Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 26
34
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994
Afmæli
Gunnar Gíslason
Gunnar Gíslason, fyrrv. prófastur
og alþingismaöur í Saurbæ í Skaga-
firöi, til heimilis að Laugavegi 3,
Varmahlið, er áttræöur í dag.
Starfsferill
Gunnar fæddist á Seyðisfirði.
Hann var sex ára er hann missti
móður sína og ólst upp eftir það í
Hvammi í Laxárdal hjá afa sínum,
Arnóri Ámasyni, presti þar, og
seinni konu hans, Ragnheiði Egg-
ertsdóttur húsfreyju.
Gunnar lauk stúdentsprófi frá MA
1938 og embættisprófi í guðfræði frá
HÍ1943.
Gunnar var sóknarprestur og b. í
Glaumbæ í Skagafirði 1943-82, pró-
fastur í Skagafjarðarprófastsdæmi
1977-82 auk þjónustu í Mælifells-
prestakalli 1945-46, í Reynistaðar-
sókn 1958-60 og í Barðssókn 1978-84.
Þá var hann skólastjóri unglinga-
skóla í Varmahlíö 1944-46, varaþing-
maður Skagfirðinga 1954-59 og ann-
ar þingmaður Skagfirðinga og síðan
Norðurlandskjördæmis vestra
1959-74.
Gunnar sat í stúdentaráði HÍ
1939-40, var formaður Vöku 1940-41,
sat í hreppsnefnd Seyluhrepps
1946-86, var varasýslunefndarmað-
ur 1982-86 og sýslunefndarmaður
frá 1988, sat í stjóm Búnaðarfélags
Seyluhrepps 1957-69, í stjóm hesta-
mannafélagsins Stígandi 1951-75 og
er heiðurfélagi þess, í stjórn Presta-
félags hins foma Hólastiftis 1977-82,
í stjóm Skógræktarfélags Skagfirð-
inga frá 1947 og formaður 1961-81,
formaður skólanefndar Seylu-
hrepps um árabil, formaður sjúkra-
samlags Seyluhrepps 1945-73, í
bankaráði Búnaðarbanka íslands
1969-83, fjallskilastjóri úthluta
Seyluhrepps um skeið, í jarðanefnd
Skagafjarðarsýslu, í stjóm Safna-
hússins á Sauðárkróki og formaður
þar frá 1990, í stjóm Byggðasafns
Skagfirðinga í Glaumbæ 1948-86,
formaður Karlakórsins Heimis
1954-65 að tveimur ámm undan-
skildum og í stjórn Varmahlíðar
1947-73 Og 1982-90.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 17.6.1944 Ragn-
heiði Margréti Ólafsdóttur, f. 13.4.
1915, húsfreyju og fyrrv. safnverði í
byggðasaftiinu í Glaumbæ. Hún er
dóttir Ólafs Ágústs Gíslasonar, stór-
kaupmanns í Reykjavík, og fyrri
konu hans, Ágústu Áróra Þorsteins-
dóttur húsmóður sem bæði era lát-
in.
Böm Gunnars og Ragnheiðar
Margrétar era Stefán Ragnar, f. 28.2.
1945, flugvélstjóri í Lúxemborg, var
fyrst kvæntur Jónínu Bjarnadóttur
en þau skildu og eiga þau tvö böm
en seinni kona Stefáns er Gréta
María Bjarnadóttir og eiga þau tvo
syni; Gunnar, f. 27.6.1946, lögfræð-
ingur í Reykjavík, kvæntur Þórdísi
Elínu Jóelsdóttur myndlistarmanni
og eiga þau þijú böm; Ólafur, f. 18.4.
1950, fulltrúi í Reykjavík, kvæntur
Ásdísi Lára Rafnsdóttur skrifstofu-
manni og eiga þau tvö börn; Amór,
f. 19.7.1951, b. í Glaumbæ en kpna
hans er Ragnheiður Guðveig Ósk-
arsdóttir Sövik kennari og eiga þau
tvö böm; Margrét, f. 17.7.1952,
íþróttakennari í Grindavík, gift
Eiríki Tómassyni framkvæmda-
stjóra og eiga þau fiögur böm; Gísli,
f. 5.1.1957, prestur í Glaumbæ,
kvæntur Þuríði Þorbergsdóttur
sjúkraliða og eiga þau fiögur börn.
