Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 Fréttir Kratar hyggjast stofna Jafnaðarmannafélag íslands: Stofnendur eindregnir félagshyggjusinnar - segir Sigurður Pétursson, einn úr hópnum Um miðjan aprílmánuð stendur til að stofna Jafnaðarmannafélag ís- lands innan Alþýðuflokksins. Félag- iö hefur fengið grænt ljós frá flokks- forystunni og veröur félagsskapur- inn starfræktur á landsvisu innan flokksins. Áhersla veröur lögð á verkalýðs-, neytenda- og félagsmál. Félagið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið í 10 til 15 manna hópi. Þar hafa verið fremst í flokki Lára V. Júlíusdóttir, Jón Baldur Lór- ens, Aðalsteinn Leifsson, Jón Þór Sturluson og hjónin Sigurður Péturs- son og Ólína Þorvaröardóttir. Sigurður Pétursson sagði í samtali við DV að markmiðið með stofnun félagsins væri að styrkja málefna- grundvöll Alþýðuflokksins. „Hugmyndin hefur fylgi bæöi inn- an Alþýðuflokksins og á meðal fólks utan hans sem telur sig vera jafnaö- armenn en hefur ekki fundið sig í starfi Alþýðuflokksins. Tilgangur fé- lagsins er að efla umræður um jafn- aðarstefnuna. Alþýðuflokkurinn er rétti vettvangurinn fyrir slíka um- ræöu og við viljum breikka grund- völl flokksins miðað við hvernig hann hefur verið síðustu misseri," sagði Sigurður. Aöspurður hvort verið væri að storka flokksforystunni sagði Sig- urður slikt ekki vera, en margir hafa talið flokkinn vera að fjarlægjast jafnaðarstefnuna í ríkisstjómarsam- starfinu og hafa þurft að gefa eftir í ýmsum málum. „Fólk vill kannski breyta þeim áherslum sem Alþýðuflokkurinn hefur staðið fyrir undanfarin ár. Þeir sem standa að félaginu em eindregn- ir félagshyggjusinnar," sagði Sigurð- ur og taldi undirbúningshópinn það fjölbreyttan að ekki væri hægt að tala um vinstri eða hægri sveiflu meö stofnun félagsins. Af þeim sem undirbúiö hafa stofn- un félagsins hefur, að sögn Sigurðar, þriðjungur komið frá Sambandi ungra jafnaðarmanna, þriðjungur úr hópi eldri krata og þriðjungur utan flokksins. Fjöldi félagsmanna í dag er um 30 en stofnfundurinn er áætl- aður 14. apríl nk. í Reykjavík. -bjb Kristinn Guðnason og Guöni Kristinsson fyrir utan turninn sem er 25 metra hár og stórhættulegur i roki. DV-myndir Jón Skarö í Landsveit: Ellefu milljóna hey- metisturn ónýtur - skapar stórhættu eins og hann er Jón Þóröarson, DV, Rangárþingi: „Það var fyrir um þremur árum sem tuminn fór að leka. í ljós kom að allt kítti og þéttingar reyndust ónýtar og tuminn því ónothæfur og hefur ekki verið notaður síðan,“ segja feðgarnir Guðni Kristinsson og Kristinn Guðnason, bændur í Skarði í Landsveit. Ákveðið hefur verið að heymetis- tum, sem keyptur var að búinu 1984 fyrir 3 millj. króna, verði gefinn mönnum sem hyggjast nota eining- amar sem hann er byggður úr til fiskeldiskerasmíði. Sé verð tumsins reiknað upp til dagsins í dag er það tæpar 11,2 milljónir króna. „Sennilegasta skýringin er sú að þessir tumar þola einfaldlega ekki íslenska veðráttu. Þeir vom þó við- urkenndir til notkunar hér á landi. Hreyfingin á þeim í roki er einfald- lega of mikil og svo smýgur vatnið auðvitað alls staðar inn með tilheyr- andi frostskemmdum," segir Guðni. Frá því lekinn komu í ljós hafa þeir reynt aö fá