Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
Fréttir
Vorþing Kvennalistans:
Samstarf um framboð til
Alþingis ekki á dagskrá
Kvennalistinn hélt vorþing sitt á
Selfossi 3. til 5. júní síðastliðinn. Á
þinginu var rætt um hvort sérstöðu
Kvennalistans væri hætta búin af
samstarfí við aðra flokka og til hvers
samstarfið í Reykjavík kynni aö
leiða. Niðurstaðan var sú að bæði
samstarf viö aðra flokka og sérfram-
boð Kvennalistans til sveitarstjóma
hefðu nokkuð til síns ágætis. En öðru
AukSnásókit
íbudduna
vegnakosninga-
ársins
- stefiit að 10 milljarða halla
Fjárlagavinna næsta árs er haf-
in. Tillögur ráöuneytanna, svo-
kallaður grunnrammi, er tilbú-
inn en viðræður við einstaka ráð-
herra um niðurskurð eru ekki
hafnar. Þær munu heíjast á
næstu dögum og munu standa
yfir þennan mánuð. Samkvæmt
heimildum DV er almenna til-
hneigingin sú að ráðuneytin fari
fram á meiri íjármuni nú en viö
síöustu fjárlagagerð. Það er fyrst
og frem9t rakiö til að kosningaár
er á næsta ári.
Því er spáð að niðurskurðar-
vinnan verði sérstaklega erfið og
menn óttast að fjárlögin 1995
komi _til með að fara úr böndun-
um. Útgjöld ársins 1994 virðast
nú vera aö stefna í að fara hátt á
fjórða milljarð fram úr fjáriögum.
Það er Ijóst að ekki mun takast
að lækka fjárlagahallann á næsta
fjárlagaári og mun það ekki verða
reynt heldur er stefnt aö þvf að
halda honum svipuðum og hann
átti að vera þetta árið, eöa um 10
mifijarðar.
máh gegndi með landsmálin. Ekkert
benti til þess aö þörfin fyrir sérfram-
boö kvenna væri minni nú en áður.
Kristín Halldórsdóttir, starfskona
þingflokks Kvennalistans, var spurð
hvort Kvennalistinn væri með þessu
að loka á hugsanlegt samstarf við
aðra flokka í framboði til Alþingis.
„Þaö hefur ekkert verið rætt um
frekara samstarf Kvennalistans og
Finnamir Pekka og Matti Julla
skipstjóri, sem sigldu frá Helsinki í
Finnlandi til íslands á 23 dögum,
komu hingað til Hafnar í síðustu
viku eftir giftusamlega ferð. Að vísu
þeirra flokka sem stóðu með honum
að Reykjavíkurlistanum. Það hafa
margar kvennalistakonur sagt, þar á
meðal Ingibjörg Sólrún, að það
gegndi allt öðru máli í landsmálapóh-
tík en í sveitarstjómarmálum," sagði
Kristín.
Hún benti hins vegar á að það hefði
í raun ekki verið rætt sérstaklega
hvort samstarf við aöra flokka í
nokkuð slæmt veður framan af en
skánaði eftir því sem þeir nálguðust
ísland.
Þeir félagar em á 7 metra hraðbáti
úr áh, Finnfaster, og komu viö á 8
stöðum á leiðinni, meðal annars
Kaupmannahöfn, Gautaborg og Fær-
framboði til Alþingis kæmi til greina.
Þaðan af síður að atkvæði hefðu ver-
ið greidd um eitt eða neitt í því sam-
bandi.
„Við áttum alveg eins von á því að
umræður yrðu allnokkrar um þetta
mál sérstaklega. Svo varð hins vegar
ekki enda þótt sumar ræðukonur
kæmu aö því í ræöum sín-
um,“ sagði Kristín Halldórsdóttir.
eyjum. Þeir hafa meðferðis skjal frá
ráðstefnu nyrstu landanna í Helsinki
í mars. Ýmsir hafa ritað nafn sitt á
það og Finnarnir fara með það á fund
hjá forseta íslands til undirritunar.
