Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 24
32
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994
Sviðsljós
f hringiðu helgarinnar
Það var margt um manninn í Húsdýragarðinum síðastliðinn laugardag
en þá stóðu nýbúar á íslandi fyrir páskaleik fyrir börnin sem fólst í því
aö finna falin egg sem voru fagurlega máluð.
Smáfólkið sem mætti á fimm ára afmæli Kolaportsins fékk helíumblöðr-
ur og smágjafir í tilefni dagsins sem trúðar og ýmsar kynjaverur af-
hentu. Hér færir ein slík vera Óttari Hrafni Kjartanssyni blöðru.
Síld og fiskur átti hálfrar aldar afmæli þriðjudaginn 5. apríl og var því
öllu starfsfólki fyrirtækisins haldið hóf í Þingholti á Hótel Holti. Á mynd-
inni er hluti af veislugestum. Frá vinstri, Mjöll Vermundsdóttir, Anna
María Bjarnadóttir, Bjarni Bjarnason, Anna Kristjánsdóttir, Maggý
Valdimarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon, Anna Arnardóttir og Run-
ólfur Bjarnason.
Árna Sigfússyni, núverandi
borgarstjóra, leist vel á hjólin sem
voru til sýnis á Mótorhjólasýningu
Bifhjólasamtaka lýðveldisins,
Sniglanna, í Laugardalshöllinni yf-
ir páskana, hér sýnir hann Mark-
úsi Emi Antonssyni, fyrrverandi
borgarstjóra, hvemig mótorhjóla-
töffarar bera sig að.
Hann Bergur Hallgrímsson, fiskverkandi frá Fáskrúðsfirði, lætur ekki
íslenskt vetrarveður aftra sér frá því að koma í bæinn með síldina sína
sem hann selur grimmt um hveija helgi í Kolaportinu.
Stefán Hannesson kom í Húsdýra-
garðinn laugardaginn fyrir páska
til að leita að svonefndum gulleggj-
um. Fyrir hvert gullegg fékk
finnandinn súkkulaöipáskaegg frá
Nóa Síríusi í verðlaun. Það voru
nýbúar á íslandi sem stóðu fyrir
þessum skemmtilega páskaleik.
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
sfjóri Umferðarráðs, fékk aðstoð
hjá Árna Sigfussyni borgarstjóra
við að klippa á keðju þegar opnuð
var Mótorhjólasýning Bifhjóla-
samtaka lýðveldisins í Laugardals-
höll. Keðjan gegndi hlutverki borða
og þótti eiga betur við í þessu til-
viki.
Sýningin „Blaðaljósmyndir 1993“, sem haldin er af Blaðamannafelagi Is-
lands og Blaðaljósmyndarafélagi íslands, var opnuð um helgina og stend-
ur hún til 13. apríl. Við opnunina voru veittar viðurkenningar fyrir „por-
tret“ Brynjar Gauti Sveinsson / DV, „opinn flokk“ Árni Sæberg /
Morgunblaðinu, „fréttasyrpa“ Gunnar V. Andrésson / DV, „íþróttir“
Bjarni Eiríksson / Morgunblaðinu, „daglegt lif“ og „mynd ársins“
Kristinn Ingvarsson / Morgunblaðinu. Á myndina vantar Ragnar Axels-
son / Morgunblaðinu, en hann fékk viðurkenningu fyrir „fréttamynd".
Á skírdag opnaði Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndasýningu í Stöðla-
koti. Sýningin ber nafnið „In memoriam" og er hún tileinkuð vinum sem
smitaðir eru af eyðniveirunni. Fegurð og friðsemd ríkir yfir myndunum
á sýningunni sem teknar eru í kirkjum og kirkjugörðum á Ítalíu og ís-
lcmdi. Á myndinni eru Halldóra Friðjónsdóttir, Sigríður Guðmundsdótt-
ir, Inga Sólveig og Sigríður Ragna Kristjánsdóttir.
Guðjón Einarsson, fyrrverandi
blaðaljósmyndari, skoðar hér
fréttasyrpu Gunnars V. Andrés-
sonar ásamt Eygló Stefánsdóttur,
safnverði Tímans. Guðjón var læri-
meistari Gunnars í byrjun ljós-
myndaferils hans.
Mikið var um að vera í Kolaportinu laugardaginn 2. apríl en þá var hald-
ið upp á fimm ára afmæli þess. Fjölbreytt skemmtidagskrá var allan dag-
inn svo sem trúðar, harmónikuleikarar og listamenn úr Kramhúsinu
sem sáu um að halda uppi stemningu með dönsum og trumbuslætti.
Sýning Þóru Þórisdóttur í Portinu í Hafnarfirði vakti talsvert umtal og
reiði meðal fólks vegna þess að í upphafi sýningarinnar var lambi slátrað
til að minna okkur á að gjaldið fyrir páskasteikina er dauði lambsins og
að Jesús líkti sér við páskalambið, hann eins og það var getinn og fædd-
ur til að deyja. Lambið var síðan haft sem eitt af sýningargripunum.
Sýningin stóð aðeins yfir páskahátíðina. Hér ræðir Þóra Þórisdóttir, til
hægri, við Hilmar Sædal Þorvaldsson Og Sigrúnu Aðalsteinsdóttur.