Glóbus-umboðið, sem seldi þeim tuminn, til að gera við hann en það hefur ekki gengið. „Okkur var sagt að tuminn mundi standa í 60 ár án þess að það þyrfti aö líta á hann og þess vegna höfðum við áhuga á að seljandinn tæki að sér viðgerðina sem kostar ekki minna en 1 'A milljón og alveg ófyrirséð hvaö hún dugar lengi, þetta er hönnun sem ekki gengur. Umboðið féllst hins vegar aðeins á að greiða efnið í við- gerðina sem er ekki nema brot af heildarkostnaði," segir Kristinn. Lífshætta af turninum . 6. febrúar sl. gerði ofsaveður og þá beyglaðist tuminn mikið af völdum roks. Fjóla Runólfsdóttir, húsfreyja á bænum, var í fjósinu þegar veðrið var sem verst og sagði að sér hefði ekki orðið um sel þegar hún sá dag- inn eftir að turninn hafði beyglast, því hjnn gnæfir yfir fjósið í sinni 25 metra hæð. Það hefur gerst á tveimur stöðum á landinu að slíkir turnar hafa fokið um koll og mesta mildi er að ekki hefur hlotist af því stórslys. Því var ákveðið að fjarlægja turn- inn til að hann færi ekki að drepa menn og skepnur en á síðustu stundu var hætt við það og ákveðið að fisk- eldisfyrirtæki í grenndinni fengi að hirða hann gegn því að sjá um að rífa hann með öruggum hætti og greiða fyrir kostnað sem af því hlýst. „Það hefði verið stórhættulegt aö fella turninn og ég hefði ekki þorað annað en að taka allar skepnur út úr nærliggjandi húsum á meðan svo ég varð mjög fegin að þessi leiö skildi vera farin,“ segir Fjóla. Tuminn er tryggður fyrir 10 millj- ónir en aðeins er reiknaö með að 1 'A milljón verði bættar af tryggingum. „Ef við létum þetta drasla og turn- inn fyki einn góðan veðurdag má búast við að þetta fengist allt bætt en auðvitað kemur ekki til greina að gera slíkt,“ segir heimilisfólkiö í Skarði. Lánin sem tekin voru út á tuminn á sínum tíma standa í hálfri annarri milljón króna. Nemendur í MH þurfa ekki að sakna Auðar í síðasta tölublaði Pressunnar birtist klausa þar sem látið er að því liggja að undirrituð, leiklistar- gagnrýnandi DV, hafi skrifaö leik- dóm um sýningu nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlíð án þess að hafa séö hana. Ekki er Ijóst hvort ummæli þessi voru kokkuð upp á ritstjóm Press- unnar eða hvort þau era frá nem- endum í MH komin. Hins vegar er það víst að eitt símtal til mín hefði nægt ábyrgum fréttamiðli til að komast að raun um að hér var far- ið með staðlausa stafi. Auðvitað sá ég sýninguna (mánu- daginn 21. mars), enda óhugsandi að skrifa gagnrýni um sýningu sem maður hefur ekki séð, hvaö svo sem menn á ritstjóm Pressunnar kunna að halda. Hvaö varðar nemendur í MH þá var forsvarsmönnum leikhópsins, sem hringdu tvisvar í mig, full- kunnugt um að ég ætlaði að sjá sýninguna þetta umrædda kvöld þar sem ég átti þess ekki kost að mæta á framsýningu. í miðasölu kynnti ég mig með nafni og tiltók fyrir hvaða fjölmiðil ég væri þama, fékk afhentan (ókeypis) aðgöngu- miða og stúlkan, sem afgreiddi mig, merkti við á lista. Um þaö bil viku seinna hringdi einhver sem sagðist vera frá skóla- blaði MH í mig og yfirheyrði mig í þaula um sýninguna undir því yf- irskini að hann væri að efna í við- tal. Ég leysti ljúfmannlega úr spurningum hans, þó að sumar þeirra væra sannast sagna ansi nálægt því að vera alveg