Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994
7
Fréttir
íslendingurinn var tekinn á aðalbrautarstöðinni í Amsterdam:
A yf ir höfði sér allt að
fjögurra ára fangelsi
Eyþór Eövarðsson, DV, Hollandi:
íslendingurinn sem var handtek-
inn 17. mars síðastliðinn í Amster-
dam með 300 grömm af kókaíni, eins
og greint var frá í DV í gær, hefur
verið úrskurðaður í 30 daga gæslu-
varðhald þar í landi en hann hafði
þegar verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 10 daga.
Hann var handtekinn á aðalbraut-
arstööinni í Amsterdam með sex
poka af kókaíni og nokkurt magn af
estacypillum. Hann getur átt yfir
höfði sér tveggja til fjögurra ára fang-
elsi. Hann er hafður í haldi í fangelsi
í Harlem sem er borg í um 20 km fjar-
lægð frá Amsterdam.
Að sögn heimildarmanns DV á
upplýsingaskrifstofu lögreglunnar í
Amsterdam stendur ekki til að fram-
selja íslendinginn til íslands. Það sé
ekki venja í málum sem þessum.
Þetta er fyrsti íslendingurinn sem
kemur fyrir rétt vegna fíkniefnamáls
í Amsterdam, að minnsta kosti síð-
astliöin tíu ár. Eins og greint var frá
í DV fyrir páska hefur hann áður
komið við sögu í fíkniefnamálum en
hann var tekinn fyrir tveimur árum
í Danmörku með um 500 grömm af
hassi.
í Amsterdam kostar grammið af
kókaíni um 180 gyllini eða 7200 ís-
lenskar. Hér á landi kostaði það fyrir
nokkru 10 þúsund krónur. Sé efnið
hins vegar gott er hægt að skera það
niður og rúmlega tvöfalda verðgildi
þess þannig að verðmæti efnisins,
sem hald var lagt á í Amsterdam,
gæti veriö á 8. milljón ef það er ríkt
að „gæðum“.
Eins og fyrr greinir á íslendingur-
inn yfir höfði sér tveggja til fjögurra
ára fangelsisdóm. Samkvæmt hol-
lenskum lögum fá seljendur sterkra
eiturlyfja lágmark þriggja ára fang-
elsisdóm en burðardýr fá tvö ár.
Hversu mikið magn skiptir máli þeg-
ar tillit er tekið til refsingar en í öll
skipti liggja þungar fjársektir við
brotum sem þessum.
Áætlaður hagnaður af eiturlyfja-
sölu í Hollandi er um 2,5 til 4,6 millj-
arðar gyllina á ári sem er um 7 til
18 prósent af hagnaði af eiturlyfja-
sölu. 60 prósent fanga í hollenskum
fangelsum sitja inni vegna fíkniefna-
brota.
-PP
MARMOROC
STEINKLÆÐNING
A L U C O L I C
ÁLKLÆÐNING
C A P E
PLÖTUKLÆÐNING
VERKVER
Síðumúlo 27, 108 Reykjavik • "S 811544 • Fax 811S4S
Vopnaflörður:
Eiturefni á haugunum
Ari Hallgrímsson, DV, Vopnafirði:
Talsverðu magni af eiturefnum,
sennilega formahni, hefur verið ekið
frá Fiskimjölsverksmiðjunni Lóni á
haugana hér á Vopnafirði. Þetta er á
svæði sem verksmiðjan hefur til að
geyma alls konar járnarusl sem alltaf
fellur til en ýmislegt annað er sett
þarna eins og nú hefur komið í ljós.
Þetta er vitavert kæruleysi því
svæðið er með öliu ógirt og allir hafa
greiðan aðgang að því. Töluvert er
um að krakkar leiki sér þarna þó það
sé bannað.
Þá er þetta líka vinsælt æfinga-
svæði skotmanna og þarf varla að
nefnda afleiðingarnar ef skotið verð-
ur á tunnur sem geyma eiturefnin.
Það er því mikil slysa- og mengunar-
hætta af þessum tunnum þarna.
Eiturefnatunnurnar á haugunum á Vopnafirði.
DV-mynd Ari
Grandi fékk 4,7
milljomr i arð
ið vakti athygli að nokkrum væðingamefndar, sagði í samtali þess að vera með bréfin í
Þaö vakti athygli að nokkrum
dögum eflir að hlutur ríkisins í
Þormóði ramma var seldur Granda
hf. fyrir 86 milljónir króna kom í
ljós að hluthafar Þormóðs ramma
fengju greiddar 10% arðgreiðslur.
Fullvíst má telja að stjómartiliaga
þess efnis verði samþykkt á aðal-
fundi í vor. Þormóður rammi skil-
aði 111 miljjóna króna hagnaöi á
síðasta ári. í stað ríkissjóðs eru það
því Grandamenn sem fá arðgreiðsl-
umar, sem í þeirra tilvíki eru 4,7
milljónir króna, en arðgreiðslur
eru miðaöar viö nafhverð hluta-
bréfa.
Jón Ragnar Blöndal, ritarí Einka-
væðingarnefndar, sagði í samtah
við DV að áður en ákveðið var að
sefia hiut ríkisjóðs í Þormóði
ramma heföí veriö Ijóst að hagnað-
ur yröi af rekstri ársins 1993 og all-
ar líkur á að kæmi til arðgreiðslna
til hlutliafa Aðspurður um hvort
ekki hefði veríð eðlilegra að bíða
með söluna fram yfir aðalfund kvað
Jón svo ekki vera. „Arðgreiðslum-
ar komu engum á óvart og verð-
lagning bréfanna tók fuht tillit til
þeirra. Ef ríkissjóður hefði beðið
fram yfir aðalfund og fengiö arðinn
greiddan heföi gengi bréfanna
lækkað. Það var hagkvæmara fyrir
ríkissjóð að gera þetta svona í stað
þess að vera meö bréfin í söiu fram
á haust,“ sagði Jón Ragnar.
Verðbréfafyrirtækið Handsal sá
um sölu ríkissjóðs á 16,5% hlut í
Þormóði ramma. Pálmi Sigmars-
son hjá Handsali sagöi við DV að
við söluna hefði verið reiknað með
10% arðgreiðslum eftir rekstur síð-
asta árs án þess að ganga út frá því
sem forsendu. „Stjómvöld litu á
væntanlegar arögreiöslur sem
hvatningu til kaupa fyrir fjárfesta
og þar með meiri möguleika á að
geta selt hlutabréfin. Þetta var gert
frekar en að sitja uppi með óseljan-
leg bréf eftir aðalfund," sagði
PálmL -bjb
Svefnsófar handa fermingarbörnum
í miklu úrvali á verði fyrir alla.
Teg. Kristine með rúmfataskúffu
Kr.
Teg. Silly með rúmfataskújfu
Kr. 22.670,-
Sparið ykkur sporin og komið í stœrstu
húsgagnaverslun landsins og sjáið hið
mikla úrval affallegum húsgögnum.
Húsgagnahöllin
BILDSHÖFÐA 20
91-681199