Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 BÍLAR /////////////////////////////// Aukablað BÍLAR 1994 Miðvikudaginn 20. apríl mun aukablað um bíla fylgja DV. I þessu aukablaði verður fjallað um nýja bíla af árgerð 1994 sem bílaumboðin koma til með að bjóða upp á. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að aug- lýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi sam- band við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsinga- deild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 14. apríl. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. Þverholti 11 105 Reykjavik Sími 91 -632700 Simhréf 91 -632727 fefTÍCRA- s, S PENNINN S 1994 Smásagnasamkeppni Island 0& emm KRINSMN Ef þú ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í íslandsævintýrum Tígra með því að skrifa smásögu um ferðir hans um landið. Allir þátttakendur fá Tígrablýant og leikjabók Krakkaklúbbsins að gjöf. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni. Höfundar eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun frá verslunum Pennans. Þú getur skrifað eftir gögnum til Krakkaklúbbs DV, Þverholti 14, 1 05 Reykjavík. Skilafrestur er til 23. apríl. Það er leikur að skrifa um íslandsævintýri Tígra. /. Vertu með! uiKun ......... ES 0v * Utlönd Bosníu-Serbar á ferð nálægt bænum Olovo. Simamynd Reuter Flúðuásundi í ísköldu fljóti íbúar í bæjunum fyrir sunnan Gorazde í austurhluta Bosníu flúðu til borgarinnar í gær með því að synda yfir ískalt fljót. Þetta gerðist eftir að Bosníu-Serbar brutust í gegn- um varnarlínur Bosníuhers fyrir sunnan borgina. Frá þessu var greint í útvarpi í Sarajevo. Serbar gerðu harðar árásir á Gorazde, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst griðasvæði múslíma, síð- degis í gær og drápu marga íbúa, að því er sagði í útvarpinu. Bandarísk yíirvöld ákváðu í gær að senda fleiri eftirlitsmenn til Gorazde ásamt eitt þúsund úkraínsk- um friðargæsluliðum eftir eina til tvær vikur. Alþjóða Rauði krossinn hætti seint í gær við ráðgerða flutninga á mörg þúsund múslímum og Króötum frá bænum Prijedor í norðurhluta Bos- níu. Ákvörðunin var tekin eftir að leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, hafði lýst því yfir að aðeins takmarkaður fjöldi fengi að yfirgefa bæinn. Múslímar og Króatar óttast árás frá Serbum í Prijedor en Serbar eru þar í meirihluta. Um það bil tutt- ugu múslímar og Króatar hafa verið myrtir þar að undanfórnu í þjóðern- w ishreinsun Serba. Karadzic hafði áður sagt serbnesk- _ umyfirvöldumíPrijedoraðþauættu W ekki að hindra neinn sem vildi yfir- gefa bæinn. í gær hafði hann þó greinilega skipt um skoðun. Lögregl- @ an í Prijedor hefur reynt að sannfæra múslíma um að öryggi þeirra sé tryggt. Samkvæmt talsmanni Sam- einuðu þjóðanna óttast þó margir þeirra um líf sitt og vilja fara frá bænum. Reuter, Ritzau Fleygðu tonnum af hassi í sjóinn Kafarar leituðu enn í morgun að miklu magni af hassi sem smyglarar fleygðu á sunnudagsmorgun í hafið við suðvesturhluta Fjóns í Dan- mörku. Lögreglan hóf samtímis yfir- heyrslur yfir fjórtán manns sem handteknir voru vegna mesta smygls á hassi til Danmerkur hingað til eða allt að 12,5 tonnum. Enn er leitað þriggja manna sem sluppu. Tveir þeirra eru taldir vera höfuðpaurarn- ir í málinu. / Hingað til hefur lögreglan aðeins fundið 1,5 tonn af hassi eftir að smyglaramir fleygöu því í sjóinn þegar lögreglan kom að þeim á sunnudagsmorgun. Aðeins einn hinna handteknu hefur játað að hassi hafi verið fleygt en hann hefur ekki greint frá hversu miklu. Lögreglan hefur undir höndum segulbandsupp- tökur af samtölum smyglaranna fyr- ir smyglið og það er á þeim sem hún byggir grun sinn um að um sé að ræða yfir 12 tonn. Eftir rannsókn í langan tíma komst lögreglan að því að stór farmur af hassi væri á leið til Danmerkur í skipi sem smyglaramir höfðu keypt til að _ sigla með hassið frá Marokkó í Afr- R íku. Á meðan skipið sigldi til Dan- merkur komst hreyfing á ýmsa aðila í Danmörku sem bjuggu sig undir að ||j taka á móti vörunum. Þeir leigðu flutningabíla og prufukeyrðu leiðina. Sigla átti með hassið á gúmmíbátum f|] í land og það var einmitt þá sem lög- reglan lét til skarar skríða á bátum, íþyrluogbílum. Ritzau Áfram verðhrun á Wall Street Þó svo að taugatitrings gæti í Hvita húsinu hvetur Clinton Bandaríkjafor- seti landsmenn til að sýna stillingu. Símamynd Reuter Taugatitrings gætir í Hvíta húsinu í Washington vegna hransins á verð- bréfamörkuöunum á Wall Street í New York. Þegar markaðirnir opn- uðu aftur í gær eftir páska lækkaði Dow Jones vísitalan um um það bil 70 stig. Þar með hélt áfram hrunið sem hófst fyrir tveimur vikum. Margir óttast að þetta sé upphafið að krepputíma og að verðbréfin haldi áfram að lækka í verði. Ekki er þó um að ræða sama hræðsluástand og 1987 þegar verðbréf lækkuðu um 37 prósent á nokkrum dögum. Það er ekki bara í Hvíta húsinu sem gætir taugatitrings því almenningur sem eytt hefur sparifé sínu í verðbréf til að grípa til vegna menntunar barnanna og sj úkrahúsdvalar er óró- — legur. Síðustu árin hafa innlánsvext- 9 ir verið mjög lágir í Bandaríkjunum. Það hefur leitt til þess að fjöldi ein- staklinga hefur keypt sér verðbréf í 9 stað þess að leggja fé inn á banka. Clintonstjórnin óttast að seðla- bankinn hækki vexti enn frekar til að koma í veg fyrir að verðbólgan aukist. Það getur hins vegar leitt til þess að batinn í efnahagslífinu stööv- ast. Verðbólgan í Bandaríkjunum er nú um það bil 3,5 prósent. Reuter, TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.