Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 32
i Frjálst,óháð dagblað Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Hann Sigurður F. Þorvaldsson var að gera klárt fyrir grásleppuvertíðina á Hvammstanga um páskana en slæmt veður hefur komið í veg fyrir mikla sjósókn. DV-mynd G. Bender Verkfall meinatækna haíið: Neyðarvakt á spítölunum Verkfall meinatækna hófst á mið- nætti í nótt. Svokölluð stórhátíða- vakt verður á Borgarspítalanum og Landspítalanum meðan verkfallið stendur og verða því aðeins íjórir meinatæknar á vakt á hvorum stað. Þungt haldinn eftir bílveltu hann út úr bílnum í veltunni og slas- aðist alvarlega á höfði. Var hann fluttur í skyndingu á Borgarspítal- ann og gekkst þar undir aðgerð. Bíl- stjórann sakaði ekki en hann var í bílbelti. Bíllinn lenti í krapi með þeim aíleiðingum að bílstjórinn missti stjórnáhonum. -hlh Ungur maður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Borgarspítalans eft- ir að fólksbíll sem hann var farþegi í fór út af veginum og valt niöur bratta brekku skammt frá Blöndu- hlíð í Langadal á páskadag. Maður- inn hafði lagst til svefns í aftursætinu stuttu áður en slysið varð. Kastaöist / r* > X / Snjóflóð féll arbústaða „Það sem allt snýst um núna er að það féll snjóflóð á sumarbú- staðahverfið í Tungudal. Mér skilst að það hafi fallið flóð á nánast alla bústaðina. Ég veit ekki nákvæm- lega um skemmdir en mér skilst að þær séu mjög miklar. Það munu hafa verið fiórar manneskjur í tveimur bústaðanna en það fólk er fundið núna og það er verið að hringja útí sumarbústaðaeigendur til að ganga úr skugga um hvort fleiri hafi verið í bústöðum þegar flóðíð reið yfir. Leitarflokkar með sporhunda eru að leita af sér allan vafa hvort svo hafi verið,“ sagði Eggert Stefánsson hjá SVFÍ í sam- tali við DV ó níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum DV komu maður og kona um klukkan 6 í morgun aö Bræðratungu, sam- býli fatlaðra í Tungudal, og leituðu þar hjálpar. Þau voru bæði mjög Tungudalur Snjóflóð Skutuisfjbraut I Sumarbústaðal í Tungudal ~\ Skíðasvæði á Seljalandsdal blaut og hrakin og konan skorin. Þau sögðu að snjóflóð hefði fallið á bústað sem þau dvöldu í í Tungu- dal. Lögregla var látin vita.og hringt í sjúkrabíl sem flutti þau í sjúkrahúsið á ísafirði. Ljóst er að tvö snjóflóð höfðu fali- ið á ísafjörö þegar blaðiö fór í prentun í morgun, annað á sumar- bústaðahverfið • og skíðasvæðið á Seljalandsdal en hitt á Skutuls- fiarðarbraut sem liggur milli byggðarinnar á Eyrinni og nýrrar byggðar í fjarðarbotninum. Eggert segir ljóst að skemmdir hafi orðið á lyftum á skiðasvæðinu og samkvæmt u'pplýsingum frá Orkubúi Vestíjaröa datt rafmagn út hjá notendum i Tungudal laust eftir klukkan 6 í morgun. Mikill snjór hefur fallið á Ísafirðí síðan í gærk völd og er talið að mik- il snjóflóðahætta sé á öllu svæðinu. Ekki náðist í neinn hjá almanna- varnanefnd i morgun þar sem hún sat á stífum fundum. Þó er ljóst að farið er að rýma hús í Hnifsdal sökumsnjóflóðahættu. -pp/Ótt Edda Sóley Óskarsdóttir, formaður Meinatæknafélagsins, segir að mikiö beri á milli í viðræðum um rööun starfsheita í launatlokka. Samninga- nefndirnar hittast aftur síðdegis í dag. -GHS Mjólkurfræð- ingumstefnt Vinnumálasambandið hefur stefnt Mjólkurfræðingafélagi ís- lands fyrir félagsdóm vegna vinnustöðvunar í Mjólkursam- íaginu á Egilsstöðum og Mjólk- ursamsölunni á Húsavík í síðustu viku. Samninganefndir Mjólkur- fræðingafélagsins og Mjólkurs- amsölunnar á Húsavík hafa kom- ist að samkomulagi en deilan við Mjólkursamlagið á Egilsstöðum erennóleyst. -GHS I hremmingum á Þrívörðuhálsi Tveir menn á fólksbíl lentu í hremmingum á leið sinni til Vopna- fiarðar á páskadag. Kúplingin gaf sig og þeir sátu fastir í snarvitlausu veðri og engu skyggni á Þrívörðu- hálsi. Mönnunum tókst að þó komast í Landakot, sæluhús Slysavarnafé- lagsins skammt frá. Með hjálp tal- stöðvar gátu þeir sent hjálparbeiðni til Nesradíós. Björgunarsveitin Jök- ull og hjálparsveit skáta á Fjöllum fóru eftir mönnunum. Gekk ferð þeirra vel miðað við aðstæður og var komið aftur til byggða eftir tæplega þriggja tíma ferðalag. Skilja varð bíl- inn eftir á Þrívörðuhálsi þar til leiðin yrði opnuð en mennirnir gistu á bæjum á Jökuldal. -hlh Hellisheiði rudd í dag Ætlunin er að moka Hellisheiöi seinni partinn í dag en heiðin hefur verið lokuð frá því á páskadag. QlrofíA Viofitr í clrafla á tlflHfl’lim stöðum á heiöinni og hefur umferð því verið beint um Þrengslin sem eru velfær. -pp -3» LOKI Er grásleppan að verða eini Ijósi punkturinn í tilverunni? Veðrið á morgun: Hiti nálægt Á morgun verður norðan- og norðvestanátt sunnanlands og vestan, sums staðar nokkur strekkingur en hæg norðaustan- eða breytileg átt norðaustan- lands. É1 verða um landið norð- anvert en víða léttskýjað syðra. Hiti verður nálægt frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 36 s. 814757 HRINGRÁS ENDURVINNSLA Tökum á móti brotajárni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.