Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 íþróttir_______________ Knattspyrna- Fyrstu sporin Mál og menning hefur sent frá sér bókina Knattspyrna - Fyrstu sporin, kennslubók í knattspyrnu fyrir byrjendur, eftir enska knattspyrnumanninn Gary Line- ker. Lineker er atvinnumaöur í knattspymu í Japan, hann hefur veriö fyririíöi enska landslíðsins og leikiö tvivegis í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. í bókinni nýtir höfundur reynslu sína til að kennabyrjend- um öll helstu tækniatriöin. Hann fræöir unga knattspyrnumenn um leikreglur, knattmeöferö og nokkrar leikíléttur. Bókina prýö- ir fjöldi ljósmynda sem skýra málin lið íyrir lið. Bókinni fylgir veggspjald um heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu sem hefst í Bandaríkjunum þann 17. júní næstkomandi, auk límmiða af búningum þeirra þjóöa sem taka þátt í úrslitakeppninni. Kristjánfjórði á EM öldunga Krisfján Gissurarson náði besta árangri íslendinga á Evrópu- meistaramóti öldunga í frjálsum íþróttum sem fram fór í Aþenu fýrir skömmu. Kristján varö fjórði í stangarstökki 40-45 ára og stökk 4,40 metra. Sigurvegar- ínn var undir íslandsmeti Kristj- áns sem er 4,75 metrar. Ámý Heiöarsdóttir varð fxmmta í þrístökki og sjötta í lang- stökki, Jón Magnússon varð sjö- undi í sleggjukasti, og Þórður B. Sigurðsson þrettándi í sömu grein. Þá varð Ólafur Unnsteins- son ellefti í kringlukasti. Keppendur á mótinu voru 3.700 frá 37 iöndum. Jóhannesog Pállskutubest Jóhannes Jensson, Skotfélagi Reykjavíkur, og Páll Guðmunds- son, Skotfélagi Keílavíkur, sigr- uðu á mótum í haglabyssuskot- fimi sem fram fóru á velli Skotfé- lags Akureyrar í HlíöarQalli um helgina. Jóhannes sigraði í Flokkameistaramóti STÍ með 86 stíg af 100 mögulegum, og Páll sigraði i landsmóti STÍ meö 88 stíg af 100. Skotfélag Akureyrar sigraði í sveitakeppni en sveitina skipuðu Björn Stefánsson, Hann- es Haraldsson og Högni Gylfason. Sæstjarnaner óstöðvandi Sæstjarnan sigraði í fjölmiðla- mótinu, siglingakeppni sem Sigl- ingasamband Islands hélt á laug- ardaginn. Eva II varð í öðru sætí og Svala varð þriðja. Sæstjaman hefur einnig unniö tvö fyrstu þrlðjudagsmótin, og varð á undan Svölu og Evu II síðasta þriðjudag. Næsta þriðjudagskeppni er í kvöid og hefst klukkan 19. Jón Þóröarson, sóknarmaður úr Stjörnunni, er genginn til iiös viö 2. deildar lið HK í knatt- spyrnu. Jón skoraði 11 mörk fyr- ir Stjömuna í fyrra en hefur ekki fengiö tækifæri með liöinu í 1. deild í sumar og ákvað því að flytja sig yfir í Kópavoginn. TvöíLeirunni Golfklúbbur Suöurnesja stóö fyrír tveimur mótum um helgina. Kristján Björgvinsson, GS, sigr- aöi á Sparisjóösmótinu, en fyrri - hluti þess fór reyndar fram í Grindavík. Á opna Guerlain kvennamótinu sigraði Guðfmna Sigurþórsdóttir, GS, í keppni þeirra sem eru með forgjöf 20 og lægri, en ELsa Eyjólfedóttir, GS, hjá þeim sem eru ytir 20. Eyjólfur til Tyrklands eöa Frakklands? Tilboð komin frá Nice og Besiktas Tyrkneska félagið Besiktas og franska liðið Nice hafa gert Eyj- ólfi Sverrissyni, landshðsmanni og leikmanni með þýska úrvals- deildarliðinu Stuttgart, tilboð en Eyjólfur hefur ákveðið að yfir- gefa Stuttgart. „Ég er að vona að þessi mál fari nú að komast á hreint. Ég er með tvö mjög áhugaverð tilboð upp á vasann og fleiri félög í Þýskalandi og Englandi hafa verið með fyrir- spurnir," sagði Eyjólfur