Systkini Gunnars: Amór Sigurð-
ur, f. 9.1.1911, d. 24.10.1992, skip-
stjóri; Stefán, f. 7.5.1912, d. 27.6.1942,
"Gunnar Gislason.
verslunarmaður í Reykjavík; Ragn-
ar Eggerts, f. 9.12.1915, d. 5.11.1936,
iðnnemi í Reykjavík; Hrefna, f. 4.6.
1918, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Gunnar vora Gísh
Jónsson, f. 15.9.1882, d. 29.6.1964,
kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki og
síðar verslunarmaður á Seyðisfirði,
og kona hans, Margrét Amórsdótt-
ir, f. 9.7.1887, d. 19.8.1920, húsmóðir.
Gunnar verður staddur í Lúxem-
borg á áfmælisdaginn hjá Stefáni
synisínum.
Til hamingju með afmælið 5. anríl
85 ára Akrakoti, Innri-Akraneshreppi.
Bjarni Bjarnason, Kirkubraut 17a, Akranesi. Guðmundur Guðbrandsson, Felli, Ámeshreppi. 50ára
Kurt Oskar Nielsen, Skólavörðustíg33, Reykjavík.
80 ára Brekkuseli 34, Reykjavík. ÁrniNjólsson,
Sigursteinn Einarsson, Hömrum, Þverárhlíöarhreppi. Jódísarstöðum, Aðaldælahreppi. Jóhanna Erla Sigurþórsdóttir, Hásteinsvegi 19, Stokkseyri.
75 ára 40ára
Hjalti Finnsson, Ártúni, Eyjafiaröarsveit. Rósa Þorsteinsdóttir, Engjavegi 10, ísafirði.
70ára Guðrún Guðbjartsdóttir, Heiðarbóli 53, Keflavík.
Jóna Þ. Guðraundsdóttir, Skólabraut 5, SeltjarnamesL Ingimar Eydal Lárusson, Báragötu5,Dalvík. Háafelli 5, Fellahreppi. Þórir Georgsson, Hólmgarði 41, Reykjavík. Sólrún Guðjónsdóttir, Kambaseli 69, Reykjavík.
60 ára Gunnar Gunnarsson, Búðamesi, Skriðuhreppi.
Sigurveig Baraldsdóttir, Bláskógum 6, Reykjavík. Kristinn Erlendur Kaldai, Suðurgötu 45, Keflavlk. Jóhannes Björnsson, Stóragerði 26, Reykjavfk. Þóróy Hannesdóttir, Háateitisbraut 115, Reykjavík. Kristinn Ketilsson, Gunnarssundi 8, Hafnarfiröi. Magnús E. Baldursson, Kaldaseli 13, Reykjavík. Maria Emma Suarez, Vallarási 1, Reykjavík. Brynjólfur Bragason, Logafold 99, Reykjavík. Björn Halldórsson, Vanabyggð 2g, Akureyri. Hjörleifur Einarsson, Goðatúni 5, Garöabæ. Ólöf K. Guðbjartsdóttir, Breiövangi 48, Hafnarfirði.
Þörvaldur Guðmundsson
Þorvaldur Guðmundsson, Laug-
arbökkum í Ölfusi, er fertugur í
dag.
Starfsferill
Þorvaldur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Hlíðunum til sex ára
aldurs er hann flutti með foreld-
rum sínum að Laugarbökkum í
ÖlfusL
Hann sótti skóla í Hveragerði og
lauk þaðan gagnfræðaprófi. Þá
lærði hann bílaréttingar hjá KÁ á
Selfossi.
Þorvaldur starfaði síöan hjá Sér-
leyfisbílum Selfoss, hjá Verktækni
og keyrði mjólkurbíl í nokkur ár.
Hann starfar nú hjá Betri bílasöl-
unni og rekur umboðsskrifstofu
fyrir Heimsferðir og Kjartan
Helgason.
Fjölskylda
Þorvaldur kvæntist 25.12.1973
Guðlaugu Erlu Ingólfsdóttur, f.