Alþýðuflokkurmn:
haldið hjá
Jóhönnu
Jóhanna Siguröardóttir hefur
enn ekki greint stuðningsmönn-
um sínum frá því hvað hún ætlar
að gera i framhaldi af tapi hennar
fyrir Jóni Baldvin í formanns-
kjörinu í fiokknum um helgina.
Hún hafði sagt fyrir formanns-
kjöriö að hún myndi draga sig í
hlé í póhtík ef hún næöi ekki 40
prósenta fylgi. Hún náði því ekki.
Það vantaði örfá brot upp á.
Jóhanna fór til útlanda á mánu-
dagsmorgun og kemur ekki heim
fyrr en á miðvikudag. Þá taka við
tveir fundir á Alþingi á fimmtu-
dag og fóstudag. Jóhanna mun
því ekki greina frá því hvað hún
ætlar að gera fyrr en um eða eftir
næstu helgi Tahð er víst að hún
muni ræða náið við sína dygg-
ustu stuðningsmenn áður en hún
gefur eitthvaö upp um framhald-
ið.
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður flokksins, sagði í viðtali
við DV áður en flokksþingið hófst
að ef hann sigraði í formanns-
kjörinu myndi hann fara þess á
leit við Jóhönnu Sigurðardóttur
að hún gæfi sér friö til aö starfa
að stefnumálum flokksins að
loknu flokksþingi. Hann vildi
ekki svara því strax að loknu for-
mannskjörinu á laugardag hvort
hann stæði viö þessa yfirlýsingu
eða ekki.
Það ríkir því mikil óvissa um
framhaldiö í Alþýðuflokknum.
Jón Baldvin er sagður ekki jafn
sterkur eftir þetta flokksþing og
fyrir það. Hann hlaut ekki nema
60 prósenta fylgi í formasnns-
kjöri. Hann varð líka að gefa mik-
ið eftir í ESB-málinu fyrir stuðn-
ingsmönnum Jóhönnu undir for-
ystu Gunnlaugs Stefánssonar al-
þingismanns.
Þeir sem DV ræddi viö í gær
um máhö telja því vist aö Jón
muni leggja sig fram um að ná
fram sátt við Jóhönnu og hennar
fólk sem allir geti unað við.
Pekka og Matti Julla skipstjóri á Höfn. Á innfelldu myndinni er hraðbáturinn við bryggju á Höfn. Á hlið hans er
skráð Finnland-ísland Viking Line. DV-mynd Ragnar Imsland
Sigldu frá Helsinki á hraðbáti
Júlía Imslaiid, DV, Höfci:
í dag mælir Dagfari
Minn tími kemur
Eftir að flokksþingi Alþýðuflokks-
ins lauk með ósigri Jóhönnu Sig-
urðardóttur, brennur sú spuming
á ahra vörum: hvað gerir Jóhanna?
Dregur hún sig í hlé eða heldur hún
áfram eins og ekkert hafi í skorist?
Þetta var búin að vera hörð
átakaglíma. Jóhanna gaf ekkert
eftir og Jón Baldvin gaf ekkert eft-
ir. Jón Baldvin sagðist mundu
leggja inn lausnarbeiðni úr ráð-
herrstól ef hann tapaði. Jóhanna
sagðist mundu leggja niður ráðher-
rastörf ef hún tapaði stórt. Jón
Baldvin spurði Jóhönnu hvað hún
ætlaði að gera ef hann féfli og Jó-
hanna spurði á móti hvað Jón Bald-
vin vildi gera við sig ef hann ynni.
Jóhanna gat hins vegar ekki séð
að Jón áetti að hætta þótt hún ynni,
enda væru margar vistarverur í
hennar húsi.
