Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Lestin er farin
Það er of seint í rassinn gripið, er íslendingar hafa
skyndilega fengið jákvæðan áhuga á aðild að Evrópusam-
bandinu eftir áralanga andstöðu við hana. Aðild er ekki
á boðstólum að sinni og þegar hún verður á boðstólum
verður það ekki sem alvöruríki heldur sem smáríki.
Evrópusambandið er harðdrægara í samskiptum en
flest, ef ekki öll fjölþjóðasamtök í nágrenni okkar. Ráða-
menn þess tala í fúlustu alvöru um að skipa íslendingum
á bekk með Möltubúum, Kýpveijum og Liechtensteinum,
sem þriðja flokks þjóð eða þjóðarbroti í Evrópu.
Evrópusambandið hefur reynzt vera svo harðdrægt í
viðskiptum við umhverfi sitt, að eina færa leiðin til að
verjast efnahagSlegu og viðskiptalegu ofbeldi af þess háífu
er að vera fuUgildur aðih að því og þá eins og hvert ann-
að fullvalda ríki, en ekki sem frímerkjaríki.
Við hefðum átt að sækja um aðild með Finnum, Svíum
og Norðmönnum. Þá hefðum við fengið fulla aðild að
sambandinu á svipuðum kjörum og Norðmenn sömdu
um. Við hefðum fengið valdaaðstöðu, sem var langt
umfram hlutfall íbúafjölda. Við hefðum haldið reisn.
Nú er það hins vegar uppi á teningnum, að mál ís-
lands verði skoðuð í samhengi við ýmis smáríki, sem
hingað til hafa ekki haft sömu stöðu og ísland á alþjóða-
vettvangi, þótt íbúafjöldi þeirra sé sumra hverra meiri
en íslands. Við verðum hafðir með kotkörlunum.
Hinn kosturinn er, að nokkur ríki í Austur-Evrópu fái
aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og fari síðan með
okkur í farteskinu inn í Evrópusambandið upp úr alda-
mótum. Það er flókin leið og hættusöm, en gæti verið
skárri en smáríkjaleiðin, ef varlega er farið.
Að vísu getur atburðarásin tekið breytingum, en það
verður algerlega án okkar tilverknaðar. Til dæmis eru
miklar líkur á, að Norðmenn hafni aðild að Evrópusam-
bandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem verður í árs-
lok. Slíkt mundi óbeint lagfæra stöðu okkar.
Ef Norðmenn fara ekki inn, dregur úr hættunni af
samkeppni í fisksölu af þeirra hálfu. Þeir verða þá á svip-
uðum kjörum og við gagnvart tollmúravirki Evrópu. Það
mildar tjónið af því, að við höfum sjálf misst af lestinni,
og eykur aftur gildi Evrópska efnahagssvæðisins.
Ef Norðmenn semja sig síðan inn á nýjan leik á kjör-
um, sem ekki verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, getum
við sennilega fengið að fljóta með, úr því að við erum
skyndilega orðin eins Evrópusinnuð og skoðanakannanir
benda til. Þá verðum við líka að grípa gæsina strax.
Úr því sem komið er, verðum við að gera eins gott úr
Evrópska efnahagssvæðinu og kostur er. Við þurfum að
skera kostnað þess niður við trog, þannig að við getum
staðið undir því, unz því verður annaðhvort breytt í tví-
hliða samning okkar eða biðstofu fyrir Austur-Evrópu.
Síðan þurfum við að nota tímann til að kanna, hvem-
ig við getum stokkið upp í næstu lest. Okkur ber að vera
vel á verði og viðbúin uppákomum á borð við þá, að
Norðmenn felh aðild að Evrópusambandinu. Við þurfum
að reyna að ná stjóm á ferð okkar inn í framtíðina.
