Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 Áskriftargetraun DV gefur skil- vísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á óvenju- lega hagkvæmum vinningum að þessu sinni enda eru vinningarnir hið besta búsílag. Hvorki meira né minna en sex körfur í mánuði, fullar af heimilisvörum að eigin vali, að verðmæti 30.000 krónur hver. Júní-körfurnar koma frá verslun- um 10-11 og verða þærdregnar út föstudaginn 1. júlí. DV styður ávallt dyggilega við bakið á neytendum með stöðugri umfjöllun um neytendamál enda er DV lifandi og skarpskyggn fjöl- miðill jafnt á þeim vettvangi sem öðrum. Daglega flytur DV lesend- um sínum nýjustu fréttir innanlands og utan. í aukablöð- unum eru einstök málefni krufin til mergjar og smáauglýsingar DV eru löngu orðnar landsmönn- um hreint ómissandi. Það er allt að vinna með áskrift að DV. DV hagkvæmt blað. ENBIHJALLA GUESIBÆ LAUGALÆK BORGARKRINGLUNNI 63 27 00 Það koma til askrifenda Fréttir Þórhildur með gleraugun á þeim stað sem þau fundust. DV-mynd Kristján Einarsson Reynslusaga konu í Ölfusi: Miðill fann týnd gleraugu barns „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég skil þetta ekki. Ég þekki ekki manninn og hann ekki mig. Ég leyfi mér að fullyrða að hann hefur ekki komið hingaö áður. Þetta er bara yfirnátt- úrlegt," segir Þórhildur Ólafsdóttir, sem býr að Hrauni í Ölfusi. Þórhildur upplifði fyrir nokkrum dögum eitt það furðulegasta sem fyrir hana hef- ur komið að eigin sögn. Það var fostudaginn 13. maí sem sonur Þórunnar var að leika sér ásamt frænku sinni. Sonur hennar notar sterk, sérsmíðuð gleraugu og hafði verið með þau í hulstri þegar hann var aö leika sér. Þegar hann kom heim til sín umræddan dag kom í ljós að hann hafði týnt þessu. Móð- ir hans og fleiri gerðu dauðaleit að gleraugunum þar sem ljóst er að þau eru dýr og langan tíma tekur að framleiða þau. Leitað var úti og inni í á þriðju viku en án árangurs. Með- al annars leitaði Þórunn í læk sem frændsystkinin voru að leika sér í. „Það var búið að snúa öllu við en ekkert gekk. Síðan var ég að lesa eitt- hvert blað og sá þar viötal við Njál Torfason og datt í huga að hringja í hann og hugsaði með mér að þaö gerði þá ekkert til. Það tekur svo langan tíma að smíða þessi gleraugu og fá þau afhent. Ég hringdi því í manninn og hann sagðist ekki hafa tíma til að sinna mér núna en tók niöur númerið og sagðist hafa sam- band seinna. Svo hringdi hann nokkrum dögum seinna og byrjaði að lýsa eldhúsinu sem er alveg ótrú- legt. Síðan byrjar hann að lýsa heim- ili foreldra minna sem búa í næsta húsi. Þar er eitt herbergi meö ofni og glugga yfir sem hann lýsir. Hann talaði mikið um gluggann og sagði mér að athuga hvort þetta væri ekki bara bak við ofninn eða undir dívan- inum. Ég kvaddi hann og dóttir mín og ég fórum beint til foreldra minna og byrjuðum að leita í herberginu. Og viti menn, þar liggur gleraugna- hulstrið og gleraugun í,“ segir Þór- hildur Húsbruninn í Keflavik: Mánuður þar til fólkið kemst heim „íbúðimar eru mismikið skemmdar. Það má vera að fyrsta íbúðin verði til fljótlega og fólk geti flutt inn. Það verð- ur hins vegar að vera í samræmi við aðrar viögerðir á húsinu. Það á eftir að setja þak á það og losna við lyktina. Ég myndi skjóta á að liðið gæti allt að mánaðartimi áður en fólk gæti flutt inn,“ segjr Guðmundur RJ. Guð- mundsson, formaður neyðamefndar Rauða krossins á Suðumesjum. Hann segir að tekist hafi að koma öllum íbúum í fjölbýlishúsinu sem skemmdist í eldi í Keflavík síðastliðið fimmtudagskvöld fyrir. Enn á eftir að finna þremur fjölskyldum húsa- skjól og býst Guðmundur ekki við að það taki langan tíma. Söfnun fór af stað síðastliðinn fóstudag og segir Guðmundur hana hafa gengið mjög vel. í gær hafði safnast vel á þriðju milljón. Um leið og söfnunin hófst voru hverjum íbúa greiddar 10 þúsund krónur til fata- kaupa. Á fimmtudag ætlar útvarps- stöð þeirra Suðumesjamanna Brosið aö efna til söfnunar og þá hefur fólk víðsvegar af landinu hringt til Rauða krossins og boðist til að gefa fatnað húsgögn og fleira til söfhunarinnar. Skrifstofa Rauða krossins við Hafnargötu verður opin frá klukkan 10 til 19 út vikuna. Síminn þar er 92-14747.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.