13.12.1953, en hún starfar í eldhúsi
Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi,
dóttir Ingólfs Bárðarsonar, kjötiðn-
aðarmanns hjá KÁ á Selfossi, og
Lúllu M. Ólafsdóttur er starfar við
heimilishjálp.
Sonur Þorvalds og Guðlaugar
Erlu er Guðmundur Þorvaldsson,
f. 10.5.1973, flugnemi í Oklahoma í
Bandaríkjunum.
Systkini Þorvalds era Krisfiana,
húsmóðir í Reykjavík, gift Tryggva
Bjarnásyni bifvélavirkja og eiga
þau fiögur böm; Hrafníúldur, hús-
móðir á Selfossi, gift Kristjáni Pét-
urssyni bifvélavirkja og eiga þau
tvö börn; Davíð, búsettur á Selfossi
en hans kona er Bryndís Arnar-
dóttir og eiga þau þrjú böm. Hálf-
systir Þorvalds er Sigríður, hús-
móðir á Selfossi, gift Karli R. Guð-
mundssyni.
Foreldrar Þorvalds era Guð-
mundur Þorvaldsson, f. 27.12.1921,
b. á Laugarbökkum í Ölfusi, og
Gunnhildur Davíðsdóttir, f. 6.3.
1922, húsfreyja.
Jón Eiríksson
Jón Eiríksson, fyrrverandi yfireftir-
litsmaður hjá Landssíma íslands,
Hrafnistu v/Kleppsveg en áður til
heimilis að Bárugötu 36 í Reykjavík,
varð níræður á páskadag.
Starfsferill
Jón er fæddur í Bakkakoti í Leira
i Gerðahreppi og ólst þar upp til
sextán ára aldurs. Hann lauk loft-
skeytaprófi frá Loftskeytaskólanum
1924.
Jón byrjaði tíu ára í fiskiróðrum
á opnum bátum frá heimahögunum.
Hann var síðan sem dekkmaður á
togurum sextán ára og var þá m.a.
á Geir í eitt ár og togaranum Maí í
tvö ár. Jón var loftskeytamaður á
togurum frá 1924-45. Hann var þá
m.a. á togurunum Ými, Þorgeiri
skorageir, Max Pemberton í tólf ár,
Gulltoppi og Forseta. Jón sigldi öll
stríðsárin en kom í land 1945 og hóf
þá starf hjá Landssíma íslands sem
viðgerðar- og eftirlitsmaður meö
radíótækjum. Hann var síðan yfir-
maður með eftirliti á öllum radíó-
tækjum í skipum, flugvélum og í
landi um tuttugu ára skeið, eða þar
til hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir, áramótin 1974-75. Þá var Jón
kennari við Loftskeytaskólann frá
1946-76.
Jón var formaður samninga-
nefndar togaraloftskeytamanna í
mörg ár, gjaldkeri FÍL í eitt ár og
ritari í nokkur ár. Hann var sæmd-
ur heiðursmerki sjómannadags-
ráðs. Jón hefur skrifað greinar í
blöð og tímarit, einkum Sjómanna-
blaðið Víking.
Fjölskylda
Jón kvæntist 25.10.1929 Ingibjörgu
Gísladóttur, f. 25.4.1908. Foreldrar
hennar: Gísli Sigurðsson, útvegs-
bóndi á Minna-Knarrarnesi á Vatns-
leysuströnd, ogkona hans, Guöný
Sigurðardóttir.
Börn Jóns og Ingibjargar: Sigurð-
ur, f. 21.5.1930, loftskeytamaöur og
rafvirkjameistari; Eiríkur, f. 13.5.
1942, rafvirkjameistari; Sigurborg,
f. 1.9.1953, magister í frönsku, þýsku
ogmálvísindum.
Jón átti níu systkini.
Jón Eiríksson.
Foreldrar Jóns: Eiríkur Torfason,
f. 31.8.1859, d. 11.11.1956, Útvegs-
bóndi í Bakkakoti og smiður í
Reykjavík, og kona hans, Sigríður
Stefánsdóttir, f. 9.5.1868, d. 13.10.
1960.
Ætt
Eiríkur var sonur Torfa, bónda á
Hóli í Norðurárdal í Mýrasýslu, Tí-
móteussonar.
