Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
Útlönd
Norðmenn hafa áhyggjur af veiðum við Svalbarða:
íhuga aðgerðir gegn
sjóræningjatogurum
Norsk stjórnvöld íhuga nú hvort
grípa skuli til nýrra ráðstafana til
að koma í veg fyrir ólöglegar veiöar
erlendra fiskiskipa á fiskvemdar-
svæðinu við Svalbaröa. Sífellt fleiri
erlend skip koma á svæðið og um
síðustu helgi komu þangað fjórir ís-
lenskir togarar.
Samkvæmt heimildum norsku
fréttastofunnar NTB fara nú fram
viðræður milli sjávarútvegsráðu-
neytisins, varnarmálaráðuneytisins
og utanríkisráöuneytisins um nýjar
baráttuaðferðir gegn sjóræningja-
togurunum. Lítil kátína ríkir með
ástandið eins og það er nú.
Norska strandgæslan á í erfiðleik-
um með að framfylgja banninu við
veiðum erlendra skipa á hafsvæðinu
kringum Svalbarða ef ekki er tilefni
til að fara um borð í skipin.
„Við getum klippt á trollið þegar
við uppgötvum ólöglegar veiðar en
skipin hífa veiðarfærin um borð um
leið og við komum. Þegar við yfirgef-
um svæðið byrja þeir að veiða aftur.
Þar með getum við ekkert gert,“ seg-
ir Thorstein Myhre, yfirmaður
strandgæslunnar í Norður-Noregi.
Átta togarar stunda ólöglegar veið-
ar á vemdarsvæðinu við Svalbarða
um þessar mundir. Auk íslensku tog-
aranna fjögurra, sem fóru þangað
um helgina, hafa fjórir aðrir togarar
sem sigla undir hentifána verið þar
um skeið.
Auk norskra togara með kvóta á
svæðinu eru þar einnig fiskiskip frá
Erlend fiskiskip við Svalbarða angra
Norðmenn.
írlandi, Spáni og Portúgal sem veiða
upp í 7500 tonna kvóta Evrópusam-
bandsins. Um miðjan næsta mánuð
eru um fjörutíu spænskir togarar
væntanlegir þangað til veiða.
„Þegar Spánverjarnir koma i
næsta mánuði verður í nægu að snú-
ast við að líta til með þeim. Það verð-
ur því enn erfiðara að eiga við sjó-
ræningjatogarana. Ástandið er því
óþolandi. Við erum með mikinn
mannskap bundinn á þessu svæði,“
segir strandgæslustjórinn.
Norðmenn verða að fara varlega
við að framfylgja reglum sínum á
verndarsvæðinu þar sem Finnar
hafa einir þjóða viðurkennt það. Það
er því ljóst að ef Norðmenn geta ekki
framfylgt reglugerðum sínum mun
það grafa undan tilraunum þeirra til
að nýta þessi fiskimið á skynsamleg-
anhátt. ntb
Ung stúlka I bænum Lvov í vesturhluta Úkraínu gægist milli fóta hermanna á aðaltorginu þegar hún biður spennt eftir að forseti landsins, Leoníd Kravt-
sjúk, fari þar hjá. Kravtsjúk fékk mikinn stuðning þegar hann heimsótti bæinn, þar sem þjóðernissinnar eiga sterk itök, í baráttunni fyrir forsetakosningarnar.
Simamynd Reuter
Annaprinsessa
drottnii
Elísabet Eng-
landsdrottning
er að þjálfa
Önnu dóttur
sína upp í að
taka við lykil-
hlutverki í
konungdæm-
inu sem drottn-
ingarstaðgengill Karls Breta-
prins, að því er blaöið Daily Ex-
press skýrði frá í gær,
Anna prinsessa er áttunda í
röðinni að erfðum konungríkis-
ins. Ilenni er ætlað að taka scr
auknar skyldur á herðar þegar
Karl verður konungur, skyldur
sem annars hefðu lent á Díönu
prinsessu, fyrrum eiginkonu
prinsins.
í Buckinghamhöll eru fréttim-
ar sagðar getgátur og slúður.
