Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1994
15
Hagnaður er
f orsenda framf ara
Að undanfornu hafa íjölmiðlar sagt
frá bættri afkomu ýmissa fyrir-
tækja á milli áranna 1992 og 1993.
Þessar fréttir gefa von um það að
samdráttarskeiðinu sé að ljúka og
fyrirtækin að eflast til nýrrar sókn-
ar, en fátt dugir betur gefn atvinnu-
leysi en öflugt atvinnulif. Þaö kem-
ur því á óvart aö enn sé haldið á
lofti þeim kennisetningum að
hagnaður sé ekki af hinu góða.
Hvert fer hagnaður?
Hagnaður verður til í rekstri at-
vinnufyrirtækja þegar vel gengur.
Hann þarf að standa undir skött-
um, fjárfestingum og arði til eig-
enda. Ríkissjóður fær sitt fyrstur,
því einungis þau fyrirtæki sem
hagnast greiða tekjuskatt. Hagnað-
urinn þarf að standa undir fjárfest-
ingum til þess að fyrirtækin dragist
ekki aftur úr, geti sótt á nýja mark-
aði og skapað ný störf. Einnig er
af honum greiddur arður.
Arður er ávöxtun á sparnað
Eigendur fyrirtækja eiga það
sameiginlegt að hafa lagt sparifé
sitt í atvinnurekstur. Með því hafa
þeir tekið áhættu þar sem þeir
hefðu allt eins getað lagt peningana
í ríkisskuldabréf. Ekki er hægt að
ætalst til þess að slíkur sparnaður
beri enga ávöxtun og er eðlilegt að
fólk geri kröfu um að fyrirtækin
standi undir ávöxtun sem sé, vegna
áhættunnar, hærri en fengist fyrir
áhættulausa fjárfestingu í spari-
skírteinum ríkissjóðs.
Afleiðing taprekstrar
Ef fyrirtæki er rekið með tapi
lendir það fljótt í erfiöleikum, geng-
ur á eigið fé og verður að lokum
gjaldþrota. Við það tapast bæði
störf og önnur verðmæti. Ef fyrir-
tækin skila ekki hagnaði geta þau
ekki fjárfest. Þá dragast þau með
tímanum aftur úr keppinautum
sínum eða geta ekki nýitt sér ný
tækifæri, en slíkt er forsenda fjölg-
unar atvinnutækifæra og hagvaxt-
ar.
Taprekstur hefur einnig þau
áhrif að minnka áhuga fólks á að
„Taprekstur hefur einnig þau áhrif að minnka áhuga fólks á að hætta sparifé sínu í atvinnustarfsemi."
Kjállariim
Jónas Fr. Jónsson
lögfræðingur
Verslunarráðs ísland
hætta sparifé sínu í atvinnustarf-
semmi. Það sama á auðvitað við
um áhuga erlendra fjárfesta á að
leggja fjármagn í íslenskt atvinnu-
líf. Þetta tvennt þrengir enn að
sóknarmöguleikum í atvinnumál-
um.
Hagnaðurer nauðsyn
Fram til aldamóta þarf að skapa
hérlendis 15.000 ný störf ef við ætl-
um að losna við atvinnuleysi.
Hagnaöur fyrirtækjanna er því
þjóðinni nauðsynlegur því einung-
is þannig fæst fjármagn og vilji til
þess að takast á við nýja möguleika
og skapa ný atvinutækifæri. Vel-
ferðarkerfiö er byggt upp á því aö
fyrir hendi sé atvinnustarfsemi og
til þess aö hún sé fyrir hendi þurfa
fyrirtækin að hagnast.
Jónas Fr. Jónsson
„Ef fyrirtæki er rekiö meö tapi lendir
það fljótt í erfiðleikum, gengur á eigiö
fé og verður að lokum gjaldþrota. Við
það tapast bæði störf og önnur verð-
mæti.“
Heimili en ekki fasteign
Ég þakka guði fyrir að vera ekki
ungur maður núna á leið út í sam-
félagið. Kæmi ég frá námi biðu mín
léleg launakjör og námsskuldir og
til að eignast heimili yrði ég að leita
út á markað þar sem óvíst er að
ég stæðist greiðslumat eða leigu-
markað sem oft sýnist helst til
skyndikynna. Ég kæmist þó trú-
lega ekki inn í hið úrelta félags-
íbúðakerfi vegna of hárra tekna!
Borgin að innan
Væri ég á vinnumarkaði fengi ég
laun undir skattleysismörkum og
lenti í sömu vandræðum með hús-
næði. Ég gæti látið skrá mig á biö-
lista hjá „verkamannabústöðum",
Félagsmálastofnun, Leiguþjónustu
Leigjendasamtakanna, gengið í
Búseta, lesið auglýsingar DV eða
keypt auglýsingu þar, í von um að
fá kannski viðunandi íbúð á viðun-
andi stað fyrir viðunandi verð, í
amk. eitt ár.
