Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
Fréttir
Sameining allra íþróttafélaganna 1 Keflavík stendur fyrir dyrum:
Stærsta íþróttabylting
á landinu fyvr og síðar
- segir Ragnar Öm Pétursson, formaður ÍBK
EftirÆ daga
Miklar breytingar eru í vændum
innan íþróttahreyfingarinnar á Suö-
umesjum á næstu vikum og mánuö-
um þar sem öll íþróttafélögin í Kefla-
vík sameinast í eitt félag, íþrótta- og
ungmennafélag Keílavíkur. Samein-
ingin verður tekin fyrir á félagsfund-
um í íþróttafélögunum í lok júní.
Stofnfundur nýja félagsins verður
haldinn í byrjun júlí og verður þá
kosin fimm manna aðalstjórn.
Gömlu félögin halda áfram óbreyttri
starfsemi sem deildir innan félagsins
þó að keppnisfólkið keppi undir
merkjum Iþrótta- og ungmennafé-
lags Keflavíkur eftir að körfuknatt-
leikstímabihð hefst í haust.
Unnið hefur verið að því í tæp tvö
ár að sameina Ungmennafélag Kefla-
víkur, Knattspyrnufélag Keílavíkur,
íþróttafélag Keflavíkur, Fimleikafé-
lag Keflavíkur, Sundfélagið Suður-
nes og Skotfélag Keflavíkur. Þannig
sameinast öll félögin í íþróttabanda-
lagi Keflavíkur nema íþróttadeild
Hestamannafélagsins Mána. Búið er
að fá staðfestingu á því að keppnis-
réttur íþróttabandalags Keflavíkur,
ÍBK, færist yfir á nýja félagið í haust.
„Þetta er stærsta bylting sem gerð
hefur verið í breytingu á íþrótta-
hreyfingu í landinu fyrr og síðar. Það
hafa verið 40-50 manns í stjórnum
og nefndum í gömlu félögunum en
eftir breytinguna verður fimm
manna aðalstjórn. Þetta hlýtur að
verða mikil lyftistöng fyrir íþrótta-
hreyfinguna í Keflavík og við vænt-
um okkur mikils af þessu enda hlýt-
ur það að vera gífurlegur munur að
fara loksins að byggja upp eitt félag
þar sem allir eru í sama félagi og
allir eru að keppa fyrir sama aðila,“
segir Ragnar Öm Pétursson, formað-
ur ÍBK.
Eignir íþróttafélaganna í Keflavík
eru metnar á 40-50 milljónir króna
og verða þær undir sama hatti eftir
sameininguna.
Þá er fyrirhugað að gera breytingu
á íþróttabandalagi Keflavíkur vegna
sameiningar Keflavíkur, Njarðvíkur
og Hafna í eitt sveitarfélag nú í júní.
Ragnar Öm segir að tvennt komi til
Tuttugu beinaskurðlæknar völdu óvenjulegan ferðamáta:
Sigldu frá Svíþjóð á
tveim seglskútum
- íslenskur læknir 1 hópnum kom einnig siglandi fyrir 10 árum
„Við erum allir mikið í siglingum
á sumrin og vanir því að vera á skút-
um í sænska skerjagarðinum, bæði
hjá Stokkhólmi og Gautaborg. Það lá
því beint við að sigla hingað," sagði
Friðfmnur Sigurðsson, sérfræðingur
í beinaskurölækningum, sem kom á
seglskútu hingað til lands í síðustu
viku ásamt tiu sænskum starfs-
bræðrum sínum. Þeir félagar sækja
norrænt beinaskurðlæknaþing sem
haldið er annað hvert ár einhvers
staðar á Norðurlöndunum, nú í
Reykjavík.
Þetta er í annað skipti sem Frið-
finnur kemur á seglskútu á beina-
skurðlæknaþing hér á landi en það
gerði hann einnig fyrir 10 árum.
Tveir af skipsfélögum hans nú voru
einnig með þá. Hópurinn lagði upp
frá Gautaborg fyrir 10 dögum og var
áð á Hjaltlandseyjum og í Færeyjum.
Friðfinnur býst við að siglt verði aft-
ur til Gautaborgar á laugardags-
kvöld. En Friðfmnur og félagar voru
ekki einir um að ferðast hingað á
þennan hátt því aðrir tíu beinaskurð-
læknar komu siglandi sömu leið á
annarri skútu.
