Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 Fréttir Stuttar fréttir dv Með blóðsugu á fingri tvisvar á dag eftir fingurágræðslu: Fann að puttarnir fóru af og öskraði - segir Asdís Brá Hrólfsdóttir eftir vel heppnaða aðgerð „Þetta gerðist það hratt að ég fékk 'sjokk og man eiginlega ekki neitt. Eg fann að puttarnir fóru af mér og ég öskraði. Mér datt ekki í huga að hægt væri að græða fingurna á aft- ur. Ég hélt ég myndi verða með hálfa putta,“ segir Ásdís Brá Hrólfsdóttir, 17 ára stúlka úr Garðinum. Eins og greint var frá í DV fyrir páska missti Ásdís tvo fingur í kola- aíhausunarvél á miðvikudag þegar hún var viö vinnu í fiskvinnslu í Garði. Þar hefur hún starfað í þrjú sumur og byrjaöi svo aftur í janúar eftir að hún hætti í skóla um áramót- in. Fingurnir voru græddir á í 12 tíma aðgerð sem Magnús Páll Albertsson handaskurðlæknir gerði. Einnig var gert að sárum á þriðjafingrinum sem skaddaðist verulega. Fingur Ásdísar komu ekki fyrr en nokkrum tímum á eftir henni til Reykjavíkur og komu í lögreglufylgd til hennar. Magnús Páll segir aðgerð sem þessa mjög vandasama því sauma þarf saman æðar sem eru ekki sver- ari en rúmur millímetri. Til þess er notaöur saumur sem er ekki sverari en mannshár. Ef samsetning æðar- innar heppnast ekki vel er verkið unnið fyrir gýg og þarf aö vinna það á nýjan leik. Magnús Páll segir ljóst að fingumir muni lifa, eins og hann orðar það, en þeir muni þó aldrei verða jafn- góðir og fyrr. „Ég veit ekki hvað tekur við nú. Ég ætla bara að hugsa um höndina á mér og láta mér batna. Ég fer alla vega ekki að vinna aftur næsta hálfa árið því ég þarf að fara í sjúkraþjálf- un,“ segir Ásdís sem finnur lítið til í hendinni og gerði aö gamni sínu við blaöamann. Ásdis með höndina í fatla. A fingrinum er blóðsugan sem hún er farin að kalla gæludýrið sitt. DV-mynd JAK Blóðsugur eru notaðar til að losa blóð frá fingnmum þar sem bláæðar, sem venjulega sjá um slíka starf- semi, eyðilögöust við slysið. Þær myndast hins vegar aftur þremur til sjö dögum eftir aðgerð sem þessa og sjá blóðsugumar um starfsemi þeirra þangað til. Þegar blaðamaöur og ljósmyndari heimsóttu Ásdisi í gærkvöld var ein slík einmitt á baugfingri hennar. Ásdís sagðist vera farin að líta á blóð- suguna sem gæludýrið sitt en hafði ekki gefið henni nafn. Fingurna, sem höfðu orðið viðskila við hana um tíma, hafði hún hins vegar skýrt Magnús og Jóa. Aðspurð hvort hún hefði haft lyst á páskamatnum með blóðsuguna á fingrinum sagði Ásdís aldrei hafa reynt á það því hún hefði fengið svo mörg páskaegg að hún hefði misst lystina. -PP SendiráðíKína Sendiráð íslands verður opnað í Peking í Kína í byrjun næsta árs. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur tilkynnt kínverskum ráðamönnum þetta og sagði ákvörðunina rökrétta þar sem allir vegir liggi nú til Kína. Sjónvarpiö greindi frá þessu. Fáir smyriar Rannsóknir hafa leitt i ljós að smyrlastofhinn hér á landi er helmingi minni nú en hann hefur verið undanfarin 10 til 15 ár. RÚV greindi frá þessu. Veidikortíárnar Rætt er um að selja veiðimönn- um sérstök veiðikort í laxveiðiár landsins. Sjónvarpið segir málið til umræðu hjá Landssambandi stangaveiðimanna. Torfærutröli á Snæfeili Nokkrir eigendur torfærujeppa á Egilsstöðum ætla síðar í mán- uðinum aö aka upp á Snæfell ef færi gefst Þá hafa jeppaeigendur hug á að halda árshátíð í íshellin- um í jaðri Eyjabakkajökls. ÚHendingarbrennasig Útlendingar brenna sig oft í hverum landsins. Stöð tvö skýrði frá þessu. Jafnvægi á markaðinum Jafnvægi er komið á hluta- bréfamarkaöinn að mati verð- bréfamiölara eftir fjóröungs- lækkun á gengi hlutabréfa nokk- ur undanfarin ár. Sjónvarpið greindi frá þessu. Byggðastofnun fiytur Byggöastofnun hefur selt ríkis- sjóði sinn hlut i húsnæðinu að Rauðarárstíg á 150 milljónir og keypt annað húsnæði undir starf- semina að Engjateig fyrir 66 millj- ónir. Mbl. skýrði frá þessu. Aðgerðakrafist Nokkur sveitarfélög á Snæfells- nesi hafa krafist sértækra að- gerða líkt og Vestfirðingar. Krafan er sett fram í ljósi þess að þorskveiðiheimildir og -vinnsla hefur minnkað verulaga. Sjónvarpiö greindi frá þessu. Símsvari gegn f ingra- löngum starfsmönnum - lágkúrulegt, segir einn starfsmanna Hagkaups í nýútkomnu fréttabréfi Hag- kaups er sagt frá nýjung í starfi öryggisdeildar fyrirtækisins. Um er aö ræða símsvara sem starfs- menn geta hringt í allan sólar- hringinn og koraið upplýsingum á framfæri um samstarfsmenn sina í skjóli nafnleyndar. TUgangur ör- yggisdeildar með símsvaranum er aö draga úr rýrnun á vörulager Hagkaups en að sögn Óskars Magnússonar forstjóra nam vöru- rýmun á siöasta ári tugum miilj- ónakróna. „Ástæðan fyrir því að viö förum af stað með þessa nýju þjónustu er sú að öryggisdeildin hefur fengið margar verömætar upplýsingar og ábendingar frá starfsfólki. Þess vegna viljum viö auövelda fólki að koma upplýsingum á framfæri um hluti sem betur mættu fara varð- andi rýrnun og meöhöndlun á vör- um og einnig ef starfsmenn verða þess varir að ekki sé gætt fyllsta heiðarleika í öllum störfum og meöhöndlun vöru og fiármuna," segir Carl Henrik Rörbeck, yfir- maður öryggisdeildar m.a. í frétta- bréfinu. Einn starfsmaöurHagkaups, sem ekki vildi láta nafns síns getið af ótta viö aö verða sagt upp störfum, sagöi í samtali viö DV aö óánægja væri meðal margra starfsmanna með simsvarann. „Þama getur starfsfólk hringt inn og sagt t.d. frá kollega sínum sem fékk sér bita af einni agúrku í grænmetisdeildinni. Mér finnst þetta lágkúrulegt af háifu forráða- manna Hagkaups. Við höfum eng- an annan vettvang til að mótmæla þessum aögerðum því ef einhver stendur upp og segir sina meiningu á hann á hættu að veröa rekinn," sagði einn starfsmanna Hagkaups. „Það er sama hugsunin á bak við símsvarann og fréttaskot D V, nema það eru engin verðlaun í boði. Það er unnið úr þeim upplýsingum sem koma á símsvarann og athugaö hvort þær eiga viö rök að styöjast. Vörurýrnun er vandamál í öllum stórum verslunum, hvort sem vör- ur eruekki rétt afhentar, þeim stol- ið af viðskiptavinum eða aö starfs- fólk er ekki fullkomlega heiöarlegL Hjá Hagkaupi starfa 1100 manns og í þeim hópi geta þvi miöur alltaf veriö óheiöarlegir starfsmenn. Þaö þarf að halda vöku sinni allan tím- ann,“ sagði Óskar Magnússon, for- stjóri Hagkaups.viö DV. -bjb Toppferð í leiðindaveðri í Þórsmörk um páskana: Þurftu að ganga 5 kíló- metra á eftir rútunum „Við lögðum af stað um tíuleytið í morgun og vorum hátt í tíu tíma á leiðinni, leið sem tekur yfirleitt ekki þrjá tíma aö aka á sumrin. Þar af vorum við 5 til 6 tíma að Markar- fljótsbrúnni. Við vorum um 80 manns með 10 börn í tveimur rútum og færið var mjög þungt og skafrenn- ingur. Það var mikill krapi í ánum og ætli við höfum ekki þurft að ganga um 5 kflómetra leiö á eftir rútum tfl að létta þær. Börnin voru hins vegar í rútunum. Það var líka erfitt að sitja í þeim, þær hjökkuðu mjög í þungum og blautum snjónum," segir Gustav Stolzenwald, leiðsögumaöur hjá Ferðafélaginu, sem kom til Reykja- víkur klukkan 20 í gærkvöld. Áð var á Hvolsvelli til að borða en farþegar gerðu boö á undan sér þang- að um að taka þyrfti út 80 stykki af hamborgurum úr frystinum og var síðan óskað eftir tilboðum í mat handa fiöldanum. „Þetta var alveg toppferð. Við byrj- uðum í Sigöldu á fimmtudegi og lent- um í hörkuroki þannig að við fukum inn í Landmannalaugar. Við vorum ekki nema fimm tíma á leiðinni sem er algert met hjá svona stórum hópi. Þar gistum við samtals 30 manns í þremur tíu manna hópum,“ segir Gustav. Einn hópurinn varð eftir í Landmannalaugum. Tveir hópar gengu hins vegar Laugaveginn, Uti- vistarhópur og annar hópur frá Ferðafélaginu. Svo var þarna hópur frá skátunum á sama tíma. Á leiðinni þurfti aö skilja eftir tvær stúlkur viö Álftavatn sem urðu gönguþreyttar enda óvanar erfiðum hálendisferð- um sem þessum. Þær voru sóttar á snjóbíl frá Flugbjörgunarsveitinni á páskadag. Hópamir hittust svo allir í Þórs- mörk í fyrrinótt. „Þetta var aldrei hættuspil. Þetta var allt vel búið og vant feröafólk og rúturnar góðar. Þaö var mikið sungið, meðal arrnars ljóðið hans Sölva Helgasonar; „Ég er gull og gersemi, gimsteinn elsku rík- ur. Ég er djásn og dýrmæti. Drottni sjálfum líkur.“ Af þessu má heyra að fólk haföi trú á sjálfu sér og var ánægt með þrekvirkið sem það vann,“ segir Gustav. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.