Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994
Stuttar fréttir
Utlönd
Dauðarefsing
Maður, sem nauögaði og drap
10 ára gamla stúlku, var dæmdur
tí.1 dauöa í Líbanon en þetta er
fyrsta dauðarefsingin þar í 10 ár.
Lestarslys
18 fórust og 55 slösuðust í lestar-
slysi í Peking á laugardag.
Forstjói’irtn láfinn
Forstjóri
Walt Disney-
fyrirtækisins,
Frank Wells,
lét lífið í þyrlu-
flugslysi sl.
sunnudag.
Wells var á leiö
úr skíðaferða
lagi í Nevada í Bandaríkjunum
þegar slysið varð en þrír aðrír
farþegar um borö létust einnig.
OpnaríRúmeníu
Ákveðið hefur verið að opna
Mc Ðonald’s i Rúmeníu.
44farast
44 fórust og 33 slösuöust í vagn-
slysi sem varö í Perú um páska-
helgina.
Bannaðaðreykja
Bann hefur verið sett viö reyk-
ingum á almannafæri í Kúvæt.
Sakaðir um morð
Átta lögreglumenn í Tælandi
hafa verið sakaðir um morð í
danshúsi sl. sunnudag.
Lenti í slysi
Fyrirsætan
Christie Brin-
kiey, sem er
gift söngvaran-
um Billy Joel,
lenti í þyrlu-
flugslysi i Den-
ver umhelgina.
Hún komst lífs
af ásamt fjórum öðrum farþegum
sem voru um borð en flylja þurfti
einn á spítala vegna meiösla.
Til Mexíkó
Elísabet Taylor hefur ákveðiö
að byggja sér hús í Acapulcó í
Mexíkó.
Samsærí
Sjö manns tóku þátt í að myrða
Colosio, forsetaframbjóðanda
stjórnarflokks Mexíkó, i síðasta
mánuði.
Kenna Hussein um
Kúrdar kenna Saddam Hussein
um morðið á útlenda blaöamann-
inxun í Norður-írak.
Látinnlaus
Amerískur maöur frá Rauða
krossinum, sem var rænt af
vopnuðum Sómölum, var látinn
laus.
Villrannsókn
Afríska þjóð-
arráðið hcfur
krafist rann-
sóknar á morð-
um á níu
manns sem
framin voru í
óeirðum í Natal
sl. laugardag.
Ngjson Mandela segir Inkatha-
hreyfmguna bera ábyrgð á morö-
unum en á meðal þeirra sem voru
myrtir var fimm mánaða gamalt
barn.
Flóttamenn
Um tvö þúsund flóttamenn hafa
flykkst til Tappita í Liberíu sl.
tvær vikur.
AddisAbaba
Fimm flokkar i Eþiópíu hafa
samelnast gegn stjórnarflokki
landsins. Reuter
Flugslys viö Schiphol í Hollandi:
Þrír fórust og
þrettán slösuðust
Þrír fórust og 13 slösuðust alvar-
lega í flugslysi sem varð þegar hol-
lensk farþegaþota með 24 farþega um
borð hrapaði nálægt Schiphol flug-
vellinum í Hollandi í gær.
Flugvélin, sem var frá KLM Royal
Dutch flugfélaginu, var á leið frá
Shiphol til Cardiff í Wales þegar hún
hrapaði en flugmaðurinn hafði reynt
að lenda véhnni eftir að vélartrufl-
ana varð vart skömmu eftir flugtak.
Slysið er annað stærsta flugslysið
í HoUandi en það stærsta var þegar
E1A1 Boeing 747 vél hrapaði á íbúðar-
hús í Amsterdam árið 1992 og 47
manns létu lífið.
Þeir sem létust í slysinu voru flug-
maðurinn, sem var 37 ára gamall,
skosk kona og hollenskur maður.
„Viö vorum búin að vera í um það
bil 30 mínútur í loftinu þegar flug-
maðurinn tilkynnti um smá vélar- ■
truflanir. Þaö virtist allt vera í
stakasta lagi en þegar reynt var 'aö
lenda véUnni hallaði hún á hægri
hUðina og féll síðan beint niður,"
sagði 36 ára kona sem var farþegi
um borð.
