Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Page 26
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1994
Garðsláttuvélar
Sláttuorf
Mosatætarar
Grasklippur
ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681 SOO
Taiaðu við okkur um
BÍLARÉTTINGAR
BÍLASPRAUTUN
Auðbrekku 14, sími 64 21 41
iKÚPLINGMl
®]Stilling
SKEIFUNN111 • SÍMI 6197 97
Gefins
Nýr dálkur í smá-
auglýsingum DV:
_______Gefins
Á miðvikudögum
getur þú auglýst
ókeypis þá hluti sem
þú vilt gefa í allt að
4 lína smáauglýsingu.
Gleymdu ekki að
lesa smáauglýsingar
DV á miðvikudögum.
Til að létta símaálag
bendum við á bréfa-
síma DV, 63 27 27, og
að sjálfsögðu getur
þú sent okkur
auglýsinguna í pósti.
Þverholti 11 - 105 Reykjavik
Sími 632700 - Bréfasími 632727
Grani síminn: 99-6272
(fyrir landsbyggðina)
íslenskur samtímaskúlptúr á Kjarvalsstöðum:
Hugmynd og form
fallast í faðma
Eitt af verkunum á sýningunni að Kjarvalsstöðum.
í tilefni af Listahátíð í Reykjavík opnuðu
Kjarvalsstaðir á laugardag sýningu á íslenskri
samtímalist með aðaláherslu á höggmyndalist-
ina. Glöggt dæmi um breyttar áherslur í högg-
myndalist er einmitt að á sýningunni er í raun-
inni enga „höggmynd" að finna. Sjálft hugtakið
er fagurfræðileg skilgreining sem tilheyrir
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
fremur nítjándu öldinni en þeirri tuttugustu. í
byijun þessarar aldar fór fram listrænt uppgjör
sem tengdist stórborgarmenningu og styrjaldar-
rekstri sunnar í álfunni og skilaði sér í reynd
ekki hingað norður í Dumbshaf fyrr en á sjötta
og sjöunda áratugnum í konkretmálverki og
hugmyndahst. Þessir tveir framúrstefnumeiðar
elduðu grátt silfur á sínum tíma en virðast ná
að nokkru saman í verkum þeirrar kynslóðar
er hér sýnir og kom fram að gengnum tímabilum
konkretmálverks og hugmyndahstar. Nú fallast
formræn fagurfræði og heimspekileg hugmynd-
alist í faðma í sérhönnuðum innsetningum.
Rýmisvitund og kassagerð
Ef hægt er að tala um sameiginlegan þráð á
sýningunni þá er þaö helst rýmisvitundin.
Hveijum og einum hinna tuttugu og níu sýn-
enda er ætíað afmarkað rými og flestir ef ekki
allir nýta það sem sameiginlegan vettvang Usta-
verks og áhorfanda. í langsamlega flestum til-
vikum myndi verkið gerbreytast við að skipta
um rými og fá önnur viðmið og skírskotanir.
Sá sem gengur hvað lengst í að bjóða áhorfand-
anum að ganga inn í verk sitt er Þorvaldur
Þorsteinsson og er verk hans talsvert frábrugð-
ið því sem hann hefur áður gert. Þar er um aö
ræða ítarlega úttekt í ljósmyndum og texta á
búnaði og tækjakosti slökkvihðsmanna ásamt
persónulegum upplýsingum og uppsetningu á
fremur hrörlegri en heimihslegri starfsaðstöðu
þeirra. Aðrir láta sér nægja að búa til skápa
(Steingrímur Eyfjörð, Guðrún Hrönn, Daníel
Magnússon) til að vísa til viðtekinnar tiihneig-
ingar í nútímasamfélögum til kassagerðar. Þar
koma jafiiframt persónulegri nótur inn í dæm-
ið. Verk Steingríms minnir þannig á skriftastól
og minnisvarði Daníels um Snorra Sturluson
hefur sömuleiðis yfir sér vissan helgiblæ. Þetta
eru hugmyndaverk sem hafa sterkar formrænar
áherslur þar sem húmor er lykilatriði. Þórdís
Alda Siguröardóttir og Anna Líndal ganga þann-
ig hreint til verks með hið fomkveðna stefnu-
mót saumavélar og regnhlífar á skurðarborði á
bak við eyrað.
Vísindaleg formerki
Gagnstætt fyrmefndum skápum er hinn hvíti
kassi Ólafs Gíslasonar formræn stúdía sem sæk-
ir inn á svið hugmyndalistar undir vísindáleg-
mn formerkjum. Svipað má segja um htaprufur
ívars Valgarðssonar sem em líkt og form- og
fagurfræðileg réttlæting innsetningar hans á
málningardósum og penslum. Rúrí leggur
áherslu á hina vísindalegu hhð myndhstariök-
unar með því að byggja verk sín alfarið upp
með tommustokkum. Hjá Finnboga Péturssyni
eru það hljóðvísindin sem mynda í reynd rýmið
en fjórar ferstrendar hátalarasúlur er mynda
verkið „Áttir“ em fremur náígun hugmyndar
við form en öfugt. Af þessu má sjá að þótt nálg-
un listamannanna sé gerólík veröur heildarniö-
urstaðan oft keimlík; eins konar sáttargjörð við
rýmið hverju sinni. Jafnvel Svava Bjömsdóttir
leitast við aö skapa pappírsverkum sínum sér-
tækt rými þótt útfærsla þeirra krefjist þess ekki
fljótt á litiö. í sama tilgangi útfæra Halldór Ás-
geirsson og Brynhildur Þorgeirsdóttir eld-
virknitengd verk sín utan dyra. Sýning þessi á
samtímaskúlptúr stendur til 24. júh.
Sviðsljós
Á hvítasunnukappreiöar Fáks mætti fjöldi fólks víða af landinu. Þeirra Elisabet Reinhardsdóttir, Einar Ragnarsson og Guðmundur Einarsson.
á meðal Stokkseyringamir Hafsteinn Jónsson til vinstri og Jens Petersen.
VERRLAU NASAMKEPPNI
Mín tillaga er:
Nafn:
Heimili:
Sími:
Ákveðið hefur verið að efna til verðlaunasamkeppni um nafn ð Bónus Radíó-karlinn.
Dómnefnd mun siðan velja bestu tillöguna. Æskilegt er að nafnið tengist eða geti ó
einhvern hótt tengst verðlaginu í Bónus Radíó, sem er lœgra en algengl er.
Komi fieiri en ein tillago að því ncfni sem verður valið, verður hlutkesti lótið ráða um hver htýtur 1. verðlaunin,
sem eru vandað 29’ Samsung Nicam Stereo-sjónvarpstœki með 40W magnara, isl. textavarpi, aðgerða-
slýringu máskjáogþráðl. Ijarslýringu, auk margs annars. Einnig verða 15 ferðaútvarps tœki í aukaverðlaun.
Siðasti skiladagur er 6. júni og verðaúrslit lilkynnl í þœtti Önnu Bjarkar á Bytgjunni, fimmtudaginn 9. júní
1. verðlaun eru
29" Nicam Stereo-
sjónvarpstœki með ísl. textavarpi
----------------------------------------------,
Vinsamlegast sendið tillögurnar til: I
Bónus Radíó, I
Grensásvegi 11, I
108 Reykjavík.
Munið ! Síðasti skilafrestur er 6. júní 1994. 1