Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
7
pv_____________________________________________________Fréttír
Mannekla hjá lögreglunni 1 Keflavík:
Náum ekki að sinna starf inu
- segir Stefán Thordersen
„Ástandið er slæmt héma. Við
náum ekki að halda úti þeim mann-
skap sem þarf og það kemur niður á
því starfl sem okkur er gert að sinna.
Við erum hara fjórir á vakt, yfirleitt
bara tveir í stöðinni og höfum hvorki
menn á bakvakt né neitt boðkerfi til
að grípa til í nauð. Það kom gleggst
í ljós í brunanum fyrir helgina þegar
lögreglan þurfd að fara í björgunar-
störf í stað þess að sjá til þess að
svæði væm rýmd fyrir slökkvilið.
Það er kannski ekki hægt að segja
að slökkvistarfið hefði gengið betur
ef við hefðum verið fleiri en við hefð-
um þó a.m.k. getað farið í að sinna
okkar starfi og gert aðgengi slökkvi-
hðsins betra en raun varð,“ sagði
Stefán Thordersen hjá lögreglunni í
Keflavík, allt annað en ánægður með
það fjársvelti sem lögreglan þarf við
að búa.
Mikið hefúr verið um að vera hjá
lögreglunni að undanfömu; bruninn
fyrir helgina og sprengjuhótun á Al-
þýðuflokksþingi. Þar fyrir utan vom
tvéir teknir grunaðir um ölvun við
akstur, þrír vom fluttir á sjúkrahús
og aðrir þrír gistu fangageymslur
lögreglunnar vegna slagsmála. Að-
faranótt sunnudags hafði eldur verið
borinn í fatnað í þurrkara í fjölbýhs-
húsi í bænum og á miðvikudag í fyrri
viku var maður sleginn í höfuðið
með hljóðkút og fékk stóra áverka.
Þá var ökumaður gómaður á 151 kíló-
metra hraða á Reykjanesbraut og
mátti sá sjá á eftir ökuskirteini sínu
fyrir vikið.
„Það er oft mjög annasamt hjá okk-
ur og svo koma þessir stóratburðir.
Það er ekki gott að segja fólki í nauð
að lögreglan geti ekki sinnt því vegna
manneklu," sagði Stefán Thorder-
sen.
Kópavogur:
Framkvæmdir
duga fyrir
skuldum
- segir verktakinn
„Lóðagjöldin eru um 56 mihjónir
niðri í dal í dag og framkvæmdirnar
eru þegar komnar upp í 35-40 mihj-
ónir króna. Þær standa fyrir þessu
öhu og Steypustöðin þarf ekki að
hafa neinar áhyggjur því að hún fær
sitt. Ég vh taka fram að hag bæjar-
sjóðs er ekki á neinn hátt stefnt í
voða,“ segir Valdimar Þórðarson,
byggingaverktaki að tíu íbúðum við
Heiðarhjaila í Kópavogi.
Eins og DV greindi frá í vikunni
hefur Steypustöðin stefnt bæjarsjóði
Kópavogs og nokkrum eigendum
íhúða við Heiðarhjaha í Kópavogi
vegna innheimtu steypuskuldar
verktakans upp á sex mhljónir
króna. Þá hefur bæjarsjóður gefið
veðleyfi vegna byggingar fjölbýhs-
húss við Lækjarsmára 1—31 í Kópa-
vogi þar sem tugir mhljóna króna
eru áhvílandi.
„Við erum með 38 manns í vinnu
niðri í dal og ég veit að mörgum
heimihsföðurnum þar hður iha og
óttast að missa vinnuna,“ segir
Valdimar Þórðarson að lokum.
Falasteftirtiu
íslendingum tii
öryggisgæslu í
Eistlandi
Bandarískt fyrirtæki, sem Vöktim
á íslandi hefúr átt samskipti við,
hefur falast eftir um tíu íslendingum
th öryggisgæslu í Eistlandi.
„Máhð er enn sem komið er á und-
irbúningsstigi. Bandaríska fyrirtæk-
ið er í viðræðum við Eistlendinga mn
að setja á laggimar vöktunarfyrir-
tæki í Eistlandi. Mér skhst að glæpa-
tíðnin í Eistlandi hafi aukist um 700
prósent á undanförnum 5 árum. Ör-
yggisverðimir myndu bera vopn og
ef Islendingar verða ráðnir fara þeir
fyrst th Bandaríkjanna í þjálfun í
meðferð skotvopna," segir Guð-
mundur Þóroddsson, forstjóri Vökt-
Hann getur þess að evrópskir ör-
yggismenn séu vinsælh en banda-
rískir th öryggisgæslu þar sem þeir
bregðist öðmvísi við. „Þeir bera
meiri virðingu fyrir lífinu heldur en
þeir sem hafa aíist upp við morð og
glæpi."
„Éghelá
ég gangi heim“
Eftireinn -ei aki neinn
UUMFEROAR
RAD
Notaðir bílar með
allt að 20% afslætti!
Fram til 17. júní verða notaðir bílar í eigu
Globus í Bílahöllinni seldir á einstökum
kjörum, enda sérstakur tími framundan í
sögu þjóðarinnar. Skundum í Bílahöll og
tryggjum oss góðan, notaðan og umfram
allt, mjög ódýran bíl.
Gleðilega þjóðhátíð!
SIMI: 674949
ÞAÐ ER OPIÐ HJÁ OKKUR:
Mánudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.30
laugardaga kl. 10.30 - 17.00