út í hött, eins og spumingar um það hvar ég heföi setiö, hvort ég hefði þekkt einhverja í áhorfendahópnum og hvort einhver á heimili mínu hefði séð sýninguna! í lokin var þetta farið að líkjast þriðju gráðu yfir- heyrslu. Af framansögðu má ljóst vera, að allar vangaveltur um að ég hafi ekki verið á staönum eru „stórlega ýktar“. Hvort sem umrætt símtal hefur í raun verið frá skólablaði MH eða hugsanlega einhveijum tengdum Pressunni, þar sem fyrr- greind klausa birtist, er ljóst að í henni er reynt að vega að starfs- heiðri mínum með því að koma ósönnum söguburði á flot. Hlýtur slíkt athæfi að teljast vansæmandi, hver sem í hlut á. Auður Eydal Sandkom i>v Drepast í rassg... Heiðar Jónsson snyrtirsvaraði „snyrrih’ga" í Eintaki á diig- unuinefhahn var fonginn ti! . aötjásigþnr utn íþrótiirog iðkun jtcirra. Um hestamenn sagðíhann: ,,&egarnienn v eldast hossast þeirtímunum saman blindfullir á íslensku trunt- unni ogeru að drepast í rassgatinu." Golfarar fengu sitt: „Ekki er látið þar við sitja heldur farið út í fallega nátt- úruna og gerðarbolur. Menn standa síðan eins og hálfvitar og munda ein- hverjar stangir, lemjandi kúlur ofan f holurnar.“ Heiðar skilur heldur ekkert í þeirriáráttu manna að hafa gaman af að sparka í bolta og upplýs- ir sj álfur að íþróttamannslegan vöxt sinn geti hann m.a. þakkað þvi að hann hafi fengið næga hreyfingu við bústörf þegarhann varí sveitaskóla. íslenskt, já takk! Presturikaup- staðaustanAk- ureyrár.mun liafaveriðmik- il! áhngamaöur um keöjuhréf þegai-sátárald- urgeisaðihérí vetur. Klerkur átti m.a. erindi ánortaustur- liorn iandsins : oglétsighafa . þaðaðbijótast milli byggðarlaga í ófærð og vondu veöri til þess eins að selja keðjubréf. Þegar hann fórsvo að ræða við heimamenn upplýsti hann aö hann væri líka þátttakandi í erlendum „keðjum“. Hins vegar tók hann það skýrt fram að hann vildi frekar spila ííslenskukeöjunni. „íslensktjá takk,“ sagði klerkur og brosti blítt. Rófan brotnaði Morgunblaöið . feraldrei troðnarslóðíri fréttafíutningi sínumogþaö var ekkilaúst j viðaðmonnuni yrðibiltviðer þeir lásu é Íjiróttasíður blaðsinsá þriðjudagisíð- ustuviku.Þar varm.a.sagt frá þvi að ein af handknattleiksstúlk- um Fram heíði rófubrotnað i leik gegn Víkingi og myndi ekki leika með á næstunni. En þegar betur var að gáð var e.t.v. engin ástæða til að vera hissa. Stúlkan sem um ræðir er dótt- ir hjónanna Sigríðar Sigurðardóttir og Guðjóns Jónssonar sem bæði eru kunn af afrekum sínum á handbolta- vellinum, ogGuðjón þótti veramikill „refur" í öllum leik sínum. Undirritaður hefurgert tals- vertaðjtvíund- ; anfariðaðiiaiá samtiand við fólksemhefur afskiptiaf sveitarstjóni-; armálum, JieitTaerhHÍa aðfáuppgeíha framboðslista vegna kosning- annaivor.í framhaldi af því hefur svo verið spjallað og talið gjarnan borist að framboðslistum andstæðinganna. Til undantekninga má telj a ef viðmæl- andinn hefur þá ekki hafið mikinn söng um hversu erfiðlega gangi hjá andstæðingunum að koma saman listum sínum, þar sé h ver höndin upp á móti annarti, erfitt að fá fólk á list- ana o.s.frv. „En beröu mig ekki fyrir þessu“ hefur svo gjaman verið vjð- kvæðiðílokin. Umsjón: Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.