Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 25 Fréttir Laxá í Leirársveit: Fulltaf vænumlaxi „Þetta er veisla héma á bökkum Laxár í Leirársveit, eftir tveggja daga veiði eru komnir 32 laxar og hann er 18 pund sá stærsti," sagði Gunnar Magnússon í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit í gærkvöldi. En hann og félagar hans voru að fara að veiða í ánni í morgunsárið. „Veiðimenn hafa sjaldan séð eins væna laxa eins og eru núna í ánni. Það slapp einn rígvænn í Laxfoss- inum fyrsta veiðidaginn. Það veiddust 15 laxar í dag og Benedikt Véiðivon Gunnar Bender og Jón veiddu þennan 18 punda í dag. Það eru laxar að hellast inn á hverju flóði og við erum orðnir spenntir að renna,“ sagði Gunnar ennfremur. „Það var gaman að renna þennan fyrsta veiðidag en við Haukur Garðarsson veiddum 7 laxa á stöngina. Við fengum 6 á maðkinn og einn á fluguna," sagði Ólafur Ó. Johnson yngri en hann var í Laxá í Leirársveit í byrjun. „Laxinn er komin víða um ána eins og í Eyrarfossi þar sem einn veiddist og svo veiddist annar í Miðfellsfljótinu. Veiðimenn sem þekkja þetta vel hafa sjaldan séð svona mikið af laxi snemrna," sagði Ólafur í lokin. „Það hefur verið skítkalt hérna við Norðurá í dag, fjallatoppar voru Lúther Einarsson þekkir Viðidalsá í Húnavatnssýslu manna best og hefur veitt marga væna fiska í ánni í gegnum árin. DV-mynd GFE Þeir voru að koma úr Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum dögum Friðþjófur Ó. Ólason og Pétur Guðmundsson. Þeir veiddu 7 laxa. Norðurá hafði gefið 180 laxa í gærkvöldi. DV-mynd GGG hvítir í morgun,“ sagði Halldór Nikulásson, veiðivörður við Norð- urá í gærkvöldi. „Það kom þó 17 punda lax land í dag og fiskinn veiddi Sverrir Krist- insson í Stokkhylnum. Það hafa líklega veiðst 10 laxar í dag og núna eru komir 180 laxar á land,“ sagði Halldór. Víöidalsá: Veiðast á milli 1400 og 1600 laxar - laxinn mættur í ána „Ég sá laxa í Kerinu og á brúnni í Víðidal, þetta voru nokkir sporðar sem ég sá þarna um helgina," sagði Lúther Einársson í samtah við DV í gærkvöld. Hann hafði verið á bökkum Víðidalsár í Húnavatns- sýslu að kíkja eftir laxi. „Það var mikið vatn í ánni en ég sá sporða í straumnum á þessum tveimur stöðmn. Áin verður opnuð að morgni 18. júní og ég á von á því að það veiðist á milli 30 og 40 laxar, en opnunin verður í tvo og hálfan dag. Ég held að það veiðist á milli 1400 og 1600 laxar í ánni sumar. Ég byrja að veiða í Víði- dalsá 29. júní og.svo verður maður að gæta þarna í sumar,“ sagði Lúther ennfremur. Sviðsljós Austfirð- ingará tölvunám- skeiðum Hátt í sextíu nemendur í Nes- kaupstað, á Eskifirði og Fáskrúðs- flrði hafa frá því í janúar sótt tölv- unámskeið sem Benedikt Frið- bjömsson frá Akranesi hefur veitt forstöðu á þessum stöðum. Þau voru á vegum Tölvuskóla Reykja- víkur og er nýlokið með afhend- ingu prófskírteina og veislu í fé- lagsheimilinu Valhöll á Eskifirði. Nýútskrifaðir tölvufræðingar í bliðskaparveðri á Eskifirði. DV-mynd Emil Thorarensen Leikhús Leikfélag Akureyrar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, næstsíöasta sýning, fid. 16/6, siðasta sýning, 40. sýníng. Síðustu sýningar Þjóðleikhússins á þessu leikári. Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram aö sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10. Grænalínan9961 60. Greiðslukortaþjónusta. Tilkyniungar Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Þriðjudagshópurinn kemur saman í Ris- inu kl. 20 í kvöld. Sigvaldi velur lög og leiðbeinir. Allir velkomnir. Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta Sýnir á Listahátíð í Reykjavik fiar Par eftir Jim Cartwright í Lindarbæ Aukasýningar: 50. sýning þriðjud. 14. júní, miðvikud. 15. júni, fimmtud. 16. júni. Sýningar hefjast kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða er í miðasölu listahátiðar i íslensku óperunni dag- legakl. 15-19, simi 11475, sýningardaga i Lindarbæ frá kl. 19. Sími 21971. fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Tapað fundið Páfagaukur tapaðist Blár gári páfagaukur flaug út um gluggann á Njálsgötu 59 um kl. 14 á sunnudag. Ef einhver veit um ferðir hans er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 17087. Menrting Tónlist Finnur Torfi Stefánsson miklum áhrifum á þessum tónleikum. List hans nær langt út yfir venju- legan píanóleik. Túlkun hans er svo skapandi að hljóðfærið verður hálf- gert aukaatriði. Menn geta dáðst að hrífandi fögrum, ríkum og fjölbreytt- um tóni hans, khngjandi skýrleika, óaðfinnanlegri tækni. Það sem ein- kennir leik hans þó mest er hstrænn heiðarleiki og virðing fyrir tónhst- inni. Þrátt fyrir ríka og {jölbreytta túlkun virðist hófsemi hvíla yfir vötn- um og hvergi vera of í lagt. Hverju smáatriði virðist skipaður sess eftir smekkvísa yfirvegun. Þó hljómar allt saman einhvem veginn fyrirhafnar- laust. Þessir kostir njóta sín mjög vel, t.d. í verkum Beethovens. Sónöturnar tvær sem þarna voru fluttar, opus 31. nr. 1 og 2, hljómuðu mjög sannfær- andi. Lokakaflinn í þeirri síðari fékk t.d. meiri dýpt en undirritaður man tii að hafa heyrt áður. Verk Prokofievs voru einnig frábærlega vel flutt, einkum var lokakaflinn í sónötunni nr. 8 glæsilegur. Ekki eru allir hlut- ar þessa verks jafn vel gerðir af hálfu höfundar en flutningurinn var óaðfinnanlegaur. Húsfyllir var í Háskólabíói og undirtektir æjög góðar. Ashkenazy Listahátíð í Reykjavik var fram haldiö í gærkvöldi með tónleikum í Háskólabíói. Vladimir Astikenazy lék einleik á píanó. Á efnisskránni voru verk eftir Ludwig van Beethoven og Sergei Prokofiev. íslendingar standa í mikfili þakkarskuld við Vladimir Ashkenazy fyrir framlag hans til íslensks tórfiistarlífs og til Listahátíðar í Reykjavík sér- staklega. Listamanni eins og honum verður best sýnt þakklæti með því að sýna Ust hans áhuga og það má áreiðanlega segja að íslendingar hafi gert. Dæmi þess mátti sjá og heyra í gærkvöldi. Ashkenazy náði hrífandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.