Þannig skiptust þeir formanns-
kandídatamir á skoðunum um það
hvað þeir mundu gera ef þeir féllu
og hvað hinn mundi gera ef þeir
sigruðu og hvað þeir sjálfir mundu
gera ef þeir töpuðu. Þeir sögðu hins
vegar minnst um það hvað þeir
gerðu ef þeir sigraðu og það var
einmitt lóðið. Flokksfulltrúar ótt-
uðust afleiðingamar af því að ann-
ar hvor sigraði. Ekki vegna þess
að þeir óttuðust sigurvegarann
heldur taparann. Mönnum stóð
nefnflega ógn af úrslitunum, því
það var ekki nóg með aö annað
hvort mundi sigra heldur mundi
hitt tapa og þá vissu menn ekki
hvað sá gerði sem tapaði. Kosn-
ingaslagurinn stóö eiginlega um
það að koma í veg fyrir að hvorag-
ur tapaði, enda höfðu menn á
flokksþinginu meiri áhyggjur af
því hvort tapaði heldur en hinu
hvort ynni.
En svo fór að lokum að Jón Bald-
vin vann og Jóhanna tapaði. Þá
kom Jóhanna og kenndi sprengju-
hótuninni um og sagði ekkert um
það hvort hún ætlaði að hætta. í
lokaræðu sinni hélt hún því fram
aö hennar tími mundi koma.
„Minn tími mun koma,“ hrópaöi
Jóhanna og steytti hnefa og þing-
fulltrúar risu úr sætum til að fagna
þeirri yfirlýsingu Jóhönnu að
hennar tími mundi koma. Menn
vissu reyndar ekki hvenær sá tími
mundi renna upp né heldur hvar,
enda hvarf Jóhanna brátt af fundi
og hefur ekki sést síðan. Hún sást
ekki á lokahófinu og hún hefur
slökkt áfjölmiðlum og er greinilega
að hugsa sitt mál. Lögst undir feld.
Nú bíöa menn spenntir eftir þvi
hvort Jóhanna muni koma aftur í
Alþýöuflokkinn. Kemur hún aftan
að Jóni eöa kemur hún úr kafinu
utan eða innan ríkisstjórnar? Ætl-
ar Jóhanna að hætta þangað til hún
kemur aftur? Hvenær mun hennar
tími reima upp tfl að koma? Og svo
era sumir sem segja að tími Jó-
hönnu sé einmitt runninn upp og
þetta hafi verið hennar stóra stund
að fá 40% fylgi á krataþingi, en
auðvitað getur það líka verið að ef
Jóhanna bíður nógu lengi þá muni
hennar timi koma, eins og hún sjálf
hefur spáð í.
Ein útvarpsstöðvanna leitaði til
spákonu skömmu fyrir kjörið á
þinginu og spáði því að Jóhanna
yrði kosin. Kannske hefur spákon-
an átt við það að Jóhanna yröi kos-
in seinna og Jóhanna er eflaust
sömu skoðunar og þá er spumingin
sú hvers vegna Jóhanna hafi verið
að bjóða sig fram nú, ef hún veit
og trúir því aö hennar tími muni
koma seinna. Af hverju bíður hún
þá ekki með framboð sín þangað
til hennar tími rennur upp? Hvað
láá?
Annars hélt Jóhanna því fram í
lokaræðunni að í sigri geti verið
fólginn ósigur og í ósigri felist sig-
urinn. Ef þetta er rétt hjá henni þá
getur hún vel við unað að hafa tap-
að, því þá hefur hún í rauninni
sigraö og ástæðulaust að fara í fýlu
og láta afla biða eftir því að hennar
tími renni upp. Hún sigraði í form-
annskosningunni með því að tapa
og sigur Jóns Baldvins var fall
hans.
Þessu hefur Jón Baldvin ekki átt-
að sig á og fagnar sigri meðan Jó-
hanna hrósar sigrinum sem fólst í
tapinu og hún er í rauninni svo
sigurviss að hún gat hrópað af ör-
yggi út í salinn: minn tími mun
renna upp.
Það hlýtur auðvitað að slá óhug
á þá krata, sem ekki greiddu henni
atkvæði, yfir þeim mistökum sem
þeir gerðu með því að greiða Jóni
Baldvin atkvæði sitt. Með því voru
þeir að leggja grunninn að sigri
Jóhönnu og formennsku hennar.
Dagfari