Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 9 r>v Útlönd Játvarðurí Yngsti sonur Elísabetar Bretadrottn- ingar, Játvarö- ur prins, er genginn út. Prinsinn, sem er þrítugur aö aldri, hefur að undanfómu átt vingott viö 29 ára gamla konu, Sophie Rhys-Jones að nafni, og nú hefur verið ákveð- ið að brúðkaup þeirra verði hald- ið í sumar. Athöfnin, sem verður látlaus og einfóld, mun fara fram í lok júlí eða byrjun ágúst. Frá þessu var skýrt í breska blaðinu Sunday Express nú um helgina en blaðið byggir fréttina á ein- staklingi sem þekkir vel til kon- ungsíjöiskyldunnar. Ekki hafa borist nein viðbrögð frá Bucking- ham-höll við þessari frásögn í Sunday Express. Hjónaefnin eyddu páskunum í Windsor-kastala vestur af Limd- únum ásamt drottningunni og herma fregnir að tækifærið hafi verið notaö til að uppfræða ungfrú Rhys-Jones um ýmsa siði og venjur í bresku konungsfjöl- skyldunni. Játvarður er eina bam drottíngarinnar sem enn er ógift en hjónabönd Karls, Önnu og Andrésar hafa ekki verið neinn dans á rósum eins og marg- oft hefúr komið fram. BrianJones varmyrtur Gítarleikarinn í Rolling Stones, Brian Jones, sem fannst látinn í sundlaug sinni fyrir nær 25 árum, var myrtur, að því er bresk dag- blöð greindu frá um helgina. Greint er frá þvi að einn eða jafn- vel tveir aðilar, sem Jones þekkti, hafi myrt hann með því að halda höföi hans niðri í vatninu. Vitnað er í meinta játningu á dánarbeði og rannsóknir höfunda tveggja bóka um málið. BurtReynolds þjáistaf stressi Leikarinn Burt Reynolds hneig niöur við upptökur á þættinum Evening Shade, þar sem hann fer með aðalhlutverkið, í síöustu viku. Leikarinn var fluttur í skyndi á sjúkrahús enda kvartaði hann sáran undan svima og verkjum í brjósti. Við skoðun kom í ljós að ástæða verkjanna var stress. Madonna hneykslar „Ég gaf hon- um nærbux- urnarmínaren hann vildi ekki einu sinni þefa af þeim,“ sagði poppsöngkon- an Madonna eftir að hafa komið fram i viðtalsþættí iýá David Letterman á CBS-sjón- varpsstöðinni um páskana. Popp- goðiö fór ófógrum orðum um stjórnanda þáttarins en söngkon- an sagði að meðaltali dónalegt blótsyrði aðra hverja mínútu í þeir 40 mínútur sem útsendingin stóö. Auk þess að vilja tala um nærbuxur sfnar sem áður er vitn- að til sagði Madonna Letterman og gestum hans frá því hvernig hún gerir þarfir sínar í sturtu- kleíanum. Poppstjaman mætti i viðtahð 1 dökkgrænum flauelsfótum með svart hár og þrátt fyrir aö vera lítt hrifinn af stjómandanum þrá- aðist hún við að yfirgefa stúdíóið þegar tími hennar var á enda. Fyrir bragðið fór dagskráin hjá CBS eilitið úr skorðum Keuter HVERS VEGNA AÐ KAUPA DÝR.T LYF, ÞEGAR SAMSKONAR LYF BÝÐST MUN Ó DÝRARA? Enginn skyldi greiða meira fyrir vöru en nauðsynlegt er. Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir greiða lyfm sín. Verðlagning og markaðssetning lyfja er flókið mál sem ekki er auðvelt að átta sig á í fljótu bragði. í þessari auglýsingu er leitast við að skýra einn þátt sem miklu máli skiptir í verðlagningu lyfja. Þegar sama virka lyfjaefnið er skráð undir mismunandi lyfjaheitum, frá mismunandi framleiðendum, eru þau lyf kölluð SAMHEITALYF. Þetta eru lyf sömu tegundar, samskonar lyf. Þau eru ekki aðeins markaðssett hvert undir sínu heiti, heldur eru þau einnig í ólíkum umbúðum. Lyfin eru engu að síður talin jafngild (bio-equivalent) af heilbrigðisyfirvöldum, enda gerðar til þeirra nákvæmlega sömu gæðakröfur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samheitalyf geta veríð á afar mismunandi verði og stundum er sá munur margfaldur. Læknirinn ber ábyrgð á lyflagjöf til sjúklings. Hann ákveður ætíð hvaða lyfi hann ávísar. Með því að merkja (R) við tiltekið lyfjaheiti, ákveður læknirinn að eingöngu skuli afgreiða hið tiltekna lyfjaheiti til sjúklings. Merki læknir hinsvegar bókstafinn (s) við lyfjaheitið, heimilar hann að sjúklingur fái afgreitt ódýrasta samheitalyfið. Læknar hafa því afar mikil áhrif á lyfjakostnað sjúklinganna, og ekki síður samfélagsins, þar sem hlutur þess er oftast mestur. Þetta vita læknar, þetta þarf almenningur líka að vita. Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjónustu. Merki læknir bókstafinn (R) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn(S)við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. HEILBRIGÐIS' OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.