Keuter
Norður-Kórea úr kjamorkustofnun SÞ:
Frekari yfirhylmingar kalla
á harðari ref siaðgerðir
- segja stjómvöld í Suður-Kóreu
Clinton Bandaríkjaforseti er
áhyggjufullur. Simamynd Reuter
Suður-kóresk stjómvöld harma
mjög þá ákvörðun stjórnarinnar í
Norður-Kóreu í gær að hætta þátt-
töku í kjamorkueftirlitsstofnun
Sameinuðu þjóðanna, IAEA, og í
morgun vöruðu þau norðanmenn við
því aö frekari tilraunir til að hylma
yfir kjarnorkuáætlanir sínar byðu
heim hertari refsiaðgerðum.
„Brotthvarf Norður-Kóreu úr
IAEA gerir bara illt verra,“ sagði Lee
Hong-ku, aðstoðarforsætisráðherra
Suður-Kóreu, við fréttamenn. „Ég
lýsi yfir djúpum harmi.“
Norður-Kóreumenn ítrekuðu í gær
hótanir sínar um að refsiaögerðir
fyrir að heimila ekki alþjóðlegt eftir-
lit með kjarnorkuáætlunum landsins
myndu leiða af sér stríð.
Kínveijar kenna kjamorkumála-
stofnuninni sjálfri um hvernig komið
er og segja ástandið alvarlegt.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
ræddi við Tsutomu Hata, forsætis-
ráðherra Japans, í síma í gær vegna
ástandsins á Kóreuskaganum og
lýsti yfir miklum áhyggjum sínum
vegna þess.
„Við getum ekki htið öðruvísi á
brotthlaupið en sem alvarlegt vanda-
mál,“ hafði japanskur embættismað-
ur eftir Clinton. „Ástandiö verður
enn alvarlegra ef eftirlit verður gert
erfiðara.“ Reuter
Stuttarfréttir dv
Leituðuhælis
Ilópur Kúbverja leitaði hælis í
þýska sendiráðinu í Havana i
gær.
Gajdarformaður
Jegor Gajdar, fyrmm æðsti
maður umbóta í Rússlandi, hefur
verið kjörinn formaður nýs
flokks.
JeKsinhjáSÞ
Borís Jeltsín,
forseti Rúss-
lands, sagði í
morgun að
hann ætlaði að '
ávarpa alls-
heijarþing
Sameinuðu
þjóðanna þegar
hann heimsækti Bandaríkin á
hausti komanda.
Sprenging í Belgrad
Sprengingar urðu í vopnabúri í
Belgrad eftir að eldingu laust þar
niður.
Rússarámóti
Rússar eru andvígir því að
refsiaðgerðum á hendur Bosniu-
múslimum verði aflétt.
ísteininn
Dómstóll í Abu Dhabi hefur
dæmt fyrrum yfirmanns BCCI
hankans i 14 ára fangelsi.
Berlusceni kátur
Silvio Ber-
lusconi, for-
sætisráðherra
Ítalíu, er afar
kátur með nið-
urstöðurnar í
kosningunum
til Evrópu-
þingsins en
leiðtogi
vinstrimanna, Aclúlle Occhetto
sagði af sér.
HafanáðGitarama
Uppreisnarmenn í Rúanda segj-
ast hafa náð bænum Gitarama á
sitt vald.
Veikarvonir
Bardagar Bihac í Bosníu hafa
veikt vonir um að vopnahlé náist.
tOlétust
10 manns létust nærri Aden eft-
ir að Norður-Jemenar höfðu haf-
ið skotárás á svæðið.
Völdintilfarsetans
Lýðræðissinnar í Nígeríu hafa
hvatt stuðningsmenn sína til að
neyða herstjórn landsins á brott
og koma völdunum til forsetans.
RæðaumRúanda
Leiötogar
Afrikuríkja
ræða um hvað
eigi að gera
varðandi Rú-
anda en Nelson
Mandela, for-
seti S-Afríku,
hefur lagt til að
grípa verði til sérstakra aðgerða
varðandi fjöldamorðin sem þar
eiga sér staö.
Nefndirburt
Herstjórnin á Haíti íhugar aö
reka nefndir á vegum SÞ og
mannréttindasamtaka.
Clinton yfirheyrður
Chnton-hjónin hafa verið yfir-
heyrð varðandi dauða Vincents
Frosts, fyrrum forsetastarfs-
manns, og önnur mál varðandi
Whitewater-máliö.Á:
Lockerbieslysið
Palestínumaður hefur viður-
kennt aö hafa sprengt bandari sku
flugvélina yfir Lockerbie í Skot-
landi áriö 1988.
12syrgjendurdrepnir
Vopnaðir menn skutu 12 syrgj-
endur viö útfór skæruliða í írak.
Reuter