Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
Stuttar fréttir
Banniaflétt
Clinton Bandarílijaforseti ætlar
að afnema viðskiptabann á Víet-
nam.
Hreinsaður af áburði
Ron Brown, viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna, hefur verið
hreinsaður af áburði um að
þiggja fé af Vietnömum.
Styðurloftárásir
Boutros-
Ghali, fram-
kvæmdastjóri
SÞ, lagði bless-
un sina yfir
loftárásir í
Bosníuensagðl
jafnframt að
samningar
væru eina leiöin til að binda enda
á stríðið.
Viðrðeðuránæstunní
Uppreisnarmenn í Chiapas í
Mexíkó sögðu að viðræður viö
sendimann stjórnvalda yrðu á
næstunni.
Þrýstáflokkana
Mið- og hægriflokkar á Ítalíu
eru undir þrýstingi að mynda
samsteypustjórn til að koma i veg
fyrir valdatöku vinstriflokka.
Atvinnuleysiívexti
Atvinnuleysi í Rússlandi fer
vaxandi og ógnar nú umbóta-
stefnu stjórnvalda þar.
Jettstnáafmæli
Borís Jeltsin
Rússlandsfor-
seti liélt upp á
63 ára afmæli
sitt i gær og i
tilefni dagsins
færði ríkis-
stjórn hans
honum blóm-
vönd og að sögn leit forsetinn vel
út.
Palestínumenn vilja enn fá eig-
ið ríki, þótt Peres, utanrikisráð-
herra ísraels, segi annað.
Dregurúrvonum
Rabín, forsætisráöherra ísra-
els, hefur dregið heldur úr vonum
manna um aö fljótlega veröi öll-
um ljónum riitt úr vegi friðar-
samninganna viö Palestinumenn.
Söngvari dæmdur
Aðalsöngvari sveitarinnar
Boney M var dæmdur í Hollandi
fyrir aö hóta að leggja eld að konu
sinni.
Limskurðarkona laus
Tyrkneska lögreglan hæidtók
og sleppti síöan konu sem skar
iiminn af elskhuga sínum.
Lttill munur
Elísabet
Rehn, varnar-
málaráðherra
Finnlands, nýt-
ur stuðnings 52
prósenta kjós-
enda fyrir for-
setakosning-
arnar um helg-
ina en 48 prósent styðja andstæð-
ing hennar, sainkvæmt nýrri
könnun.
Ættflokkaerjur hafa enn á ný
blossað upp í Afríkuríkinu Búr-
úndi.
Gottferðamannaár
Ferðamálaráðherra Spánar er
bjartsýnn á að árið í ár verði hið
besta fyrir ferðaþjónustuna í
landinu. „ ,
Reuter
Bamahjálp SÞ kannar hugarástand bama í stríði:
Börnum í Sarajevo
er sama þó þau deyi
Faðir huggar litla dóttur sína sem varð fyrir skotum leyniskyttu í Sarajevn þar sem á annað þúsund börn hafa látið
lífið í umsátri Serba. Simamynd Reuter
„Börn ættu alla jafna að horfa til
framtíðarinnar en bömin hérna sjá
enga framtíð fyrir sér. Hún er farin.
Þau segja: „Tími minn kann að vera
á enda á morgun og þá er það búið“.“
Þetta sagði norski sálfræðingurinn
Rune Stuvland um bömin í Sarajevo
sem hafa mátt þola umsátur Serba
um borgina í nærri tvö ár. Stuvland
stjómaði rannsókn á börnum borg-
arinnar á vegum Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna.
Mörg barnanna hafa þróað með sér
sjálfseyðingarhvöt og hirða ekki um
að vernda sig gegn skothríðinni því
þau vita að þau muni bráðum deyja.
Rúmlega helmingur barnanna í
borginni hefur orðið fyrir skotárás-
um leyniskyttna eða mátt þola
sprengjukast á heimili sín.
„Ef maður talar við foreldra eða
kennara er helsta áhyggjuefni þeirra
að börnin leita ekki lengur skjóls til
að komast hjá dauðanum,“ sagði
Stuvland. „Bömin eru að leika sér
eða ganga úti á götu, þau hlaupa
ekki. Það liggur við að þau stilli sér
uppi frammi fyrir sprengikúlunum.
Þeim er alveg sama.“
Um tíu þúsund íbúar Sarajevo hafa
faflið frá því umsátrið um borgina
hófst fyrir 22 mánuðum, þar af eru
1560 böm. Þá hafa fjórtán þúsund
börn særst, mörg þeirra veriö skotin
niður af leyniskyttum eða hafa tæst
í sundur af sprengjukúlum.
