Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Utlönd tftir aö göngin koma í gagniö veröur hægt aö aka milli Lundúna og Parísar á skemmri tíma en áöur. Ermarsundsgöngin eru grafin rétt undir hafsbotninum og um þau eru lögö aðskilin járbrautarspor í báöar áttir. Áætlaö er að tyrstu ferðirnar veröi farnar á flutningalestum í mars en annars veröa göngin ekki opnuö almennri umferö fýrr en í sumar. Vinna viö göngin hefur staöiö í sex ár. Tvívegis hefur oröiö aö fresta verkinu og kostnaöur hefur fariö úr böndum. Nú er reiknaö meö að göngin kosti fast aö þúsund milljaröa íslenskra króna Kalksteinn Göngin eru grafin í gegnum lin kalksteins- lög sem auövelt er aö bora með þar til geröri vél. Veggir ganganna haldast óhaggaðir þartil steypt er inn í þau I Reynt aftur og aftur Misheppnaöar tilraunir voru geröartil aö grafa göng undir Ermarsund árin 1880,1922 og 1974. Munnar voru grafnir áriö 1974. Þeir voru notaðir viö gangageröina nú Grafið undir hafsbotni Ellefu borvélar eru notaöar viö aö bora samtals 150 kilömetra af göngum. Hver borvél vegur um þúsund tonn. Um 300 metrar voru boraöir á hverri viku og 230 milljóir rúmmetra af mulningi fluttar úr göngunum. Efniö var flutt á land í Frakklandi og Englandi og hólarnir mótaðir til að falla aö umhverfinu. Svona voru göngin grafin: Göngjn tengja löndin England Gangamunni við^ Folkestone Heildarlengd ganga: 50 km Frakkland Gangamunni við Coquelles Griparmar halda bornum á réttum staö Göngin eru fóðruð meö steypu um leiö og þau eru Lagt upp í langfei Við munnana Ekiö er inn í munnann af þjóðveginum. Hægt er að kaupa miöa fyrirfram eöa viö komu. Tollleit fer fram viö komu. I munnanum eru setustofur, verslanir, viögeröaþjónusta og þanki Áætlaður feröatími Mulningurinn er fluttur út jafnóðum á færibandi 15 mm Aðkoma Ekiö er inn í lestarvagnana. Brottför tvisvar til þrisvar á klukkustuni Þegar í ár verður Ijósleiðari lagöur um göngin. Þetta .veröur fýrsti Ijós- leiöarinn sem tengir símakerfi Englands og Frakkiands Samanlagöur tími á feröalagi: 66 mínútur Fariö úr lest Ekið úr lestinni inn á þjóvegina. I Frakklandi er hægri umferð en vinstri umferöí Englandi Heimild: Eurotunnel, USA TODAY. Rannsókn unnin af Joyesha Bhattacharya Unniö af Slephen Conley, USA TODAY Evrópugöngin undir Ermarsund eru mesta samgöngumannvirki á jörðinni: Rekstur hafinn á verð- stríði við f lug og ferjur - göngin eru boruð rétt undir hafsbotninum með ellefu þúsund tonna borvélum „Auövitaö lýkur þessu stríöi á því að farþegum fjölgar að miklum mun. Verðið lækkar og fleiri sjá sér fært að ferðast," segir talsmaður fyrir- tækisins sem á og rekur Evrópu- göngin undir Ermarsundið. Nú þegar er ljóst að reksturinn hefst á hörðu verðstríði við fyrirtæki sem annast feijuflutninga yfir Erm- arsundið, og við flugfélög sem bjóöa ferðir milli Parísar og Lundúna. Meö verðstríðinu fylgir auglýsingastríð þar sem allir aðilar halda fram kost- um sinnar þjónustu. Göngin miklu verða opnuð fyrir umferð í mars. í fyrstu verður þjón- usta þó takmörkuð við þungaflutn- inga en þegar líður á vorið opnast möguleikarnir einn af öðrum. Um það bil sem Elísabet Englandsdrottn- ing og Francois Mitterrand Frakk- landsforseti vígja göngin formlega í júní getur almenningur farið þar um með bíla sína eöa bara setið í lest. „Einangrun meginlandsins er loks- ins