Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 15 Um gjöld á nýjar bifreiðar: Fullyrðingar fjármálaráðherra Þann 21. mars sl. birtist í DV grein eftir Friörik Sophusson íjármála- ráðherra um bifreiðaskatta og framlög til vegamála. Þar tekur ráðherra réttilega fram aö stjórn- völd í öllum ríkjum Evrópu nýti sér bifreiðakaup almennings, og þau not sem almenningur hefur af einkabifreiðum, sem veigamikinn skattstofn. Hins vegar gefur ráð- herrann rangar og villandi upplýs- ingar þegar hann staðhæfir að á undanförnum árum hafi þróunin verið að draga úr skattlagningu á bifreiðakaup. Sé þetta athugað nánar kemur i ljós að frá árinu 1986 hafa gjöld á nýja bíla verið að hækka hér og erum viö nú meðal þeirra þjóða þar sem álögur ríkis- ins eru hvað mestar á nýjar fólks- bifreiðar og raunar með því hæsta sem yfirleitt þekkist á atvinnubif- reiöar. Óeðlileg stefna stjórnvalda Það er alls ekki sanngjamt að bera okkur saman við aðrar Norð- urlandaþjóðir, eins og ráðherra gerir, því álögur stjórnvalda þar hafa verið með þeim hæstu sem þekkjast í heiminum og aðstæður aUt aðrar en á íslandi. Eðlilegra væri að bera okkur saman við þau lönd þar sem mikilvægi bifreiða sem samgöngutækis er svipað og hér á landi. Hér í okkar stijálbýh er bíllinn eina samgöngutækið á landi og því nauðsynlegur almenn- ingi og atvinnulífi til að tengja hin- ar dreiföu byggðir landsins. Það er þvi óréttlát og óeðlileg stefna að hafa bifreiðina sí og æ að féþúfu. Meðfylgjandi tafla sýnir þróun aðflutningsgjalda (vörugjalda) á algengum fólksbifreiðum frá miðju ári 1986 til síðustu breytinga í júlí 1993. Hún sýnir að álögur á nýjar bif- reiðar hafa aukist á síðustu árum KjaHariiin bifreiðum á annan hátt og bætt sér þeirra. Sé tekið dæmi um meðal þannig upp minnkandi innflutning. Ef bifreiðainnflutningur væri svip- aður og í meðalári, eða u.þ.b. tvö- faldur á vdð það sem hann er í dag, fengi ríkið í tekjur 3-4 milljarða til vdðbótar og bifreiðaskattar væru orðnir kringum 20% af heildartekj- um ríkisins eða svdpað og þeir voru hæstir áður. Ef bifreiðainnflutn- ingur færi síðan aftur vel yfir með- altal yrði hlutfallið enn hærra. fjölskyldubíl, sem vegur 1100 kg, var gjald af honum á árinu 1988 4.565 kr. og er í ár 13.096 kr. en hefði verið um 7.500 kr. hefði gjald- ið fylgt þróun framfærsluvísitölu. Sjá töflu 2: Þegar skoðaður er ýmis alþjóð- legur samanburður er varðar álög- ur á bíla er ísland jafnan meðal efstu þjóða. Á það jafnt vdð þegar Utið er á tekjur ríkisins af bifreið- Sigfús Sigfússon formaður Bílgreinasambandsins enda hefur sala dregist mjög sam- an. Ekki er raunhæft að taka tölur um tekjur ríkisins af bifreiðum á þeim árum þegar innflutningur er í lágmarki og fullyrða að verið sé að draga úr skattlagningu, eins og ráðherra gerir í grein sinni, því tekjurnar hafa minnkað vegna samdráttar í innflutningi en ekki vegna lægri gjalda. Ef Utið er á bifreiðainnflutning 1993 kemur í ljós að það ár voru aðeins fluttir inn um 5500 nýir bílar sem þýðir að yfir 20 ár tæki að endurnýja fólksbílaflota lands- manna. Sé hins vegar miðað vdð vörubfiainnflutning tæki end- umýjunin tvöfalt lengri tíma. Ætla mætti að í kringum helm- ings minnkun innflutnings á bílum þýddi að hlutfall tekna ríkisins af þeim í heUd hefði rýmað en svo er ekki. Meðaltal síðustu 8 ára