Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 11 VERSLUNARHUSNÆÐI til sölu Faxafen 12, götuhæð, 380 m2, verð 23 millj., áhvílandi 15 millj. (10ára). Greiðslub. ca 250 þús. á mán. Laust strax. Uppl. hjá fasteignasölunni Laufási, sími 812744. AKRA FLJÓTANDI Nýr og spennandi möguleiki í alla matargerð Inniheldur hollustuolíuna, rabsolíu Þœ?ile?t beint úr œgilegt b kœliskápnum BBB SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRI 13 V Pressan: Auglýsing vegna Smirnoff samkeppni kærð Lögreglan í Reykjavík er aö hefja rannsókn í kjölfar tilkynn- ingar Áfengisvarnaráös íslands um meinta ólöglega auglýsingu í Pressunni þar sem athygli var vakin á alþjóðlegri Smirnoff- nemendasamkeppni í tískuhönn- un. Auglýsingin, sem var í lit, var það eina sem var á baksíðu blaðs- ins þennan daginn og sýndi hún hugmyndir að fatahönnun og mynd af Smirnoff-flösku. Efst í hægra horni auglýsingarinnar er alþjóðlegt merki Smirnoff-sam- keppninnar. Að sögn talsmanns lögreglunn- ar er máhð í skoðun og er gert ráð fyrir að máhð fari i rannsókn. „Ef við teljum að um brot sé að ræða vekjum við athygli lögreglu á þvi. Það var hringt mikið th okkar einn morgunn í síðustu viku. Ég hef ekki séð Pressuna en það var kvartað yíir því að þessi auglýsing væri áfengisaug- lýsing,“ sagði Ólafur Haukur Arnason, formaður Áfengisvam- aráðs. -Ótt Keypti bil og greiddi með stolinni ávísun Sigmjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Lögreglan á ísafirði fékk á dög- unum tilkynningu frá Rannsókn- arlögreglu ríkisins þess efnis að hugsanlega væri ávisanafalsari kominn th ísafjarðar. Lögreglumenn brugðu viö og eftir stutta leit fannst maður sem viðurkenndi við yflrheyrslu að hafa keypt bíl, sem hann hafði komið akandi á vestur, með ávís- anablaði úr stolnu hefti. Á meðan á yfirheyrslum stóð kom tilkynning um falsaða ávis- un í matvöfuverslun á ísafirði, svo og frá gistiheimili á Hólmavík þar sem maðurinn hafði stungið af án þess að greiða reikning sem hann hafði stofnað th. Um var að ræða svik upp á 80 þúsund krónur á Vestfjörðum og þarna var á ferð góðkunningi lög- reglunnar. Mál hans er í rann- sókn. Fréttir Bendir ráðherra á réttlátari skattheimtu: Núverandi kerf i er Hressir golfmenn við golfherminn. Frá vinstri Bragi Magnússon, formaður golfklúbbsins, Óli J. Biöndal, ritari klúbbsins, milli þeirra situr Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri íþróttabandalags Siglufjarðar. DV-mynd Örn Siglufjörður Golf hermir styttir veturinn Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Golfmenn á Siglufirði hafa fest kaup á svokölluðum golfhermi. Hermirinn samanstendur af tölvu og kylfu ásamt nauösynlegum fylgihlut- um. Með þessu móti geta menn hist er þeim hentar, spilað golf á tölvuskj- ánum og geta 8 keppt samtímis. Ekki er þó tilgangurinn með kaup- unum eingöngu að spha golf heldur vona þeir eldri og reyndari í klúbbn- um að með herminum verði hægt að fá yngra fólk th að kynnast íþróttinni en lítil endurnýjun hefur verið í klúbbnum upp á síðkastið. Þegar fréttaritari hitti nokkra golf- ara á Siglufirði nýlega báru þeir sig vel. Sögðu að vísu aðstöðu til að stunda íþróttina yfir sumarið lélega en það stæöi væntanlega th bóta. Bæjaryfirvöld taka vel í aö byija á gerö nýs golfvallar í nágrenni við íþróttamiðstöðina á Hóh og vona menn að framkvæmdir hefjist í vor. löglegt en siðlaust - segir Gísli Jónsson, bíleigandi og prófessor „Ég skrifaði fjármálaráðherra bréf og sagðist ekki skilja rökin fyrir nýju reglunum sem verið er að ræða um. Ég benti á gömlu regluna og sagði að fyrir henni væru góð og gild rök og sagði að það eina sem mér dytti í hug aö lægi á bak við þessa reglu væri það að þeir vhdu tryggja sér eitthvert lágmarks bifreiðagjald," segir Gísli Jónsson, bifreiðaeigandi og prófessur í rafmagnsverkfræði við Háskóla íslands. GísU talar hér um nýjar reglur um innheimtu bifreiöagjalda sem eru th umræðu innan Uármálaráðuneytis- ins. í þeim er lagt th að hægt sé að leggja inn bílnúmer og sleppa þannig við greiðslu bifreiðagjalda. Hins veg- ar er gert ráð fyrir að menn greiði alltaf þrjá fyrstu mánuðina sem númerin Uggi inni. Gömlu reglurnar, sem GísU talar um og hefur bent Friðriki Sophussyni á, voru á þann veg að menn þurftu að leggja númer inn í minnst þrjá mánuði til að fá gjaldið niðurfellt. Gísli hefur þá hug- mynd um útfærslu á þessari gömlu reglu aö menn þurfi að'leggja númer- ið inn í minnst þijá mánuði th að greiðsla falli niður en þau megi aldr- ei Uggja lengur inni en í 9 mánuði þannig að þriggja mánaöa grunn- gjald fari alltaf í ríkiskassann. „í grundvallaratriðum er ég samt á móti innheimtu þessa gjalds. Þetta er löglegt en siðlaust. Þetta gjald er upphaflega hugsað til að mæta kostnaði við sUt á götunum og það á ekki að greiöa gjald af bh sem er ekki í notkun. Þar að auki lít ég þann- ig á að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt að hafa ekki bíla sem eru illa útbúnir til vetraraksturs á götunum í mesta skammdeginu og ófærðinni. Það ætti frekar að hvetja menn th að leggja svona bhum á vetuma með „vinsamlegri skattheimtu". Þetta er ekkert annað en eignaskattur sem byggöur er á þyngd,“ segir GísU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.