Sigríður var dóttir Stefáns, út-
vegsbónda á Stóra-Vatnsleysu á
Vatnsleysuströnd, Pálssonar.
Sigurður A. Sigurbjömsson
Sigurður Agnar Sigurbjömsson,
verkstjóri hjá ísfélagi Vestmanna-
eyja, Hásteinsvegi 60, Vestmanna-
eyjum, varð fertugur í gær.
Fjölskylda
Sigurður er fæddur á Blönduósi
og ólst þar upp. Hann flutti til Vest-
mannaeyja 1976. Sigurður hefur
starfað hjá ísfélagi Vestmannaeyja
frá 1985 og er nú verksfióri.
Sigurður kvæntist 18.3.1984 Ár-
neyju Óskarsdóttur, f. 19.8.1960,
verkakonu. Foreldrar hennar: Ósk-
ar Elías Bjömsson og Sigríður Sig-
urðardóttír, þau era búsett í Vest-
mannaeyjum.
Synir Sigurðar og Ámeyjar: Hjört-
ur, f. 12.3.1980; Hannes Kristinn, f.
29.11.1984; Óskar Elías, f. 25.10.1989.
Sigurður eignaðist son með Önnu
Haukdal Jónsdóttur, Sigurbjöm, f.
11.12.1975, d. 5.9.1993.
Systkini Sigurðar: Signý Magnús-
dóttír, f. 20.1.1948, maki Eðvarð
Ingvason, þau eru búsett á Skaga-
strönd og eiga Qóra syni; Ingi Einar
Sigurbjömsson, f. 16.4.1950, maki
Sigurjóna Lúthersdóttír, þau era
búsett í Reykjavík, Ingi Einar á tvö
böm; Ema Hallfríður Sigurbjöms-
dóttir, f. 22.5.1951, maki Þorvaldur
Skaftason, þau eru búsett á Skaga-
strönd og eigaþrjú böm; Baldur
Bragi Sigurbjömsson, f. 30.10.1952,
d. 5.7.1971; Kolbrún Sigurbjörns-
dóttir, f. 9.11.1956, maki Valgarður
Júlíusson, þau era búsett í Reykja-
vík og eiga þrjú böm; Dóra Sigur-
björnsdóttir, f. 23.11.1962, maki
Bjöm Ragnarsson, þau eru búsett á
Höfn í Homafirði og eiga þijulxjm;
Erla Sigurbjörnsdóttir, f. 15.4.1965,
hún er búsett á Blönduósi og á eitt
Sigurður A. Sigurbjörnsson.
bam.
Foreldrar Sigurðar: Sigurbjöm
Sigurðsson, f. 23.8.1912, fyrrverandi
starfsmaður Mjólkursamlags A-
Hún., og Matthildur Margrét Áma-
dóttir, f. 15.9.1929, starfsmaður KH
á Blönduósi, þau era búsett á
Blönduósi.
Elín Frímannsdóttir
Elín Frímannsdóttir, húsmóðir
og gjaldkeri hjá Pósti og síma á
Akranesi, til heimilis að Höfða-
grand 15, Akranesi, er sjötug í dag.
Fjölskylda
Elín fæddist í Hafnarfirði og ólst
þar upp. Hún giftist 1.11.1947 Krist-
jáni Krisfiánssyni, f. 22.7.1927,
skipsfióra. Hann er sonur Krisfiáns
Davíðssonar og Laufeyj ar Einars-
dóttur.
Böm Elínar og Krisfiáns era
Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir, f.
14.12.1948, sjúkraliði í Reykjavík,
gift Friðjóni Edvardssyni verslun-
armanni og eiga þau þrjú börn;
Davíð Kristjánsson, f. 2.10.1951,
húsasmíðameistari á Akranesi,
kvæntur Sigrúnu Eddu Ámadóttur
sjúkraliða og eiga þau þrjú böm;
Krisfián Krisfiánsson, f. 17.10.1960,
offsetskeytingamaður í Reykjavík,
kvæntur Ingibjörgu Guðbrands-
dóttur fóstru og eiga þau tvö böm.
Foreldrar Elínar vora Frímann
Þórðarson og Guðrún Ólafsdóttir.
Elín er í útlöndum um þessar
mundir.
Elin Frimannsdóttir.