Skútan, sem þeir félagar eru með
á leigu, er ekki af verri endanum, 20
metra löng með tveim möstium. Hún
heitir Ichi Ban, sem þýðir „númer
eitt“ á japönsku. Friðflnnur segir
þessa skútu vera þá fyrstu sinnar
tegimdar sem byggð var en smiði
hannar fór fram í Finnlandi. „Þetta
er Rolls Royce skútan sem fer í 12-14
hnúta í góðum vindi.“
Friðfinnur hefur búið í Svíþjóð síð-
astliðin 24 ár þar sem hann nam
læknisfræði og hefur síðan starfað
sem sérfræðingur í beinaskurðlækn-
ingum. Hefur Friðfmnur meðal ann-
ars starfað með sænskum íshokkí-
mönnum.
Sameining Glettings og Hraðfrystihúss Stokkseyrar:
Sáttur við skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um málið
- segir Sigfús Jónsson sem annaðist sameininguna fyrir Byggðastofnun
„Eg er nú dáhtið hissa á þessari
ósk þingmannsins um rannsókn á
sameiningu Glettings og HS vegna
þess að Ami Johnsen óskaði eftir
rannsókn Ríkisendurskoöunar á
málinu. Ríkisendurskoöun fram-
kvæmdi þá rannsókn og skilaði
skýrslu um hana í fyrra. Við erum
sæmilega sáttir við niðurstöðuna í
skýrslu Ríkisendurskoðunar,11 sagði
Sigfús Jónsson en hann ásamt Guð-
mundi Malmquist, framkvæmda-
stjóra Byggðastofnunar, annaðist
fyrir hönd stofnunarinnar um sam-
einingu Glettings í Þorlákshöfn og
Hraðfrystihúss Stokkseyrar og stofn-
un Árness hf.
Eins og skýrt hefur verið frá í DV
hefur Eggert Haukdal alþingismaður
ritað stjórn Byggðastofnunar bréf og
krafist þess að þetta mál verði rann-
sakað ofan í kjölinn.
„Því miður virðist það vera svo
með skýrslur Ríkisendurskoðunar
að þær er ekki nægilega nákvæmar.
Menn deila um þær flestar. Ég er
með ný og glóðvolg gögn í höndunum
um þetta sameiningarmál Glettings
og HS sem hrekja allt sem áður hefur
verið sagt um þetta mál. Þess vegna
vil ég að máhð verði rannsakað að
nýju alveg burtséð frá því hvað
stendur í skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar. Miðað við að eigið fé Glettings var
132.5 milljónir en HS 282,9 miUjónir
og neikvætt veltufé Glettings var
220.6 milljónir en HS 31,2 milljónir
og að veiðireynsla Glettingsmanna
utan kvóta er metin á tugi miUjóna
sýnist mér ljóst aö Byggðastofnun
hafi ekki haft réttar upplýsingar í
höndunum þegar starfsmenn hennar
fóru yfir máUð,“ segir Eggert Hauk-
dal alþingismaður.
greina. Annars vegar að íþróttafélög-
in gangi í íþróttabandalag Suður-
nesja eða stofna nýtt íþróttabandalag
íþróttafélaganna í Keflavík og Njarð-
vík.
Ekki kemur í ljós fyrr en síðar í
sumar hvor kosturinn verður tekinn.
... GunnarÞórðar, Ellý,
Ragnar, Björgvin, Sigga,
Bubbi og...
/3 Gufínijfcminn)
^' Laugavegi 178
Glæsilegur
þjóðhá tíðarma tseðill
Kryddlegnir humarhalar
með fersku salati
Andaseyði
Ávaxtaískrap
Rósasteikt lambafillet með fylltum tómati
og cointreau-sósu
ístvenna og ferskir ávextir
Kr. 2.390
Borðapantanir í síma 88 99 67
V
FERÐIR
///////////////////////////////
Aukablað
Ferðir - innanlands
Miðvikudaginn 29. júní mun aukablað um
ferðirinnanlandsfylgja DV.
I blaðinu verða upplýsingar um helstu
valkosti sem boðið er upp á í hverjum
landsfjórðungi. Lesendur fá því möguleika á að
kynna sér spennandi ferðamöguleika sem eru í boði.
Ferðablaðið mun kynna alla helstu gististaði úti á
landi með nákvæmu korti í opnu.
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að
auglýsa í þessu blaði vinsamlegast hafi samband við
Björk Brynjólfsdóttur í síma 91 -632723.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 23. júní.
Bréfasími okkar er 632727.
Athugið!
Við viljum minna á sérstakar ferðaraðauglýsingar
í DV-ferðum í hverri viku.
Hvað eiga Austurríki, Kanada,
Danmörk, Holland, Svíþjóð og ísland
sameiginlegt ?