er 16,5% en reiknað er með að tekj- urnar verði 16,9% fyrir árið 1994. Ríkið hefur því náð inn tekjum af „Hér í okkar strjálbýli er bíllinn eina samgöngutækiö á landi og því nauð- synlegur almenningi og atvinnulííi til að tengja hinar dreifðu byggðir lands- ms. Ný gjöld og þróun þeirra Sem dæmi um ný gjöld má skoða hið svokallaða bifreiðagjald sem lagt er á bíla árlega eftir þyngd um sem hlutfall af heUdartekjum ríkissjóðs og meðalskattlagningu á mismunandi tegundir einkabif- reiða. Sigfús Sigfússon Greinarhöfundur segir þá stefnu óréttláta og óeðlilega að hafa bifreið- ina si og æ að féþúfu. Vandi bókaútgefenda „Útgefendur töpuðu alhr á jóla- vertíðinni" var fyrirsögn í Dag- blaðinu 17. mars sl. „Bóksalan rétt bjargaðist fyrir horn á síðustu ver- tíð. Það varð söluaukning í krónum talið en álagning vdrðisaukaskatts- ins á bækur gerði það að verkum að við stöndum í besta falli í stað hvað varðar seld eintök," segir einn útgefenda. „Það er ljóst að allir sem gáfu út bækur fyrir síðustu jól hafa tapað á þeirri útgáfu," segir ann- ar. Og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir að vonlítið sé að gefa út menningarlegar og metn- aðarfullar bækur, einkum verk nýrra höfunda sem óvíst er að selj- ist. Hinn þriðji ætlar að einbeita sér að útgáfu handbóka og orðabóka. Aðför að íslenskri bókaútgáfu Vissulega var það aðför að ís- lenskri bókaútgáfu þegar lánlaus ríkisstjórnin lagði vdrðisaukaskatt á bækur. Sú aögerð bitnaði þó ekki á útgefendum einum, heldur einnig á rithöfundum og öllum þeim sem aö bókagerð vdnna. Harmakvein útgefenda eru velþ'ekkt vdðlag vdð kveinstafi útgerðarinnar þegar lát verður á uppgripum. Þeir gleymast sem verkin vdnna. Það fólk á enga möguleika á að „standa í besta falli í stað“ á erfið- um tímum. Hvorki bankar né skattstjórar hlífa því. Það herðir KjaUaiinn 100-250 krónur stykkið. Og hvaða bækur eru þetta? Ljóðabækur ung- skáldanna eða bækur nýrra höf- unda eða þýðingar á perlum heims- bókmenntanna? Ó, nei. Þær bækur komu ekki út í risaupplögum enda ekki taldar söluvara í jólavertíð- inni. Þetta eru slúðursögur um samferðamenn, sem engan langaði að slúðra um, illa skrifaðar og ósannar. höfundi nauðsyn að eiga trúnað og umhyggju útgefanda síns. Þau skilaboð til rithöfunda frá að- þrengdum útgefendum að ekkert sé af þeim að hafa nema tapið þykja mér kuldaleg. Þaö er nú einu sinni svo að án höfundar verður engin bók og fjölmargar bækur skila umtalsverðum hagnaði, aðrar auð- vdtað ekki. Útgefendum væri frasælla að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og alþingismaður einfaldlega sultaróhna og bókaút- gefendur eru réttir til þess eins og aðrir. En áður en þeir grípa til að- gerða, ættu þeir að greina aha þætti vandans. Og þeir eru margir. Um langt árabil hefur bóksala veriö mikil. Forlögin hafa þanist út og fjárfest í steinsteypu í stað góðra höfunda, en fahð metnaðarlitlu fólki að setja saman metsöluslúður sem borga brúsann. Ólukkulegur afraksturinn hggur í haugum á svdgnandi borðum bókamarkaðanna. Doðrantar á „Útgefendum væri farsælla að kalla til liðs við sig lista- og fræðimenn, hlúa að nýliðum og veita þeim vinnufrið til að skrifa og þýða bækur sem læst fólk vill lesa en láta aðra um slúðrið.