Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1994 13 Neytendur DV kannar gjaldtöku hjá prestum vegna ferminga: Munurinn liggur i kyrtlum og námsgögnum - sjálft fermingargjaldið alltafföst upphæð „Sjálf fermingin kostar alls staðar það sama, 6.400 krónur. Við fórum eftir fastri gjaldskrá frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og getum engu breytt í því sambandi. Ef fólk er að greiða mismunandi hátt gjald gæti munurinn legið í leigu og hreinsunarkostnaði fyrir kyrtlana eða öðru slíku,“ sagði séra Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur í Selja- kirkju, aðspurður hvers vegna ferm- ingarbömin borga misjafnlega hátt gjald fyrir að fermast. Valgeir sagðist sjálfur innheimta 600 króna gjald fyrir kyrtlana og sagði til í dæminu að aðrir tækju gjald fyr- ir hluti eins og t.d. ferðalög í Skálholt eða Vatnaskóg tengd fermingunni, hópmyndatöku og hugsanlega, í ein- hverjum tilvikum, námsgagnakostn- að. „Innifalið í þessum 6.400 krónum er bara sjálft námskeiðið, þ.e. vikuleg- ar stundir með prestinum frá því snemma á haustin.“ Aðspurður hvort upphæðin rynni beint til prestanna játti Valgeir því. „Við innheimtum þessa upphæð og hún er hluti af okkar launum. Þetta launakerfi er auðvitað andstyggilegt, að við skulum þurfa að innheimta sérstaklega fyrir fermingu, skírn og giftingu, enda hefur stjórn Prestafé- lagsins unnið að breytingum á þessu launakerfi í mörg ár,“ sagði Valgeir. Hann sagði sóknargjöldin yfirleitt alfarið fara í rekstur kirkjunnar og félags- og safnaðarstarfsins þó sumar sóknir hafi tekið leigu fyrir kyrtlana af sóknargjöldunum. í samtali okkar við Gísla Jónasson, sóknarprest í Breiðholtskirkju, kom ennfremur fram að í sumum tilvikum tekur presturinn að sér aö útvega kennslubækurnar og innheimtir þá kostnað þeirra. „Sá kostnaður renn- ur ekki til okkar prestanna frekar en gjaldtakan fyrir kyrtlana, við er- um eingöngu að einfalda hlutina fyr- ir fermingarbömin," sagði Gísh. -ingo Sigrún og eiginmaður hennar, Jón Guðjónsson, taka hér við skjalinu sem veitir þeim 30 þúsund króna vöruúttekt í Bónusi. DV-mynd ÞÖK Sumir hafa haldið því fram að prestar taki mishátt gjald fyrir að ferma. Munurinn felst yfirleitt í hreinsunarkostnaði kyrtlanna eða kennslugögnum. DV-mynd kae Páskaeggin frá Nóa eru þyngri Þau leiðu mistök urðu í grafi sem skýrir að einhverju leyti verðmun- birtist hér á neytendasíðunni dag- inn. Þetta kom þó skýrt fram í text- inn fyrir skírdag að í verðsaman- anum sem fylgdi grafinu. Viö biðj- burðiáNóa-Síríuspáskaeggjumnr. umst velvirðingar á þessum mis- 4 og Mónu-eggjum nr. 6 voru þau tökum. sögð jafnþung. Hið rétta er aö Nóa- -ingo eggin eru 20 grömmum þyngri, sem Vinningshafi í áskriftargetraun DV: Verslar af og til í bænum „Maður slær nú ekki hendinni á móti matarkörfu, þakka þér fyrir," sagði Sigrún Níelsdóttir á Akranesi þegar DV tilkynnti henni að hún hefði unnið sér inn matarkörfu í áskriftargetraun blaðsins. Sigrún vann sér inn 30 þúsund króna vöruúttekt í Bónusi en þrátt fyrir að búa á Akranesi segist hún fara af og til í bæinn til að versla. Sex vinningshafar verða dregnir út mánaðarlega fram í júni og hljóta þeir 30 þúsund króna matarkörfu hver, ýmist frá Bónusi, Nóatúni eða 10-11. -ingo Tilboð á vorlaukum „99.- stykkið \ lausu Ráðgjöf sérfræðinga um garð- og gróðurrækt GRÓÐURVÖRUR /|*\ VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiöjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 4 32 1 1 • Fax: 4 21 00 VERKFÆRl Á LAGERVERÐI Hleösluborvél 9,6V 5.999,- M/aukarafhlööu 8.499,- Skrúfstykki GS Skrúfstykki, 4", 100 mm, GS 1597,- Skrúfstykki, 5", 125 mm, GS 2330,- Skrúfstykki, 6", 150 mm, GS 3472,- - -- / * Þvingur Þvinga, 150x50 mm 132,- Þvinga,200x50mm 146,- Þvinga, 300 x 50 mm 191,- Þvinga, 300 x 80 mm 274,- Þvinga, 500 x 80 mm 444,- Þvinga, 500 x 120 mm 489,- Þvinga, 800 x 120 mm 658,- Þvinga, 1000 x 120 mm 762,- Blé, 5 hólfa, 43 cm 1335,- Blá, 5 hólfa, 53 cm 1598,- Slaghamar Munnhamar, 100 gr. 100,- Munnhamar, 200 gr. 121,- Munnhamar, 300 gr. 151,- Munnhamar, 400 gr. 175,- Munnhamar, 500 gr. 209,- Munnhamar, 800 gr. 245,- Munnhamar, 1500 gr. 432,- Kubbhamar, 1000 gr. 269,- Kubbhamar, 1250 gr. 274,- Kubbhamar, 1500gr. 301,- Kubbhamar, 2000 gr. 422,- Gúmmikjulla, 90 mm 355,- Klaufhamar, tréskaft 249,- Klaufhamar, stál m/gúmmii 356,- Lóöbyssa GS, 100W sett 1.432,- Hitabyssa GS, 1500W, 2 hita 3.974,- Rafm/töng + afhýð. + skór 1.165,- Rafmagnstöng + 60 skór 554,- Skrúfbitasett, 30 stk. 670,- Skrúfjárn, rauð, 8 stk. 675,- Skrúfjárn, græn, höggenda 590,- Skrúfjám, úrsmiða, 6 stk. 161,- Skrúfjárn, úrsmíöa, 11 stk. 350,- Höggskrúfjárn + 4 bitar 796,- Tangasett,4stk. 993,- Skábitur6~, 150 mm 221,- Flatnefja 6", 150 mm 221,- Hringnelja 6", 150 mm 221,- Alhliöatöng 6", 150 mm 209,- Alhliöatöng7",180mm 228,- Simatöng, 160 mm, bein 184,- Simatöng, 200 mm, bogin 238,- Griptöng Wice, 7", 180 mm 249,- Gr!ptöngWice,10"250 267,- Kratttöng 10", 250 mm 282,- Þjalasett, 5 stk, ABS-handf. 547,- Tréraspar,3stk. 446,- Virtalia, 2 tonn 1.565,- Startkaplar, 100 AMP 698,- Startkaplar, 120 AMP 889,- Dráttartóg, 5 tonn 770,- Sendum í póstkröfu Opió daglega 9-18.30 Laugardaga 10-16.30 Erum einnig i Borgarkringlu/Þorpinu, 2. hæö. Opið daglega 12-18.30 Laugardaga 10-16 Kaplahrauni 5,220 Hafnarfjörður simi 653090 - fax 650120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.