnings á
LSD, hafa viðurkennt að hafa flutt
inn þúsund skammta af efninu.
Mennimir sitja enn í gæsluvarð-
haldi en lagt var hald á á þriðja
hundrað skammta við handtöku
þeirra og tveggja annarra.
-pp
s. 814757
HRINGRÁS HF.
ENDURVINNSLA
Kaupum kapla
og rafmagnsvír
\i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
5
t