Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994
25
Fréttir
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchturmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
ELSA HALL,
Langholtsvegi 160, sími 68-77-02.
I FORM FYRIR SUMARIÐ
Ólafur Guðmundsson, til hægri, sýnir Ingvari Þórarinssyni bóksala hand-
verk sitt. DV-mynd Jóhannes
Angan útskor-
inna blóma
Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavik:
Ólafur Guðmundsson, handa-
vinnukennari á Húsavík um árabil,
situr ekki auðum höndum þótt
handavinnukennslan sé ekki lengur
hans aðalstarf. Óh situr löngum úti
í bílskúr sínum og vinnur að hand-
verki.
Hann skapar margvísleg hstaverk
úr tré - skálar, spæni, platta, hitt og
þetta, og síðast en ekki síst, túhpana,
sem hann sker út af einstöku hst-
fengi og málar síðan. Þetta er svo
náttúrulegt að það liggur við að mað-
ur finni blómaangan þegar inn í
skúrinn er komið.
Landgræðsluráðstefna á Kirkjubæjarklaustri:
Skaftá og tjón af
hennar vöklum
Flfn Váldirnarsdóttir, DV, Klaustri:
Landgræðslufélag Skaftárhrepps í
samráði við Landgræðslu ríkisins
stóð fyrir ráðstefnu á Kirkjubæjar-
klaustri undir heitinu „Baráttan við
náttúruöflin“ 26. mars.
Á ráðstefnuna mættu 60-70 manns,
þ.á m. landbúnaðarráðherra, land-
græðslustjóri, nokkrir alþingis-
menn, ýmsir fræðimenn auk heima-
manna. Meginþráður ráðstefnunnar
má segja að hafi verið Skaftá og þau
spjöh sem hin tíðu hlaup hennar
valda á landi og gróðri með sand-
burði sínum. Ræddir voru ýmsir
möguleikar hvernig hægt væri að
bregðast við til vamar.
Á aðalfundi Landgræðslufélagsins
sem haldinn var strax að lokinni ráð-
stefnu kom fram mikih áhugi félags-
manna að hefjast sem fyrst handa
við „baráttuna við náttúruöflin“.
Fagnað var auknum rannsóknum og
vísindavinnu sem ásamt reynslu
heimamanna er það veganesti sem
leggja á upp með. í stjóm Land-
græðslufélagsins vom kjörnir þeir
Valur Oddsteinsson bóndi, Erlendur
Bjömsson bóndi og Ami J. Ehasson
verkefnisstjóri.
Vilhelmína Biering:
Ég er eldri borgari og hef veriö hjá Sigrúnu í aef-
ingabekkjunum í 5 ár og hlakka til í hvert sinn.
Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva
og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma
enda finnst mér aö eldri borgarar eigi að njóta
þess aö vera í aefingum til þess að halda góöri
heilsu og um leió hafa eigin tíma.
★ Ert þú með lærapoka?
★ Ert þú búin að reyna allt, án árangurs?
★ Hjá okkur nærðu árangri.
★ Prófaðu og þú kemst að því að sentimetrun-
um fækkar ótrúlega fljótt.
Helga Einarsdóttir:
Ég hef í mörg ár þjáðst af verkjum í mjöðmum
og fótum, en síðan ég för að stunda æfinga-
bekkina hef ég ekki fundið fyrir því svo að ég
mæli eindregið með þessum æfingum.
Erum með þrekstiga og þrekhjól
★ Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum
eða handleggjum?
★ Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?
★ Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun?
★ Þá hentar æfingakerfið okkar vel.
ÆFINGABEKKIR
HREYFINGAR
Leiðbeinendur: Opið fró kl. 9-12 og 1
Sigrún Jónatansdóttir Frir kynningortimi.
Dagmar Maríusdóttir Ármúln 24 - simi
Hentar öllum
Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar
sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur
stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma.
Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki
stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl.