Eldur kom upp í véUnni eftir að
hún hafði lent á engi skammt frá
flugbrautinni en hann slökknaði
íljótlega. „Vélin lenti á vinstri hUð-
inni og við það kom gat á hægri hlið
hennar. Flestir farþeganna komust
út um gatiö á eigin spýtur og hjálpar-
mönnum tókst að bjarga afganginum
af fólkinu," sagði yfirmaður slökkvi-
Uösins sem kom á staðinn.
Ekki er vitað um orsakir slyssins
en rannsókn er þegar hafin og búist
er við niðurstöðum fljótlega, að sögn
flugyfirvalda í Hollandi.
VéUn var af gerðinni Saab 304B og
var smíðuð í Svíþjóð fyrir þremur
árum. KLM hefur tólf slíkar vélar í
flugflotanum sínum og ekki hefur
Hjálparmenn rannsaka farþegaþotuna sem hrapaði nærri Schiphol flugvellinum i gær eftir að vélartruflana varð vart.
Símamynd Reuter
verið um vandræði vegna vélartrufl-
ana að ræða áður.
Sænska fyrirtækið Saab Aircraft
Corporation hefur sent íjóra menn
til Amsterdam til að hjálpa viö rann-
sókn slyssins en þetta er í fyrsta
skipti sem Saab 340 hefur hefur lerit
í slysi þar sem manntjón hefur orðið.
Reuter
Herteknu svæðin:
ísraelar undirbúa brottflutning
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
ísraels, sagði í gærkvöldi að tveim-
ur vikum eftir að endanlega hefur
veriö gengið frá samkomulagi við
PLO geti ísraelar flutt allt herlið
sitt frá Gazasvæðinu og Jeríkó.
Búist er við að Yasser Arafat, leið-
togi PLO, heimsæki Jeríkó í maí.
Nú er unnið að því hörðum hönd-
um að samkomulag um sjálfstjórn
verði í höfn 13. apríl eins og upphaf-
lega var gert ráð fyrir. Aðalsamn-
ingamaður PLO í Kaíró, Nabil Sha-
at, sagði að góður árangur hefði
náðst um lögreglulið Palestínu-
manna sem á að samanstanda af
níu þúsund manns.
Samkomulaginu milli stjórnar
ísraels og PLO, Frelsissamtaka Pa-
lestínu, um að senda útlenda eftir-
Utsmenn til Hebron á vesturbakk-
anum var ekki fagnað í ísrael. í gær
tilkynnti Likudbandalagið, sem er
hægri sinnaður flokkur, aö það
hefði farið fram á sérstakan þing-
fund í næstu viku til að ræða stefnu
stjórnarinnar á herteknu svæðun-
um. Róttækir hópar Palestínu-
manna hafa einnig gagnrýnt sam-
komulagið og segja að það muni
ekki koma í veg fyrir dráp á Palest-
ínumönnum. Reuter, Ritzau
Vladimir Zhírínovskí:
Varar Finna við
að ganga í N ATO
Zhírinovski við komuna til Finnlands
i gær. Símamynd Reuter
Finnlandi stafar engin ógn af Rúss-
landi. Þetta lagöi hinn umdeildi þjóð-
ernissinni, Vladimír Zhírínovskí,
áherslu á í heimsókn sinni í Helsinki
í Finnlandi í gær. Zhírínovskí varaði
þó samtímis Finna við því að ganga
í Atlantshafsbandalagið, NATO.
Hann fullyrti að Atlantshafsbanda-
lagið væri hernaðarbandalag sem
væri fjandsamlegt Rússlandi og aðild
Finna yröi fiandsamleg aðgerð. Zhir-
ínovskí lýsti því yfir í sjónvarpsviö-
taU á sunnudaginn að aðild Finna
gæti leitt til þess að þeir yrðu fall-
byssufóður ef stríð brytist út miUi
Rússlands og Atlantshafsbandalags-
ins.
í gær lagði þó Zhírínovskí áherslu
á að Finnar hefðu fullan rétt til að
taka sjálfir ákvarðanir. Hann sagði
jafnframt að undir sinni stjórn vUdu
Rússar hafa hlutlausa nágranna.
Zhírínovskí er í rússneskri þing-
mannanefnd sem er í Helsinki til að
ræða um möguleika Rússlands á að
ganga í Evrópuráðið.
fnb