Sverris- son við DV í gærkvöldi. „Þetta er nokkuð spennandi í Tyrklandi. Við stjórnvölinn þar er Christoph Daum, fyrrum þjálf- ari minn hjá Stuttgart, og fyrir skömmu festi liðið kaup á Raim- ond Aumann markverði, sem lék með Bayern Múnchen. Þá mun félagið leika í Evrópukeppni bik- arhafa á næsta keppnistímabih. Tilboð franska liðsins er líka mjög gott. Eins og staðan er í dag eru mestar líkur á að ég fari til annars hvors liðsins en svo getur þetta líka allt breyst komi eitt- hvert nýtt tilboð upp á borðið," sagði Eyjólfur. Stjarnan í vanda vegna meiðsla - Bjami og Valdimar frá um sinn Mikil meiðsli hafa herjað á leik- menn nýliða Stjörnunnar í 1. deild- inninni í knattspyrnu að undan- förnu. Fyrirliði Stjörnunnar, Bjarni Benediktsson, mun að öllum líkind- um missa af næstu leikjum. Bjarni meiddist í öðrum leik Stjörnumanna gegn KR, var borinn af leikvelli, og við læknisskoðun kom í ljós að flís- ast hafði upp úr beini í ökkla. Þá er Valdimar Kristófersson meiddur í nára og verður frá í næstu leikjum og óvíst er hvort Valgeir Baldursson geti leikið með gegn Eyjamönnum á fimmtudagskvöldið en hann hefur átt í meiðslum og lék ekki með Stjömunni gegn Þór á föstudaginn. Ögmundur látinn hættahjáÍR - nokkrir þjálfarar í sigtinu Stjórn knattspyrnudeildar ÍR ákvað nú um helgina að Ögmundur Kristinsson, þjálfari liðsins, yrði láta hætta störfum hjá félaginu í kjölfar slaks árangurs í 2. deildar keppn- inni. ÍR hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og situr á botninum með markatöluna 1-12. „Þetta var sameiginleg ákvörðun hjá stjórn knattspyrnudeildarinnar og leikmönnum liðsins. Það hafa mikil meiðsh herjað á okkur og auð- vitað má rekja þetta slæma gengi til þess. Okkar ætlun er hins vegar sú að það þurfi meðal annars nýjan þjálfara til þess að hressa mannskap- inn upp. Ogmundur er prýðilegur þjálfari en við töldum hann ekki passa við þennan ákveðna hóp,“ sagði Ámi Þórðarson, formaður knattspymudeildar ÍR, við DV í gær. Hann sagði ennfremur að nokkrir þjálfarar væru í sigtinu og yrði reynt að ganga frá ráðningu á þjálfara sem fyrst. IR-ingar mæta Aftureldingu í mjólkurbikarkeppninni á morgun og ef ekki verður búið að ráða þjálfara mun Bragi Björnsson, fyrirliöi ÍR, stýra liðinu. 19 leikir ÍA1 röö án taps í 1. deild: Tuttugu ára félagsmet fallið Sigurður Svenisson, DV, Akranesi: Skagamenn slógu tæplega 20 ára gamalt félagsmet er þeir unnu Vals- menn, 0—1, í 5. umferð íslandsmótsins í knattspymu síðasthðinn föstudag. Þar með hafa íslands- og bikarmeist- ararnir leikið 19 leiki í röð án taps í deildinni, 14 þá síðustu í fyrra og 5 þá fyrstu í ár. Eyjamenn stöðvuðu sigurgöngu Skagamenna í 4. umferð íslands- mótsins í júní 1975 en þeir höfðu þá leikið 18 leiki í töð án taps, alla leik- ina 14 sumarið 1974, síðasta leik mótsins 1973 og þrjá þá fyi'stu árið 1975. Þótt Akurnesingar hafi náö þessum fágæta árangri eiga þeir enn langt í land með að ná meti Valsmanna sem er hvorki meira né minna en 37 leik- ir í röð í 1. deild án taps á ámnum 1977-1979. Valsmenn töpuðu tveimur fyrstu leikjum sumarsins 1977 en síð- an ekki söguna meir fyrr en í 4. umferð mótins 1979. Þá mættu þeir Eyjamönnum og biðu ósigur. Þrátt fyrir að Valsmenn lékju 16 leiki í röð án taps sumarið 1977 voru það Skagamenn sem hömpuðu titlin- um það ár eftir æsispennandi loka- sprett. Valsmenn fóm í gegnum