7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóð-
streymi til vöðva, þannig að ummál þeirra minnk-
ar. Einnig gefur það gott nudd og slökun.
aldurshópum
Getur eldra fólk notið góðs
af þessum bekkjum?
Já, þessi leiö við að hreyfa líkamann er þægileg,
liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna
kjörin fyrir eldra fólk.
Þuríður Sigurðardóttir:
Ég hef þjáðst af bakverkjum
í mörg ár, en síðan ég fór að
stunda æfingabekkina held
ég mér alveg góðri og þol
mitt hefur aukist og finn ég
þar mikinn mun.
Sólrún Björnsdóttir
Ég hef stundað æfingabekkina
í 10 mánuði og sé ég stórkost-
legan mun á vextinum um leið
og þolið hefur aukist til muna
og ekki hvað síst hafa bakverk-
ir algjörlega horfið. Þetta er
það besta sem ég hef reynt.
Deilur 1 Skorradal:
Byggingarnefnd'
in segir öll af sér
Olgeir Helgi Ragnaissan, DV, Borgamesi:
Byggingarnefnd Skorradals-
hrepps í Borgarfirði hefur sagt af
sér. Ástæðan er sú ákvörðun um-
hverfisráðuneytisins að ógilda
ákvörðun byggingarnefhdarinnar
en hún haíði krafist þess að eigandi
sumarhúss breytti húsi sínu til
samræmis við þær teikningar sem
hann hafði áður lagt fyrir.nefndina
til samþykktar.
Forsaga málsins er að Örn
Kæmested hugðist byggja sumar-
bústað í landi Dagverðamess í
Skorradal og lagði fram teikningar
að innfluttu húsi af Musholm 200
gerð. Stærð hússins var 66,28 m2
og geymsla 5,6. Allt húsið 71,88 m2.
Byggingamefnd hafnaði þessari
teikningu á grundvelh reglugerðar
um stærð sumarbústaöa en þar
segir m.a. að sumarbústaðir skuh
ekki vera stærri en 60 m2. Bygging-
arnefndina skipuðu þeir Agúst
Árnason, Guðmundur Þorsteins-
son og Þórður Vilmundarson.
Nokkru síðar lagði Öm Kær-
nested fram aðra teikningu þar
sem fækkað var um eitt herbergi
og stærð sumarbústaðar var þar
með færð niður í 60 m2. Auk þess
varð samkomulag um áfasta
geymslu. Öm reisti húsið á
skömmum tíma en samkvæmt
upplýsingum DV sniðgekk hann
samþykkt byggingamefndar og
byggði samkvæmt fyrri teikning-
um sem byggingamefnd hafði
hafnað.
Þessu vildi byggingamefndin
ekki una og fól byggingarfulltrúa
að fara að Emi með lögum og kreíj-
ast þess að bústaðnum yrði breytt
til samræmis við samþykktar
teikningar að viðlögðum dagsekt-
um. Örn fékk frest í nokkur skipti
hjá byggingarfulltrúa en kærði síð-
an samþykkt byggingarnefndar til
umhverfisráðuneytisins.
Umhverfisráðuneytið felldi úr
gildi samþykkt byggingamefndar
og telur hana hafa brotið bygging-
arreglugerð með þvi að leyfa Erni
að byggja áðumefnda geymslu án
heimildar í byggingarreglugerð.
Einnig telur umhverfisráöuneytið
hyggingamefnd hafa brotið af sér
með því að samþykkja byggingu
saunabaða og bátaskýla á sumar-
hústaðalóðum án heimildar í bygg-
ingarreglugerð.
Að fengnum úrskurði umhverfis-
ráðuneytis telur byggingarnefnd
sér ekki vært lengur og hefur tekið
þá ákvörðun aö segja af sér.
Til leigu
Af sérstökum ástæðum er til leigu
þekkt veitingahús á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fyrirtækjasaían
Baldur Brjánsson,
Laugavegi 95, 101 Reykjavik, sími 626278.