“ Ekkert einkamál útgefenda Rithöfundar eiga enga sök á þess- ari framleiðslu og þvi óréttlátt að refsa ungum höfundum fyrir tapið af henni. Ljóðabækur ungskáld- anna eru fyrirferðarhtlar þarna þó að trúlegra sé að nýstúdentar og fermingarbörn fái þær í skrautút- gáfu í fylhngu tímans en framhjá- halds- og fylhríssögur fræga fólks- ins. Það er nefnhega mikill mis- skhningur að fólk kjósi fremur lé- legt lesefni en gott. Það er einmanalegt starf að skrifa bók. Þess vegna er það hverjum kalla th hðs vdð sig hsta- og fræði- menn, hlúa að nýhðum og veita þeim vdnnufrið th að skrifa og þýða bækur sem læst fólk vhl lesa en láta aðra um slúðrið. Bókmennta- verk eru sjaldan unnin í hjáverk- um. Stundaríjárhagsvandi útgefenda er ekkert einkamál þeirra. Vandinn er okkar ahra. Afkoma okkar öh stendur og fehur með þvd að íslend- ingar haldi áfram að hugsa og skrifa á íslensku. Annars tapa ekki aðeins útgefendur, heldur þjóðin öh. Guðrún Helgadóttir ■ jákvæðum til- „Hvers vegna eiga yf- irvöld að hafa m vdt fyrir neyt- endum? Er- lendis eru bjór- og áfcngisaug- lýsingarhafð- ar á öllum Halldór Skaftason, íþróttavöhum veitingasflóri i Perl- og þær koma unnl- fram hér á landi - m.a. í beinum útsendingum þegar verið er að sýna frá erlendum leikjum í knattspyrnu. Auk þess birtast áfengisauglýsingar i öllum er- lendum timaritum sem seld eru hér á landi. Vínframleiðendur erlendis eiga gjarnan heh íþrótta- félög og sá ágóöi sem hlýst af þeirri starfsemi er notaður til uppbyggingar i íþróttastarfi. Þetta er þvi notað í jákvæðum tilgangi. Áfengisauglýsingar þurfa ekki að auka drykkju en þær myndu beina neytendum aö ákveönum tegundum. Vin er ekki bara vin. Ef þaö væri leyfilegt aö auglýsa víntegundir eða meðferð þeirra, gæði þeirra og almennt um hvernigþau eru búin th væri hægt að gera neytendur að meira smekkfólki. Ég er ekki í vaía um að þetta yröi til bóta. Áfengisaug- lýsingar yrðu sjálfsagt söluauk- andi að einhveiju leyti en hvort þær myndu almennt hafa sölu- aukandi áhrif veit ég ekki. Ef þú ætlar þér að drekka vín þá nærðu þér í það.“ Stuðla að auk- inni áfengis- „Afengis- auglýsingar stuðlaaðauk- irrni áfengis- neyslu, jafn- vel þeirra sem síst skyldi, það er unga fólksins. Sem dæmi Ólafur Haukur umhvaðerað *mason, tormaður gerasti kring- Afengisvarnaráðs. um okkur er vínframleiösluþjóð eins og Frakkar búin að banna áfengisauglýsingar í ljósvaka- miðlum, Þetta segir okkur að þjóð þar sem vinyrkja er veigamikh atvinnugrein hefur lagt út á þessa braut. Frakkar myndu ekki banna þetta ef auglýsingarnar stuðluðu ekki að vandræðum vegna áfengisdrykkju. Þaö er greinhegt að menn væru ekki að auglýsa áfengi ef þeir byggjust ekki við aukinn sölu á þeirri vöru sem þeir eru að vekja athygli á. Ef það geröi þaö ekki væri engin ásókn í að auglýsa áfengi. Þetta byggist á því að framleiöandinn eöa innflytjandinn reiknar með að þetta færi þeim aukinn gróða. Þetta eru eingöngu hagsmunir ákveðinna aðha. Tjónið sem áfengið veldur greiða þeir ekki. Áfengismeðferð eða tjónabætur af völdum áfengistengdra slysa eða óhappa greiða auglýsendur ekki heldur þjóðin öh. Auglýsing- ar benda ungu og óráönu fólki á að áfengi sé bara venjulegur neysluvamingur. Áfengi er ekki hægt að bera saman viö neyslu- vörur sem ekki valda Ðkn. Það er hins vegar hægt að bera saman vdöönnurvímuefni." -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.