allt sumarið 1978 án þess aö tapa í deild- inni, gerðu jafntefli við KA í lokaum- ferð mótsins, og unnu með yfírburð- um. HM-fréttir Rijkaard meiddur Tvísýnt er hvort Frank Rijka- ard, miðjumaðurinn snjalli, geti leikið fyrsta leik Hollendinga í HM, gegn Sádi-Aröbum, á mánu- daginn kemur. Hann meiddist í leiknum við Kanadamenn á sunnudaginn. Sádar bjartsýnir Sádi-Arabar eru mjög bjartsýn- ir á gott gengi sitt í HM og telja sig geta unnið F-riöilinn, en þar mæta þeir Hollandi, Belgíu og Marokkó. Argentínumaðurinn Jorge Solari, sem þjálfar þá, segir að Kólumbía, Brasilía, Argentína og Sádi-Arabía komist í undanúr- slit keppninnar. Eyðimerkur-Pelé Solari spáir því að Majed Abd- ullah, 35 ára gamall sóknarmaður sem kallaður er Eyðimerkur-Pelé í heimalandi sínu, verði ein af stjörnum keppninnar. Sádi-Arab- ar segja að hann hafi skorað 118 mörk í 166 landsleikjum en þær tölur þykja ekki trúverðugar. Vandræði í Nígeríu ‘ Landshð Nígeríu komst loks af stað til Bandaríkjanna seint í gærkvöldi eftir vandræði með vegabréfsáritanir. Flugvél liðsins þurfti undanþágu til aö fá aö lenda í Bandaríkjunum en þar í landi er nígerískum vélum bann- að aö lenda vegna tíðs eiturlyfja- smygls með þeim. Bonner frá Celtic írski landsliðsmarkvörðurinn Pat Bonner sem hefur leikið með Celtic í Skotlandi í 16 ár gengur til Uðs við Kilmarnock eftir HM. Eriksson til Everton Allt bendir til þess að sænski varnarmaðurinn Jan Eriksson fari frá Kaiserslautern í Þýska- landi til enska liðsins Everton eftir HM. Landi hans, Anders Limpar, er þar fyrir, og Everton hefur einnig hug á að fá þriðja Svíann, Martin Dahlin, frá Mönchengladbach. Caniggia tæpur Claudio Caniggia, hinn snöggi sóknarmaður Argentínu, er þjak- aður af támeiðslum og óvíst hvort hann geti spilað gegn Grikkjum næsta þriðjudag. Dómarar sendir heim? Joao Havelange, forseti FIFA, tilkynnti í gær að dómarar sem ekki rækju menn út af fyrir að sparka mótherja niður aftan frá í HM, yrðu sendir heim með fyrstu flugvél. Sigurður Jónsson, fyrirliði ÍA og landsliðs af næstu leikjum íslands- og bikarmeistar Siguröur frá gegn aðgerð Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: „Ég reyndi aðeins að skokka í dag en það varð minna úr því en ég ætlaði, ég finn alltaf fyrir verkjum í kyiðnum," sagði Sigurður Jónsson, fyrirliöi íslands- og bik- armeistara Skagamanna í knattspyrnu, er DV ræddi við hann í gærkvöld. Sigurður fer í læknisskoðun í dag og þar veröur endanlega skorið úr um hvort hann þurfi að gangast undir htla aðgerð Barcelon leikmeni - tólf lelkmenn frá sp; Spænska hðið Barcelona á flesta þá leik- menn sem leika í úrshtakeppni HM í knattspyrnu í Bandaríkjunum, sem hefst á föstudaginn. Alls 12 leikmenn koma frá Barcelona, níu þeirra leika með spænska landsliðinu en auk þeirra leikur Romario með Brasil- íu, Koeman með Hollandi og Stoichkov með Búlgaríu. Belgíska hðið Anderlecht á níu leikmenn í Bandaríkjunum. Sjö þeirra leika með belgíska landsliðinu en aörir eru Bosman hjá Hollandi og Nwana sem leikur með Nígeríu. Parma frá Ítalíu á einnig níu leikmenn í úrslitakeppninni. Fimm leika með ít- alska landsliðinu, en aðrir eru Sensini, Argentínu, Brolin, Svíþjóð, Grun, Belgíu, og Asprilla sem leikur fyrir Kólumbíu. Ítalía, Grikkland, Spánn og Sádi-Arabía eru þær þjóðir sem tefla eingöngu fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.