Sá sem sér Reykjavík að utan með
stóru einbýhshúsin, raðhúsin,
kringlumar og perlumar, hlýtur að
undrast ailt þetta tal um húsnæðis-
KjáUarinn
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
form. Leigjendasamtakanna
vanda. En sá sem kynnist borginni
að innan sér aðra mynd. Hann sér
skýrslur um húsnaeðisvanda, af-
komuvanda, tví- og þrísetinn skóla,
reiðileysi ungmenna, ofbeldi og
skort á gæslu og þjónustu sem yfir-
leitt þykir sjálfsögð í borgum sem
vilja kenna sig við menningu.
Ekki privatverkefni
Meginástæðan fyrir öUu þessu er
sú að Reykjavík hefur alltaf verið
stjórnað eins og risavöxnu sjávar-
þorpi. Hér hefur verið sama stefna
í húsnæðismálum, skóla- og upp-
eldismálum, samgöngumálum og í
öðrum sjávarplássum, og þar er ht-
ið á húsnæði sem íjárfestingu frem-
ur en heimiU.
Hér vantar íjölskyldustefnu sem
nær til húsnæðismálanna og hefur
það markmið aö tryggja fólki hús-
næði til heimiUshalds og án óeðh-
legra fjárskuldbindinga og með
kjörum sem fólk ræður við. Sér-
eignastefna þjónar aldrei þessu
markmiði. Húsnæðismál í borgar-
samfélagi geta ekki verið prívat-
verkefni.
Árið 1990 samþykkti Alþingi ný
félagsíbúðalög. Þessi lög hafa aldrei
komið fil framkvæmda í Reykjavík
vegna andstöðu ráöamanna. Þetta
hefur stóraukið húsnæðisvandann.
Ráðamenn verða að breyta þessu
strax. Jón Kjartansson
„Hér vantar Qölskyldustefnu sem nær
til húsnæðismálanna og hefur það
markmið að tryggja fólki húsnæði til
heimilishalds og án óeðlilegra fjár-
skuldbindinga... “
Meðog
ámóti
Smuguveiðar
Alþjóðlegt
hafsvæði
„Mín af-
staða til
Smugunnar
markast af
þvíaöþettaer
alþjóðlegt
hafsvæði og
við eigum þar
sama rétt og
aðrar þjóðir framkvsIj.Hrað-
sem stunda frystislöðvarÞórs-
veiðar á al- hafnar.
þjóölegum hafsvæðum. Við eig-
um sama rétt og Norðmenn og
fleiri þjóðir sem stunda veiðar
hér suöur af landinu í úthafskarf-
anum. Það er ekkert sjálfsagt að
Norðmenn geti tekið sér stjórnun
einhliða á þessu svæði þama upp
ffá þó svo að þeir reyni aö beita
Rússum með.
Ekki veitir okkur af í þessu ár-
ferði sem við búum við í dag meö
minnkandi kvóta og minnkandi
tekjur að reyna að finna okkur
aöra möguleika til að þreyja þorr-
ann. Ég á nú von á því að málin
þróist smátt og smátt á þann veg
að Norðmenn átti sig á því aö
þetta mál verður ekki leyst nema
með samningum og þeir verða að
ætia okkur sneið af kökunni. Við
höfum gerst aðilar að Svalbarða-
samkomulaginu og eigum sam-
kvæmt skilgreíningi þess sama
rétt og Norömenn til að nytja það
svæði. Þeirra réttarstaða að
sljórna í því með þessari hörku
sem þeir gera er mjög óljós.
Það eru fleiri xnál sem við þurf-
um að ganga frá milli okkar og
Norömanna, eins og til dæmis
norsk-íslenska síldin. Það er ekki
úr vegi aö það verði rætt sam-
hliða."
Jóhann A. Jónsson
Sköðum mál-
stað okkar
„Mér finnst
heppilegra
fyrir Islend-
inga aö ná
samningum
viö Norð-
menn heldur
en að stunda
veiöar í
Smugunni
eins og við
höfum verið
að gera. Það er alveg Jjóst aö
þarna erum viö að veiða úr stofni
sem gengur úr norsku og rúss-
nesku landhelginni í Smuguna.
Við Islendingar getum alveg sett
okkur í spor þeirra ef það væri
þorsk- eða karfastofninn sem
gengi út fyrir okkar landhelgi og
aðrar þjóðir stunduðu veiðar úr
honum. Við hefðum mótmælt þvi
hástöfum og haft stór orö um
slíka sjóræningjaveiði.
Þess vegna finnst mér engin
ffamtíö vera í þessum veiöum
fyrir okkur og skil ekki hvers
vegna menn eru að kaupa skip
sérstaklega fyrir þessar veiðar.
Þá erum við að skaða okkar mál-
staö enn meir. Við verðum mjög
ótrúverðugir í fiskveiðimálum á
alþjóðavettvangi ef viö gerum
þetta. Ég held einnig að þessar
þjóöir sem um ræöir hefðu aö
einhverju leyti litið ffam hjá
þessu vegna erfiðleika okkar í
þorskveiðunumengéra þaö síður
miðaö við hvernig viö högum
okkur.
Mér fmnst að við eigum að fara
varlega í að stunda þessar veiöar.
Sérhver einstaklingur er aö sjálf-
sögöu fijáls aö gera það sem hann
vill en fyrir íslenskan sjávarút-
veg í heild tel ég að við séum
ekki á réttri leið.