Það er dæmigert fyrir okkur að hafa látið reka á reið-
anum í máh þessu í stað þess að taka örlög okkar í eigin
hendur. Við vhjum aldrei sinna málum fyrr en á eheftu
stundu. Slíkt dugir ekki 1 samskiptum við þjóðir, þar sem
menn vhja feta markaðar slóðir og forðast tímahrak.
„Það reddast einhver veginn“ hafa hingað th verið
einkunnarorð íslendinga. Þau hafa einkennt vhja- og
aðgerðaleysi okkar gagnvart Evrópuhagsmunum okkar.
Jónas Kristjánsson
„Það var vægast sagt hjákátlegt að
heyra suma frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins slá því frarn að engar lóðir
hefðu verið til ráðstöfunar árin
1978-82.“
„Eru þá eftir allt saman sprungur líka í Árbæjarhverfinu?“ spyr greinarhöfundur.-Nýja Árbæjarsundlaugin.
Niðurstaða borgarstjórnarkosn-
inganna í Reykjavík var ótvíræð.
Kjósendur létu ekki ósannindavað-
aiinn um þá sem stjórnuðu borg-
inni árin 1978-82 hafa áhrif á sig.
Sá sem þetta ritar minnist þess
ekki að kosningabarátta hér hafi
verið svo óvægin og rætin eins og
aö þessu sinni. Á þetta fyrst og
fremst við þá sem voru málsvarar
Sjálfstæðisflokksins. Venjulega
hefur það dugað að frambjóðend-
umir önnuðust málflutninginn og
væru þar til sóknar og vamar. Að
þessu sinni var það áberandi
hversu margir utan frambjóðenda-
hópsins blönduðu sér í umræðuna
með greinarskrifum í Morgunblað-
ið,
Ég minnist t.d. fjögurra eldri
manna sem skrifuðu mikið og
margt ljótt í Moggann um það fólk
sem skipaöi Reykjavíkurhstann og
bmgðu sér stundum aftur til ár-
anna 1978-82 og reyndu að ófrægja
þá sem stjómuðu borginni á þeim
árum. Ekki kæmi mér á óvart þótt
sumir þessir greinahöfundar
a.m.k. kysu að þessi ritverk þeirra
yrðu sem fyrst gleymd og grafin.
Þau ættu hins vegar að vera öðmm
til vamaðar síðar meir.
Nokkrum sinnum heyrði ég
frambjóðendur Sjálfstæöisflokks-
ins og aðra sjálfskipaða talsmenn
halda því fram að engar eða svo til
engar lóðir hefðu verið til árin
1978-82. Einn gekk meira að segja
svo langt að segja að einungis einni
lóð hefði verið úthlutað á þessum
ámm. Skipulags- og lóðamál vora
raunar aðalkosningamálin 1982.
Lóðamál og sprungur
Þegar nýr meirihluti tók við á
miðju ári 1978 vora engin skipulögð
svæði til undir byggingarlóðir.
Strax var hafist handa í viðræðum
við ríkið að reyna að festa kaup á
hluta af Keldnalandinu norðan
Grafarvogs. Þar var þungt fyrir og
mikil tregða. Þeim viðræðum var
haldið áfram næstu árin og smátt
og smátt þokaðist í samkomulags-
átt. Það var hins vegar ekki fyrr
en á næsta kjörtímabili að endan-
legt samkomulag náðist og hægt
var að hefja þar skipulagrúngu. Af
þessum sökum m.a. var sú ákvörð-
un tekin að þétta byggðina og
skipuleggja íbúðasvæði vestan Ell-
iðaáa. Þaö var vægast sagt hjákát-
legt að heyra suma frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins slá því fram
aö engar lóöir hefðu verið til ráð-
stöfunar árin 1978-82. Vita þeir
ekki hvenær lóðum var úthlutað í
vestanverðum Fossvogi, á öllu
Eiðsgrandasvæðinu, á Laugarásn-
um, á Ártúnsholti og Selásnum, í
mætti síðar byggja. Þeir hafa auð-
vitað séö hvernig vegagerðin fór
að því að sprengja niður klappar-
holtið norðan svæðisins. Ég tók
líka eftir því á seinni kappræöu-
fundinum í sjónvarpinu hvaða
skýringu Árni Sigfússon gaf á því
að sundlaugin í Árbæjarhverfinu
varð 40% dýrari en búið var að
áætla. Hann sagði að komið hefði
í ljós að hún hefði upphaflega verið
staðsett á sprangu og því verið
færð. Það hefði valdið aukakostn-
aði. Era þá eftir allt saman sprung-
ur líka í Árbæjarhverfinu?