rofm,“ segja enskir aödáendur ganganna. Af öryggisástæöum er útilokað að aka bílum um göngin. Þess í stað verða eigendur bíla að aka um borð í lestarvagna og sitja í þeim þær 35 mínútur sem það tekur að fara undir haflð. Fljótlega eftir að farið var að hanna göngin varö mönnum ljóst að í þeim gætu orðiö hörmuleg _slys þar sem þúsundir manna færust ef umferðin tepptist af einhverjum ástæðum. Engin leið væri aö ná tU slasaðs fólks í miðjum göngunum og eiturloft frá brennandi bílum gæti orðið þúsund- um ferðalanga að aldurtila. Andstæðingar ganganna segja að nú fyrst sé komið að vandamálunum við gerð þeirra. Til þessa hafi aðeins þurft að leysa úr tæknilegum vanda og flármagna borunina en nú sé kom- ið að stríði þar sem þúsundir starfs- manna við feijuflutninga og flug geti misst vinnuna. Þessir menn gagnrýna aö jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna skuli variö í þann hégóma að fara með bíla undir Ermarsundið þegar mun ódýrari kostir bjóðist með ferjunum. Gangamennirnir segja að ferðafólk verði bara að velja og trú- lega verði nóg af farþegum bæði fyr- ir feijumar og flugið þótt göngin bætist við. Ferjumenn segja að þeir geti boðið sínum farþegum upp á mun betri þjónustu en gangafyrirtækið. í göngunum veröi fólk lokað inni í stað þess að njóta þægilegrar sjóferðar með ferjunum. Gangamenn bjóða á móti upp á sérstakt útvarp og sjón- varp meðan farið er undir sundið. Útsýniö verður þó heldur fábrotiö. Á endanum verða það þó fargjöldin sem ráða úrslitum og tíminn sem þaö tekur að komast yfir sundið. Feij- urnar verða ódýrastar en seinni í förum en lestamar í göngunum. Flugið verður dýrara en fljótlegra. Stoppaði Big Ben í gríni ísraelski miðiflinn Uri Geller hélt því fram í gær að hann hefði orðið þess valdandi að Big Ben, frægasta klukka Englands, stopp- aði í þtjár klukkustundir á sunnu- dag. Hann sagöist hafa veriö heima í ísrael að horfa á atriöi úr mynd sem Ken Russel er að gera um hann, m.a. atriði þar sem hann var að stoppa klukku, þegar blaðamað- ur nokkur stakk upp á því að hann stoppaði gangverkið í Big Ben. „Þetta var eiginlega hálfgerður brandari. En ég sagði við sjálfan mig: „stoppaðu" á meðan ég hugs- aði stíft um klukkuna. Ég stein- gleymdi þessu síðan og fór heim á hótel að sofa,“ sagði Geller. Morguninn eftir, þegar hann var að gera líkamsæfingar sínar, heyrði hann á CNN að Big Ben hefði stoppað á dularfullan hátt. „Ég var þmmu lostinn," sagði mið- illinn. Viðgerðarmaður í breska þinginu þar sem Big Ben er tfl húsa sagði að verk klukkunnar hefði stoppað vegna of hertrar legu. Klukkan stoppar fremur sjaldan og hefur ekki gert þaö nema tvisvar tfl þrisvar undanfarin þrjú ár. Reuter Nasistaveið- arinn Simon Wiesenthal seg- ir aö Listi Schindlers eftir Steven Spiel- berg sé besta kvikmyndin sem gerö hafi verið um helfór gyðinga í síðari heimsstyijöldinni. „Ég fékk gæsahuð um allan lík- amann,“ sagði Wiesenthal sem sá myndina nýlega. I viðtali við vikuritið Kurier Freizeit sagöist hann vona að ungt fólk mundi flykkjast á myndina sem segir frá því hvernig kvenna- hósinn og koníakssvelgurinn Osk- ar Schindler bjargaöi 1200 gyðing- um frá bráðum hana. „Kvikmy ndin er sérstaklegamik- ilvæg nú um stundir þegar nýnas- ismi er í miklum uppgangi í Evr- ópu,“ sagði hann. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.