Könnunin var gerð meðal 1505
barna undir tíu ára aldri til að kanna
sálræn áhrif umsátursins.
Að sögn Bamahjálparinnar finnst
58 prósentum bamanna stundum eða
oft að lífið sé ekki þess virði að lifa
því, 70 prósent fá martraðir reglulega
eða telja sig þurfa að gráta og 91 pró-
sent voru með magakvilla vegna
mikillar streitu.
Rúmlega þriðjungur barnanna á
ættingja sem annað hvort hefur fallið
eða særst í átökunum um borgina
og rétt tæpur þriðjungur hefur að-
stoðað við að fjarlægja dauða eða
særða.
Rune Stuvland sagði að bömin
mundu bera merki stríðsins ævi-
langt, hvort sem því lyki á morgun
eða ekki fyrr en eftir mörg ár.
Reuter
Lorient í Frakklandi:
Lögreglumenn særast í
mótmælum sjómanna
Mikil átök brutust út í gær þegar franskir sjómenn mótmæltu innfluttum
ódýrum fiski sem streymir inn í landið. Símamynd Reuter
Sautján lögreglumenn særðust í
átökum sem blossuöu upp í gær þeg-
ar hundmð franskra sjómanna rudd-
ust inn í geymsluskemmur hafnar-
bæjarins Lorient í Frakklandi til að
mótmæla ódýrum innfluttum fiski
sem streymir inn í landið.
Sjómennirnir, sem vora mjög reið-
ir, voru vopnaðir jámstöngum og
kylfum og börðust við lögregluna
sem reyndi að vemda innflutta flsk-
inn í skemmunum. Mörg tonn af flski
eyðilögðust og er tjónið talið mjög
mikið.
Átök bmtust einnig út í síðustu
viku en mótmælin í gær em þau
átakamestu sem komið hafa upp í
þessari deilu. Sjómennirnir fóm í
allsheijarverkfall fyrir fjóram dög-
um.
Innflutti fiskurinn, sem þeir eru að
mótmæla, kemur frá Bandaríkjun-
um, Kína, Senegal og Nýja Sjálandi.
„Það eiga eftir að verða fleiri mót-
mæli og þau verða enn alvarlegri en
þau sem vom í gær,“ sagði Andre
Le Berre, sem er í forsvari fyrir sam-
tök sjómanna.
Fulltrúar sjómannanna í París hafa
krafist þess að stjórnvöld verndi inn-
lendan fiskiðnað gegn innfluttum
fiski sem er miklu ódýrari en sá sem
franskir sjómenn geta boðið upp á.
Þeir sögðu að einnig væri hægt að
koma til móts við sjómenn með því
að lækka verð á eldsneyti og hafnar-
gjöldum sem sjómenn þurfa að
borga.
Sjávarútvegsráðherra Frakklands,
Jean Puech, sagðist í gær ætla að
koma á fundi með sjómönnunum
næstkomandi fóstudag þar sem reynt
yrði að ná einhverju samkomulagi.
Búist er við að verkfall sjómann-
anna eigi eftir að hafa slæm áhrif á
fiskmagn um allt Frakkland í lok
vikunnar.
Reuter
Gamansafninu
lokaðvegna
peningaleysis
Mönnum er ekki skemmt í
Gamanraálasafninu í Montreal í
Kanada. Því hefur nú verið lokað
eftir aðeins tíu mánaða starfsemi
þar sem yflrvöld neituðu að dæla
meiri peningum í það.
Francois Rozon, varaforseti
stjórnar safnsins, sagði að ekki
væri hægt að reka þaö við núver-
andi aðstæður þar sem fjárhags-
vandi þess mundi verða meiri.
Héraösyfirvöld veittu um 700
mifljónir króna í safnið. Gestir
voru hins vegar fáir, m.a. vegna
hás miðaverðs og lélegra dóma
um safnið í Qölmiðlum.
Andrej Kozyrev
gegnZhírínovskí
Andrej Koz-
yrev, utanrík-
isráðherra
Rússlands,
stakk upp á
nýstárlegri að-
ferð tfl að
þagga niður í
þjóöemis-
sinnanum
Vladimír Zhírínovskí, nefmilega
pillum gegn sefasýki. :
Itar-Tass fréttastofan sagði að
Kozvrev hetði stungið upp ásam-
keppni um bestu pifluna handa
þjóðernissinnanum.
Pillurnar ættu að duga gegn
„sefasýki, tortryggni og öðrum
tegundum djöfuflegra anda,“ var
haft eftir Kozyrev. ; A Reuter