Kristján Benediktsson
Hólahverfi og hluta Seljahverfis
svo nokkuð sé nefnt.
Vegna þess hve treglega gekk að
ná samningum um Keldnalandið
var ibúðabyggð skipulögð á Rauða-
vatnssvæðinu sem eðlilegt fram-
hald Selásbyggðarinnar. Þegar
þetta kom til upphófst hin mesta
orrahríð og sjónarspil hjá sjálf-
stæðismönum enda var þá farið að
nálgast kosningar 1982. Þeir fundu
þessu svæði allt til foráttu. Kort var
teiknað með fiölda sprungna og allt
of dýrt átti að vera að koma frá-
rennsli gegnum klöppina norðan
svæðisins. Þetta skipulag var sem
sagt aðaldeilumálið í kosningunum
1982.
Nú hefur hins vegar kvisast að
skipulagsyfirvöld borgarinnar hafi
upp á síðkastið verið farin að skoða
þetta svæði með tilliti til að þar
KjaHarinn
Kristján Benediktsson
fyrrv. borgarfulltrúi
Að kosningum
loknum
Skoðanir annarra
Fílabeinsturninn
„Ég hef stundum kallað Seðlabankann fílabeins-
tum og hann er það, því hann hefur ekki þau af-
skipti af atvinnulífinu sem mér hafa þótt afar fróð-
leg, en ég er þó búinn aö hafa þessi afskipti. Sem
betur fer era fiölmargir menn héma sem hafa haft
slík afskipti. Hér þarf að vera blandað starfsfólk,
þeirra sem búa yfir mikilh hagfræðiþekkingu og
þeirra sem hafa aflað sér þekkingar á og innsýnar í
íslenskt atvinnulíf.“
Steingrímur Hermannsson í Mbl. 12. júní.
Enginn þjódrembingur
„Ég tel það ekki ílokkast undir sérstakan þjóð-
rembing þótt haldiö sé myndarlega upp á fimmtíu
ára lýðveldisafmæli þjóðar. í vitund íslensku þjóðar-
innar eru slíkar hátíðir á Þingvöllum sjálfsagðar og
eðlilegar. Þær gera það að verkum að þjóöin er sýni-
legri sjálfri sér... Þær raddir heyrast að bíða hefði
mátt með hátíðarhöld sem þessi þar til lýðveldið
næði 100 ára aldri. Það hefði verið mjög misráð-
ið... þá hefði ekki náðst að tengja saman frásagnir
kynslóðanna." MatthiasÁ. Mathiesen Mbl. 12.júní.
Hiti, svæla og eldur
„Eldurinn var uppi á fiórðu hæð (bruninn í Kefla-
vík) og þar sem við eigum ekki þau tæki sem þarf
til að vinna við eld svo hátt uppi urðum við að vinna
innan frá í hita, svælu og eldi. Það var í alla staöi
mjög erfitt að eiga við þetta... Það er ákaflega erfitt
að vinna úr handstiga uppi á fiórðu hæð með þung-
ar slöngur og tæki. Það er bara ekki gerandi. Það
er hægt á tveggja, þriggja hæða húsum en þegar þau
eru orðin fiögurra hæða eða hærri er ekkert gagn í
því.“ örn Bergsveinsson, Slökkvil. í Keflavík
í Tímanum 11. júní.